Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 24
|mánudagur|31. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Skammt frá Maríuhellum er bær sem heitir Urriðakot. Maríuhellar voru áður fyrr notaðir sem fjár- hellar fyrir bæina Urriðakot og Víf- ilsstaði. Þegar þessi saga gerðist bjó lítill drengur á bænum Urriðakoti og var hann fjárhirðir. Daginn sem þessi saga gerðist var drengurinn sendur til þess að gæta fjár við Mar- íuhella. Eftir að hann hafði dvalið um stund við fjárgæslu brast á vonskuveður með miklu fannfergi og roki. Hraktist drengurinn undan veðri og vindum og villtist af leið. Þegar nóttin skall á var hann orðinn hrakinn og kaldur og búinn að missa alla von um að finna bæinn. Hann settist niður milli tveggja kletta og sótti á hann svefn. Hann barðist við svefninn þar sem hann vissi að hann mætti ekki sofna því þá væri voðinn vís. Þá sér hann í gegnum snjódríf- una að hjá honum stendur hávaxin og tignarleg kona. Hún var klædd í skrautlegan bláan kirtil með hettu og slútti hettan fram yfir andlitið. Einnig var hún með fallegan fald á höfði en það var sams konar höf- uðfatnaður og drengurinn hafði séð ömmu sína með á jólum. Konan í bláa kuflinum tók hann í fangið og bar drenginn nokkurn spöl inn í klöpp en síðar kom í ljós að klöppin var það sem við þekkjum í dag sem Maríuhella. Inni í hellinum var hlýtt og nota- legt. Hann var fallega upplýstur með kertaljósum og í miðjum hell- inum logaði eldur. Konan bauð hon- um að hvílast í skrautlegu fleti. Gaf hún síðan drengnum að borða; flat- kökur, hangikjöt og annað góðgæti. Konan kvaðst heita María. Hellirinn héti Maríuhellar og þar ætti hún heima. Drengurinn hafði aldrei séð svona fallega konu og fannst honum sem hún líktist ömmu sinni, svo broshýr og hlýleg. Hann tók eftir því að kon- an var ekki með miðnefsgróf á efri vör eins og annað fólk. Það var eins og konan gæti lesið hugsanir drengsins því hún leit til hans og sagði: „Já, þannig getið þið menn- irnir greint okkur álfa frá mönn- um.“ Þegar drengurinn var búinn að hvílast og borða eins og hann lysti, tók hún í hönd hans og kvaðst ætla að fylgja honum heim að Urriðakoti. Hún leiddi hann og steig létt til jarð- ar og var eins og þau svifu yfir snjó- breiðuna. Fljótlega sá hann ljóstír- una í litla glugganum í Urriðakoti. ,,Núna ratar þú heim til þín litli drengur,“ sagði álfkonan við dreng- inn. Smaladrengurinn þakkaði fal- legu álfkonunni í bláa kuflinum kærlega fyrir og bauð henni að koma heim með sér og að hitta ömmu sína og hún amma hans myndi launa greiðann. En álfkonan svaraði: ,,Ég er sjaldan sýnileg mönnum. Hún sleppti hendi drengs- ins og sá hann til hennar síðast þar sem hún hvarf inn í hraunið. Þetta var sagan af smalanum frá Urr- iðakoti og álfkonunni sem bjargaði honum frá þessu vonda veðri. Enn í dag getum við séð hvar Urriðakot stóð, þar sem þústirnar eru niðri við Urriðavatn. (Saga þessi var sögð af Þorsteini Einarssyni í Maríuhellum á gaml- ársdag árið 2000, síðustu áramótin sem hann lifði.) María í Maríuhellum Síðasta hellaferðin Þorsteinn Ein- arsson les upp álfasögu árið 2000. bein útsending frá Ma- drid, þar sem heima- menn sýndu aðkomu- liði frá Ítalíu litla gestrisni. Þegar kaupmaðurinn rankaði við sér og tók eftir því, að hjá honum stóð hugsanlegur við- skiptavinur rauk hann upp og spurði hvaðan Víkverji væri. Ekki stóð á viðbrögðunum, „Guðjohnsen hefur ekki fengið nógu mörg tækifæri með Barce- lona. Hann hefði aldrei átt að fara frá Chelsea.“ Í næstu viðkomuborg nokkrum dögum síðar er verið að horfa á leik Börsunga á Nývangi. Íslendingurinn er ekki með að þessu sinni og einn gesta hvítnar í framan þegar því er logið að honum að heimamenn hafi fengið á sig víti, í uppbótartíma. Norður í Lundúnum er öllu sval- ara í verði og einhver hundur í af- greiðslumanninum á litlu hóteli skammt frá Victoria-stöðinni. Held- ur léttist brúnin þegar talið berst að því hvort miðar séu til á Emirates Stadium seinna um kvöldið. Svo segir hann Víkverja föðurlega að halda með West Ham, annað komi vart til greina. ÍÞRÓTTIR hafaþann eiginleika að getað sameinað hópa og einstaklinga. Gildir þá einu hver menning- arlegur bakgrunnur er. Víkverji var minntur á þetta í vinnuferð til múslimaríkis í N- Afríku fyrir skömmu. Eins og vera ber í íslamskri menningu var kaupmennska þar í hávegum höfð og ys og þys á markaðnum í miðkjarnanum. Gylli- boðin voru á hverju strái og vandasamt að hafna boðum ákveðið. Þegar rólegt er í básunum bregða kaupmenn sér gjarnan yfir á næsta bás og ræða landsins gagn og nauð- synjar yfir sjóðandi myntute. Víkverji fylgdist með og reyndi að gera sér umræðuefnin í hugarlund, lítil eftirspurn eftir nýjustu ostruút- gáfunni af gervi-Rolex, lítil stemning fyrir engiferi dulbúið sem Viagra … Í einum básnum fór ekki á milli mála um hvað var rætt. Knatt- spyrnan var þar í algleymingi og rökrætt um það hverjir myndu standa uppi sem sigurvegarar í spænsku deildarkeppninni. Í horninu var lítið sjónvarp og      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Kristín Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þessi hefð kemur frá föðurmínum Þorsteini Ein-arssyni sem var fæddurárið 1911 en hann lést fyrir sjö árum. Hann byrjaði á þessu þegar við systkinin vorum lítil en við erum tíu talsins, fimm bræður og fimm systur. Það var því heilmikið fjör þegar pabbi fór með stóra barnahópinn sinn í Maríuhella á gamlársdag eða á þrettándanum, eftir því hvernig viðraði,“ segir Sólveig Þorsteins- dóttir sem í dag ætlar með systk- inum sínum og börnum upp í Heiðmörk til að tendra kertaljós og lítið bál inni í Maríuhellum og syngja saman til að viðhalda hinni árlegu fjölskyldusamkomu. „Pabbi var mikið fyrir að kveikja kertaljós og hann las líka alltaf mikið fyrir okkur. Hann safnaði saman kertastubbum yfir allt árið og fór svo með þá í hell- inn um áramótin, raðaði þeim þar upp um alla veggi og kveikti á þeim og þá varð þetta eins og álfaborg. Hann kveikti líka alltaf lítinn varðeld í hellinum miðjum og svo sungum við saman öll ára- mótalögin og álfasöngvana. Hann útbjó sönghefti fyrir hver áramót sem hann myndskreytti. Hann sagði líka ævinlega eina álfasögu og við buðum alla álfa og aðrar ósýnilegar verur velkomnar með orðunum: „Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.“ Þetta var heilmikil álfastemning fyrir okkur systkinin.“ Stjörnuljós og góðgæti Eftir að Þorsteinn féll frá þá hefur Sólveig og systkini hennar haldið hefðinni við og auðvitað koma makar og öll börnin líka með. „Þetta er orðinn mjög stór hóp- ur, ætli við séum ekki um fimmtíu þegar flestir mæta. Þetta er vin- sælt hjá yngstu kynslóðinni og all- ir koma auðvitað með kertastubba. Við komum líka alltaf með eitt- hvað af smákökum, sælgæti og öðru góðgæti. Krakkarnir koma með stjörnuljós en við erum ekk- ert að skjóta upp flugeldum, áherslan er frekar á sönginn og samveruna og að upplifa álfas- temninguna sem skapast í hell- inum. Það er gaman að koma sam- an og syngja en við ljósrituðum gömlu textana frá pabba og höfum því sönghefti svo allir geti sungið með. Og svo segir að sjálfsögðu einhver álfasögu, það er alveg ómissandi. Nokkur undanfarin ár höfum við líka farið í annan helli í nágrenninu, þar sem er mjög þröngt að fara niður, bara lítið op, en þessi hellir er þó nokkuð stór þegar inn er komið. Einn af bræðrum mínum kveikir alltaf kertaljós þar inni og það er í raun enn meira ævintýr að fara þangað af því að hellirinn er svona lok- aður og ofan í jörðinni. Börn sem fara þarna niður gleyma því aldr- ei,“ segir Sólveig og bætir við að þessi áramótahefð sé mikið æv- intýri fyrir alla fjölskylduna. Álfar og kertaljós í Maríuhellum Morgunblaðið/RAX Um jól 2007 Sólveig í Maríuhelli ásamt dóttur sinni, tveimur systrum og mönnum þeirra: F.v. Daði mágur, Soffía systir, Hildur systir, Sólveig, Sigurður mágur, Ragnar tengdasonur og dóttirin Ásdís Sif. Hellaheimsóknin er löngu orðin ómissandi hluti af áramótafagnaði fjölskyldunnar. Álfaborg Háir sem lágir skemmtu sér konunglega í hellaferðinni um áramótin í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.