Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á rið 2007 var viðburðaríkt á vettvangi stjórnmála og efnahagsmála á Íslandi. Ný ríkisstjórn kom til valda í landinu og margvíslegar sviptingar urðu í við- skiptalífi og á mörkuðum. Úrslit kosninganna í maí voru Sjálf- stæðisflokknum hagstæð. Flokkurinn bætti við sig um þremur prósentustig- um í fylgi frá 2003 og á nú í fyrsta sinn í sögunni fyrsta þing- mann í öllum kjördæmum. Þingmenn flokksins eru 25 og fjölgaði um þrjá frá 2003 en þeir hafa flestir verið 26, eftir kosningarnar 1991 og 1999. Af þingmönnunum 25 eru níu sem ekki höfðu áður setið á Alþingi. Endurnýjun var því mikil og ljóst að mannval er einnig mikið í þessum öfluga hópi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í apríl skynjaði ég strax hvert stefndi varðandi kosningarnar. Baráttuandi var mikill og góður á þessum glæsilega fundi og hlutum við Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins afgerandi stuðning til áframhaldandi forystu. Hleypti fundurinn fram- bjóðendum og flokksmönnum miklu kappi í kinn vikurnar fram að kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosning- anna, með langmest fylgi, tæplega 37% atkvæða, og mjög góða fylgisaukningu. Bilið milli hans og næststærsta flokks- ins, sem var um þrjú prósentustig í kosningunum 2003, er nú tíu stig. Vinstri hreyfingin – grænt framboð vann einnig góð- an sigur en aðrir flokkar töpuðu fylgi. Mestu skipti í því sam- bandi að Framsóknarflokkurinn tapaði fimm þingmönnum í kjölfarið á illvígum innanflokksátökum eins og lesa má um í æviminningabók núverandi formanns flokksins. Fyrir kosningar lá fyrir af hálfu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að þeir hefðu hug á áframhaldandi sam- starfi, ef þeir héldu meirihluta sínum, og myndu tala saman þegar að loknum kosningum. Árangurinn af tólf ára sam- starfi þessara tveggja flokka var enda slíkur að annað hefði verið óeðlilegt. Ræddumst við þáverandi formaður Framsóknarflokksins oft við dagana eftir kosningar, en staðan var þröng því meiri- hluti flokkanna valt nú á einu atkvæði, og daginn eftir kosn- ingar hafði einn hinna nýju þingmanna Framsóknar lýst því yfir í sjónvarpi að áframhaldandi samstarf kæmi ekki til greina. Fór þetta á endanum svo að formaður og varafor- maður Framsóknarflokksins gengu á minn fund á fimmtu- degi eftir kosningar og tjáðu mér að ekki væri grundvöllur fyrir frekara samstarfi. Lauk þar með í sátt löngu og traustu stjórnarsamstarfi, sem reynst hafði þjóðinni afar vel. Jón Sigurðsson, sem þá var formaður Framsóknarflokksins, lét skömmu síðar af formennsku en hann hafði ekki náð kjöri til Alþingis. Samstarf okkar Jóns var afar gott meðan á því stóð og hef ég alltaf metið hann mikils, allt frá því hann kenndi mér íslensk fræði í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn 1969-70. Óska ég honum allra heilla á nýrri vegferð. Ég tel hins vegar í ljós leitt að við þær aðstæður sem ríkja á Alþingi Íslendinga nú orðið sé nánast óhugsandi að mynda ríkisstjórn á grundvelli eins atkvæðis meirihluta í þinginu. Fjölbreyttar skyldur þingmanna, innanlands og utan, auk annarra fjarvista, gera það að verkum að slík ríkisstjórn yrði tæpast starfhæf og myndi eiga í miklum erfiðleikum með að ná málum sínum fram á Alþingi, sérstaklega ef í hópi þing- manna hennar væru menn með sérstöðu í viðkvæmum mál- um.  Úrslit alþingiskosninganna voru með þeim hætti að ekki var möguleiki á tveggja flokka stjórn án þátttöku Sjálfstæð- isflokksins og aðrir möguleikar óraunhæfir. Staðan var í raun sú að Sjálfstæðisflokkurinn gat valið sér flokk til sam- starfs enda hafði enginn flokkur fyrirfram hafnað samstarfi við hann. Í lokaumræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosn- inganótt vakti ég athygli á því að við þær aðstæður sem upp væru komnar lægi í augum uppi að allir myndu tala við alla um stöðuna, þótt ekki væru það formlegar stjórnarmynd- unarviðræður. Þannig er pólitíska kerfið á Íslandi. Mér varð fljótlega ljóst að þótt sennilega væri gerlegt að koma á samstarfi milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, sem ýmsir í Sjálfstæðisflokknum töldu nýstárlega og skemmtilega hugmynd, þá yrði þar um að ræða kyrrstöðustjórn, sem ekki myndi takast á við neinar aðkallandi breytingar á samfélaginu, og yrði Sjálfstæðis- flokknum málefnalega dýru verði keypt. Slík stjórn var því ekki góður kostur. Niðurstaðan varð sú að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tóku höndum saman um þá ríkisstjórn sem mynduð var á Þingvöllum 23. maí síðastliðinn. Ég hef af ýmsum verið gagnrýndur, m.a. Morgunblaðinu, fyrir myndun þessarar stjórnar og fyrir að hafa blásið lífi í hnignandi stjórn- málahreyfingu og ýmsa forystumenn hennar, sem ella hefðu horfið af hinu pólitíska sjónarsviði, að því er sagt var. Vel má vera að svo sé. En ég lít ekki svo á að mitt meg- inhlutverk sem forystumaður í stjórnmálum sé að koma öðr- um stjórnmálaforingjum fyrir pólitískt kattarnef. Flokkar takast á um stefnur og strauma en illvíg persónuleg átök milli einstakra manna eiga að heyra til liðinni tíð. Ég hef aldrei fundið til persónulegs kala í garð minna pólitísku and- stæðinga, sem ég geng út frá að reyni allir að vinna að lands- málum eftir bestu samvisku, þótt þeir velji sér að mínum dómi ekki alltaf bestu leiðirnar að sameiginlegum mark- miðum. Ég hef þess vegna sem formaður Sj ins ekki haft það sem markmið að halda tilte staklingum frá völdum hvað sem það kostar hlíta almennum leikreglum stjórnmálanna, tryggja landinu trausta og öfluga ríkisstjórn ríkisstjórn sem tekur í öllum höfuðatriðum m málum Sjálfstæðisflokksins og byggir á þeim flokkurinn hefur skapað með störfum sínum ár. Þetta sjónarmið hafði yfirburðastuðning stæðismanna þegar á reyndi sem og í flokks fundarmenn samþykktu aðild flokksins að h isstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar með þv um undir dynjandi lófataki. Samstarf okkar formanns Samfylkingari staðfestir að þessar viðtökur áttu fullan rétt Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir því áfalli að missa einn sinn mætasta þingmann. Eina jánsson varð bráðkvaddur í fjallgöngu í heim varð öllum harmdauði sem til hans þekktu. irburðaþekkingu á atvinnulífi og vinnumark mikla yfirsýn yfir stjórnmálin. Það vissu ma ákveðið þeirrar skoðunar eftir síðustu kosni isstjórnarmynstrið sem gæti gengið upp væ flokkanna tveggja, sem varð svo niðurstaða vænt um stuðning Einars Odds sem stóð þé stjórnarmyndunina, eins og raunar þingflok  Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar v við þau ótíðindi sem bárust snemma sumars ástand þorskstofnsins. Hafrannsóknarstofn legan niðurskurð á þorskaflanum og öllum v in yrðu gríðarlega mikil, einkum fyrir útger byggðarlög. Sjávarútvegsráðherra tók þá ákvörðun, m ingi ríkisstjórnarinnar, að fara að tillögum v og hljóta allir að vona að hún leiði til hraðari þorskstofnsins en ella hefði verið. Samhliða ákvað ríkisstjórnin að ráðast í umfangsmikl aðgerðir til þess að draga úr búsifjum af han skiptir hins vegar að þeir sem nú taka á sig notið ávaxtanna þegar stofninn styrkist á ný  Við myndun ríkisstjórnarinnar á Þingvöll á daginn að styttra var milli Sjálfstæðisflokk ingar í ýmsum mikilvægum málum en ætla við málflutning fyrir kosningar. Einnig kom völlur var fyrir ýmiss konar umbótum og br ekki hafði verið í fyrri ríkisstjórn og óhugsa samstarfi við vinstri græna. Má þar nefna lö skipulagsbreytingar í Stjórnarráði Íslands, an í heilbrigðis- og tryggingamálum, frekar o.m.fl. Hluti af þessum breytingum hefur þegar Á vorþingi var gengið frá breytingum á stjó unum, sem fylgt hefur verið eftir með freka verkefna milli ráðuneyta, en verkaskipting þ alatriðum verið óbreytt frá 1970. Um áramó gildi ný reglugerð um stjórnarráðið. Munu ý sem af þessu leiða sjá dagsins ljós eftir áram Ein stærsta skipulagsbreytingin lýtur að milli heilbrigðisráðuneytisins og félags- og t málaráðuneytis. Lífeyristryggingahluti alm hefur verið skilinn frá sjúkra- og slysatrygg í félagsmálaráðuneytið sem fyrir milligöngu unar ríkisins mun fara með yfirstjórn þeirra þessu sviði sem snýr beint að einstaklingum Á grunni sjúkratryggingahluta almannat heilbrigðisráðuneytið hins vegar byggja upp sem fær það hlutverk að annast kaup ríkisin isþjónustu fyrir hönd almennings. Heilbrigð isins munu eftir sem áður verða langstærstu brigðisþjónustu, en hinn nýi aðili mun greið þessu móti er skilið á milli hlutverks ríkisins og seljanda heilbrigðisþjónustu með svipuðu hefur verið með góðum árangri t.d. í Svíþjóð að sjálfsögðu sú að nýta takmarkað fjármag kvæmustum hætti og tryggja skjólstæðingu iskerfisins bestu fáanlegu þjónustu. Hugmy finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfs Framsóknarflokks árið 1999 en henni var ek framkvæmd. Á vorþingi var samþykkt aðgerðaáætlun barna og ungmenna, en umbætur á grundve koma til framkvæmda allt kjörtímabilið. Sam um breytingar á kjörum aldraðra og öryrkj hefur þegar ákveðið réttarbætur fyrir þessa munu um fimm milljarða króna árlega. Þær til viðbótar því sem fyrri ríkisstjórn hafði ák 2006 í samstarfi við samtök eldri borgara. Eitt af hinum stóru málum núverandi rík löggjöf um skólastigin fjögur og tengd mále kvæði menntamálaráðherra hefur geysimik unnið til undirbúnings þessum málum en m þeim er að skapa Íslandi sess í fremstu röð m sviði menntamála. Líta ber á niðurstöður ný rannsóknar um kunnáttu grunnskólanema á VIÐ ÁRAM Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁHERSLUR Á NÝJU ÁRI Allt frá stofnun lýðveldisinshefur velmegun aukist jafntog þétt á Íslandi. Stundum hafa verið blikur á lofti í efnahags- málum, en lyktir hafa ávallt verið með farsælum hætti. Nú er enn ólga í efnahagsmálum um allan heim og hennar gætir einnig hér á landi. Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá því að raunávöxtun lífeyrissjóða yrði nánast engin á þessu ári vegna lækkunar á verði hlutabréfa og í þokkabót rýrir sterkt gengi krónunnar ávöxtun á erlendum eignum þeirra. Þar finnur almenningur á Íslandi helst fyrir verðlækkun hlutabréfa. En viðsjár í heiminum hafa einnig áhrif á lífs- kjör að öðru leyti; verð á olíu og matvöru hækkar hér sem annars staðar. Velmegun er hins vegar ekki að- eins fólgin í bættum efnislegum gæðum, þótt þau séu vissulega mik- ilvæg. Lífskjör mótast einnig af því umhverfi sem við búum við þar sem einstaklingurinn og réttindi hans eru í fyrirrúmi. Lýðræðið þarf að halda áfram að þróast og mótast og eftir því sem upplýsing verður meiri og tæknin eflist verður auð- veldara að færa ákvarðanir beint til kjósenda í stað þess að kjósa full- trúa þeirra á fjögurra ára fresti og láta þá síðan um að taka mikilvægar ákvarðanir, sem jafnvel voru ekki einu sinni til umræðu þegar kosið var. Ef til vill er auðvelt að vanmeta mikilvægi frelsisins á Vesturlönd- um, en þeir sem hafa búið í harð- stjórnarríkjum þekkja hvernig það er að búa við ofríki og geta ekki um frjálst höfuð strokið. Baráttan fyrir réttindum einstak- lingsins hefur verið löng og ströng. Það var ekkert sjálfsagt við það að allir fengju jafnan rétt til að kjósa. Það var ekkert sjálfsagt við að allir hefðu málfrelsi og gætu ferðast að vild. Slík réttindi þurfti að knýja fram. Þegar Sovétríkin hrundu og járntjaldið féll virtist hins vegar sem framgangur lýðræðisins yrði ekki stöðvaður og meira að segja var talað um þessi tímamót sem endalok sögunnar. Í Rússlandi og löndum Austur-Evrópu fékk fólk skyndilega atkvæðisrétt og gat val- ið sína fulltrúa sjálft. Á sama tíma var lýðræði á uppleið í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku og einræðisherr- um fækkaði. Lýðræði er hins vegar ekki aðeins fólgið í því að halda reglulegar kosningar. Meira þarf til. Jafnræði þarf að ríkja milli borgaranna og réttarfar að vera sanngjarnt og gera öllum jafnhátt undir höfði. En nú hefur komið bakslag í þessa þróun. Sú kenning var lífseig að efnahagsleg velsæld og frjálslynt stjórnarfar færi saman. Vissulega bjuggu íbúar ráðstjórnarríkjanna við ákveðin lífsgæði, en þau stóðust engan veginn samanburð við lífs- gæði á Vesturlöndum fremur en þær vörur, sem þar voru framleidd- ar. Nú hafa forsendur breyst, fyrst og fremst með uppgangi Kínverja. Þar hafa orðið miklar framfarir í allri framleiðslu, hvort sem um er að ræða einfaldar framleiðslu eða hátæknivörur. Ýmis tilfelli fúsks í kínverskri framleiðslu hafa komið upp á þessu ári og dæmi eru um að þar hafi verið framleiddar vörur, sem eru beinlínis hættulegar, en meiri líkur en minni eru á því að þetta séu byrjunarörðugleikar, en vandamál til frambúðar. Þessum breytingum fylgir aukin velmegun í Kína. Hún er vissulega ekki allra íbúa alþýðulýðveldisins, en margir geta nú veitt sér hluti, sem kynslóð foreldra þeirra hefði aldrei látið sig dreyma um. Í Kína er harðstjórn við völd og aðstæður vinnandi fólks oft skelfilegar, en hvað sem því líð- ur líta Kínverjar svo á að þeir séu fyllilega samkeppnishæfir og þeirra stjórnarfar geti boðið upp á sömu velmegun og er að finna á Vest- urlöndum. Hvernig eiga málsvarar lýðræðis að bregðast við í þessari stöðu? Það var auðvelt að messa yfir ráðstjórn- arríkjunum um lýðræði og mann- réttindi án þess að stefna efnahags- legum hagsmunum í voða. Annað gildir með Kína, sem er efnahags- veldi. Hvernig mun málsvörum lýð- ræðis og mannréttinda ganga að halda til streitu kröfum um réttindi, sem nú eru sögð algild, þegar efna- hagslegir hagsmunir eru í húfi? Í Kína og víðar er að finna andófs- menn, sem berjast fyrir þessum réttindum. Hver er reisn þeirra, sem njóta lýðræðis og mannrétt- inda, ef þeir styðja ekki baráttu þeirra, heldur grafa undan henni með því að hlægja við kúgurum þeirra, til dæmis með því að sam- þykkja að þeir fái að halda Ólymp- íuleika, svo tekið sé nærtækt dæmi? Lýðræði og mannréttindi eru ekki aðeins í deiglunni í samskipt- um við einræðisríki. Baráttan við hryðjuverk hefur einnig vakið spurningar um mannréttindi og frelsi. Það er mótsögn fólgin í því að til þess að verja frelsið þurfi að takmarka það. Það er ekki hægt að verja mannréttindi með því að brjóta mannréttindi. Baráttan við hryðjuverk er mikilvæg, en mál- staðurinn má ekki glatast á leiðinni. Misskipting auðs á jörðinni er undirrót margra vandamála, sem nú steðja að. Hún skapar vettvang fyr- ir öfgamenn til að plægja akur sinn. Hún skapar óstöðugleika og hættur. Þeir fjármunir, sem nú er varið til þess að draga úr fátækt og hungri í heiminum, eru hlægilegir saman- borðið við peningana, sem settir eru í hernað og vígvæðingu. Það sama má segja um þá peninga og áherslu, sem lögð er á aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreyting- um. Eigi að bregðast við þeirri hættu þarf hugarfarsbreytingu til og sátt um breyttan lífsstíl, en það má ekki gleyma því þegar nýtt ár gengur í garð hverju mannsandinn getur fengið áorkað og að möguleik- arnir eru óþrjótandi. Með því að standa saman geta einstaklingar haft áhrif til hins betra bæði heima fyrir og úti í heimi. Morgunblaðið óskar lesendum sínum gleðilegs árs og þakkar sam- fylgdina á árinu, sem er að ljúka. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.