Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 29

Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 29
inu um markmiðið um jafnvægi og áframhaldandi hagsæld. Atvinnu- lífið og verkalýðshreyfingin gera sér grein fyrir að verðbólga og við- varandi spenna í efnahags- og at- vinnulífi eru engum til góðs. Mál- flutningur forystumanna samningsaðila við gerð komandi kjarasamninga gefur fyrirheit um að í þeim samningaviðræðum verði þessi sjónarmið höfð að leiðarljósi, um leið og leitað verði leiða til að leiðrétta kjör þeirra sem minnst hafa borið úr býtum á und- anförnum árum. Enginn skyldi þó ætla að þetta verði áhlaupaverk. Ýmsar blikur eru á lofti í hinu alþjóðlega hag- kerfi sem Íslendingar hafa litla stjórn á og nægir að nefna hækkun olíuverðs og þróun matvælaverðs í heiminum. En þeim mun meiri er ábyrgð okkar, að grípa þau tækifæri og nýta þær lausnir sem við höfum í hendi okkar. Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja sinn í verki með ábyrgum fjárlögum og aðrir hafa sýnt vilja til samstarfs á sömu braut. Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar að hér skapist aðstæður til þess að fara megi saman efnahagslegt jafn- vægi, velmegun og aukinn jöfn- uður. IV Þess sjást glögg merki víða í samfélaginu að Samfylkingin er orðin burðarstoð í íslenskum stjórnmálum, hinn öflugi flokkur jafnaðarmanna sem til var stofnað og svo margir Íslendingar líta til um framsýna forystu á komandi ár- um. Flokkurinn situr nú í rík- isstjórn og er í meirihluta, einn eða með öðrum, í flestum stærstu sveit- arfélögum landsins, Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og Árborg, svo aðeins fáein séu nefnd. Samfylkingin gerir sér grein fyr- ir ábyrgðinni sem þessu fylgir og mun fylgja orðum eftir með verk- um. En flokkurinn tekur ekki við völdum til að viðhalda óbreyttu óst- andi eða standa vörð um úreltar hugmyndir. Hugmyndafræði jafn- aðarmanna er sífersk og róttæk, tekur mið af breyttum aðstæðum og nýjum hugmyndum, með hin sí- gildu grunnstef jöfnuðar og rétt- lætis að leiðarljósi. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekki setið auðum höndum undanfarið hálft ár. Í utanrík- isráðuneytinu er nú unnið að gagn- gerri stefnumörkun sem nýjar að- stæður og breytt heimsmynd kalla á. Þar verður áfram byggt á traustu samstarfi við lýðræðisþjóðir í nágrenni okkar, en stóraukin áhersla lögð á mannréttindi og þró- unarsamvinnu enda löngu kominn tími til að Íslendingar verði ábyrgir gerendur fremur en óvirkir þiggj- endur í alþjóðasamstarfi. Samfylkingin hefur á þessum fyrstu mánuðum í ríkisstjórn lagt megináherslu á velferðarmálin með sérstaka áherslu á umtalsverðar kjarabætur fyrir lífeyrisþega og ör- yrkja, aðgerðir í þágu barna og nýja sókn í jafnréttismálum. Þá er hafin löngu tímabær vinna við heildarendurskoðun almannatrygg- ingakerfisins í félagsmálaráðu- neytinu. Á næstum mánuðum verð- ur einnig gripið til aðgerða til að tryggja félagsleg úrræði í húsnæð- ismálum, þar sem staðan er alger- lega óviðunandi fyrir ungt fólk og lágtekjuhópa. Í viðskiptaráðuneytinu eru neyt- enda- og samkeppnismál nú til um- fjöllunar sem aldrei fyrr og sér þess stað í margvíslegum til- löguflutningi viðskiptaráðherra á alþingi. Fleiri slíkra tillagna er að vænta, sem stuðla að aukinni sam- keppni, gegnsæi, réttlátum leik- reglum á markaði og traustari stöðu fjármálalífsins, neyt- endavernd og öruggari viðskiptum. Ábyrgð Íslendinga í umhverf- ismálum er mikil, bæði innanlands og utan, sem vörslumanna ómet- anlegrar náttúru og ábyrgra þátt- takenda í alþjóðsamstarfi. Lofts- lagsmál og vernd verðmætra náttúrusvæða eru mikilvæg verk- efni ríkisstjórnarinnar og er afar brýnt að standa þar vörð um hags- muni komandi kynslóða. Í iðnaðarráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun á stefnumörkun í orkumálum sem byggist á þeirri meginreglu að auðlindir þjóð- arinnar skuli vera í almannaeigu og nýtingarréttur einungis framselj- anlegur eftir skýrt mörkuðum reglum. Eins og fjárlög bera með sér fellur í hlut samgönguráðherra að hrinda í framkvæmd mörgum þeirra ákvarðana sem ríkisstjórnin ákvað í sumar að yrðu forgangs- verkefni í samgöngubótum og fjar- skiptavæðingu landsins. Þessara verkefna mun sjá stað víða um land á næstu misserum enda um að ræða einhver brýnustu viðfangsefni okkar sem einnar þjóðar í einu landi. V Ríkisstjórnin hefur farið vel af stað og mikill meirihluti þeirra verkefna sem getið er um í stjórn- arsáttmálanum er þegar kominn á góðan rekspöl. Framundan eru kjarasamningar og krefjandi verk- efni eins og skilgreining á eign- arhaldi náttúruauðlinda, mótun að- gerðaáætlunar í loftslagsmálum, endurskoðun landbúnaðarkerfis, út- tekt á kvótakerfinu – allt eru þetta mikilvæg viðfangsefni sem munu hafa afgerandi þýðingu fyrir Ísland framtíðarinnar. En þessi ríkisstjórn var mynduð til að takast á við stór verkefni og það verður ögrandi að leiða þau til farsællar niðurstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur þegar sýnt styrk sinn í verki og hún mun ekki víkja sér undan vandasömum verk- um. Ég óska landsmönnum öllum far- sældar á nýju ári og þakka sam- fylgd og stuðning á árinu sem nú er á enda. reynslulitlu borgarfulltrúar sjálf- stæðismanna í sundur trjágreinina sem þeir sjálfir sátu á, en slíkt er vinsælt efni í teiknimyndum þegar á að koma börnum til að hlæja. Borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins, Björn Ingi Hrafnsson, stóð sig vel og fékk einróma stuðn- ing bæði í Reykjavík og hjá mið- stjórn flokksins. Framkoma sjálfstæðismanna annars vegar við stjórnarmynd- unina og hins vegar við slit meiri- hlutans í Reykjavík er umhugs- unarefni fyrir okkar flokk og raunar geta fleiri dregið lærdóm af. Það er vert að huga að hvernig hinum nýja meirihluta í Reykjavík tekst til og hvernig samstarfið verður. Það er þó engu að kvíða í þeim efnum að mínu mati enda eru framsóknarmenn í Reykjavík vanir góðu samstarfi í félagshyggju- meirihluta í Reykjavík. Ef vel gengur eru kannski meiri tíðindi fólgin í tilurð þessa nýja meiri- hluta en margur hyggur. Viðskilnaður Það er góð regla að gera skila- grein, þegar skilað er af sér því sem fólki hefur verið trúað fyrir og nú þegar við framsóknarmenn hverfum úr ríkisstjórn er gaman að geta þess að Ísland er í efsta sæti þjóða heims þar sem lífsgæði eru mest og best samkvæmt ein- kunnagjöf Sameinuðu þjóðanna. Viðmiðunarárið þar er 2005, þ.e.a.s. hálfu öðru ári áður en við framsóknarmenn skiluðum lykl- unum til Samfylkingarinnar. Á ráðstefnu SÞ um loftslagsmál á eyjunni Balí sem haldin var fyrir skemmstu var birtur listi yfir þær þjóðir sem best standa í umhverf- ismálum og er Ísland þar í þriðja sæti. Hlýtur það að vera fagnaðar- efni fyrir okkur sem látum þessi mál okkur miklu skipta og sýnir að uppbygging undanfarinna ára hef- ur átt sér stað samhliða aukinni áherslu á umhverfis- og nátt- úruvernd. Ísland hefur að auki ítrekað mælst í efstu sætum þegar litið er til samkeppnishæfustu þjóða heims og tekið þar stór skref fram á við frá árinu 1995. Þá er Ísland í þriðja sæti þegar horft er til þeirra landa sem eru vinsamlegust gagnvart erlendri fjárfestingu. Hér ríkir eitthvert mesta við- skiptafrelsi í heiminum. Atvinnu- leysi mælist lægst hér á landi með- al allra Evrópuríkja og þótt víðar væri leitað. Samkvæmt skýrslu frá Alþjóða efnahagsstofnuninni erum við Íslendingar í 4. sæti þegar skoðuð er staða þjóða í jafnrétt- ismálum. Þjóðin mælist ein sú rík- asta í heiminum og svona mætti lengi áfram telja. Efnahagslífið er með öðrum orð- um blómlegt og þrátt fyrir óróa á mörkuðum síðustu vikur, er árang- ur síðustu ára ævintýralegur. Kaupmáttur hefur vaxið mjög und- anfarin ár, svo vart eru dæmi fyrir slíku annars staðar. Nú er svo komið að þessi þjóð sem var einna fátækust í Evrópu fyrir aðeins 100 árum síðan er komin í fremstu röð þjóða heims. Framsóknarflokkurinn Við fengum harðan dóm í síð- ustu kosningum og að mínu áliti óverðskuldaðan, en við höfðum margt gott gert, en sjálfsagt einn- ig mistök. Sárt var að sjá á eftir afbragðsmanninum Jóni Sigurðs- syni úr framlínunni og eru íslensk stjórnmál fátækari fyrir vikið. Vil ég þakka honum drengskap og fórnfýsi í öllum störfum fyrir flokkinn. Dómi kjósenda verðum við samt að hlíta eins og aðrir og ekkert dugir minna fyrir okkur framsóknarmenn en að leggjast á árar og rétta okkar hlut í næstu kosningum svo um munar. Við erum í mikilli uppbygging- arvinnu og fyrir næstu kosningar munu kjósendur sjá nýja stefnu- skrá byggða á þeim íslenska, þjóð- lega grunni sem við höfum einir allra flokka. Við lifum á spennandi tímum og tækifærin eru við hvert horn. Efnahagsleg sókn síðustu ára hefur verið hröð og miklu skil- að bæði til einstaklinga, fyrirtækja og opinberra sjóða. Við getum hrósað happi yfir velgengninni. Að fleiru er þó að hyggja, gæfan er ekki sótt í gullið og vellíðan ekki í verðbréf. Menn verða að leita hinna sönnu verðmæta sem er að finna í góðu og grandvöru lífi sem lifað er í kristilegum anda. Okkar skylda er að innræta ungdómnum gott krist- ið siðgæði eins og það sem við tók- um í arf í okkar uppvexti og kennt hefur verið á íslenskum heimilum í „Íslands þúsund ár“. Við verðum að spyrna við fótum og ekki láta hrekja allt sem er okkur kærast, gildismat og góða siði til hliðar í nafni umburð- arlyndis og tillitssemi. Ef við trú- um því að börnum okkar sé best borgið með kristilegu uppeldi og kristilegri fræðslu í skólum og kirkjum, þá eigum við að hafa manndóm til að berjast fyrir því sjónarmiði. Við eigum jafnframt að vera baráttumenn fyrir því að þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga hafi sín réttindi til þess. Fólk sækir æ meir úr skarkala í frið og grið hinna dreifðu byggða. Kyrrðin gefur færi á að ná sam- bandi við það sem best er inni í manni og sambýlið við náttúruna og sköpunarverkið lyftir sálinni. Það er draumsýn mín, landsbyggð- armanns sem fæddur er og uppal- inn í sveit, að saman geti farið blómlegar byggðir og mannlíf bæði í sveitum og borgum og bæjum, þannig að dreifbýlisfólk geti sótt til þéttbýlis þjónustu og menntun sem ekki er unnt að veita í hinum dreifðu byggðum en borgarbúar geti aftur á móti notið hinnar djúpu kyrrðar og sálarfriðar sem tærastur er í íslenskri náttúru. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar og Guðs blessunar. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 29 Útsalan hefst 2. janúar v/Laugalæk • sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.