Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
KOMUGJÖLD barna og ungmenna yngri en 18
ára á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum verða
felld niður frá og með áramótum. Á sama tíma
hækka komugjöld fullorðinna. Þetta kemur fram
í reglugerð sem Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra hefur sett.
Hingað til hafa börn og ungmenni þurft að
greiða komugjald þegar þau sækja sér þjónustu
á heilbrigðisstofnunum og hafa þau eða foreldrar
þeirra greitt það sama og ellilífeyrisþegar og ör-
yrkjar. Samtals hafa þessar greiðslur numið um
170 milljónum króna á ári, þar af hafa komugjöld
á heilsugæslustöðvum numið á bilinu 80-90 millj-
ónum króna og komugjöld barna á sjúkrahúsum
numið 79-80 milljónum króna á landinu öllu.
Komugjöld fullorðinna á heilsugæslustöðvum
hafa verið óbreytt frá árinu 2005, en hækka nú
um áramót um 300 kr. og fara úr 700 í 1.000 kr.
fyrir komu til heilsugæslulæknis á dagvinnu-
tíma. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða áfram
hálft gjald fyrir komu á heilsugæslustöð og
þannig hækkar komugjald þeirra úr 350 í 500 kr.
fyrir heimsókn á dagvinnutíma. Fyrir komu og
endurkomu á slysa- og bráðamóttöku sjúkrahúsa
verður almennt gjald 4.000 kr. og hækkar það
um 300 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
hálft gjald eða 2.000 í stað 1.480 kr. Gjald vegna
komu eða endurkomu á göngudeildir spítala
vegna þjónustu annarra en lækna verður al-
mennt 2.100 kr. og hækkar um rúmlega 200 kr.
Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða í framtíðinni
1.100 kr. í stað 944 kr.
Þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrin-
um 18-70 ára hefur samtals greitt 21 þúsund kr.
á sama almanaksári vegna heilbrigðisþjónustu á
hann rétt á afsláttarskírteini. Sama gildir þegar
kostnaður vegna barna í sömu fjölskyldu fer yfir
7.000 krónur á almanaksárinu. Þegar lífeyris-
þegar hafa greitt 5.200 krónur á sama almanaks-
ári vegna þjónustunnar sem hér er tilgreind eiga
þeir rétt á afsláttarskírteini sem TR gefur út.
Komugjöld barna felld niður
frá og með 1. janúar 2008
Á sama tíma hækka komugjöld fullorðinna, þ.á m. elli- og örorkulífeyrisþega
„ÞESSI aðgerð er í anda
áherslu ríkisstjórnarinnar að
bæta þjónustuna við börn og
ungmenni. Þetta eru kannski
ekki háar upphæðir í hvert
skipti, en getur skipt máli,
ekki síst hjá stórum fjöl-
skyldum og börnum í áhættu-
hópum ef þannig má að orði
komast,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra.
Aðspurður segir hann um kostnaðarbreytingu
í kerfinu að ræða, þar sem komugjöld hækki
samtímis hjá fullorðnum. Þannig felist í breyt-
ingunni hvorki kostnaðarauki fyrir ríkið né
auknar tekjur fyrir heilbrigðisstofnanir lands-
ins.
Í þágu barnanna MAÐURINN sem rændi verslun 11-
11 á Grensásvegi sl. laugardagskvöld
var í gærkvöldi enn ófundinn. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
í Reykjavík hefur rannsóknardeild
lögreglunnar tekið við málinu.
Tilkynning um ránið barst til lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á
níunda tímanum sl. laugardag. Ræn-
inginn var grímuklæddur og vopn-
aður hnífi. Hann komst undan með
nokkra þúsundkarla. Enginn slasað-
ist í ráninu, en maðurinn ógnaði
starfsfólkinu á staðnum með egg-
vopni.
„Henni líður furðanlega vel, en
auðvitað situr atburðurinn enn í
henni,“ segir Linda Valbergsdóttir,
móðir fimmtán ára afgreiðslustúlku
sem var við störf í 11-11 þegar ránið
átti sér stað. Segir Linda dóttur sína
hafa brugðist hárrétt við aðstæðum
með því að opna afgreiðslukassann
eins og ræninginn heimtaði án mót-
þróa og víkja sér síðan til hliðar.
Stúlkan ýtti síðan á viðvörunarbjöllu
um leið og ræninginn var farinn. Að
sögn Lindu gat dóttir hennar lýst
hæð og líkamsbyggingu árásar-
mannsins, en hann huldi andlit sitt
svartri húfu sem á höfðu verið klippt
göt fyrir augun. „Hún gat einnig lýst
hnífnum sem hann notaði mjög vel,
en þetta var stór hnífur með tré-
skafti og tönnum,“ segir Linda.
Ræning-
inn enn
ófundinn
Ógnaði 15 ára starfs-
stúlku með eggvopni
TÖLUVERÐUR erill var á slysa- og
bráðadeild LSH í gær að sögn Ólafs
Ingimarssonar læknis. Þónokkuð
bar á hálkuslysum en um miðjan dag
í gær höfðu milli tíu og tuttugu
manns leitað sér aðstoðar vegna
beinbrota. Algengustu brotin voru á
ökklum, úlnliðum og öxlum.
Þá segir Ólafur að óveðrið sem
geisaði í fyrrinótt hafi ekki haft mikil
áhrif á aðsóknina á slysadeildina.
Búist var við því að lítið yrði að gera
sökum veðurs en svo var ekki. Ólafur
ráðleggur fólki að gæta sín og halda
sig innandyra. Í svona veðri sé best
að vera heima og lesa góða bók.
Erill vegna
hálkuslysa
SÍÐASTA hlaup ársins á Ísafirði
var um margt ólíkt því sem hlaup-
ararnir hafa hingað til vanist. Ekki
aðeins var hlaupið á næstsíðasta
degi ársins, í stað þess síðasta, held-
ur varð fyrir valinu nýr hlaupa-
staður – sem undir venjulegum
kringumstæðum er stranglega
bannaður vegfarendum.
Slæm veðurskilyrði voru á Ísa-
firði í gær og var flugbraut
Ísafjarðarflugvallar eini staðurinn
sem var án snjós og klaka. Sökum
fyrrnefndra aðstæðna lá allt flug
niðri sem gerði flugbrautina að
ákjósanlegum hlaupastað. Þegar
góðfúslegt leyfi fékkst fyrir hlaup-
inu hjá flugturninum létu hlaup-
ararnir ekki segja sér það tvisvar
heldur héldu af stað, þrátt fyrir að
vindhviðurnar sem dundu á þeim
næðu allt að 65 hnútum. Hópurinn
endaði svo í kaffi hjá Rósu Þor-
steinsdóttur í Gamla bakaríinu en
hann kennir sig einmitt við hana. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Hlaupið í
65 hnúta
hviðum
Riddarar Rósu hlupu síðasta hlaup ársins á flugbraut Ísafjarðarflugvallar
♦♦♦
„VIÐTÖKUR hafa verið mjög góð-
ar,“ segir Ólafur Ragnarsson,
verslunarstjóri Nóatúnsverslunar-
innar í Nóatúni 17, um japanska
Wagyu-nautakjötið sem selt hefur
verið í Nóatúnsbúðum að undan-
förnu. Um er að ræða kjöt af naut-
um sem hafa verið nudduð og bjór-
alin og er kílóið selt á tæplega 16
þúsund krónur.
Að sögn Ólafs kaupa margir eina
sneið til þess að smakka meðan aðr-
ir, sem þekki til kjötsins frá öðrum
löndum, kaupi allt upp í 1½ kg í
einu. Aðspurður segist hann veita
því athygli að það eru aðeins karl-
menn sem kaupa kjötið.
Kostar 16 þúsund kr. kílóið
Að sögn Guðmundar Júlíussonar,
verslunarstjóra Nóatúns á Hring-
brautinni, er löng hefð fyrir því að
nautakjöt seljist vel um áramótin
enda vinsæll matur á þeim tíma-
mótum. Segir hann japanska kjötið
seljast ágætlega. „Einn keypti eina
góða og þykka sneið handa pabba
sínum í jólagjöf. Sagði hann pabb-
ann vera mikinn aðdáanda nauta-
kjöts og eiga allt og því væri þetta
fyrirtaksjólagjöf.“
Japanska nautakjötið
selst vel í búðum
Jólagjöf Kjötið þótti tilvalin gjöf á
jólum handa þeim sem allt eiga.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
FIMMTÁN hafa farist í umferðinni
á þessu ári. Það er lægsta tíðni bana-
slysa í tíu ár, eða síðan 1997 þegar
einnig létust fimmtán. Til saman-
burðar lést 31 í umferðarslysum í
fyrra og 32 árið 2000, en þessi ár
voru meðal þeirra verstu í sögunni.
Ágúst Mogensen, forstöðumaður
rannsóknarnefndar umferðarslysa,
segir meðalhraða í umferðinni hafa
minnkað um þrjá kílómetra á
klukkustund á þessu ári. Það skipti
miklu máli.
Einnig nefnir hann aðgreiningu
umferðar á hringveginum í Svína-
hrauni með vírgrindverki og tvöföld-
un Reykjanesbrautar sem mikilvæg-
ar vegabætur.
Árvisst hafa orðið eitt til fimm
banaslys á Reykjanesbraut um ára-
tugi, en nú segir Ágúst búið að koma
í veg fyrir þau að miklu leyti með
tvöfölduninni. Mest munar þar um
mannskæða vegarkafla í Kúagerði
og á Strandarheiði sem hingað til
hafa verið stórhættulegir.
Fá banaslys á fyrri hluta ársins
Fá banaslys urðu framan af ári og
þegar júlí hóf göngu sína höfðu ein-
ungis tvö banaslys orðið. Þá fór hins
vegar að halla undan fæti.
Nánast öll banaslys og tæplega
helmingur alvarlegra slysa urðu í
dreifbýli, en mun fleiri minniháttar
slys og meira eignatjón varð af völd-
um umferðarslysa í þéttbýli. Flestir
látnir og slasaðir voru á aldrinum 25-
64 ára. Flestir hinna látnu og alvar-
lega slösuðu á árinu 2007 voru öku-
menn í bifreiðum eða á þungum bif-
hjólum.
Banaslysum fækkar um
helming frá síðasta ári
Fæst banaslys síðan 1997 Meðalhraði 3 km/klst. lægri
Í HNOTSKURN
»Alls urðu 6.359 umferðarslysog óhöpp fyrstu tíu mánuði
ársins, samkvæmt upplýsingum
á vef Umferðarstofu.
»Þar af urðu 133 alvarleg slys,787 slys þar sem minniháttar
meiðsl urðu á fólki og 5.427
óhöpp þar sem eignatjón varð.