Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Það er svolítið sérstakt fyrir þá sem hafalifað og hrærst í sjávarútveginum ímörg herrans ár að heyra í fólki, semer svokallaðir álitsgjafar hjá fjöl-
miðlum um þessi áramót. Það er engu líkara en
það hafi ekki hugmynd um að á Íslandi er
stundaður sjávarútvegur, sem hefur byggt upp
það velferðarkerfi, sem við teljum okkur njóta
nú. Það virðist ekki hafa hugmynd um að sjáv-
arútvegurinn hóf útrásina. Það virðist ekki hafa
hugmynd um að á gullaldarárum síldarinnar,
skilaði hún ein allt upp í 45% af útflutnings-
tekjum þjóðarinnar. Það virðist ekki hafa hug-
mynd um að sjárvarútvegurinn skilar í dag um
35% útflutningstekna þjóðarinnar. Það virðist
ekki hafa hugmynd um að það sé áfall fyrir sjáv-
arútveginn, þegar tekjur hans skerðast um 20
til 30 milljarða vegna niðurskurðar á kvóta. Það
virðist það engu skipta að tekjur sjómanna og
fiskverkafólks muni skerðast um í kringum
20%. Það virðist það engu skipta að atvinnuleysi
virðist blasa við stórum hluta fólks í þessari at-
vinnugrein, þegar kemur fram á næsta sumar.
Það virðist ekki hafa hugmynd um að tekjur
sjávarútvegsins skerðast um aðra tugi milljóna
vegna allt of hás gengis krónunnar.
Á sjónvarpsstöðvunum í lok ársins minnist
enginn á sjávarútveg, þegar spurt var um hvers
væri helst að minnast frá líðandi ári. Flest af því
sem nefnt var, var hégómi og eftirsókn eftir
vindi. Einn nefndi reyndar eitthvað á þá leið að
á árinu hefði komið í ljós hvers virði
Mattador-peningarnir væru. Það er ótrúlegt að
umræðan í þjóðfélaginu snúist um meintan
dauða hunds eða Monopoly á verðbréfamark-
aði, þar sem tíu spilarar leika sér að gengi
hlutabréfa til að sýna fram á hvers mikils virði
þeir séu. Kannski er sýndarveruleikanum að
ljúka og raunveruleikinn að koma í ljós. Þá fá
menn kannski áhuga á því sem er grundvöll-
urinn. Það eru ekki Mattador-peningarnir. Það
eru hinar raunverulegu auðlindir landsins. Þær
eru sjávarútvegurinn og náttúran. Það mun
skipta okkur öllu máli, að minnsta kosti almenn-
ing, í framtíðinni hvernig við nýtum þessar auð-
lindir.
Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á þá,
sem hafa náð gríðarlegum árangri í útrás á öðr-
um sviðum, en sjávarútvegi. Þeir eiga hrós skil-
ið. Þeir fiska sem róa. En það gefur ekki alltaf á
sjó og það er heldur ekki á vísan að róa.
Bryggjuspjallari og eiginkona hans hafa ætíð
þann háttinn á að bjóða fjölskyldunni til fiski-
dags yfir hátíðirnar. Reyndar er hann ekki eins
umfangsmikill og fiskidagurinn mikli þeirra
Dalvíkinga, en hann er haldinn í sama anda. Að
sýna fram á hversu mikils virði fiskurinn er
okkur og ekki síður hversu hollur og góður
hann er. Að geta eldað og boðið upp á fisk af Ís-
landsmiðum, besta og hollasta mat í heimi, eru
hrein forréttindi. Það mættu margir gera sér
grein fyrir. Við Íslendingar megum ekki
gleyma grunninum, ekki upprunanum, ekki því
sem lagði grundvöllinn að velgengni þjóð-
arinnar. Við skulum gleðjast yfir velgengni ann-
arra atvinnugreina. Við skulum gleðjast yfir
þeirri alþjóðlegu viðurkenningu sem íslenskt
atvinnulíf og útrás hefur fengið. En við megum
ekki gleyma þeim atvinnuvegi sem gerði okkur
allt þetta kleift.
Sjávarútveginum.
Hégómi og eftirsókn eftir vindi
» Að geta boðið upp á fisk afÍslandsmiðum, besta og
hollasta mat í heimi, eru hrein
forréttindi.
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
hjgi@mbl.is
!"
#!
$#
% !"&
'
(!"
) #!
*
+
$, !"
-
/01 2
„ÞEIR sem koma fyrstu fjórtán dagana eftir áramót fá
rosasölu,“ sagði Samúel Hreinsson, framkvæmdastjóri
fiskmarkaðarins í Bremerhafen í Þýskalandi, en lítið
framboð er jafnan á karfa eftir jólin á fiskmörkuðum í
Þýskalandi. Von er á togaranum Sunnu til Bremer-
hafen 6. janúar.
„Menn eru að fá svona um það bil 300 kr. fyrir kílóið
þessa daga, en eftir 20. janúar lækkar verðið niður í
180-190 krónur,“ sagði Samúel.
Hann sagði að útgerðarmenn á Íslandi væru líka að
landa afla í gáma og senda út til að nýta sér þetta góða
verð.
Samúel sagði að svipuð verðhækkun ætti sér líka
stað í kringum páska, en aðra daga ársins væru mark-
aðir í jafnvægi.
Samúel sagði að niðurskurður á þorskkvóta á Íslandi
hefði haft áhrif á framboð á ferskum fiski. „Við höfum
verið með minna af fiski í ár en árið á undan en verðið
hefur verið mun hærra. Það hefur verið tekin ákvörð-
un um að draga verulega úr þorskveiðum við Ísland.
Það leiðir til þess að þeir sem voru áður að veiða þorsk
og senda karfann út þurfa nú á karfanum að halda.“
Samúel á von á að Sunna komi með 150-160 tonn af
karfa og 7-8 tonn af blálöngu. Magni Jóhannsson, sem
gerir út Sunnu, landaði einnig í Bremerhafen í síðasta
mánuði, en hann gerir eingöngu út á karfa.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þeir sem koma eftir jól fá rosasölu
BYGGÐAKVÓTI síðasta fiskveiði-
árs mjatlast út en úthlutunin gengur
illa vegna nýrra reglna. Alls var
4.385 þorskígildistonna aflamark
ætlað til byggðakvóta fiskveiðiársins
2006/2007.
Búið er að úthluta 1.641 þorsk-
ígildistonnum. Það er aðeins 37,4%
byggðakvótans. Tímamörk til að
uppfylla skilyrði um byggðakvótann,
sem miðuðu við 31. desember 2007,
hafa þess vegna verið framlengd til
31. ágúst 2008.
Byggðakvótanum hefur verið út-
hlutað til 25 sveitarfélaga. mestur
kvóti kemur í hlut Súðavíkur, 204
tonn. 184 tonn fara til Breiðdals-
hrepps og 174 tonn til Fjarðabyggð-
ar. Kvótanum er svo úthlutað til ein-
stakra byggðarlaga innan sveitar-
félaganna og síðan útgerða innan
þeirra. Skilyrði fyrir úthlutun er að
viðkomandi útgerð hafi áður landað
að minnsta kosti tvöföldu því magni
sem byggðakvótanum nemur til
vinnslu í heimahöfn. Að þeim skil-
yrðum uppfylltum getur viðkomandi
útgerð ráðstafað kvótanum að eigin
vild.
Þau skip og bátar, sem hingað til
hafa fengið úthlutað og eru með
mestan kvóta, eru: Friðfinnur SU
frá Breiðdalsvík. Hann fær allan
kvóta sveitarfélagsins, ígildi 163,2
tonna af þorski. Narfi SU frá Stöðv-
arfirði, sem fær 143,7 þorskígildis-
tonn. Togarinn Klakkur frá Grund-
arfirði fær 69,3 tonn og togarinn
Gullver frá Seyðisfirði fær 60,5 tonn.
Yfirleitt dreifist kvótinn milli smærri
báta og kemur lítið í hlut hvers og
eins.
Illa gengur að út-
hluta byggðakvóta
„VIÐ vorum að fiska í Grundarfirði
og þetta gekk ágætlega,“ segir Guð-
mundur Þ. Jónsson, skipstjóri á
frystitogaranum Vilhelm Þorsteins-
syni, sem væntanlegur er til Akur-
eyrar í dag með upp undir 500 tonn
af síldarflökum til löndunar. Togar-
inn var staddur í Eyjafirði í gær-
kvöldi þegar blaðamaður náði tali af
skipstjóranum og sagði hann áhöfn-
ina á fullu við að flaka síldina.
Að sögn Guðmundar hélt Vilhelm
út á sjó 27. desember sl. með 24
manna áhöfn sem vinnur á vöktum
allan sólarhringinn. Aðspurður segir
Guðmundur veðrið hafa sett nokkurt
strik í reikninginn á túrnum, enda
leiðindaveður verið ríkjandi á mið-
unum jafnt sem í landi síðustu daga
og því vinnuaðstæður erfiðar um
borð. „Tíðin hefur verið rysjótt í allt
haust,“ segir Guðmundur og tekur
fram að veðrið hafi mikið að segja
þegar verið er að kasta nótinni stutt
frá landi, líkt og við á í Grundarfirði.
„Þar erum við svo stutt frá landi,
þannig að það verður að vera gott
veður og má ekki vera mikill vindur
svo hægt sé að veiða þar,“ segir Guð-
mundur og bendir á að nótina megi
ekki reka mikið áður en hún er kom-
in upp í land með tilheyrandi afleið-
ingum fyrir skipið.
Segir hann síldina í þessum túr
alla hafa veiðst í Grundarfirði. „Svo
óvenjulegt sem það er þá hefur öll
síld þetta árið veiðst í Breiðafirði,
Grundarfirði og inni í Stykkishólmi,“
segir Guðmundur og tekur fram að
menn kunni engar skýringar á
þessu. Aðspurður lýsir Guðmundur
síldinni sem veiddist í nýafstöðnum
túr sem vænni, af ágætri stærð en þó
frekar horaðri. Segir hann aflann all-
an vera á leiðinni til útlanda, en mest
af honum verður selt til Rússlands,
Úkraínu og Póllands.
Á leið í land
með 500
tonn af síld-
arflökum
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Síld Vilhelm Þorsteinsson hefur verið við síldveiðar á Grundarfirði.