Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 25
fjármál fjölskyldunnar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 25
Hver vill ekki láta lánin„hverfa“, hafa gaman afþví að eyða peningumog spara til að eyða?
Þessi eru markmið Ingólfs H. Ing-
ólfssonar, fjármálaráðgjafa hjá
Fjármálum heimilanna (spara.is).
Honum líst vel á að við endur-
skoðum fjármálin okkar á áramót-
um. „Ég held að áramótin séu til-
valin til þess, það er mánuður
uppgjörsins, það eru allir að skila af
sér gömlu ári og taka við nýju,“
segir Ingólfur og mælir með því að
fólk skoði þrjá hluti. „Ég myndi
skoða lánin, neysluna og sparn-
aðinn. Í fyrsta liðnum myndi ég
skoða hvernig ég gæti greitt lán
sem hraðast niður, ekki hvað síst til
þess að auka eignamyndunina í
húsnæðinu mínu. Þar er til ein góð
aðferð, uppgreiðslukerfi þar sem
mánaðarlega er greitt inn á höf-
uðstól lánanna.“ Hann bætir því við
að hið nýja félag Sparnaður ehf.,
þar sem hann er stjórnarformaður,
muni bjóða upp á uppgreiðsluþjón-
ustu og svipað í greiðsluþjónustu
bankanna verði dæmið reiknað út,
nema hvað reiknað verði út hve
fljótt fólk geti greitt niður lánin og
séð um að bankarnir fari eftir upp-
greiðslukerfinu.
Íhaldssemi seðlanna góð
Neyslan er annað atriðið sem
Ingólfur leggur til að fólk leggist
yfir og það hljómar hálffurðulega
en neyslan á að vera með jákvæð-
um formerkjum. „Þar legg ég
mestu áhersluna á að hafa gaman
af að eyða peningunum, vegna þess
að ef það á að verða þarf maður að
leggja sig fram við það að fylgjast
með eyðslunni. Þá er ekki nóg að
kíkja bara á kreditkortagreiðslu-
seðilinn og furða sig á honum:
„Aha! Eyddi ég peningunum í allt
þetta?“ Ef maður man ekki eftir að
hafa eytt peningunum bendir það
til þess að maður hafi ekki haft
gaman af því. En fólk á temja sér
að njóta þess um leið og það eyðir
peningunum. Það ætti kannski að
nota seðla fremur en greiðslukortið,
sérstaklega í daglega neyslu, því þá
verður fólk svolítið íhaldssamt, þá
þarf nefnilega að láta seðilinn af
hendi og fólk fær þá það sem það
hefur keypt en ekki kortið til baka.
Jafnframt ætti maður ekki að láta
seðilinn af hendi fyrr en maður nýt-
ur þess alveg í botn!“ Þessu megi
líkja við góða máltíð: „Maður hlakk-
ar til máltíðarinnar, svo situr mað-
ur lengi yfir henni og nýtur þess
líka á eftir. Þannig á það vera í
hvert skipti sem maður eyðir pen-
ingum.“ Hann færir hugsunina í
kunnuglegan búning: „Þú ert að
ganga eftir marmaragólfinu í
Kringlunni og sérð eitthvað ofboðs-
lega fallegt sem þig langar í – það
er dýrt. Ef hluturinn kostar meira
en 5 þúsund krónur legg ég til að
þú hugsir þig um í þrjá daga og
finnir fimm góð rök fyrir því að
kaupa hlutinn. Það má fara mörg-
um sinnum á dag og skoða hann,
rétt eins og maður smakkar súkku-
laðið á tertunni. En það má ekki
kaupa fyrr en þessi fimm góðu rök
eru fundin – og þá á maður líka
fara og kaupa hlutinn með góðri
samvisku. Vonandi hefur mann líka
dreymt hann á nóttinni í þessa þrjá
daga. Þú átt að njóta þess að eyða!“
segir Ingólfur með tilþrifum. Blaða-
manni sýnist að lítið verði af kaup-
um við svo „erfiða“ umhugsun. Því
svarar sérfræðingurinn eilítið
sposkur í orðum: „Kannski nægir
alveg að dreyma um hlutina, er það
ekki bara allt í lagi? Þá er maður
ekkert að eyða í eitthvað sem mað-
ur vill ekki.
10% launanna í sparnað
Varðandi þriðja atriðið, sparn-
aðinn, þá legg ég til að menn taki
10% af öllum útborguðum launum
og leggi inn á bók. Þetta er mjög
auðvelt vegna þess að maður á 90%
eftir af tekjunum, í rauninni finnur
enginn fyrir því hvort maður eyðir
90 eða 100% af tekjunum, sér-
staklega ef maður veit ekki ná-
kvæmlega í hvað peningarnir fara.
Svo legg ég til að menn taki 50% af
öllum óvæntum tekjum. Segjum að
þú eignaðist allt í einu 100 þúsund
kr. Þér dytti kannski í hug að
lækka yfirdráttinn þinn en það
máttu ekki gera!“ undirstrikar Ing-
ólfur. „Með uppgreiðslukerfinu ertu
búinn að afgreiða þann lið. Þá eru
tveir útgjaldaliðir eftir, neysla og
sparnaður, og ég legg til að menn
skipti þá þessum óvæntu tekjum á
milli þessara tveggja liða, 50 þús-
und í sparnaðinn og 50 þúsund í að
gera eitthvað sem mann langar til.“
Varla slær fólk hendinni á móti
slíku. „Tilgangurinn með þessum
sparnaði er einfaldlega sá að eiga
alltaf pening þegar mann vantar.
Ef þig vantar ekki pening safnast
hann bara upp, svo ef þú ert t.d. að
fara í sumarfrí eða þvottavélin bilar
sækirðu í sparnaðinn. Það á nefni-
lega að eyða þessum sparnaði, það
er það skemmtilega við hann!“ Mál-
ið sé að eyða honum ekki fyrr en
þörfin krefur. „Venjulega eyðir
maður öllu sem maður á, það gerir
heldur ekki til ef maður er búinn að
leggja 10% af tekjunum í sparn-
aðinn.“
Sparnaður til
„vandræða“ 2009
Spurður um hvort þessi endur-
skoðun á fjármálunum um áramótin
sé ekki tímafrek segir Ingólfur svo
ekki vera. „Það þarf bara að læra á
þessi þrjú atriði því ég held að þau
skipti sköpum um hvernig gengur.“
Þetta sé grunnur að því sem koma
skal á árinu 2008. „Ef einhver er
kominn í þá stöðu áramótin 2008-
2009 að sparnaðurinn er farinn að
valda vandræðum, því ekki tekst að
eyða honum, þá kæmi ég með nýtt
áramótaheit um hvernig væri hægt
að búa til meiri peninga úr þeim
sparnaði. Það er alveg óhætt að
hlakka til þeirra áramóta!“
Í kvöld rennur árið 2007 út en
hið sama er því miður ekki hægt að
segja um skuldahalann sem virðist
hafa dálæti á mörgum Íslend-
ingnum, þrátt fyrir allt og allt. Eru
þetta bara óskráð lögmál efn-
ishyggjunnar? „Við hlaupum svolít-
ið á undan okkur. Þegar lánin okk-
ar eru orðin liðlega 250% af
ráðstöfunartekjunum en sparnaður-
inn ekki nema innan við 5% erum
við ekki alveg á réttri leið. Það er
hætt við að þessi mikla greiðslu-
byrði af lánunum eyðileggi fyrir
okkur ánægjuna af peningunum.
Þeir fara bara allir til bankans –
eins og hann hafi einhverja voða
þörf fyrir peningana okkar. Ég hef
engar áhyggjur af neyslunni okkar
að öðru leyti, við getum eytt pen-
ingunum í hvað sem er ef við byggj-
um upp sparnaðinn. Ef við ætlum
að spara afganginn af peningunum
um hver mánaðamót verður aldrei
neinn sparnaður því það er aldrei
neinn afgangur. En ef við byrjum á
sparnaðinum gerir ekkert til að
eyða afganginum.“ Það er enginn
vísifingur á lofti hjá fjármálaráð-
gjafanum sem boðar gott ár.
thuridur@mbl.is
„Þú átt að njóta þess að eyða“
Morgunblaðið/RAX
Ingólfur H. Ingólfsson Finna þarf
fimm rök fyrir því að kaupa hluti.
Ef maður man ekki eftir
að hafa eytt pening-
unum bendir það til
þess að maður hafi
ekki haft gaman af því.
Endurskoðun á
þrenningunni lánum,
neyslu og sparnaði er
efst í huga Ingólfs H.
Ingólfssonar fjármála-
ráðgjafa við áramót.
Þuríður Magnúsína
Björnsdóttir fær Ing-
ólf til að leysa frá fjár-
málaskjóðunni á
gamlársdag og upp úr
henni kemur upp-
skrift að spennandi
áramótum 2008-2009.
Fékk þetta í jólagjöf, átti annaðeins fyrir,“ stendur neðst í aug-lýsingu fyrir vefmyndavél ánorska smáauglýsingavefnum
Finn.no. Og í auglýsingu fyrir einn fjöl-
margra playstation leikja segir: „Bara búið
að opna og prófa á aðfangadagskvöld.“
Þegar búið er að rjúfa innsigli á tölvu-
leikjum, tónlistar- og mynddiskum getur
verið erfitt að skipta þeim. Eins veigra
margir sér við að spyrja gefandann hvar
gjöfin hafi verið keypt og því virðast
Norðmenn í sívaxandi mæli taka til þess
ráðs að selja jólagjafir sínar á netinu að
því er greint var frá á vefmiðli Aftenpost-
en.
Frá því á aðfangadagskvöld og til þriðja
dags jóla höfðu 3.300 nýjar smáauglýs-
ingar bæst á Finn-vefinn og er það 33%
aukning sé tekið mið af sama tíma í fyrra.
„Margir láta þess getið að þetta sé jólagjöf
sem þeir eru að selja,“ segir Nina Sand-
vold Brekke, markaðsstjóri Finn-vefsins.
Þannig vilji seljandinn fullvissa aðra um að
varan sé ný og ekki þýfi. „Það er mikið um
græjur, skartgripir og föt eru líka auglýst
til sölu. Þetta eru hins vegar ekki heima-
prjónaðir sokkar.“
Jólagjafir eru líka seldar í miklu magni
á uppboðsvefnum QXL Auksjon Norge, og
á þriðja í jólum var 100.000 uppboðs-
auglýsingar að finna á vefnum. „Þetta er
mikil aukning. Fyrir jól voru 65.000 aug-
lýsingar þar inni. Aukninguna getum við
að stórum hluta þakkað sölu á jólagjöfum
og eins því að fólk selur gjarnan gamla
hluti þegar fær nýja að gjöf, “ segir Lars
Thomassen, sölu- og markaðsstjóri QXL.
Sala jólagjafa fer líka vaxandi ár frá ári
hjá QXL. „Þeim fer sífellt fjölgandi sem
vilja losa sig við jólagjafirnar án þess að
þurfa að standa í röð í troðfullum versl-
unum.“
Viljum velja sjálf
„Aukinni velmegun í þjóðfélaginu fylgir
að flestir kaupa orðið sjálfir það sem þá
vantar,“ hefur Aftenposten eftir Anitu
Borch sem starfar að neytendarann-
sóknum fyrir norska ríkið. „Hlutirnir sem
við veljum að hafa í kringum okkur senda
sterk skilaboð út í samfélagið um það hver
við erum. Við verðum að eiga muni, en það
verða að vera réttu gripirnir og þeir verða
að eiga saman og það getur reynst erfitt
að finna hluti sem passa,“ segir Borch og
bætir við að bækur og tónlist geti því virst
öruggari gjöf.
En þykir orðið ásættanlegra en áður að
skila jólagjöfunum? „Sumum gjöfum þykir
í lagi að skila. Stærðin kann t.d. að vera
röng eða þá að maður á bókina fyrir og ég
tel að flestum gjöfum sé skipt án þess að
sá sem hana gaf sé látinn vita.“
Annað mál er hins vegar með sölu jóla-
gjafanna. „Hrein mannfræðitúlkun er að
með þessu sé verið að hafna gjöfinni. Á
sama tíma trúi ég því hins vegar að fólk
geri þetta af því að það sé auðveldara að
losa sig við gjöfina á þennan hátt. Hættan
á að það komist upp um mann er jú svo lít-
il,“ segir Borch.
Selja jólagjafirnar á netinu
Morgunblaðið/Kristinn
Jólapakkarnir Fjölmargar jólagjafir enda í
sölu á netinu því þiggjandinn kann ekki við
að spyrja hvar gjöfin hafi verið keypt.
neytendur