Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 28
stjórnmál
28 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
M
ikil tímamót urðu í
íslenskum stjórn-
málum á árinu sem
er að líða. Tólf ára
samstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
leið undir lok og hinn 23. maí var
mynduð ný ríkisstjórn með þátt-
töku Samfylkingarinnar.
I
Hin nýja ríkisstjórn er frjálslynd
umbótastjórn sem hefur einsett sér
að vinna að kraftmiklu efnahagslífi,
öflugri velferðarþjónustu, bættum
hag heimilanna og aukinni sam-
keppnishæfni atvinnulífsins.
II
Þegar ríkisstjórnin tók við völd-
um í sumar blasti strax við henni
erfitt verkefni: Að bregðast við ört
minnkandi fiskistofnum með því að
taka ákvörðun um þriðjungs nið-
urskurð þorskkvótans á næsta fisk-
veiðiári. Þetta var sársaukafull
ákvörðun sem hefur óhjákvæmilega
áhrif á lífskjör fólks og afkomu fyr-
irtækja um allt land.
Það er til marks um styrk ís-
lensks efnahagslífs að þessi ótíðindi
kölluðu ekki fram kreppu í þjóð-
arbúskapnum eins og þau hefðu að
líkindum gert fyrr á árum. Með
fjölbreyttari atvinnuháttum er
sveigjanleiki atvinnulífsins meiri en
áður og grunnstoðir efnahagslífsins
traustari.
Þetta gildir þó ekki um þær
byggðir og landshluta þar sem
áhrif samdráttarins eru mest og af-
leiðingarnar sársaukafyllstar. Þess
vegna ákvað ríkisstjórnin að bregð-
ast við af festu með mótvæg-
isaðgerðum til að treysta und-
irstöður byggðar í landinu. Þær
aðgerðir felast annars vegar í
auknum möguleikum til að bregð-
ast við tímabundnum vanda á til-
teknum svæðum, en einkum þó í
því að treysta grunngerð samfélag-
anna til framtíðar.
Í þessu skyni hefur ríkisstjórnin
nú þegar hrint í framkvæmd áætl-
unum um viðamiklar samgöngu-
bætur, markvissa sókn í mennta-
málum á landsbyggðinni og
uppbyggingu fjarskiptaþjónustu
um allt land. Í þessum efnum er
ekki tjaldað til einnar nætur. Þetta
er einfaldlega grunnþjónusta sem
nauðsynleg er til að gera lands-
byggðina samkeppnishæfari og bet-
ur í stakk búna til að takast á við
framtíðina. Þar liggja ótrúlega
margir möguleikar. Það er rík-
isvaldsins að tryggja að forsendur
uppbyggingar séu tryggðar; heima-
mönnum er best treystandi til að
velja leiðirnar.
III
Framundan eru fleiri krefjandi
verkefni sem kalla á úrlausnir sem
byggjast í senn á raunsæi og hug-
myndaríki. Mikilvægasta verkefni
stjórnmálanna nú um stundir er að
tryggja jafnvægi í efnahagsmálum.
Núverandi staða hins alþjóðlega
fjármálakerfis skapar óvissu og
spennu hér á landi sem annars
staðar, setur heimilum landsins
þröngar skorður og grefur undan
möguleikum atvinnulífsins til enn
frekari sóknar, sem öll efni standa
þó til. Við þessar aðstæður er gott
hald í áherslum jafnaðarmanna á
gegnsæi og vandaða upplýsingagjöf
í fjármálageiranum, því undirrót
þess vanda sem skekið hefur al-
þjóðlega fjármálamarkaði síðustu
mánuði er ekki síst skortur á
gegnsæi og takmarkaðar upplýs-
ingar um umfang vafasamra veð-
lánaviðskipta vestanhafs.
Almenn samstaða er í þjóðfélag-
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
Réttlæti, raunsæi og jöfnuður
Morgunblaðið/Árni Sæbergi
Mikil tímamót Þessi ríkisstjórn var mynduð til að takast á við stór verk-
efni. Hún hefur þegar sýnt styrk sinn og mun ekki víkja sér undan vanda-
sömum verkum, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
V
ið Íslendingar höfum
margt til að vera
þakklátir fyrir. Enn
eitt árið er að líða sem
hefur verið þjóðinni
gjöfult og gott að flestu leyti.
Við búum við traustar meg-
instoðir samfélagsins, heilbrigðis-,
mennta- og félagskerfin hafa dug-
að þjóðinni vel og standast sam-
jöfnuð við það sem best gerist ann-
ars staðar. Þó er ástæða til að hafa
vakandi auga fyrir því sem betur
má fara og sérstaklega er ástæða
til að halda forskoti í mennta-
málum, enda er menntunin horn-
steinn framtíðarinnar í landinu og
forsenda fyrir því að íslenskt sam-
félag standi áfram í fremstu röð á
tímum alþjóðavæðingar. Lýðræði
er hér virt og virkt, umræða opin
og gagnrýnin og aðhald fjölmiðla
að stjórnmálamönnum gott. Lífið í
landinu er því gott, menningin
blómleg og flestir hafa nóg fyrir
sig og sína. Þó eru ýmsir sem eiga
um sárt að binda vegna margskon-
ar mótlætis og er það verk stjórn-
málamanna og annarra vel hugs-
andi þegna samfélagsins að rétta
hlut þeirra.
Kosningar
Í maímánuði voru kosningar og
fór Framsóknarflokkurinn heldur
illa út úr þeim en hinn stjórn-
arflokkurinn nokkuð vel, enda
hafði hann oft haldið sig í skjóli
síðustu misserin þegar erfið mál
og umdeild voru rædd, en verið
jafnan fús til að eigna sér ávinn-
inginn af sömu málum þegar bar-
daginn var búinn.
Flestir reiknuðu með að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi láta okkur
njóta 12 ára samstarfs og reyna til
þrautar stjórnarmyndun með okk-
ur, rétt eins og við svikum þá ekki,
eftir kosningarnar 2003, þegar þeir
töpuðu fylgi. Þá stóðu Framsókn-
arflokknum til boða aðrir kostir
við stjórnarmyndun, raunar mjög
rausnarlegir. Við horfðum hins
vegar til árangursins af samstarf-
inu og töldum í ljósi hans rétt að
halda því áfram.
Við stjórnarmyndunina lék Sjálf-
stæðisflokkurinn hins vegar þrem-
ur skjöldum og er það alveg ný list.
Samningaviðræður sjálfstæð-
ismanna við Samfylkingu voru aug-
ljóslega hafnar vel fyrir kosningar
og langt komnar þegar kosið var.
Sömuleiðis er augljóst að samtöl
voru í gangi milli manna í Vinstri
hreyfingunni – grænu framboði og
Sjálfstæðisflokknum og stóðu
Steingrímur J. Sigfússon og félagar
í þeirri meiningu að þeir væru á
leið í stjórn. Það skýrir hvers
vegna Steingrímur J. afneitaði
þrisvar og hafnaði vinstri stjórn.
Hann hefur talað fyrir slíku stjórn-
armynstri í áratugi, en ber nú fulla
ábyrgð á þessari stjórn og er það
gráglettni örlaganna svo ekki sé
meira sagt að hann skuli hafa orðið
eins konar guðfaðir þessarar rík-
isstjórnar.
Samfylkingin hins vegar plataði
kjósendur og léði aldrei máls op-
inberlega á möguleikanum á stjórn
með Sjálfstæðisflokknum, hvorki
fyrir kosningar né í kosninga-
baráttunni sjálfri, og það þó
þreifingar væru hafnar milli flokk-
anna. Samfylkingin hefur alltaf
stillt sér upp sem valkosti og mót-
vægi við Sjálfstæðisflokkinn og var
raunar stofnuð á þeim grunni að
bola honum frá völdum í land-
stjórninni.
Fróðlegt verður að fylgjast með
því, þegar líða tekur á kjör-
tímabilið, hvernig Samfylkingin
ætlar að skýra fylgispektina við
Sjálfstæðisflokkinn fyrir kjós-
endum sínum. Tveggja turna talið
skildi enginn sem tvo turna á Val-
höll.
Stjórnin er almennt séð að-
gerðalítil og dáðlaus en lætur duga
að sigla eftir áttavita fyrri rík-
isstjórnar og er það út af fyrir sig
gott, því þar markaði Framsókn-
arflokkurinn stefnuna í mörgum
mikilvægum málum. Verðbólga var
eitur í okkar beinum. Við vissum
að hún myndi leika launafólk og
fyrirtæki grátt. Þess vegna var allt
gert til að reyna að halda henni
niðri.
Fjárlögin eru þenslufjárlög sem
er hættulegt þegar mikils aðhalds
er þörf vegna mjög viðkvæms
efnahagsástands og órólegra
markaða. Svo virðist sem enginn
sé í brúnni á skútunni, en áhöfnin
öll í gleðskap, bæði dag og nótt.
Reykjavík
Meirihluti sjálfstæðismanna og
framsóknarmanna féll með miklu
brambolti og var sú atburðarás ill-
skiljanleg. Sértaka undrun vakti
málflutningur sjálfstæðismanna
um prinsipp, sem sumir virtust
hafa en aðrir ekki. Enn hafa þeir
undið upp á prinsippin með stofn-
un Landsvirkjunar Power.
Stóryrði sem féllu í þessum deil-
um voru þvílík að engin dæmi eru
slíks í íslenskum stjórnmálum hin
seinni ár. Hinn einfaldi, tæri sann-
leikur í því máli er að aðför var
gerð að Vilhjálmi borgarstjóra af
hans eigin mönnum og fór það mál
allt úr böndum. Þar söguðu hinir
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins
Á tímamótum
Morgunblaðið/Sverrir
Uppbygging Við erum í mikilli uppbyggingarvinnu og fyrir næstu kosn-
ingar munu kjósendur sjá nýja stefnuskrá byggða á þeim íslenska, þjóð-
lega grunni sem við höfum einir allra flokka, skrifar Guðni Ágústsson.
A-3, A-4 & A-5
Mikið úrval
Dagbóka
Tímaritabox Egla
1.999 kr. pk
349 kr. stk
TILBO
Ð!
TILBO
Ð!