Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LYFJAKOSTNAÐUR á Íslandi er enn eina ferðina til umfjöllunar og er það með ólíkindum að svo einfalt mál með svo augljósa lausn skuli enda- laust vefjast fyrir stjórnendum sjúkrahúsa og heilbrigðisráðherrum. Staða þessara mála er til skammar og risavaxin skuld Land- spítalans við birgja er afgerandi vísbending um að eitthvað mikið sé að. Staðan á íslenskum lyfjamarkaði er einföld. Ríkjandi ástand er fá- keppni á framboðshlið- inni og jafnvel einokun hvað varðar framboð á einstökum lyfjum. Þetta ástand hefur komist á með tilstuðlan stjórnvalda. Að mestu leyti er þar um að kenna máttleysi Samkeppnisstofn- unar sem hefur heimilað allt of marga samruna í geiranum en þess ber þó að geta að Samkeppnisstofnun starfar eftir lögum sem eru ekki beint til þess fallin að efla samkeppni í íslensku við- skiptalífi að neinu marki. Þetta gerir lyfjafyrirtækjum kleift að halda uppi lyfjaverði, takmarka framboð ódýrari samheitalyfja, og setja ómælda fjár- muni í kynningar og annan áróður fyrir lyfjageirann. Greinarhöfundur hefur sjálfur setið nokkur þorrablót deildar einnar á Landspítalanum sem voru kostuð af Thorarensen lyfjum þar sem nýju (og dýru) lyfin voru að loknu súru hrútspungaáti kynnt mátulega slompuðum blóturum. Áhugavert væri að sjá staðfesta fylgni slíkra kynninga og aukinnar lyfjasölu því þar hlyti að vera um nánast krafta- verk að ræða í markaðssetningu. Það sem er þó vitað er að einhver borgar brúsann. Það er hinsvegar stjórnenda Land- spítalans og heilbrigðisráðherra að bregðast við þessu af fullri ákveðni og það er skylda þeirra að gera betur. Það er ekki sérlega flókið mál. Lyfja- notkun Landspítalans er að lang- mestu leyti þekkt stærð sem breytist milli ára eftir ákveðnum reglum sem að mestu hafa að gera með lýð- fræðilega þróun, þ.e. breytingu á ald- urssamsetningu þjóðarinnar. Það koma að vísu inn í aðrir þættir svo sem aukning umferðarslysa vegna aukinnar umferðar, aukning ofbeldis- mála vegna aukinnar áfengis- og fíkni- efnaneyslu, aukin fæðingatíðni vegna nýrra laga um fæðingarorlof o.s.frv. Hér er þó ekki um neinar flóknar breytingar að ræða sem góðir stjórnendur geta ekki reiknað með að mestu leyti. Tilkoma nýrra lyfja er einnig þáttur sem eykur lyfja- kostnað en erfitt er að trúa því að sá kostnaður taki miklum breytingum frá ári til árs og líklegt er að stjórnendur spít- alans fylgist einmitt sér- staklega vel með þessari þróun. Það virðist því nokkuð augljóst mál að spít- alinn, með þessar upplýsingar undir höndum, hætti að skipta beint við inn- lend lyfjafyrirtæki og einfaldlega bjóði út öll lyfjakaup spítalans á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Slíka samn- inga mætti jafnvel gera til nokkurra ára í senn með endurskoðunar- ákvæðum til að tryggja enn lægra verð. Þar er einnig hægt að tryggja að notkun samheitalyfja ráðist ekki af hagsmunum eins fyrirtækis. Slík breyting gæti að vísu kallað á stofnun einhvers konar lyfjabirgðastöðvar á spítalanum en með hliðsjón af tíðni flugferða til og frá landinu þyrfti sú stöð ekki að vera stór. Það er oft talað um að leiða fram markaðslögmálin þegar kemur að heilbrigðismálum. Vitað er að lögmál framboðs og eftirspurnar geta ekki virkað þegar kemur að lækningahlið- inni vegna þeirrar sérstöðu sem bæði notandi og veitandi þjónustunnar eru í. Það þýðir þó ekki að geirinn falli aldrei undir markaðslögmálin og til- felli lyfjakostnaðar er eitt dæmi um hvar spítalinn getur nýtt sér Evr- ópska efnahagssvæðið og tíðar sam- göngur til að ná niður lyfjakostnaði. Slíkt á örugglega við fleiri þætti í inn- kaupum Landspítalans, sem og ann- arra heilbrigðisstofnana. Hvað varðar svo þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði almennings utan spít- alans þá virðist það einnig nokkuð borðliggjandi, þótt flóknara sé, að þar er einnig pottur brotinn. Tvær lyf- sölukeðjur nánast ráða markaðinum, lyfjainnflutningur er á fárra hendi og framboð samheitalyfja lítið. Hér er einnig rétt að heilbrigðisyfirvöld nýti sér markaðslögmálin og noti allt Evr- ópska efnahagssvæðið til innkaupa. Einfalt mál er að finna út stærð mark- aðarins og gera ráð fyrir ákveðnum frávikum í útboðslýsingu sem og að gera þá kröfu við útboð allra lyfja sem heilbrigðiskerfið greiðir niður að það fylgi með nauðsynlegar upplýsingar á íslensku ef þörf er á. Einnig er hægt að óska eftir samstarfi við önnur Norðurlönd og halda samnorrænt út- boð á Evrópska efnahagssvæðinu eða jafnvel á heimsvísu. Varðandi dreifingu lyfja til notenda utan sjúkrastofnana þá er engin þörf á mörg hundruð fermetra verslunum til að afgreiða lyf eins og lenskan er í dag. Það eru starfandi sjúkrahús og heilsugæslustöðvar í öllum lands- hlutum og þær stofnanir geta hæg- lega tekið að sér afgreiðslu lyfja. Hvað varðar kynningu á lyfjum fyr- ir lækna þá er ekki að efa að lyfjafyr- irtæki í Evrópu eða annars staðar kunna einnig að standa að kynning- armálum, þótt heiðin blót séu e.t.v. ekki þeirra vettvangur. Það sem er áríðandi að hafa í huga hér er að nýta markaðslögmálin í þágu almennings og stofnana sam- félagsins en ekki aftengja þau í þágu fárra fyrirtækja og eigenda þeirra. Lyfjakostnaður á Íslandi Tvær lyfsölukeðjur nánast ráða markaðinum, innflutningur er á fárra hendi og framboð sam- heitalyfja lítið, segir Þór Saari » Staðan á íslenskumlyfjamarkaði er ein- föld. Ríkjandi ástand er fákeppni á framboðs- hliðinni og jafnvel ein- okun hvað varðar fram- boð á einstökum lyfjum. Þór Saari Höfundur er hagfræðingur. „TILVERA okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Ekki er furða þótt mannfólkið verði ráð- villt fari það að hug- leiða hinstu rök tilver- unnar. Hvert förum við eða hvaðan komum við í árdaga sem ein- staklingar og heild. Sagt er að mennirnir séu einu lífverur jarð- arinnar sem viti að þeir eigi eftir að deyja og þar er að finna grundvöllinn að ósk- inni, voninni og trúnni um annað líf. Öll helstu trúarbrögð mótuðust á þeim tíma þegar jörðin virtist vera miðdepill alheimsins og fáir eða eng- ir höfðu grun um þróun tegundanna. Ekki þurfti mikið hugarflug til að sjá að eitthvert afl í heiminum hlaut að vera manninum æðra og þannig varð Guðsmyndin til. Þróunin frá steinöld að atómöld hefur engu breytt þar um. Maðurinn „skapaði“ Guð í sinni mynd en draga verður í efa að það hafi verið gagnkvæmt. Hugmyndin var þó ekki óeðlileg. Maðurinn gat ekki betur séð en að hann væri herra jarðarinnar og þar sem hún virtist miðdepill alheimsins var nán- ast rökrétt að álykta að allt snerist um hann. Nú vitum við betur. Jörðin (eða frekar sólin okkar) er eins og sand- korn á sjávarströnd í óravídd al- heimsins og mannkynið þar eins og tímabundinn gestur með óvissa framtíð, enda eru nú uppi kenningar um að náttúruhamfarir hafi eytt meira en helmingi tegunda lífríkis jarðar, ekki einu sinni heldur fimm sinnum. Síðan hafi það náð sér á strik á ný í breyttu formi á 1-2 milljónum ára. Eru þá ekki líkur á að mannfólkið hafi of- metið sig? Eðlilegt er að fólk biðji um hjálp í smæð sinni og raunum en ár- angurinn er óviss. Guð getur ekki bæði verið algóður og almáttugur sagði Goethe á barns- aldri þegar fréttir bár- ust af jarðskjálftanum mikla úti fyr- ir strönd Lissabon. Þarna kom fram mannlegur skilningur bráðþroska barns, okkur er ekki annar gefinn. Mikil yrðu þau umskipti ef fram- haldslíf reyndist eilífur sælureitur svo mjög sem mörgum reynist jarð- vistin táradalur. En er ekki líka til of mikils mælst að dauðlegra manna bíði eilífðin? Þar með yrðu þeir eldri en sólin, vetrarbrautin og jafnvel sjálfur alheimurinn, sem óvíst er hvað endist. Sagt hefur verið að svo mjög sem flestir vilja halda í lífið og bægja dauðanum frá, að þá fyrst yrði það óbærilegt ef það ætti ekki eftir að taka enda. Í þessu ljósi er það þá svo þungbær tilhugsun að fólk sofni svefninum langa? Mörgum yrði það líkn með þraut og þeir sem hafa not- ið jarðvistarinnar að meira eða minna leyti geta varla ætlast til meira. Hinn kosturinn er að verða eilífur og komast þá nánast í guða- tölu. Þó mætti hugsa sér annað líf tímabundið í eins konar afstæðum tíma. Allt er þetta þó ofar okkar skilningi. Enn hefur verið sagt að án trúar á framhaldslíf sé siðgæðisgrundvell- inum kippt undan mannkyninu. Á að skilja þetta sem svo að fólk hagi sér vel fyrst og fremst eða jafnvel ein- göngu vegna hræðslu við hegningu handan lífs og dauða? Flestir ættu að geta áttað sig á því að með því að koma vel fram við samferðamennina þá líður þeim sjálfum betur. Ekki er því nauðsyn- legt að elska náungann eins mikið og sjálfan sig. Eigin hagsmunir ættu samkvæmt framansögðu að geta brúað bilið sem á vantar. Það sem þið viljið að mennirnir gjöri yð- ur … Þessu greinarkorni er vissulega ekki ætlað að reyna að hafa áhrif á hina sannfærðu, en þeir sem efast ættu heldur ekki að þurfa að ör- vænta. Er maðurinn ofmetinn? Valdimar Kristinsson skrifar hugleiðingar um manninn og takmarkanir hans »Maðurinn „skapaði“Guð í sinni mynd en draga verður í efa að það hafi verið gagn- kvæmt. Valdimar Kristinsson Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð. JARÐGANGAGERÐ milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem 96% Norðlendinga snerust gegn hefur verið umdeild á Alþingi og um allt land eftir að samgöngu- ráðherra kynnti þessa áætlun sem eitt forgangsverkefni fyrir Vestfirði, Norð- ur- og Austurland. Af umræðunni í þjóð- félaginu undanfarin ár er nokkuð ljóst að jarðgangagerð í land- inu mun stóraukast næstu árin. Af mis- miklu viti stinga menn upp á vegagerð yfir Stórasand í 700 til 1000 m hæð upp úr innanverðum Skagafirði eða Eyja- firði sem er aðeins til að bjóða vandræð- unum heim. Fréttir af röskun í Héðins- firði og uppbyggðum vegi um hálendið vekja litla hrifningu Landverndar og Náttúruvernd- arsamtakanna. Ekki eiga málsvarar þeirra orð yfir þá sem engu skeyta til að afskræma allar stað- reyndir. Þeir sem ákvarðanir taka snúa öllum rökum á hvolf og færast undan í flæmingi þegar nærri lætur að menn láti hendur skipta. Meirihluti þjóðarinnar mun kalla vegagerð á hálendinu stærstu náttúruspjöll Íslandssög- unnar eins og virkjunarfram- kvæmdirnar sem Hjörleifur Gutt- ormsson vill stöðva með kostnaðrsömum málaferlum. All- ar fullyrðingar um að þjóðvegur nr eitt milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar skuli lagður yfir Sprengi- sand og að Öxnadalsheiði verði tekin af hringveginum eru settar fram í formi rökleysunnar. Þessi vegur yrði fljótlegasta leiðin til að auka slysahættuna í þessari hæð yfir sjávarmáli án þess að tryggt sé hvort mannslífum yrði bjargað. Betra er að Akureyr- arbær og KEA snúi burt frá villu síns vegar og leggi meiri áherslu á Vaðlaheiðargöng sem Alþingi hefði frekar átt að ákveða fyrir sjö árum. Í Húnaþingi, Skaga- firði, á Dalvík, Akureyri, í sveit- unum austan Vaðlaheiðar og á Eyjafjarðarsvæðinu var heima- mönnum enginn hlátur í huga þegar þeir heyrðu fréttir af snjó- flóðum í Héðinsfirði og Ólafsfirði fyrir tveimur árum, og í apríl á síðasta ári í Skútudal við Siglu- fjörð. Áður lofuðu fyrrverandi þingmenn Norðlendinga því að engin snjóflóð myndu falla á þessum svæðum sem meirihluti Norðlendinga telur óbyggileg. Annað kom nú í ljós þegar þeir féllu á reikningsprófinu og voru gerðir ómerkir orða sinna eftir að snjóflóð í Ólafsfirði kostaði manns- líf fyrir þremur árum. Enn sér ekki fyrir endan á málaferlunum sem frestun Héðins- fjarðarganga snerist upp í fyrir fjórum eft- ir að framkvæmdir hófust í Fáskrúðs- fjarðargöngunum. Litlu munaði að hætt yrði við þessa jarð- gangagerð þegar ís- lenskir aðalverktakar sem fengu verkið og voru sviknir, kröfðust þess að fyrra útboðið stæði óhaggað. Verra er að enginn þingmað- ur fyrir norðan hafði vit á því að flytja til- lögu um að fjárveiting til atvinnuskapandi verkefna í þessum litlu sjávarplássum hefði forgang í tíð Halldórs Blöndals þá- verandi samgöngu- ráðherra. Eftir 4 til 5 ár kemur í ljós hvort allar tilraunir til að gera Siglufjörð að lít- illi útkirkju frá Eyja- fjarðarsvæðinu mistakast ef aur- skriður sópa veginum sunnan Múlaganganna niður í fjörurnar. Tenging Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar sem nú tilheyra Fjalla- byggð hefur verið á dagskrá í meira en tvo áratugi án þess að þingmenn Norðlendinga hafi kynnt sér hvort Héðinsfjarð- arleiðin yrði dýrari í stað þess að grafa göngin inn í botn Hólsdals sunnan Siglufjarðar. Með því að sleppa snjóflóðasvæðinu í Héðins- firði hefði allt vetrarsamband í Fjallabyggð orðið öruggara. Fyrr á síðasta ári viðurkenndi fv. sam- gönguráðherra að slysahættan í Óshlíðinni við Ísafjarðardjúp hefði hrellt stjórnvöld til að ákveða jarðgöng milli Hnífsdals og Bol- ungarvíkur sem brýnt er að klára áður en vinnu við Héðinsfjarð- argöng lýkur. Samgönguráðherra hefur líka verið undir miklum þrýstingi frá öllum þingmönnum Norðausturkjördæmis vegna stór- iðjuframkvæmdanna á Reyðarfirði og hættuástandsins á Suður- fjörðum Austurlands. Heimamenn á svæðinu milli Djúpavogs og Al- mannaskarðsganganna hafa ítrek- að að þeir séu fyrir löngu orðnir þreyttir á slysahættunni í Hval- nes- og Þvottárskriðum, þar sem aurskriður geta kostað alltof mörg mannslíf, og gert tengingu Horna- fjarðar við Austurland. Lítil útkirkja frá Eyjafjarðar- svæðinu Guðmundur Karl Jónsson skrifar um samgöngubætur Guðmundur Karl Jónsson » Betra er aðAkureyr- arbær og KEA snúi burt frá villu síns vegar og leggi meiri áherslu á Vaðla- heiðargöng... Höfundur er farandverkamaður. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttave- fjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.