Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 52

Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 52
MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Óveður um land allt  Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast um allt land í gær vegna óveðurs. Mest- um vandkvæðum olli hláka og úr- koma. Samgöngur fóru víða úr skorðum og sums staðar varð raf- magnslaust. Engin alvarleg meiðsli urðu á fólki. »Forsíða og 4 Komugjöld breytast  Komugjöld barna og ungmenna á heilsugæslustöðvum og sjúkra- húsum falla niður frá og með ára- mótum en komugjöld fullorðinna, þ.á m. elli- og örorkulífeyrisþega, hækka. »2 Banaslysum fækkar  Banaslysum í umferðinni hefur fækkað um helming frá því í fyrra. 15 hafa farist á þessu ári en 31 fórst í fyrra. Um er að ræða lægstu tíðni banaslysa síðan árið 1997. »2 Bjargað af Langjökli  Ellefu jeppaferðalöngum var í gær bjargað af Langjökli en þeir höfðu setið fastir síðan í fyrradag. Fimm björgunarsveitarmenn komu þeim til hjálpar en aftakaveður var á jöklinum. »6 Sonur Bhutto tekur við  Bilawal Bhutto, 19 ára sonur Ben- azir Bhutto, mun taka formlega við formennsku í Þjóðarflokknum. Fað- ir hans, Asif Ali Zardari, mun þó sjá um að stýra flokknum sökum ungs aldurs Bhuttos. »16 Gölluðum lögum breytt  Ný lög taka gildi um áramótin sem fela í sér breytingu á eldri lög- um um greiðslur til foreldra lang- veikra barna. Í eldri lögunum fólust tímamörk á greiningu barna. Nýju lögin ná hins vegar til foreldra allra langveikra barna, óháð tímasetningu greiningar. »8 SKOÐANIR» Staksteinar: Mikilvægi björgunarsveitanna Forystugrein: Áherslur á nýju ári UMRÆÐAN» Ásakanir um „óábyggilegt viðbragð“ Kumbaravogsbörnin koma okkur við Til góðs vinar liggja gagnvegir Lyfjakostnaður á Íslandi Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C  Suðlæg átt, 13-18 m/s, éljagangur. Hvassast norðvest- anlands en bjart norð- austan til. » 10 Af myndlistarsýn- ingum ársins þótti sýning á verkum Eggerts Péturs- sonar best og þá Sjónlist 2007. »46 MYNDLIST» Meistari Eggert FÓLK» Tarantino ætlar að djamma á Rex. »47 Tónleikar Víkings Heiðars með Sinfó bestir og besta djassplatan Cycles með Einari Schev- ing. »45 TÓNLIST» Víkingur og Einar KVIKMYNDIR» Rúmensk kvikmynd stendur upp úr. »48 PLÖTUR» Bestu innlendu og er- lendu plötur ársins. »42 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Unnið við erfiðar aðstæður 2. Kyrrstæður bíll fauk á hliðina 3. Tilkynnt um foktjón 4. Kópavogslækur flæðir yfir… SIGURBJÖRN Bernharðsson spilar hátt í hundrað tónleika í Bandaríkj- unum, Evrópu og Japan á ári hverju með strengjakvartettnum Pacifica. Hann segir að gullöld sé runnin upp í kammertónlist og sprenging hafi orðið í aðsókn að tónleikum. Múrar milli flytjenda og hlustenda eru markvisst brotnir niður með fræðslu um klassíska tónlist og tón- listarstefnur eru að renna saman með nýrri kynslóð tónskálda. Sig- urbjörn segir sömu þróun vera að fara af stað hérlendis. | 18 Fiðluleikari Sigurbjörn Bernharðs- son segir kammertónlist æ vinsælli. Gullöld strengjanna runnin upp MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 2. janúar 2008. Að venju verður fréttavakt á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is um áramót- in. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskriftardeild Morgunblaðsins verður opin frá klukkan 7 til 13 í dag, gamlársdag. Lokað verður á nýárs- dag en opnað kl. 7, 2. janúar. Auglýs- ingadeild blaðsins verður lokuð á gamlársdag og nýársdag en opnar klukkan 8, 2. janúar. Skiptiborð Morgunblaðsins verð- ur lokað í dag, gamlársdag, en opið á nýársdag frá kl. 13 til 20. Síma- númer Morgunblaðsins er 569 1100 og netfang ritstjórnar er ritstjorn- @mbl.is. Fréttavakt á mbl.is um áramót Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „OKKUR þótti gott að enda árið á þessum viðburði. Auk þess spillti ekki fyrir að eiga alltaf frí á brúð- kaupsafmæli sínu,“ segir Sólborg Sveinsdóttir um brúðkaup hennar og Viðars Þorlákssonar á gaml- ársdag fyrir 60 árum. Þau hjónin héldu í gær ásamt dóttur sinni, Steinunni, og manni hennar Jóhanni Pétri Valssyni, upp á samanlagt 100 ára brúðkaups- afmæli sitt, en Steinunn og Jóhann Gagnkvæm virðing lykillinn Fögnuðu samanlögðu 100 ára brúðkaupsafmæli sínu giftu sig hinn 16. desember fyrir 40 árum. Blásið var til heilmikillar veislu og voru afkomendur Sól- borgar og Viðars komnir víða að, m.a. frá Svíþjóð og Bandaríkjunum. Sólborg og Viðar eignuðust átta börn og þar af eru sex á lífi, auk þess sem þau eiga 21 barnabarn og 16 barnabarnabörn. Gifti sig í svörtu Aðspurð segir Sólborg athöfnina árið 1947 hafa verið látlausa. „Við fórum heim til séra Kristins Stef- ánssonar og hann gaf okkur saman. Síðan sungu þau prestshjónin fyrir okkur,“ segir Sólborg og tekur fram að hún hafi gift sig í svörtu. Þegar blaðakona hváir útskýrir Sólborg: „Við vorum fátæk, en gift- um okkur auðvitað í okkar fínasta pússi. Og svarti kjóllinn hefur sennilega verið besti kjóllinn minn.“ Spurð hvern hún telji vera lykilinn að löngu og farsælu hjóna- bandi svarar Sólborg um hæl að það sé gagnkvæm virðing auk þess sem mikilvægt sé að taka hjóna- bandið alvarlega og einsetja sér að láta það endast. Morgunblaðið/Ómar Hjónin Viðar Þorláksson, Sólborg Sveinsdóttir, Steinunn Viðarsdóttir og Jóhann Pétur Valsson fagna tímamótum. TRYGGVI Tryggvason átti sér einskis ills von þegar hann hélt ásamt hópi vél- sleðamanna í Hlíðarfjall seint í janúar sl. Hópur- inn hafði ekki ver- ið lengi á ferð um fjallið þegar snjó- flóð féll af miklum þunga niður brekkuna og hrifsaði Tryggva með sér. Hann barst um 100 metra með flóðinu en þökk sé snjó- flóðaýli sem hann hafði keypt skömmu áður tókst félögunum að staðsetja hann á örfáum mínútum og grafa hann upp af tveggja metra dýpi. Beita þurfti hjartahnoði og tókst að lífga Tryggva við áður en björgunar- sveitarmenn mættu og tóku við stjórninni. Blessunarlega var þyrla Landhelgisgæslunnar í næsta ná- grenni og flutti hún Tryggva á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar lá hann þungt haldinn í öndunarvél en komst til meðvitundar tveimur vikum síðar. Hann útskrifaðist svo frá end- urhæfingardeildinni í Kristnesi í byrjun sumars en hann fer enn í end- urhæfingu. Tryggvi vinnur nú tæplega hálfan daginn en í fyrstu mætti hann aðeins í skamman tíma í senn. Hann man ekk- ert eftir slysinu örlagaríka en ber þess enn merki, t.a.m. á hann erfitt með fínhreyfingar. Hann segir slysið hafa gert sig já- kvæðari þegar hann áttaði sig á því hve margir létu sér annt um hann. Eftir slysið hefur Tryggvi ekki ekið um á vélsleða en hann segist vel treysta sér í það, hann þurfi einfald- lega að prufa það. | Gamlársdagur Er að vinna hálfan daginn  Barst 100 metra niður Hlíðarfjall en segist jákvæðari fyrir vikið  Á líf sitt að þakka snjóflóðaýli sem flýtti fyrir björgun Tryggvi Tryggvason ♦♦♦ ♦♦♦ ÍSLENSKA popplandsliðið s.k. af- henti Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna 2.437.500 kr. í Háskóla- bíói í gær, sem söfnuðust með miðasölu á styrktartónleika fyrir fé- lagið. Meðal þeirra tónlistarmanna sem gáfu vinnu sína í gær voru Lux- or, Dísella, Nylon, Bubbi Morthens, Magni & Á móti sól, Sprengjuhöllin, SSSÓL, Birgitta Haukdal, HARA og Ragnheiður Gröndal. SKB fékk tæp- ar 2,5 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.