Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÖRYGGISGÆSLA í Írak var hert
til muna í gær, ári eftir að Saddam
Hussein, fyrrverandi forseti lands-
ins, var líflátinn fyrir glæpi sína
gegn þjóðinni. Á sama tíma skýrði
íraska innanríkisráðuneytið frá því
að 75% af hryðjuverkaneti al-Qaeda
í landinu hefðu verið upprætt.
Talsmenn íraskra stjórnvalda og
Bandaríkjahers eru jafnframt ein-
huga um að á árinu 2007 hefðu orð-
að miklar framfarir við að tryggja
öryggi þegnanna gegn árásum.
Þessar framfarir endurspeglast í
endurkomu fólks sem flúið hefur
átökin og í því að ýmsir þættir dag-
legs lífs færast nær eðlilegu horfi.
Á hinn boginn varar David
Petraeus, æðsti yfirmaður Banda-
ríkjahers í Írak, við því að liðsmenn
al-Qaeda gætu náð vopnum sínum
aftur, auk þess sem hann bendir á
að þrátt fyrir að fjöldi árása hafi
ekki verið færri síðan um sumarið
2005 bendi ýmislegt til að sjálfs-
morðsárásum fari fjölgandi.
Um helgina var ný hljóðupptaka
frá hryðjuverkaleiðtoganum
Osama bin Laden gerð opinber.
Aðvaraði hann súnníta í Írak við
afleiðingum þess að berjast gegn
al-Qaeda, en þúsundir fyrrum
stuðningsmanna Saddams hafa nú
gengið til liðs við Bandaríkjaher.
Vonir um bjartari tíð glæðast
ári frá aftöku Saddams í Írak
Reuters
Nærri Tikrit Kona grætur við gröf
Saddams forseta í þorpinu al-Awja.
NICOLAS Sarkozy, forseti Frakk-
lands, skýrði frá því á fundi sínum
með Hosni Mubarak Egyptalands-
forseta í Kaíró í gær, að Frakkar
myndu ekki eiga í frekari sam-
skiptum við Sýrlendinga fyrr en
stjórnvöld í Damaskus sýndu vilja
til að stuðla að lýðræðisumbótum í
Líbanon. Sarkozy, sem þrýsti á Ísr-
aelsstjórn um að stíga skref í átt til
varanlegs friðar við Palestínu-
menn, hefur verið hundeltur af
blaðamönnum á ferðalagi sínu um
Egyptaland.
Egyptar eru fullir hneykslunar á
leiðtoganum, og hafa þrír þing-
menn lýst því yfir að ekki sé stætt á
að stjórnvöld taki á móti ókvæntum
manni, sem deili svefnherbergi með
unnustu sinni, Cörlu Bruni, fyrrver-
andi fyrirsætu, sem hyggst taka
upp hljómplötu með ástarlögum á
árinu sem nú fer í hönd.
Sarkozy fundar með Mubarak
í skugga hneykslunaröldu
AP
Turtildúfur Sarkozy og Bruni.
HÚN ÞYKIR ómissandi um hver
áramót í New York glitkórónan
sem markar nýárið þegar hún fell-
ur niður stöng á Times Square á
miðnætti og baðar hundruð þús-
unda í skærum litum.
Nú er komin fram ný gerð af kór-
ónunni sem skín helmingi bjartara
en fyrirrennarinn og ku bjóða upp
á mun glæsilegri ljósasýningu.
Áramótin í ár marka hundr-
aðasta skiptið sem kórónan gegnir
lykilhlutverki á Times Square og er
nú búist við hálfri til einni milljón
manna á torginu og í nágrenni þess,
allt eftir því hvernig veðurguðirnir
stilla strengi sína í kvöld. Þá horfir
milljarður á athöfnina í sjónvarpi.
Í uppsetningu Milljónir manna
munu fylgjast með nýju kórónunni.
Ný glitkóróna
í New York
Nairobi. AFP. | Mwai Kibaki, endurkjörinn forseti Kenýu,
hvatti í gær til þess við embættistöku sína að deilandi
fylkingar slíðruðu sverðin og að þjóðareining yrði sett á
oddinn, en mikið hefur gengið á í tengslum við kosning-
arnar á fimmtudag. Ásakanir um spillingu hafa verið há-
værar og flutti Kibaki ávarp sitt um klukkustund eftir að
kosningaráð landsins skar úr um að hann hefði borið sig-
urorð af andstæðingi sínum, Raila Odinga.
Kibaki, sem var endurkjörinn til fimm ára, er borið á
brýn að hafa kerfisbundið brotið lög um talningu at-
kvæða og leiddi úrskurður ráðsins til mótmæla á meðal
stuðningsmanna Odinga. Lögreglan tók hart á mótmælendum og skaut
minnst fimm til bana, en lokað hefur verið fyrir útsendingar ljósvakamiðla.
Hafa bresk stjórnvöld lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna.
Kibiki úrskurðaður sigurinn
Mwai Kibaki
FJÓRÐI hver heimilislaus í Kaup-
mannahöfn 2006 var af erlendu
bergi brotinn, að því er kemur fram
í nýbirtum tölum. 23 prósent eru
frá löndum utan ESB, 3% frá Norð-
urlöndum eða frá löndum ESB. Um
29% gefa ekki upp ríkisfang sitt.
Margir án heimilis
REGLULEGA berast fregnir af
himinháum kaupsamningum á fast-
eignum í Skandinavíu, nú síðast frá
Svíþjóð þar sem Rússinn Alexander
Izosimov hefur keypt lúxusvillu í
Djursholm fyrir um 45 milljónir
sænskra króna eða um 432 milljónir
íslenskra króna. Mun það vera met-
verð fyrir fasteign þar í landi.
Sænskt metverð
STUTT
„MÓÐIR mín sagði alltaf að lýðræði
væri besta hefndin,“ sagði Bilawal
Bhutto, 19 ára sonur Benazir
Bhutto, fyrrverandi forsætisráð-
herra Pakistans, þegar greint var frá
því að hann tæki við formennsku í
Þjóðarflokknum. Benazir var myrt á
fimmtudag og hefur breska ríkisút-
varpið, BBC, það eftir háttsettum
meðlimum í flokknum, að Benazir
hafi lagt til í bréfi fyrir dauða sinn að
Zardari tæki við af henni. Zardari
hafi síðan mælt með Bilawal.
Mun Zardari verða hægri hönd
sonar síns við formennsku í flokkn-
um sem hyggst bjóða fram til fyr-
irhugaðra kosninga 8. janúar nk.
Zardari, sem kallaði eftir rann-
sókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu
á konu sinni, skoraði jafnframt á
Nawaz Sharif, einn helsta leiðtoga
stjórnarandstöðunnar, um að hætta
við að sniðganga kosningarnar.
Svaraði talsmaður Sharifs því til
flokkur hans myndi verða við áskor-
uninni og taka þátt í kosningunum.
Kosningaráð landsins mun skera
úr um það í dag hvort fresta beri
kosningunum eða ekki, en AP-frétta-
stofan hefur eftir talsmanni stjórn-
arflokksins að flokkurinn myndi
bjóða fram þvert á það sem talið var.
Nýgræðingur í stjórnmálum
Hinn 19 ára Bilawal er nýgræð-
ingur í stjórnmálum sem mun halda
áfram námi sínu við Oxford-háskóla
á Bretlandi og í ljósi reynsluleysis
hans þykir ljóst að faðir hans Zard-
ari muni stýra bak við tjöldin.
Bilawal, sem er of ungur sam-
kvæmt lögum til að mega bjóða fram
til þings, er þriðji í Bhutto ættinni til
að gegna formennsku í flokknum, en
afi hans og stofnandi flokksins, Zulf-
iqar Ali Bhutto, var hengdur eftir
vafasöm réttarhöld árið 1979.
Sonur Bhutto tekur
við Þjóðarflokknum
Mun gegna formennsku en halda áfram námi í Oxford
Flokkurinn býður fram til þingkosninganna í janúar
AP
Feðgar Asif Ali Zardari (t.v.) og
sonurinn Bilawal á fundinum í gær.
ÞÆR hafa aðlaðast náttúru landsins
í áranna rás og eru ekki með klaufir
sem raska gróðurþekjunni, líkt og
aðfluttar kindur og nautgripir. Þær
minntu evrópska landnema á rottur
en þykja nú eitt aðalsmerki hins sér-
stæða náttúrulega lífríkis í Ástralíu.
En það er fleira sem kengúrur
hafa til brunns að bera því undan-
farið hafa heyrst raddir frá um-
hverfisverndarsinnum um ávinning
þess að auka hlut þeirra í fæðufram-
boðinu, í því skyni að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda.
Þegar nautgripir melta fæðu í
maganum losnar mikið magn met-
ans, CH4, skæðrar gróðurhúsaloft-
egundar, svo mikið að Athol Klieve,
ráðunautur ríkisstjórnarinnar í
Queensland, áætlar að 14 af hundr-
aði allrar losunar gróðurhúsaloftteg-
unda í ríkinu megi rekja til naut-
gripa og kinda. Hlutfallið kunni að
vera enn hærra á Nýja Sjálandi, eða
allt að 50 af hundraði.
Málið snýst um bakteríu í maga
kengúra og ef hægt væri að ein-
angra hana og flytja yfir í nautgripi
og kindur er meltingin talin mundu
batna verulega, sem fæli í sér mik-
inn sparnað með minni fóðrum.
Þessi hugmynd kann að hljóma
ansi langsótt, jafnvel þvættingur, en
á móti bendir bóndinn Michael
Mitton á, í viðtali við The Courier
Mail, að í þurrkum eins og síðustu ár
gæti ávinningurinn vegið þungt.
Að auki er neysla kengúrukjöts al-
mennt talin holl, fituhlutfall er lágt
og dýrin ekki sprautuð. Fjöldi keng-
úra í Ástralíu er talin 25 milljónir og
má nú slátra um 3 milljónum á ári.
Grænfriðungar rökstyðja átið
Vangaveltur um kosti þess að
auka kengúruát hefur lengi verið í
umræðunni en komust á flug eftir
skýrslu Grænfriðunga, „Leiðir til
lágkolefnaframtíðar“, „Paths to a
Low-Carbon Future“, sem dr. Mark
Diesendorf er aðalhöfundur að.
Í frétt Herald Sun um skýrsluna
segir að með því að draga úr neyslu
nautakjöts um fimmtung, miðað við
neysluna 1990, og neyta kengúru-
kjöts í staðinn megi draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda um sem
nemur 15 milljónum tonna á ári,
margföld heildarlosun á Íslandi.
Í skýrslunni er þó vakinn athygli á
að því sama mætti ná fram með því
einfaldlega að minnka kjötneyslu.
Kengúrur gegn hlýnun
Umdeilt Á að auka kengúruát?
INDVERSKIR hindúaleiðtogar sitja fyrir framan risa-
stórt veggspjald af apaguðinum Hanuman í Nýju-Delhí
í gær og hers hans af aðstoðarmönnum sem taka þátt í
brúarsmíði. Tilefnið var fyrirhugaðar risafram-
kvæmdir við skipaskurð um Suður-Indland sem ætlað
er að stytta leiðina á milli stranda landsins um 30
klukkustundir. Fjölmenni kom saman í mótmælunum
og voru trúarleg rök notuð gegn framkvæmdunum.
Heittrúaðir telja að skurðurinn skemmi náttúrulega
brú sandrifja á milli Indlands og Sri Lanka sem guðinn
Rama skapaði með hjálp Hanuman og notaði til að berj-
ast við Ravana konung, sem rændi konu hans Sita.
AP
Undir apaguðinum Hanuman
SJÖ óbreyttir borgarar féllu í átök-
um stjórnarhersins í Eþíópíu og
uppreisnarmanna í Mogadishu í
gær. Hundruð manna hafa fallið í
bardögum síðustu mánuði.
Barist í Sómalíu