Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„SÖLUNNI miðar hægar en oft áður út af veðr-
inu, enda hefur fólk haldið sig heimavið í dag
[sunnudag] út af þessu leiðindaveðri. En við erum
samt bjartsýnir á að salan verði í heild á svipuðum
nótum og síðustu ár, enda er það afar mikilvægt
fyrir okkur að salan verði góð,“ segir Kristinn
Ólafsson, formaður Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, og útskýrir að flugeldasalan standi undir
rekstrarkostnaði björgunarsveita Landsbjargar
og fjárfestingum í tækjum og búnaði.
„Venjulega selst helmingurinn af flugeldala-
gernum á gamlársdag, en við vonumst til þess að
dagurinn á morgun [mánudag] verði drjúgur og að
við seljum enn þá meira en helminginn,“ segir
Kristinn. Spurður hvort hann óttist að ekki alltof
hagstæð veðurspá fyrir gamlárskvöld setji strik í
reikninginn í flugeldasölunni svarar Kristinn því
neitandi og bendir á að allt útlit sé fyrir veðrið
verði nógu gott til að kveikt verði í brennum.
„Við erum bjartsýn á að þetta sleppi nú alveg
fyrir horn. Ég held líka að þó veðrið verði hugs-
anlega leiðinlegt á miðnætti þá finnur fólk sér
bara tíma sem hentar þeim til að skjóta upp sínum
flugeldum, hvort sem það verður að kvöldi nýárs-
dags eða á þrettándanum. Það situr enginn upp
með þetta,“ segir Kristinn og bendir á að þau ár
þar sem veðrið hefur verið leiðinlegt á gamlárs-
kvöld hafi oft verið skotið meiru upp á þrettándan-
um.
Spurður hvernig gengið hafi að manna sölubása
í gær meðan vonskuveðrið gekk yfir og margir
björgunarsveitarmenn þurftu að sinna útköllum á
höfuðborgarsvæðinu segir Kristinn að það hafi allt
bjargast. „Við þurftum að grafa svolítið djúpt í
vasana til að finna fólk, en þetta eru yfirleitt stórar
sveitar og því var hægt að ná í eldri félaga til að
leggja okkur lið. Þannig var yngra og sprækara
fólkið í björgunarstörfunum.“
Hjá Vilhelmi Gunnarssyni, félaga í Hjálparsveit
skáta Kópavogi, fengust þær upplýsingar að flug-
eldasala sveitarinnar hefði verið með dræmari
móti í gær sökum veðurs, en að menn væru bjart-
sýnir á góða sölu í dag. Þannig vonuðust menn til
þess að salan þetta árið verði svipuð og í fyrra.
Vona að veðrið setji ekki
strik í flugeldasöluna
Eiga von á mikilli sölu í dag Alls seljast um 600-800 tonn af flugeldum árlega
Flugeldar Lýsa upp himininn á gamlárskvöld.
NÚ í árslok eru 30 Íslendingar á lífi
100 ára og eldri, 26 konur og fjórir
karlar. Eru það heldur færri en und-
anfarin þrjú ár. Hins vegar hafa
aldrei fleiri verið 99 ára, eða 32 alls.
Gæti það bent til þess að á næsta ári
verði óvenjumargir sem ná því
marki að verða hundrað ára, sam-
kvæmt upplýsingum af sérstakri
vefsíðu um langlífi (jr.is/langlifi).
Kristín Guðmundsdóttir í Hafn-
arfirði er elsti núlifandi Íslending-
urinn, 105 ára, fædd í maí 1902. Síð-
an koma Þuríður Samúelsdóttir í
Reykjavík, 104 ára, og Torfhildur
Torfadóttir á Ísafirði og Margrét
Hannesdóttir í Reykjavík, sem báð-
ar eru 103 ára. Fimmti elsti Íslend-
ingurinn og elsti karlmaðurinn er
Sigsteinn Pálsson í Mosfellsbæ, 102
ára.
Aldrei fleiri
99 ára á lífi
Aldur Kristín Guðmundsdóttir, elsti
Íslendingurinn. Mynd tekin á 105
ára afmælinu hennar í sumar.
STOLIÐ var veski frá ungri konu í
hjólastól í gær. Konan var að koma
heim til sín, en hún býr í fjölbýlis-
húsi við Skúlagötu, og hafði skilið
veskið eftir frammi á stigagangi.
Einhver sem leið átti um stigagang-
inn stal á meðan veskinu en í því
voru 10 þúsund krónur og greiðslu-
kort. Málið er til rannsóknar hjá
lögreglu.
Stal frá konu
í hjólastól
STJÓRNVÖLD ætla á nýju ári að
auka fjárframlög til alþjóðlegra
stofnana, frjálsra félagasamtaka
sem vinna að hjálparstarfi í Palest-
ínu, auk palestínskra stjórnvalda.
Enn fremur stendur til að fjölga ís-
lenskum friðargæsluliðum sem
starfa hjá stofnunum SÞ í Mið-Aust-
urlöndum. Þetta kemur fram í Stikl-
um, fréttabréfi utanríkisráðuneytis-
ins.
Í framhaldi af vinnuferð utanrík-
isráðherra til Ísraels, Palestínu og
Jórdaníu í júlí sl. var í utanríkisráðu-
neytinu gerð starfsáætlun um Mið-
Austurlönd þar sem m.a. er stefnt að
því að auka mannúðar- og neyðarað-
stoð á herteknu svæðunum. Á þessu
ári fær Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna (UNICEF) í Palestínu sér-
stakt framlag, um 6 milljónir króna,
auk þess sem starfsmaður á vegum
íslensku friðargæslunnar starfar á
skrifstofu UNICEF í Jerúsalem.
Á fyrri helmingi ársins 2007 létu
31 barn lífið og 19 slösuðust í átökum
við Ísraelsmenn og um 26 börn lét-
ust af völdum ofbeldis innan Palest-
ínu, sem eru tvöfalt fleiri en árið
2006.
Auka hjálp
við Palest-
ínumenn
Íslenskum friðar-
gæsluliðum fjölgað
STÓRMEISTARINN Héðinn Steingrímsson bar sigur
úr býtum á Friðriksmóti Landsbankans sem fram fór í
aðalútibúi Landsbankans í Austurstræti á laugardag-
inn. Hann fékk 10½ vinning í 13 skákum og var í for-
ystu allt mótið. Héðinn er nýjasti stórmeistari okkar Ís-
lendinga í skák en titilinn hlaut hann í ágúst sl. eftir
yfirburðasigur á stórmeistaramóti í Tékklandi.
Í öðru sæti varð Helgi Ólafsson með 10 vinninga og í
3.-4. sæti urðu Helgi Áss Grétarsson, sigurvegari móts-
ins í fyrra, og Jón Viktor Gunnarsson með 9½ vinning.
Elsa María Kristínardóttir fékk kvennaverðlaun og
Hjörvar Steinn Grétarsson unglingaverðlaun.
Alls tóku 69 skákmenn þátt í mótinu, þar af sex stór-
meistarar og fimm alþjóðlegir meistarar. Þetta er
fjórða árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband
Íslands standa fyrir þessu hraðskákmóti en það er
haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni sem hlaut stór-
meistaratitil í skák árið 1958, fyrstur Íslendinga. | 39
Morgunblaðið/Ómar
Öruggur sigur á Friðriksmóti
♦♦♦
Heilbrigðismálaráðherra og bæjar-
stjórinn á Akureyri hafa gengið frá
þjónustusamningi um rekstur
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri
og stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Í
samningunum er gengið út frá því og
lögð á það megináhersla að gefa
öldruðum kost á því að dvelja eins
lengi heima hjá sér og kostur er og
fólkið sjálft kýs. Lögð er sérstök
áhersla á að samþætta þjónustuna
sem veitt er, laga hana að þörfum
þeirra sem fá hana og gera hana
sveigjanlega.
Í samningunum er byggt á reynsl-
unni sem fékkst þegar Akureyri var
reynslusveitarfélag og þjónustu-
samningi, sem áður var í gildi um
heilbrigðisþjónustu, en hvort
tveggja þykir hafa gefið góða raun
séð með augum þeirra sem þjónust-
unnar njóta og þeirra sem veita
hana.
Akureyrarbær hefur haft rekstur
heilsugæslunnar með höndum frá
1997 og stofnanaþjónustu fyrir aldr-
aða mun lengur. Samningsfjárhæð
fyrir árið 2008 er rúmar 1.620 m. kr.
Samningur við fangelsið
Einnig hefur verið gengið frá
samningi milli sömu aðila um heilsu-
gæsluþjónustu við fangelsið á Akur-
eyri. Ríkur þáttur í samningum um
heilbrigðisþjónustu við fanga er m.a.
fræðsla og forvarnir. Samningurinn
er til sex ára og samningsfjárhæðin
er tæpar tvær milljónir króna á ári.
Samningur um þjónustu við aldraða
Aldraðir geti bú-
ið lengur heima
„ÞETTA er mjög mikill áfangi,“ segir
Ragna K. Marinósdóttir, fram-
kvæmdastjóri Umhyggju, en nú um
áramótin taka gildi ný lög sem fela í
sér breytingu á eldri lögum um
greiðslur til foreldra langveikra eða
alvarlega fatlaðra barna sem gildi
tóku 1. janúar 2006.
Að sögn Rögnu þóttu eldri lögin
mjög umdeild þar sem þau náði að-
eins til barna sem greindust eftir 1.
janúar 2006. „Þau lög ollu okkur mikl-
um vonbrigðum, því það hvarflaði
aldrei að okkur að það yrði sett tíma-
mörk á greiningu barna. Lögin voru
bæði óaðgengileg og flókin, þannig að
aðeins innan við tíu fjölskyldur gátu
nýtt sér greiðslur samkvæmt lögun-
um frá því þau tóku gildi,“ segir
Ragna. Bendir hún að fyrir nokkrum
árum hafi úttekt leitt í ljós að hátt í
300 fjölskyldur á Íslandi með lang-
veik börn á sinni framfærslu eigi í
fjárhagslegum erfiðleikum vegna
veikindanna, en gera megi ráð fyrir
að hjá innan við 100 fjölskyldum þurfi
foreldrar eða foreldri að hætta alfarið
atvinnuþátttöku vegna veikindanna.
Að sögn Rögnu felur lagabreyting-
in nú í sér tvær mikilvægar úrbætur.
Annars vegar nái nýju lögin til allra
foreldra langveikra barna óháð því
hvenær veikindin voru greind og hins
vegar séu félagslegar greiðslur ekki
takmarkaðar við níu mánuði heldur
greiddar upp að 18 ára aldri barns ef
þörf krefur.
Í fréttatilkynningu frá félagsmála-
ráðuneytinu kemur fram að ráðherra
hefur ákveðið að fela TR framkvæmd
nýju laganna sem gildi taka 1. janúar,
en koma til framkvæmda 1. mars
2008. Greiðslur fyrir hvern mánuð
samkvæmt lögunum verða inntar af
hendi eftir á, 15. virka dag hvers mán-
aðar, þannig að greiðslur til foreldra
fyrir janúar og febrúar 2008 verða
greiddar eigi síðar en 26. mars 2008
enda hafi foreldrar lagt inn umsókn
fyrir 7. mars 2008.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Hrannar Björn Arnarson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra, reiknað
með að útgjöld vegna lagabreyting-
arinnar verði ekki undir 200 milljón-
um á árinu 2008, samanborið við
nokkrar milljónir á árinu 2007.
Mikill áfangi fyrir for-
eldra langveikra barna
Úrbætur vegna gallaðra laga taka gildi 1. janúar 2008
FLÓKIÐ verk og erfitt reyndist að
bjarga flugvélinni sem hlekktist á á
Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði sl.
föstudag, en það hafðist að lokum
eftir sólarhrings björgunar-
aðgerðir. Þannig lýsir Snorri H. Jó-
hannessonar, formaður björg-
unarsveitarinnar Oks, aðgerðum
sem alls tólf manns komu að. Nýbú-
ið var að koma vélinni fyrir í flug-
skýli á Húsafelli þegar aftakaveður
brast á og því hefði litlu mátt muna.
Flugvélinni
bjargað
♦♦♦