Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HIN mikla úrkoma á suðvestur- horni landsins varð til þess að mikið bætti í læki og vötn. Líkt og sjá má að meðfylgjandi mynd óx vatn í Kópavogslæk svo mikið að hann varð óþekkjanlegur. Lækur- inn sem á venjulegum degi er um einn metri á breidd varð að stór- fljóti – og tugir metrar þar sem hann var breiðastur. Orsökin var m.a. sú að stífla við Hafnarfjarðarveg sem gert var til að mynda tjörn, hleypti ekki nægi- lega miklu vatni til sjós þannig að hið myndarlega stórfljót mynd- aðist. Svipuð staða kom upp í Hafnar- firði þar sem bæjarlækurinn flæddi yfir bakka sína og truflaði umferð. Kópavogs- lækur varð stórfljót Ljósmynd/Jóhann Hansen ÖLLU innanlandsflugi var aflýst í gær vegna veðurhvellsins og miklar tafir urðu á millilandaflugi. Þá var báðum ferðum milli lands og Vest- mannaeyja frestað og eins ferðum ferjunnar Baldurs. Sökum þess að aflýsa þurfti inn- anlandsflugi bíða um 650 farþegar eftir flugi í dag. Samkvæmt upplýs- ingum frá Flugfélagi Íslands verður allt kapp lagt á að koma öllum í flug. Allt millilandaflug lá niðri í gær- morgun fyrir utan vélar frá Banda- ríkjunum sem komu á tilsettum tíma. Eftir hádegið hófst flug á ný en til að mynda varð um 10 tíma seinkun á Evrópuflugi Icelandair og í gærkvöldi var gert ráð fyrir að vélar á leið til Bandaríkjanna myndu leggja af stað um miðnætti. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, er ekki gert ráð fyrir að tafirnar hafi áhrif á flugsamgöngur í dag, þar sem mun færri ferðir eru en vana- lega. Samgöngur úr skorðum „HVESSA fór með morgninum og um hádegi var orðið hér fárviðri,“ segir Óskar Sigurpálsson, bóndi á bænum Meðalheimi í Austur-Húna- vatnssýslu, en skömmu fyrir hádegið fóru að fjúka hjá honum þakplötur af fjósi og hlöðu. Enginn slasaðist í at- ganginum, hvorki menn né dýr. „En áttin var þannig að þakplötum rigndi yfir íbúðarhúsið og brotnaði rúða í hamagangnum. Plöturnar héldu svo áfram og höfnuðu á heimilisbílnum sem er stórskemmdur ef ekki ónýt- ur.“ Óskar segir bílinn, sem er jeppa- bifreið, mikið dældaðan, framrúðuna mölbrotna líkt og spegil auk þess sem þakið blakti að aftan. Hann gæti best trúað að vindhraðinn hafi verið 30-40 metrar á sekúndu. „Það var ekki stætt. Þeir komu hingað frá björgunarsveitinni og þurftu að skríða á fjórum fótum.“ Mælst var til þess að heimilisfólkið yfirgæfi húsið og færi í var þar sem stórhætta var á að fleiri plötur fykju á húsið. Áður voru plöturnar þó kirfi- lega festar. „Þakplötum rigndi yfir“ Eftir Andra Karl andri@mbl.is GRÍÐARLEGT annríki var hjá björgunarsveitum, slökkviliði og lög- reglu um allt land í gær vegna óveð- urs sem geisaði. Samgöngur allar fóru úr skorðum og á höfuðborgar- svæðinu þurfti að loka mörgum göt- um vegna vatnselgs, en asahláka og mikil úrkoma olli hvað mestum vandkvæðum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg voru útköll töluvert fleiri vegna óveðursins í gær en í álíka veðurofsa um miðjan mánuð- inn. Engin alvarleg meiðsli urðu á fólki. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð klukkan fjögur aðfara- nótt sunnudags og höfðu slökkviliðs- menn í nógu að snúast við vatnsdæl- ingar á Suður- og Vesturlandi – þar sem veður var hvað verst framan af. Þegar líða tók á morgun fór útköll- um að fjölga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Blönduósi og Selfossi og til að mynda bárust fjörutíu útköll tengd óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan sjö til hádegis. Mest bar á útköllum vegna foktjóns og vatns- leka, en meðal þess sem fauk voru þakplötur, skilti, tré og gervihnatta- diskar. Í Hafnarfirði losnuðu m.a. bátar í höfninni og byggingakrani fauk auk þess sem þakklæðning losnaði af íbúðarhúsnæði við Strembugötu. Á Akranesi fauk stokkur af þaki Sementsverksmiðj- unnar ásamt hluta þaksins. Á sama tíma voru björgunarsveitarmenn í Reykjanesbæ að elta uppi fjúkandi ruslatunnur, jólaskreytingar bæjar- ins og ótal lausamuni. Kringlumýrarbraut lokað Miklar tafir urðu á umferð á höf- uðborgarsvæðinu vegna hins gríðar- mikla vatnsflaums sem um göturnar rann. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum höfðu frárennslis- lagnir ekki undan auk þess sem há- flóð var klukkan ellefu í gærmorgun. Strax eftir hádegið bárust aðvar- anir frá lögreglu og var fólki bent á að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Nokkrum götum í flestum sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu var lokað, m.a. í Hafnarfirði þar sem bæjarlækurinn flæddi yfir bakka sína og niðurföll minntu helst á gos- brunna. Einnig þurfti að loka akrein Kringlumýrarbrautar, til norðurs, í Fossvogi og mynduðust því langar raðir. Lögregla hleypti bílum framhjá eftir föngum. Einnig stöðvaðist umferð sums staðar vegna bifreiða sem stöðvuð- ust í stórum pollum. Óveður var að mestu gengið niður á suðvesturhorninu um miðjan dag en tilkynningum vegna vatnstjóns rigndi nánast inn. Víða á höfuðborg- arsvæðinu flæddi inn í kjallara og unnu slökkviliðsmenn og björgunar- sveitarmenn hörðum höndum að því fram á kvöld við að losa stífluð nið- urföll og dæla vatni. Eru dæmi um miklar skemmdir á íbúðar- og versl- unarhúsnæðum, m.a. urðu skemmd- ir í verslun Intersport við Bíldshöfða í Reykjavík. Þá urðu töluverðar skemmdir á gólfefni á farfuglaheimilinu Fit í Reykjanesbæ í gærmorgun, en Bola- fljót við Fitjabraut stíflaðast með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn forsvarsmanns farfuglaheimilisins flæddi vatnið inn um inngang hús- næðisins og inn á fimm herbergi og skrifstofu. Þrátt fyrir að dæling hæf- ist snemma er ljóst að skipta þarf um parket á öllum herbergjunum. Síðdegis voru allar björgunar- sveitir á Suðurnesjum kallaðar til höfuðborgarsvæðisins til aðstoðar við að dæla vatni. Rafmagnslaust á Egilsstöðum Veðurtengd útköll bárust víðast hvar af landinu en hófust t.a.m. seinna á Norður- og Austurlandi – þar sem verulega byrjaði að hvessa um miðjan dag. Rafmagn fór af Egilsstöðum og nágrenni um þrjúleytið og var stopult fram til klukkan sex þegar það fór alfarið á nýjan leik, vegna bilunar í tengivirki við Eyvindará. Rafmagnið kom aftur á klukkan 21.30 í gærkvöldi. Rafmagnstruflan- ir einskorðuðust ekki við Austurland því víða sló línum saman og leystu út. Síðdegis fóru lausamunir og þak- plötur að fjúka um Egilsstaði en einnig rifnaði tæplega fimmtán metra há ösp upp með rótum í Lauf- ási – sem er skjólsælasti hluti bæj- arins. Að sögn Þráins Sigvaldasonar, hjá björgunarsveitinni Héraði, voru 30-40 útköll á milli klukkan sjö og níu – öll vegna foks. Nokkuð var um gluggabrot og að efni af bygginga- svæðum fyki. Asahláka og mikil úr- koma olli vandkvæðum Morgunblaðið/Ómar Stórfljót Kringlumýrarbraut í Fossvogi var lokað um tíma í gærdag og ekki að ósekju. Vatnsmagnið var slíkt að á tíma leit út fyrir að bílar væru á leið yfir stórfljót. Langar bílaraðir mynduðust en úr greiddist síðdegis. Í HNOTSKURN »Yfir 320 björgunarsveitar-menn frá björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar, auk slökkviliðs og lög- reglu, sinntu á fjórða hundrað útköllum um land allt. »Ástandið var verst á höfuð-borgarsvæðinu þar sem beiðnir um aðstoð voru á annað hundrað. Meðal helstu verkefna var að dæla vatni úr kjöllurum og losa niðurföll. »Meira var um foktjón annarsstaðar á landinu, þakplötur fuku af íbúðarhúsum og klæðn- ingar losnuðu. »Þrátt fyrir að björgunar-sveitarmenn sinntu ótal verk- efnum tókst að halda flugelda- sölustöðum opnum. Töluvert tjón í þriðja óveðrinu í mánuðinum Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið í aðalhlutverki þegar kröpp lægð gekk yfir LÍKT og kemur fram í greininni hér að ofan voru miklar annir hjá björgunarsveitarmönnum og slökkviliði við að dæla úr kjöllurum sem flætt hafði í vegna asahláku og mikillar úrkomu. Meðal annars gerðist það á hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ í Reykjavík, þar sem flaumurinn var slíkur að vatn flæddi upp úr klósettum. Engar íbúðir eru þó í kjallaranum og aldrei stafaði af nein hætta, hvorki íbúum né starfsfólki. Þegar Morgunblaðið náði tali af Jónbjörgu Sigurjónsdóttur, hjúkrunarforstjóra, í gærkvöldi var enn unnið að því að hreinsa upp. „Þetta upp- götvaðist upp úr klukkan eitt og leit ekki vel út, en í svona asahláku hafa dælurnar einfaldlega ekki undan,“ segir Jónbjörg og bendir á að húsnæðið standi afar lágt. „Dælurnar okkar virka öllu jöfnu en þegar það er snýr svo snöggt úr frosti og snjó yfir í hita og rigningu fyllist allt.“ Tjónið er talið töluvert en í kjallaranum er hjúkrunarlager, geymslur og þvottahús. Þá eru karmar illa farnir upp að tíu sentímetrum. Jónbjörg er afar ánægð með hvernig björg- unarstarf gekk, ekki síst þar sem erfitt var að ná í starfsfólk til aðstoðar, þ.e. vegna fría. Björg- unarsveitarmenn voru hins vegar snöggir á vett- vang, dældu vatninu upp og voru ómæld hjálp. Á fleiri stöðum stóðu enn hreinsunarstörf yfir þegar blaðamaður hafði samband í gærkvöldi. Eigendur hundahótelsins að Dalsmynni stóðu enn í ströngu, en snemma í gærmorgun flæddi vatn inn í hótelið þegar aurskriður féllu við húsið. Eng- an sakaði. Að sögn Ástu Sigurðardóttur, annars eiganda Dalsmynnis, var um hrikalega lífsreynslu að ræða. Húsráðendur vöknuðu upp á fimmta tím- anum aðfaranótt sunnudags og var fárviðrið þá slíkt að ekki var stætt á milli húsa. Hún segir aur- skriðurnar hafa fallið þannig að lækur sem rennur skammt frá húsinu hafi yfirfyllst, breytt um far- veg og tekið með sér jarðveg í átt að húsinu. Vatnshæðin náði upp fyrir hefðbundin stígvél auk þess sem geymslukjallari yfirfylltist. Óvist er hversu mikið tjónið er en Ásta segir þrifin sem eftir eru gríðarleg. Hún þakkar líkt og aðrir viðmælendur björgunarsveitarmönnum og slökkviliði hjálpina, en slökkviliðið mætti með dælubíl á níunda tímanum í gærmorgun. Vel gekk að dæla vatninu upp en Ásta segist þó hafa þurft að fá að láni dælur sem voru í gangi í allan gær- dag. Dælurnar höfðu ekki við og flæða fór upp úr klósettum á Skógarbæ Morgunblaðið/Ómar Foss Úr klósettunum rann stríður straumur. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.