Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 37 Atvinnuauglýsingar Meiraprófsbílstjóri óskast Vegna aukinna verkefna leitar Atlantsolía að traustum og áreiðanlegum bílstjóra til framtíðarstarfa. ADR réttindi eru ekki skilyrði en námskeið yrði greitt af Atlantsolíu. Starfið stendur báðum kynjum jafnt til boða. Starfið felur í sér: Áfyllingu á bensínstöðvar og dreifingu olíu til verktaka, bænda og sjávarútvegs. Æskilegir eiginleikar: Fyrirtækið leitar að kröftugum, þjónustulunduðum bílstjóra sem er reiðubúinn að taka þátt í uppbyggingu ört vaxandi fyrirtækis. Atlantsolía hóf að selja bensín til almennings 8. janúar 2004 en fyrirtækið rekur nú 12 bensínstöðvar. Hjá fyrirtækinu starfa 23 manns. Atlantsolía hefur verið í fararbroddi með nýjungar hér á landi með innleiðingu Dælulykla. Áhugasamir hafi samband við Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóra, í síma 825-3133 eða sendi póst á albert@atlantsolia.is fyrir 15. janúar. P IP A R • S ÍA • 7 2 6 0 2 Félagslíf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund nýársdag kl. 14.00 og miðvikudag 2. janúar kl. 20.00. Gleðilega páskahátíð! Í kvöld kl. 23.15 Áramótasamkoma. Umsjón: Anne Marie Reinholdtsen. Nýársdag kl. 20 Hátíðarsamkoma. í umsjá Harolds Reinholdtsen. Ólafur Jóhannsson talar. 3. jan. kl. 19 Jólafagnaður fyrir herfólk. Matur, kr. 500 á mann. Skráning sem fyrst í síma 561 3203. Opið hús kl. 16-17.30 daglega frá 2. janúar. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opið alla virka daga kl. 13-18. Gleðilegt nýtt ár! Áramótafagnaðurinn hefst kl. eitt eftir miðnætti með glæsilegri flugeldasýningu. Nýársdagur kl. 20.00. Hátíðarsamkoma með brotningu brauðsins. Gunnar Þorsteinsson predikar. Guði gefi gleðilegt nýtt ár. Við þökkum allt gamalt og gott. www.krossinn.is Raðauglýsingar Smáauglýsingar Barnagæsla Au pair í London Óskum eftir barngóðri manneskju til að annast tvær dætur okkar, 5.ára og 1.árs í London frá miðjum mars. Viðkomandi verður að vera orðin 20.ára, tala góða ensku. Áhugasamir vinsaml. sendið umsóknir á netf: thora.leifsdottir@landsbanki.is Dýrahald Kóngapúðlu hvolpar til sölu Foreldrar margverðlaunaðir, Ættbók HRFÍ, gáfaðir og hlýðnir hundar sem fara ekki úr hárum. Góðir fjölskyldu- hundar. s: 6917409 og á www.standardpoodle.tk Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið PMC silfurleir Búið til módelskartgripi úr silfri - Til- valin jólagjöf, falleg gjafakort í öskju. Skráning hafin fyrir janúar og febrúar. Uppl. í síma 695 0495. www.listnam.is Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt SANDBLÁSTUR Góð áferð eftir granít-og glersand Sandblástur og pólýhúðun á felgum Sérhæfing í bílhlutum og stærri ein. Glerblástur á ryðfríu stáli o.fl., o.fl. HK-Sandblástur - Helluhrauni 6 Hafnarfirði Sími 555-6005 Loðfeldur í óskilum Svartur, síður, eðalminkaloðfeldur Black Glama í óskilum. Á sama stað er saknað sams konar flíkur. Báðir eru loðfeld- irnir saumaðir af Eggerti feldskera. Upplýsingar í síma 864-0693. Bílar Toyota Landcruser 01/2005 VX Gulllitaður. 33t dekk.Gott eintak með sóllúgu og fleiri aukahlutum Ekinn 49.000 verð kr 4.990.000 Uppl. í s.897 1600. Til sölu Toy Hilux 3L sjálfsk., árg. 03/07, ekinn 20 þ. Klæðning í palli, krókur, húdd og gluggahlífar. Klassabíll, verð 3.250 þús. Uppl. í s. 894 6562, Gunnar. Ford F350 7,3 dísel. Árgerð 1998, ekinn 165 þús., beinskiptur, á tvö- földu að aftan. Gott verð. Upplýsingar í síma 892 8380. Hjólbarðar Vetrardekk til sölu ! 4 stk negld vetrardekk á felgum - 14" 185/70, tilvalið undir td. Lancer. verð kr 20 þús. Einnig 4 stk. sumardekk sömu stærðar á kr 6 þús. Kalli - 8644858. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Kristófer Kristófersson BMW. 861 3790. BRAUTSKRÁNING 120 nemenda fór fram frá Iðn- skólanum í Reykjavík 19. desember sl., af 6 náms- sviðum og 14 brautum. Á haustönninni stunduðu 2100 nemendur nám í skól- anum, 1520 í dagskóla, 230 í fjarnámi og 450 í kvöld- námi. Við útskriftarathöfnina afhentu sviðsstjórar ein- stakra námssvið skólans nemendum brautskrift- arskírteini, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir góðan námsárangur. Mörg fyrirtæki og félagasamtök veita nemendum verðlaun fyrir árangur í einstökum greinum, auk þess sem skólinn veitti verðlaun fyr- ir bestan námsárangur á hverju sviði. Þá veitti skól- inn að venju verðlaunin Þráinn I fyrir bestan sam- anlagðan námsárangur og Þráinn II fyrir næstbesta námsárangur. Þráinn I hlaut Súsanna Barbara Götz, nemi í tækniteiknun og Þráinn II Gísli Karlsson nemi í margmiðlun. Baldur Gíslason skóla- meistari Iðnskólans í Reykjavík ávarpaði nem- endur í útskriftarræðu sinni og sagði að um stóran dag í lífi þeirra allra væri að ræða, hvort sem þeir væru að ljúka löngu eða stuttu námi. „Það skiptir ekki máli hvers konar námi þið eru að ljúka, nám á ekki að draga í dilka eftir lengd eða eðli þess. Það sem skiptir máli er að hver einstaklingur mennti sig og nái þeim markmiðum sem hann hefur stefnt að og skiptir þá engu hvort um er að ræða stutt eða langt nám. Flest ykkar farið frá skólanum með starfsrétt- indi sem veita ykkur að- gengi og forskot að vinnu eða til áframhaldandi náms. Það er það sem þið ágætu útskriftarnemendur hafið fulla ástæðu til að vera stolt af.“ Sóknarfæri Iðnskólans í Reykjavík Þá gat skólameistari í ræðu sinni nýs frumvarps til nýrra laga um fram- haldsskóla. „Þar er boðuð töluverð breyting á um- hverfi framhaldsskólans og flest horfir þar fram á veg- inn,“ sagði hann. „Skólum verður uppálagt í meiri mæli en nú að hafa sínar áherslur og tengja saman þarfir nemenda, atvinnulífs og háskóla, allt eftir því hvert nemandinn ætlar sér með námi sínu. Þetta mun leiða til breytinga í sam- skiptum framhaldsskólanna og háskólastigsins, því gera þarf námið viðtökumiðað svo að námið nýtist nem- endum sem best. Þetta mun einnig gera meiri kröfur um góð samskipti og sam- vinnu við atvinnulífið. Í mínum huga þá hefur Iðn- skólinn í Reykjavík gríð- arleg sóknarfæri í þessum boðaða nýja framhalds- skóla. Í frumvarpinu er opnað á viðbótarnám eftir að fram- haldsskóla er lokið. Ég fagna mjög þessum hug- myndum og vil sjá Iðnskól- ann í Reykjavík verða þar fremstan í flokki. Þarna eru mikil tækifæri og löngu tímabært að til verði sterkt og fjölbreytt fagnám sem gefur iðn- og starfs- menntuðu fólki alvöru tækifæri á framhalds- menntun,“ sagði Baldur Gíslason skólameistari. Námsárangur Iðnskólinn veitti að venju verðlaunin Þráinn I fyrir bestan samanlagðan námsárangur. Hann hlaut að þessu sinni Súsanna Barbara Götz. Hver einstaklingur mennti sig og nái settum markmiðum Félagsmálaráðuneytið og innflytjendaráð standa fyrir málþingi um framkvæmda- áætlun í málefnum innflytj- enda sem haldið verður föstudaginn 11. janúar 2008 klukkan 10-16.30 í Borgar- túni 6 í Reykjavík. Með því vill innflytjendaráð kalla eftir sjónarmiðum og hugmyndum við gerð framkvæmdaáætl- unar í málefnum innflytj- enda. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra opnar mál- þingið. Formaður innflytj- endaráðs, Hrannar Björn Arnarsson, flytur ávarp og erindi flytja Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Oddný Sturludóttir, borgar- fulltrúi og formaður mennta- ráðs. Að erindum loknum verða málstofur sem fjalla um lög- gjöf, atvinnulíf og þátttöku innflytjenda á vinnumarkaði, fjölmenningu í spegli fræð- anna, miðlun upplýsinga til innflytjenda og til samfélags- ins, þátt sveitarfélaganna og nærsamfélagsins, fordóma, fræðslu og fjölmiðla, mennt- un fullorðinna innflytjenda og mat á menntun og reynslu og um framtíð barna í nýju landi með áherslu á skóla, heilsugæslu og frístundir. Í lok málþings verða niður- stöður málstofa kynntar. Að málþingi loknu mun fé- lagsmálaráðherra tilkynna um styrkveitingar úr þróun- arsjóði innflytjendamála og er það í fyrsta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðn- um. Þátttökugjald er 1.500 krónur. Hádegisverður og kaffi er innifalið. Tilkynna þarf þátttöku á netfangið linda.ros.alfreds- dottir@fel.stjr.is. Málþing um mál- efni innflytjenda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.