Morgunblaðið - 04.01.2008, Side 18

Morgunblaðið - 04.01.2008, Side 18
|föstudagur|4. 1. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is F rítímanum mínum kýs ég auðvitað helst að eyða í faðmi fjölskyldunnar. Við Eyrún, fjögurra ára dóttir mín, erum sér- staklega góðar saman og stefnum ótrauðar að því að syngja og tralla á þrettándabrennunni, sem kveikt verður í klukkan 17.00 á sunnudaginn með tilheyrandi flugeldagleði skömmu síðar. Gera má ráð fyrir að brennan verði óvenju vegleg í ár þar sem fresta varð áramótabrennunni sökum ótíðar. Við Nesbúar tökum þá bara tvöfalt á því á sunnudaginn, kveðjum gamla árið og fögnum því nýja með stæl,“ segir Margrét Sig- urðardóttir, æskulýðsfulltrúi og brennustjóri Seltirninga. Álfar, tröll og fjöldasöngur Þrátt fyrir að hafa borið þann til- komumikla titil að vera brennustjóri undanfarin átta ár segist Margrét, sem betur fer, hvorki hafa þurft að hantera eld né olíu því sú brennu- tækni sé í höndum góðra manna úr áhaldahúsi bæjarins og björg- unarsveitamanna úr Ársæli auk þess sem bæjarbúar hjálpa til við íkveikj- una með því að henda kyndlum á köstinn eftir kyndilgöngu frá Mýr- arhúsaskóla. Ársælsmenn sjá jafn- framt um að lýsa upp himininn með flugeldasýningu á meðan foreldra- félög Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla sjá um dagskrána að öðru leyti. Og ef að líkum lætum munu álfakóngur og álfadrottning fara fyrir hópi álfa og trölla auk þess sem Kertasníkir, síð- asti jólasveinninn sem kemur og fer, kveður mannabyggðir að þessu sinni. Valgeir Guðjónsson ætlar svo að spila fyrir fjöldasöng á palli við brennuna. Má þá gera ráð fyrir að kyrjaðir verði söngvar á borð við Álfareiðina, Ólaf liljurós, Nú er glatt hjá álfum öllum og Máninn hátt á himni skín. Vindasamt á Valhúsahæð „Mitt hlutverk snýst öllu heldur um leyfisbréf og ábyrgð svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. Brennustjórinn fylgir víst starfslýsingu æskulýðs- fulltrúans. Hann þarf að fara eftir gildandi reglum og fylgjast með veðri, en ef útlit er fyrir meiri vind en fimmtán metra á sekúndu má ekki kveikja í enda getur gert góðan strekking á Valhúsahæð,“ segir Mar- grét, sem mátti lítið vera að því að ræða mikið við blaðamann þar sem þær mæðgurnar voru að leika saman. „Ég ákvað að taka mér frí þessa fyrstu vinnudaga ársins til þess að vera með dóttur minni og núna erum við mæðgurnar akkúrat í alls konar pödduleikjum og mömmuleikjum sem er bara dásamlegt,“ segir Mar- grét á meðan dóttirin reynir að toga móður sína frá þessari truflun, sem stafar af einskærri brennuforvitni blaðamanns. Samveran er svo mikilvæg Sem yfirmaður æskulýðsmála á Seltjarnarnesi ber Margrét ungling- um vel söguna. „Ég starfa með tólf til sextán ára gömlum börnum og ung- lingum alla daga sem mér finnast vera bæði frumlegir, jákvæðir, dríf- andi og skemmtilegir í alla staði. Að því leytinu til er ég í draumastarfinu. Þessi aldurshópur finnst mér líka vera mun betur staddur en ég og mínir jafnaldrar vorum á þessum aldri. Það gengur mjög vel að aga unglinga til í dag og ég tel að þeir geti, ef þeir sjálfir kjósa, verið í virki- lega góðum málum. Mér finnst mikilvægast að tala við börnin sem jafningja og vera til stað- ar í leik þeirra og starfi, og gefa krökkum tíma á þeirra forsendum í stað þess að setja okkur sjálf sífellt í aðalhlutverkið. Það kunna þau að meta þegar upp er staðið. Tíminn, sem við eyðum í börnin okkar, er miklu dýrmætari en rándýru dauðu hlutirnir, sem við reynum að gleðja þau með í tíma og ótíma. Það þarf ekkert að vera svo merkilegt það sem við erum að gera með börnunum okk- ar. Samveran er mikilvægust og við mæðgurnar áttum til að mynda dásamlega stund fyrir jólin með því að gera saman piparkökuhús,“ segir Margrét að lokum. Þrettándagleðin ómar víðar Af öðrum þrettándabrennum á höf- uðborgarsvæðinu má nefna að kveikt verður í brennu við Faxaskjól kl. 18.00 á morgun. Á sunnudag kl. 17.00 verður svo kveikt í báli við gamla Gufunesbæinn í Grafarvogi. Brennur verður við Ægissíðu kl. 17.00 og kl. 18.00 verður kveikt í bálköstum við Sæmundarskóla í Grafarholti, við Furugrund í Kópavogi og á Ásvöllum í Hafnarfirði. Á Álftanesi verður brenna kl. 19.00 og í Ullarnes- brekkum við Varmá í Mosfellsbæ verður kveikt í kl. 20.30. Skot- eldasýningar verða í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Grafarvogi. Tökum tvöfalt á því á sunnudaginn Morgunblaið/ RAX Mæðgur Brennustjórinn Margrét Sigurðardóttir er harðákveðin í því að skemmta sér á þrettándagleði Seltirninga með Eyrúnu, 4 ára dóttur sinni. Morgunblaðið/Golli Þrettándagleði Jólin verða kvödd með álfabrennum víða um helgina. Göngutúrinn Alltaf er gott að ganga á Esjuna. Maturinn: Steiktur fisk- ur án kokteilsósu. Staðurinn: Botn Hval- fjarðar. Skemmtilegast: Góðar samverustundir með fjölskyldunni eru í uppá- haldi hjá mér. Sundlaugin: Sundlaug Seltjarnarness. Veitingastaðurinn: Ca- ruso við Laugaveg. Uppáhaldsstaðir: Af- ríka sem álfa og svo geri ég ekki upp á milli borganna Lundúna og Parísar. Margrét mælir með... ÞEGAR ökumenn tala í farsíma aka þeir hægar og hafa betri tíma til að bregðast við. Þetta eykur öryggið í umferðinni sem rúmar hins vegar ekki svo marga hægfara ökumenn á álagstímum. Á vefsíðu Berlingske Tidende er greint frá rannsókn sem sýnir að bílstjórar sem tala í farsíma eru ekki eins snöggir til viðbragðs og aðrir. Þvert á móti hægja þeir á um- ferðinni með því að auka bilið á milli sín og næsta bíls, auk þess sem þeir bregðast hægar við en aðrir öku- menn. Þetta segir teymi sálfræð- inga við Háskólann í Utah sem hef- ur sérhæft sig í að rannsaka hegðun ökumanna sem tala í farsíma. Niðurstöður fyrri rannsókna sýna að ökumenn sem tala í farsíma eru lengur að hemla og taka af stað en aðrir bílstjórar sem hafa alla athygli sína á akstrinum. Í þetta skipti stóðu þátttakendur tilraunarinnar frammi fyrir ólíkum valkostum í umferðinni í gegn um sérstakan um- ferðarhermi. Í ljós kom að þeir öku- menn sem voru að spjalla í síma hægðu ekki aðeins á sér sjálfum heldur einnig bílstjórunum fyrir aft- an. Bílstjórar með farsíma höfðu t.a.m. frekar tilhneigingu til að halda sig fyrir aftan hægfara flutn- ingabíl þótt það hefði flýtt fyrir um- ferðinni að flytja sig yfir á akrein þar sem umferðin var hraðari. Sama vísindateymi hefur áður birt niðurstöður sem sýndu að það er ekki öruggara að tala í síma í gegn um handfrjálsan búnað en að halda á honum, vegna þess að sjálft samtalið dreifir athygli ökumanns- ins og eykur þar með hættuna á um- ferðarslysi. Vísindamennirnir segja því að reglur sem kveða á um að ökumenn megi eingöngu tala í gemsa með handfrjálsum búnaði séu á misskiln- ingi byggðar. Réttara væri að banna farsímanotkun með öllu undir stýri. Gemsinn hægir á umferðinni Morgunblaðið/Þorkell Farsíminn Þegar maður hringir heim til að láta vita að manni seinki vegna umferðar er maður sjálfur að seinka umferðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.