Morgunblaðið - 04.01.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 23
und-
a nægja
þótt
hvaða
g byrj-
gos og
ví hvern-
ldstöð-
en hann
úast má
kin innan
st
s
öðvarnar
a og svo
er auðvitað fylgst með Upptypp-
ingum, þar sem kvikuhreyfingar
eru djúpt í jarðskorpunni. Kvikan
færist hægt í átt til yfirborðs en
óvíst er hvort hún nær þangað.
Flest eldgos á Íslandi eru mein-
laus eða meinlítil, þótt auðvitað
verði að hafa í huga að gos geta
valdið umtalsverðu tjóni. Nærtæk
dæmi um það eru gosin á Heima-
ey 1973, Gjálpargosið 1996 og
Kröfluumbrotin 1975-1984.
Svona er lífið í eldvirku landi
og við erum eiginlega komin í það
horf með þessi mál að við getum
fylgst vel með, sem er alveg
nauðsynlegt til að halda uppi nú-
tímaþjóðfélagi í svona virku
landi,“ segir Páll Einarsson.
Upptyppingum
Morgunblaðið/RAX
ð hún gjósi innan tíðar.
Hekla
þegar
tla er að undirbúa sig
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
ælum var komið fyrir í Kötlu fyrir nokkrum
ð eldstöðin er í einhverjum undirbúningi.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Lunningin er fundin eftir 35ár, það er ekki seinnavænna,“ sagði Halldór B.Nellett, framkvæmda-
stjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæsl-
unnar, þegar hann sá myndir af
járnflikkjum sem komu í botnvörpu
togarans Arnars HU 1 skömmu fyr-
ir jólin. Allt bendir til þess að stykk-
in séu borðstokkur sem rifnaði af
varðskipinu Ægi þegar togarinn
Aldershot GY 612 sigldi á það að
morgni 18. október 1972. Þá geisaði
þorskastríð við Breta vegna út-
færslu íslensku landhelginnar í 50
sjómílur.
Undarlegur afli
Togarinn Arnar HU 1 var við tog-
veiðar á um 70 faðma dýpi á svo-
nefndum Kjölsnesbanka á Þistil-
fjarðargrunni 20. desember
síðastliðinn. Þegar trollið var híft um
þrjúleytið síðdegis sáu skipverjar að
mikið járnstykki var í trollinu. Árni
Ólafur Sigurðsson, skipstjóri á
Arnari HU 1, sagði að sér hefði þótt
skrítið að fá þennan feng því hann
hefði ekki fest trollið í flaki né heldur
vissi hann af skipsflaki á þessum
slóðum.
„Við gátum ekki híft trollið inn
fyrr en við vorum búnir að ná járna-
draslinu úr og það tók okkur þó
nokkurn tíma. Trollið var náttúrlega
allt í druslum. Við urðum að brenna
stykkið í sundur til að koma því í
geymslu hjá okkur. Nú þekkist ekki
að svona sé hent aftur í sjóinn heldur
komið með allt í land,“ sagði Árni.
Þegar Arnar HU kom til Skaga-
strandar að kvöldi 22. desember
voru járnstykkin sett í land. Árni
kvaðst oft hafa veitt á þessum slóð-
um án þess að vita til þess að þar
væri skipsflak. Eins talaði hann við
aðra skipstjóra um hvort þeir könn-
uðust við nokkurt flak á þessum
slóðum, sem þeir ekki gerðu. Hann
sendi Rannsóknarnefnd sjóslysa til-
kynningu um fenginn og lét Vakt-
stöð siglinga og Landhelgisgæsluna
einnig vita.
Lunningin hreinsaðist af
Þegar Halldór Nellett sá myndir
af járnstykkjunum rifjaðist upp fyr-
ir honum atvik úr þorskastríðinu
vegna 50 mílna útfærslunnar í októ-
ber 1972. „Ég var uppvaskari og
messagutti hjá Guðmundi Kjærne-
sted skipherra um borð í varðskip-
inu Ægi,“ sagði Halldór. „Ég var ný-
byrjaður til sjós og mátulega
sjóveikur. Við vorum að reyna klipp-
ingu á Þistilfjarðargrunninu eða þar
nálægt þegar breski togarinn Ald-
ershot keyrði á stjórnborðssíðuna
hjá okkur og hreinsaði alla lunn-
inguna af.“
Halldór skoðaði myndir af járn-
flikkinu sem kom um borð í Arnar
HU og sýndist honum stykkið vel
geta verið lunningin af Ægi. Öll
smíðin sú sama og klussið [gat fyrir
landfestar] eins og það var á gömlu
lunningunni á Ægi. Klussið er sér-
stakt og hafði t.d. áhöfn Arnars aldr-
ei áður séð þannig kluss.
Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður
hjá Landhelgisgæslunni, fann í fór-
um sínum mynd af skipverjum á
Ægi sem tekin var 1975, löngu fyrir
kvóta. Þar sést borðstokkurinn bak-
borðsmegin eins og hann var á þess-
um árum. Skyldleikinn með stykk-
inu sem kom upp í trollinu hjá
Arnari leynir sér ekki.
Mikil átök á miðunum
Guðmundur skipherra Kjærne-
sted lýsti árekstri Ægis við togar-
ann Aldershot í síðara bindi endur-
minninga sinna sem Sveinn
Sæmundsson skráði og kom út 1985.
Hann lýsir því hvernig skipstjórinn
á Aldershot sinnti ekki ítrekuðum
viðvörunum og brást hinn versti við.
Þá var ákveðið að klippa trollið aftan
úr togaranum. Til að komast að Ald-
ershot þurfti Ægir að sigla aftur fyr-
ir skut togarans Ross Revenge sem
lónaði stutt frá. Þegar Ægir nálg-
aðist togarann setti hann á fulla ferð
aftur á og reyndi að bakka á Ægi.
Þegar það tókst ekki setti Ross Re-
venge á fulla ferð og nálgaðist Ægi
óðfluga bakborðsmegin frá.
„Mér kom eitt augnablik til hugar
að sveigja Ægi hart í stjórnborða –
taka skarpa beygju til hægri, hætta
við klippinguna og fara fram með
Aldershot,“ segir Guðmundur í end-
urminningum sínum. „Ég beitti vél-
unum aftur á bak til þess að minnka
ferðina. Í sömu svifum beygði Ald-
ershot á stjórnborða og hætta var á
stórárekstri. Ég sá í svip að hér
þýddi ekki að hika, við yrðum að fara
fyrir aftan togarann úr því sem kom-
ið var. Halda upphaflegri áætlun um
klippingu, þrátt fyrir hættuna frá
Ross Revenge, sem var kominn
ískyggilega nálægt. Stýrið var sett
hart í bakborða, báðar vélarnar á
fulla ferð áfram og Ægir með sín
8.600 hestöfl tók vel við sér. Við vor-
um komnir aftur fyrir togarann Ald-
ershot þegar hann setti á fulla ferð
aftur á. Mér leist satt að segja ekki á
blikuna – Aldershot nálgaðist okkur
óðfluga stjórnborðsmegin en á bak-
borða sá ég Ross Revenge kom[a] á
fullri ferð og stefna á Ægi. Ég sá nú
að Aldershot mundi keyra á okkur,
setti stýrið miðskips til þess að ná
meiri ferð á Ægi og minnka þar með
hættu á skemmdum í árekstrinum
sem var nú fyrirsjáanlegur. Skutur
togarans var aðeins nokkra metra
frá síðu Ægis. Ég gaf skipun um að
setja stýri hart í stjórnborða og tók
aftur á með stjórnborðsskrúfunni.
Ægir snerist nánast á punktinum. Í
stað þess að hér hefði orðið um bein-
an árekstur að ræða strukust skipin
saman í nokkrar sekúndur. Um leið
og Ægir snerist, setti ég báðar vélar
á fulla ferð áfram. Við sluppum við
Ross Revenge sem stefndi á okkur
og var kominn mjög nálægt. Á sama
augnabliki fundum við hnykkinn
þegar klippurnar tóku í og klipptu.“
Leki kom að Aldershot
Guðmundur kveðst hafa verið
þess fullviss að tekist hefði að klippa
á báða togvíra Aldershot, eins og
kom í ljós. Olli þetta miklu uppi-
standi meðal togaramanna og skip-
stjóri Aldershot tilkynnti að skip
hans væri lekt og hann yrði að fara
til Bretlands. Guðmundur segir að
nokkrar skemmdir hafi orðið á Ægi
við áreksturinn. „Þyrluþilfarið
bognaði niður á kafla og nokkrar
uppistöður brotnuðu. En Ægir er
sterkbyggt skip og enginn leki kom
að því. Þilfarsbrúnin skar eins metra
langa rifu á skut togarans um leið og
hann straukst aftur með. Það var
lekinn sem skipstjórinn talaði um.“
Morgunblaðið birti mynd af Ægi á
baksíðu 21. október 1972 sem tekin
var á Eskifirði daginn áður. Þar
sjást greinilega skemmdirnar sem
urðu á stjórnborðssíðu varðskipsins
við áreksturinn við Aldershot. Vant-
ar lunninguna á löngum kafla. Hún
virðist nú vera fundin.
Lunningin af Ægi
fundin eftir 35 ár
Stálflikki sem kom í vörpu Arnars HU rétt fyrir jól er líklega
borðstokkur sem rifnaði af varðskipinu Ægi í þorskastríðinu 1972
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Klussið Árni Ólafur Sigurðsson skipstjóri á Arnari bendir á klussið sem er með sama sniði og það var á Ægi.
Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson
Fyrir daga kvótakerfisins Árið 1975 var Ægir heill og óskaddaður.
Baksíða Morgunblaðsins Skemmdirnar á Ægi sjást vel á myndinni
sem birtist 21. október 1972. Borðstokkurinn að mestu horfinn.