Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is LEIGUBÍLSTJÓRAR eru margir hverjir ósáttir við að sjóræningja- akstur viðgangist í miðborg Reykja- víkur um helgar. Lögregluyfirvöld eru gagnrýnd fyrir afskiptaleysi og segja framkvæmdastjórar BSR og Hreyfils öryggi borgaranna í hættu. Ekki er aukning á slíkum málum hjá lögreglu. Sjóræningjaakstur er það nefnt þegar einstaklingur ekur fólki gegn greiðslu en án tilskilinna réttinda. Oftast nær er fast verð fyrir akst- urinn og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er algengt að rukk- aðar séu 1.000 krónur fyrir ferð úr miðborginni og í Vesturbæinn, 2.000 kr. upp í Breiðholt og 3.000 kr. inn í Hafnarfjörð. „Vissulega er þetta slæmt, um er að ræða lögbrot og ef menn sjá þetta eiga þeir umsvifalaust að kæra til lögreglu,“ segir Ástgeir Þorsteins- son, formaður Bifreiðastjórafélags- ins Frama. Hann segir að þar sem sjóræningjaaksturinn fari aðallega fram um helgar og seint að nóttu sé erfitt að fá lögreglu í málin, þar sem nóg sé að gera hjá henni. Ekki peningaspursmál Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segist hafa rætt þessi mál við lögreglu og er honum kunnugt um að slík mál hafi verið kærð. Hann segir hins vegar ekki nóg að gert. „Lögreglan virðist bara vera illa mönnuð um helgar þannig að hún hefur ekki sinnt þessu eins og við höfum óskað eftir að hún geri.“ Spurður hvort hann telji að leigu- bílstjórar séu að verða af miklum viðskiptum vegna sjóræningjaakst- urs segir Guðmundur að slíkt bjóðist aðallega á háannatíma. „Þannig að þetta er ekki peningaspursmál. Þetta er frekar spurning um hvaða þróun við viljum hafa í þessum mál- um. Við viljum að fólk fari öruggt heim til sín.“ Undir það tekur Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hreyfils, sem segir ýmsar hættur fylgja því að þiggja far með ókunnugum, auk þess sem illmögulegt geti reynst að fá verð- mæti aftur ef þau tapast í bílunum. „Það er nú heila málið, þetta er hið versta mál gagnvart neytendum og ég held að yfirvöld verði að taka á þessum málum.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu fengust þær upplýsingar að eitt slíkt mál sé til rannsóknar og ekki að sjá að nein aukning sé á slík- um málum hjá lögreglu. Ósáttir við sjóræningjaakstur  Lögregla gagnrýnd fyrir að taka ekki á leyfislausum „leigubílstjórum“  „Viljum að fólk fari öruggt heim til sín,“ segir framkvæmdastjóri BSR Í HNOTSKURN »Einstaklingar sem aka fólkigegn greiðslu án tilskilinna leyfa eru sagðir stunda sjóræn- ingjaakstur. »Svo virðist sem framboð áslíkri þjónustu hafi aukist að undanförnu, en það er helst um helgar í miðborg Reykjavíkur við lokun skemmtistaða. »Boðið er fast verð fyrir akst-ur í ákveðna bæjarhluta og bæjarfélög, s.s. 3.000 krónur fyr- ir ferð í Hafnarfjörð. OPINBER heimsókn forseta sem hófst í Katar í byrjun vikunnar hefur þegar skilað víðtækum árangri, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá embættinu. Í viðræðum forseta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, og emírsins af Katar, Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani, hefur komið fram vilji til að þróa samræður um hvernig smærri ríki eins og Ísland og Katar gætu í sameiningu haft áhrif á stefnur og strauma á alþjóða- vísu. Emírinn hefur lýst áhuga á að koma í heimsókn til Íslands næsta sumar. Rætt um áhrif smærri ríkja ÞRÍR karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæslu- varðhald fyrir tilraun til að smygla 4,5 kg af amfetamíni og 600 g af kókaíni með hraðsendingu í nóvember síðast- liðnum. Aldrei áður hefur verið lagt hald á jafnmikið magn af svonefndum hörðum fíkniefnum í einni hraðsend- ingu, en fyrir nokkrum árum var lagt hald á um 10 kíló af hassi. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin í sendingu frá Þýskalandi 15. nóvember sl., skriður komst á rannsóknina í desember og leiddi loks til handtöku fimm manna á undan- förnum dögum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt úr haldi en farið var fram á varðhald yfir þremur vegna rann- sóknarhagsmuna. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins í samvinnu við fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Þrír úr- skurðaðir í varðhald Sendu sér mikið magn af fíkniefnum KRISTÍN Edwald, hæstaréttar- lögmaður, mun ekki gegna emb- ætti formanns barnaverndar- nefndar Reykjavíkur þrátt fyrir skipun þess efnis á borgarstjórn- arfundi á fimmtudag. Misskiln- ingur leiddi til skipunar Krist- ínar sem hafði ekki veitt sam- þykki sitt. „Við skipan í barnaverndar- nefnd var þeim boðum komið til okkar í borgar- stjórnarflokki sjálfstæðis- manna, að Kristín myndi taka sæti í nefnd- inni. Síðar kom í ljós að um mis- skilning var að ræða og samþykki hennar lá ekki fyrir,“ segir Krist- ín Hrefna Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna. Kristín Hrefna segir misskilninginn meinlegan en hafi engin áhrif á störf nefndarinnar, enda muni Kristín sinna skyldum innan nefndarinnar þar til nýr formað- ur verður skipaður, á borgar- stjórnarfundi 5. febrúar nk. Kristín hefur áður setið í barna- verndarnefnd. Halldóra Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, vildi lítið gera úr málinu, sagði þennan misskilning ekki hafa nein áhrif á barna- verndarnefnd eða dagleg störf barnaverndar. Hvað varðar aflýs- ingu fundar nefndarinnar sem halda átti á þriðjudag segir Hall- dóra að frestun fundar geti vart talist háalvarlegt mál. Formaður án samþykkis Kristín Edwald „VISSULEGA hefur þorskstofninn við Ísland verið að veikjast á liðnum árum og það er mjög alvarleg staða. Ég tel þó engu að síður að við stöndum ekki frammi fyrir sama vanda og Kan- adamenn. Þorsk- stofninn þar bókstaflega hrundi og það gengur lítið sem ekkert að ná honum upp, þrátt fyrir nær algjöra friðun í fimmtán ár,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar. Þetta segir hann í kjölfar þeirrar staðreyndar að stærsti þorskstofn veraldar, við Nýfundnaland, hrundi í kringum 1990 í kjölfar ofveiði og breytinga á lífríki sjávarins. Veiði- bann í 15 ár hefur ekki dugað til að byggja stofninn upp á ný. „Okkur er hollt að horfa til þess sem gerðist í Kanada á sínum tíma og þeirrar staðreyndar að þorsk- stofninn þar nær sér ekki á strik á ný. Miklar rannsóknir þar í landi beinast að því að skilja betur or- sakasamhengið. Í ljósi þess að þorskstofninn við Ísland hefur ver- ið að veikjast, lögðum við til veru- legan niðurskurð á veiðiheimildum til að forðast sambærilegt slys. Við teljum að þannig nái stofninn einn- ig að vaxa á ný, það er að líkur verði á aukinni nýliðun. Aðstæður hér eru auðvitað nokkuð ólíkar því sem er við Kanada. Þar eru sveiflur í lífríkinu sennilega enn meiri og náttúruleg afföll síðustu árin mun meiri en við teljum að séu hér við eðlilegar aðstæður. | 8 Getum náð þorskstofn- inum upp Jóhann Sigurjónsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun í miðbæ Reykjavíkur í nóvember sl. Ákærðu, Arunas Bartkus og Rolandas Jan- cevicius, eru um þrítugt og voru einnig dæmdir til að greiða konunni sem varð fyrir árás þeirra 2 milljónir króna í miskabætur. Samkvæmt frá- sögn konunnar hentu eða ýttu menn- irnir henni á bakið ofan á vélarhlíf fólksbíls nálægt Laugavegi, drógu gallabuxur hennar niður, flettu upp bol hennar og peysu, klipu og kreistu líkama hennar og nauðguðu henni. Konan var með ýmsa áverka sem læknar töldu að samrýmdist frásögn hennar. Annar maðurinn sagði að konan hefði samþykkt að hafa kynmök við þá en hinn sagðist hafa verið mjög ölvaður og myndi ekkert eftir kvöld- inu. Konan talin stöðug í framburði sínum að mati dómsins Í niðurstöðu dómsins segir m.a., að konan hafi verið stöðug í vitnis- burði sínum um atvik. Hún hafi ein- att borið á sama veg, hjá lögreglu og fyrir dómi, um óvænta árás Arunas Bartkus, hvernig hann hafi hrint henni á vélarhlíf bílsins og löðrungað hana. Þá er vísað til þeirrar niður- stöðu sálfræðinga, að konan beri ótvíræð og sterk einkenni áfalla- streituröskunar. Mennirnir hafa báðir hlotið þunga dóma í heimalandi sínu, annar fyrir fjárkúgun og þjófnað og hinn fyrir rán. Segir dómurinn að við ákvörðun refsingar verði að horfa til þess hve hrottalegur verknaður mannanna var, bæði í ljósi kringumstæðna og þeirra svívirðilegu og niðurlægjandi aðferða, sem þeir beittu gagnvart konunni og þess gríðarlega sálar- tjóns, sem þeir ollu henni samkvæmt áreiðanlegu vætti sálfræðings. Hefðu þeir sýnt fullkomið skeyting- arleysi um líðan hennar, kynfrelsi og æru, þegar þeir veittust að henni í bílskýlinu, notfærðu sér og hlógu að bjargarleysi hennar, auðsýndu ein- beittan ásetning til að koma fram vilja sínum og skirrðust einskis, þrátt fyrir beiðni hennar um mis- kunn. Í dómi segir þá að annar maðurinn hafi með auvirðilegum hætti vænt konuna um falska kæru, sem rót eigi að rekja til fjárgræðgi og vonbrigða með samfund við mennina í um- ræddu rými, um miðja nótt í þriggja stiga hita, og að auki gefið í skyn að hún hafi hlotið áverka á kynfærum við samræði með óskyldum aðila, í kjölfar samskipta við Litháana. Að gættum öllum þessum atriðum var það ekki aðeins álit dómsins að mennirnir hefðu unnið til þungrar refsingar og ættu sér engar máls- bætur heldur einnig, að þyngja bæri refsingu þeirra sérstaklega í ljósi samverknaðar. Málið dæmdu héraðsdómararnir Jónas Jóhannsson, Sigríður Ingv- arsdóttir og Símon Sigvaldason. Verjendur voru Guðmundur Ragn- arsson hdl. og Björgvin Jónsson hrl. Hlutu 5 ára dóm fyrir hrotta- lega nauðgun í miðbænum Nýttu sér bjargarleysi konunnar og beittu báðir svívirðilegum aðferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.