Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 9

Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 9 FRÉTTIR STJÓRN og samninganefnd Póst- mannafélags Íslands hefur ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við Ís- landspóst hf. til ríkissáttasemjara. Ákvörðunin var tilkynnt samn- inganefnd Íslandspósts á fundi í gær. Fimm fundir hafa verið haldnir milli aðila undanfarna þrjá mánuði og var það mat samninganefndar Póstmannafélagsins, að ef samn- ingar ættu að nást væri þörf á að- komu ríkissáttasemjara í málinu. Aðkomu ríkissátta- semjara þörf VERKALÝÐSFÉLAG Akraness tel- ur að HB Grandi hafi brotið lög um hópuppsagnir þegar tilkynnt var í vikunni, að öllum starfsmönnum HB Granda á Akranesi yrði sagt upp um mánaðamótin. Hefur félag- ið ákveðið að stefna HB Granda fyr- ir dómstóla vegna þessa. HB- Grandi áformar miklar breytingar í rekstri fyrirtækisins á Akranesi til að bregðast við skerðingu afla- marks þorsks. Verður öllum starfs- mönnum landvinnslu HB Granda á Akranesi sagt upp störfum og síðan verða endurráðnir 20 starfsmenn. Kærir upp- sagnirnar FRAMKVÆMDIR við háskólabyggingu í Öskjuhlíð eru í fullum gangi og er komið að þeim áfanga að hefja uppsteypu húsakostsins. Unnin hefur verið mikil jarð- vinna á svæðinu á vegum Ístaks sem mun síðan klára uppsteypuna. Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti bygging- arinnar verði tekin í notkun haustið 2009 og sá síðari ári seinna. Ístak mun stýra framkvæmdinni í heild en boðnir verða út margir þættir. Morgunblaðið/Valdís Thor Uppsteypa að byrja við nýjan háskóla Útsala iðunn tískuverslun Laugavegi 51, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 nú 50% afsláttur Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 50-70% afsláttur af öllum vörum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Algjört verðhrun 1.000 - 1.900 - 2.900 - 3.900 Laugavegi 63 • S: 551 4422 VETRAR- YFIRHAFNIR STÓRÚTSALA 40-70% LAGERSALA 50-80% AFSLÁTTUR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 www. ferdamalastofa. is Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Þetta er viðamikið rit en bókin er í raun prentuð útgáfa af gagna- grunni Ferðamálastofu sem geymir upplýsingar um vel á annað þú- sund ferðaþjónustuaðila um allt land. Einnig er að finna í bókinni ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir ferðafólk. BÓKIN SKIPTIST Í 7 KAFLA: Almennar upplýsingar, Á döfinni, Samgöngur, Gisting, Afþreying, Menning & listir og Veitingastaðir. Handbókin er gefin út á íslensku og ensku og er mikilvægt upp- flettirit fyrir alla þá sem starfa að skipulagningu og upplýsingagjöf í ferðaþjónustu. Bókin er seld í áskrift og kostar 6.000 kr. Afsláttur er veittur ef fleiri en eitt eintak er keypt. Bókina má panta á www. ferdamalastofa.is. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í síma 464-9990 eða með því að senda póst á netfangið: upplysingar@icetourist.is. Handbók Ferðamálastofu fyrir árið 2008 er komin út MENNTAMÁLARÁÐHERRA lagði í gær fyrir ríkisstjórn tillögu um að tilnefna handritasafn Árna Magn- ússonar í Reykjavík og Kaupmanna- höfn á lista UNESCO „Memory of the World International Register“ í samstarfi við dönsk stjórnvöld. Tillag- an var samþykkt og verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um falið að vinna verkefnið af Íslands hálfu. Árið 1992 hleypti UNESCO af stokkunum verkefninu „Memory of the World“. Tilgangur þess er að vekja athygli á mikilvægi þess að varðveita andlegan menningararf veraldar. Verkefnið hefur að mark- miði að greiða fyrir því að allri viðeig- andi tækni verði beitt til þess að tryggja varðveislu á skjalfestum menningararfi veraldar, greiða fyrir hindrunarlausu aðgengi allra að hon- um og kynna verkefnið og afurðir þess fyrir sem flestum. Í tengslum við verkefnið var búinn til listi yfir skjala- söfn og bókasöfn, „Memory of the World Register“, og geta þjóðir heims tilnefnt skjöl og rit á hann. Verkefnið er ekki hluti af samning- unum um verndun menningar- og náttúruminja heims (1972) og vernd- un menningarerfða (fræða og hefða sem ekki hafa verið skjalfest en borist frá einni kynslóð til annarrar í munn- legri geymd) (2003). Handritasafn Árna Magnússonar geymir fjölda handrita frá miðöldum og síðari öldum. Meirihlutinn er ís- lensk handrit en einnig eru þar norsk, dönsk og sænsk handrit auk handrita úr öðrum áttum. Safnið skiptist í tvo nærri jafnstóra hluta, sem varðveittir eru á Íslandi og í Danmörku og er í heild nálægt 3000 safnnúmer með safnmarkið AM. Konungsbók Eddu- kvæða og Flateyjarbók eru ekki hluti af handritasafni Árna Magnússonar og gætu þau á síðara stigi orðið sér- stök íslensk tilnefning. Handritasafn Árna Magnússonar má nú kalla mikilvægasta menningar- legan tengilið Íslands og Danmerkur. Skipting safnsins með samkomulagi þjóðanna og náin samvinna um varð- veislu þess og rannsóknir tengdar því er í sjálfu sér menningarlegt og stjórnmálalegt fordæmi sem ástæða er til að halda á lofti. Mestu skiptir þó hið einstæða gildi handritanna sjálfra. Nú er þess kostur að tvö lönd geri saman tillögu um að sameiginleg menningarverðmæti verði tekin upp í „UNESCO Memory of the World Register“. Virðist því liggja beint við að Ísland og Danmörk tilnefni Hand- ritasafn Árna Magnússonar í heild sinni, eins og Árni Magnússon skilaði því til seinni kynslóða, með þeim við- aukasöfnum sem síðan hafa bæst því. Handritasafnið á listann um Minni heimsins Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.