Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í AÐDRAGANDA Ólympíu- leikanna 8. ágúst næstkomandi standa þjóðir heims frammi fyrir þeirri áleitnu spurningu hvernig leikarnir geti stuðlað að bættri stöðu mann- réttindamála í Kína. Stofnskrá Ólympíu- leikanna kveður á um að íþróttir skuli styðja heildræna þróun manneskjunnar, frið- armenningu og varð- veislu manngildisins, en réttlæting Ólympíu- nefndarinnar, fyrir þeirri ákvörðun að út- hluta kínverska Al- þýðulýðveldinu sum- arólympíuleikum ársins 2008, fólst í þeirri sannfær- ingu að þannig væri unnt að þrýsta á um úrbætur í landinu. Úthlutunin var því þeim skilyrðum bundin að mannréttindi yrðu loks virt í Kína. Á síðustu árum hafa sjálfstæð al- þjóðleg samtök eins og Amnesty International, Human Rights in China og Human Rights Watch hins vegar haldið því fram að staða mannréttindamála hafi ekki færst til betri vegar í Kína … heldur versnað. Undir það tekur fjöldi annarra, svo sem International Society for Hum- an Rights, Reporters Without Bor- ders, Doctors Against Forced Organ Harvesting, China Aid Association og Olympic Watch. Sjálfstæð sam- tök sem rannsaka ofsóknir á hendur Falun Gong í Kína (CIPFG) hafa vakið athygli á auknum fjölda mann- réttindabrota í landinu. Þau benda á glæpi gegn friði og hinum ólympíska anda, líffæra-rányrkju í gróðaskyni, ofsóknir á hendur kristnu fólki, kúg- un tíbetsku þjóðarinnar, virðing- arleysi gagnvart tjáningar- og skoð- anafrelsi, skemmdarverk gagnvart þeim sem vinna gegn þjóðarmorðum Súdan í Darfur-héraði og herferð Junta gegn munkum í Búrma. Vegna þessa ástands sem kínversk stjórnvöld hafa skapað áttu sam- tökin frumkvæði að heimshlaupi með mannréttindakyndil sem hóf för sína í hjarta Aþenuborgar að kvöldi 9. ágúst síðastliðins. Í upphafs- athöfninni komu þátttakendur frá ólíkum heimshornum en röð atburða tileinkaðra málstaðnum um gervalla Evrópu og Ástralíu og Bandaríkin, hefur verið tilefni borgarstjóra, þingmanna, afreksfólks í íþróttum og mannréttindahugsuða til að lýsa opinberlega áhyggjum sínum. Auk þess að eiga að- ild að alþjóðlegum mannréttinda- sáttmálum eru öll grundvallarréttindi fólks lögbundin í stjórnarskrá Alþýðu- lýðveldisins, þar með talið tjáningarfrelsi, frelsi fjölmiðla, fé- lagasamtaka og trú- félaga og varðhald án dómsúrskurðar ólög- mætt. Lögfræðingar sem láta reyna á það fyrir dómi þeg- ar slík lög eru brotin geta hins vegar búist við harðræði og ofsóknum. Einn þeirra virtasti, Gao Zhisheng, sem hlotið hefur útnefningu til frið- arverðlauna Nóbels, var numinn brott af heimili sínu 22. september síðastliðinn. Fyrr á árinu gaf hann út bókina, A China More Just. My fight as a rights lawyer in comm- unist China og ritaði 16 síðna grein- argerð til Bandaríkjastjórnar, – ákall til alþjóðasamfélagsins, tveim- ur dögum fyrir brotthvarf sitt. Í nafni Mannréttindakyndilsins hafa ástralskir lögfræðingar kallað á taf- arlausa lausn Zhishengs og annarra samviskufanga, ekki síst þeirra sem brotið hefur verið á í nafni Ólympíu- leikanna sjálfra. Friðsamleg mót- mæli úr hópi einnar og hálfrar millj- ónar íbúa Bejing sem misst hafa heimili sín vegna byggingar ólymp- íumannvirkja, án sanngjarnra skaðabóta, hafa verið brotin á bak aftur og skipuleggjandi þeirra, Ye Guozhu, sætt fangelsun og pynt- ingum um fjögurra ára skeið. Íslenskir blaðamenn sem og ann- að fjölmiðlafólk sem hyggst miðla fréttum frá landinu næsta sumar, á á hættu að þurfa að sætta sig við ólög- lega skerðingu á frelsi til miðlunar upplýsinga um það sem raunveru- lega á sér stað í þessu fjölmenna landi, en fram hefur komið að ít- arlegum persónulegum upplýs- ingum um alla blaðamenn sem hyggjast fara á leikana er safnað í gagnagrunn. Sannleikurinn er frels- andi afl en stjórnvald sem sífellt þarf að hylma yfir verk sín, lifir í þrúg- andi ótta við sannleikann, siðmenn- inguna og vilja þegnanna. Starfi 30.000 netlögregluþjóna sem ,,vernda“ kínverska alþýðu fyrir upplýstri umræðu um lýðræði, mannréttindi og trú er raunveruleg- ur vitnisburður um slíkan ótta. Við upphaf sumarólympíuleik- anna, 8. ágúst næstkomandi, mun Mannréttindakyndillinn hafa heim- sótt 35 lönd og 150 borgir. Á ferð sinni um heiminn minnir hann á að hátíðarandinn sem helgar stærsta íþróttaviðburð þjóðanna er borinn uppi af virðingu fyrir lífinu og varð- veislu þess. Áður en kastljós fjöl- miðlanna beinist að afrekum íþrótta- fólks í Bejing næstkomandi sumar þurfa íþróttasamtök, stjórnvöld, fjölmiðlafólk og almenningur um all- an heim að taka afstöðu til þess með hvaða hætti megi koma í veg fyrir að ólympíuhugsjónin verði misnotuð með afgerandi hætti. Hvernig ól- ympíuhugsjónin kemur þjóð sem hefur meiri áhuga á að njóta sjálf- sagðra mannréttinda en að halda stærstu íþróttaleika sögunnar, til góða. Ólympíuleikar og glæpir gegn mannkyni geta ekki átt samleið. Metnaðarfull og afdráttarlaus af- staða núverandi ríkisstjórnar Ís- lands í utanríkismálum þar sem mannréttindi, friðarmenning og þró- unaraðstoð eru grundvallarviðmið mun án efa halda þeirri staðreynd á lofti á nýju ári. Mannréttindakyndill – Ísland á leik Þórdís Hauksdóttir fjallar um stöðu mannréttindamála í Kína » Friðsamleg mótmæliúr hópi 1½ milljónar íbúa Bejing sem misst hafa heimili sín vegna byggingar ólympíu- mannvirkja, án sann- gjarnra skaðabóta, hafa verið brotin á bak aftur. Þórdís Hauksdóttir Höfundur er kennari. ÁRIÐ 2007 var afar viðburðaríkt í starfi Vöku, félags lýðræð- issinnaðra stúdenta, þó segja megi að skipst hafi á skin og skúrir. Það sem stendur þó ávallt upp úr þegar lit- ið er yfir farinn veg er fólkið sem myndar þann hóp sem Vaka er. Það er ekki síst sá góði fé- lagsskapur og það öfluga fólk sem er í starfinu sem dregur fólk inn í félagið. Við í Vöku trúum því staðfastlega að samtakamáttur okkar stúdenta sé mikill og með því að taka höndum saman getum við áorkað miklu. Það er þessi framkvæmdagleði, jákvæði og frumkvæði sem einkennir starfið hjá okkur í Vöku. Það er því aldrei of oft sagt hversu mikilvægur þessi hóp- ur stúdenta, sem leggur mikið á sig í sjálfboðavinnu, er hagsmunabaráttu stúdenta í heild sinni. Starfið í Vöku Á hverju ári er kosið til Stúd- entaráðs Háskóla Íslands og býður Vaka ávallt fram lista af öflugu fólki sem er reiðbúið að starfa í þágu nem- enda að því að gera Háskóla Íslands að betri skóla. Í síðustu kosningunum náði þriðja framboðið, sem hafði komið inn oddamanni í nokkur ár, ekki inn manni og skiptust atkvæðin því nokkuð jafnt milli Vöku og Röskvu. Niðurstaðan varð þó, því miður, að þegar upp var staðið skildu tuttugu atkvæði fylkingarnar og Vaka hefur því starfað í minnihluta allt núverandi starfsár. Það er þó ekki siður Vökufólks að leggja árar í bát þegar á móti blæs og hefur Vaka sem félag styrkst og eflst þó að hendur okkar séu að vissu leyti bundnar í minnihluta í Stúdentaráði. Síðasta ár hefur því verið heillaríkt í starfi félagsins þar sem margt hefur verið í gangi og fjöldi fólks hefur gengið til liðs við félagið sem vill leggja sitt af mörkum til þess að kraftar Vöku fái notið sín sem skyldi í Stúdentaráði. Meðal þess sem hefur verið að ger- ast í starfi Vöku í vetur má nefna málþing sem félagið stóð fyrir um málefni Háskóla Íslands undir yf- irskriftinni ,,Virkjum Háskólann“ þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkana komu og ræddu málefni skólans við nemendur. Einnig var útgáfa félags- ins mjög öflug en gefið var út veglegt Haustblað, sérstakur nýnemabækl- ingur og ný heimasíða opnuð. Félagið stóð einnig fyrir fjölmörgum skemmtilegum atburðum á árinu á borð við haustpartí og jólapartí. Einnig voru haldnir málefnadagar og farið í málefnaferðir. Í október sendi Vaka svo frá sér skýrslu um starf- semi stúdentaráðs þar sem var að finna úttekt á því sem miður hafði farið í starfi ráðsins það sem af var starfsárinu og tillögur Vöku að úrbót- um. Háskóli á heimsmælikvarða og kraftur stúdenta Hjá Háskóla Íslands eru merki- legir tímar framundan. Skólinn hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að komast í hóp 100 bestu háskóla í heimi, róttækar breytingar á stjórn- skipulagi skólans liggja fyrir þar sem skólanum verður skipt upp í fimm fræðasvið og hinn 1. júní á þessu ári munu svo Háskóli Íslands og Kenn- araháskóli Íslands sameinast. Einnig voru þrjár nýbyggingar vígðar 1. des- ember á síðasta ári, Háskólatorg, Tröð og Gimli, en þessar byggingar munu bæta alla aðstöðu, bæði nem- enda og starfsfólks skólans, til muna. Allar þessar breytingar eru mik- ilvægur þáttur í því að tryggja að skólinn verði í hópi þeirra bestu. Þáttur okkar nemenda í þessum markmiðum skólans er veigamikill og miklu skiptir hverjir það eru sem leiða hagsmunabaráttu stúdenta. Við í Vöku teljum okkar aðferðir best til þess fallnar til að ná árangri fyrir stúdenta. Stúdentaráð á að vera Há- skóla Íslands og stjórnvöldum öflugt aðhald en það gerist einungis þegar ráðið er óháð og hlutlaust gagnvart utanaðkomandi stjórnmálaöflum. Trúverðugleiki ráðsins er ómet- anlegur í þessu sambandi og viljum við í Vöku endurheimta þennan trú- verðugleika, fáum við til þess umboð. Öflugt stúdentaráð fyrir stúd- enta Við í Vöku erum bjartsýn fyrir komandi kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs. Mikill hugur er í fólki eins og eðlilegt er eftir að hafa setið í minnihluta í heilt ár og ætlum við okkur auðvitað ekkert nema sigur. Í kjölfarið hyggjumst við leiða hags- munabaráttu stúdenta og koma okk- ar helstu baráttumálum í gegn með árangursríkum aðferðum en við vilj- um sjá öflugt stúdentaráð sem vinnur af heilum hug í þágu nemenda Há- skóla Íslands. Áræði, frumkvæði og kraftmikið fólk Helga Lára Haarde og Jan Hermann Erlingsson skrifa um Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta Helga Lára Haarde » Stúdentaráð á aðvera Háskóla Ís- lands og stjórnvöldum öflugt aðhald og því þarf ráðið að vera óháð og hlutlaust gagnvart ut- anaðkomandi stjórn- málaöflum Helga er formaður Vöku og Jan er varaformaður Vöku. Jan Hermann Erlingsson LANGÞRÁÐUM áfanga er náð, loksins er almennt farið að setja upp varmaskipta í nýtt húsnæði með því markmiði að lækka hitastig á heitu neysluvatni. Í apríl 2007 hleypti Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Sjóvá – forvarnarhús, Landspít- ala – Háskólasjúkrahús og bygg- ingafulltrúann í Reykjavík af stokk- unum átakinu „Stillum hitann hóflega“. Markmiðið með átakinu var að fækka brunaslysum af völd- um heits neysluvatns og höfða til al- mennings og fagaðila um hitastýr- ingu á heitu neysluvatni. Íslendingar eiga trúlega heims- met í fjölda brunaslysa á íbúa af völdum heits neysluvatns. Eftir fimm ár frá upphafi átaksins er ætl- unin að meta árangurinn en við upp- haf átaksins var staðan þessi:  Fjórtán sinnum fleiri fullorðnir brenna sig á Íslandi en í samanburð- arlöndum  Tvöfalt fleiri karlar brenna sig en konur  Helmingur brunaslysa verður í baðherbergjum  Brunaslys verða alvarlegri hér- lendis en í samanburðarlöndunum Góður árangur Átakið frá því í vor hefur skilað frábærum árangri hvað nýtt hús- næði varðar. Mest af því húsnæði sem nú er verið að taka í notkun hef- ur varmaskiptabúnað til lækkunar á hitastigi neysluvatns. Fyrir þá sem hafa unnið að framgangi þessara mála er hér um stóran sigur að ræða. Þótt vissulega beri að fagna merkum áfanga í þessum mál- um er rétt að minna á að víðast hvar í eldra húsnæði hefur ekkert verið gert. Lausnir á viðfangsefninu hafa raunar lítt verið á boð- stólum. Nú hafa lagnaefnissalar hins vegar svarað kalli og þróað lausnir sem henta íslenskum aðstæðum. Átakið sem hófst í vor var marg- þætt, þar sem bæði var höfðað til al- mennings og fagaðila. Fræðslu var komið til almennings á tvennan hátt, annars vegar bæklingur sem var borinn inn á heimili á veitusvæði OR, og hins vegar opnun heimasíð- unnar www.stillumhitann.is. Þar má finna ýmsan fróðleik um forvarnir gegn brunum af völdum heits vatns sem og nytsamlegar upplýsingar fyrir fagfólk. Sjóvá – forvarnarhús hefur fengið vefinn afhentan, en hann fellur vel að því góða starfi sem þar er unnið. Höfðað var til fagmanna á tvenn- an hátt, annars vegar með ráðstefnu síðastliðið vor og svo námskeiði í lok nóvember. Á námskeiðinu var af- rakstur samvinnu Orkuveitunnar við Ísleif Jónsson, Tengi og Danfoss sýndur, þar sem lagnasalar höfðu þróað lausn sem hentar í eldra hús- næði. Námskeiðsgögn hafa verið af- hent Iðunni – fræðslusetri sem mun halda utan um það í framtíðinni og er það komið inn á fræðsludagskrá þeirra fyrir vorið 2008. Embætti byggingafulltrúa með Magnús Sædal Svavarsson í far- arbroddi hefur tekið vel á í þessu átaki og er afrakstur samstarfsins meðal annars skýrara verklag um skil á teikningum og úttektir á lagnakerfum. Grunnurinn kominn Í dag er komið að ákveðnum kaflaskilum í þessu verkefni þar sem samstarfsaðilar okkar hafa tekið þau verkefni sem Orkuveita Reykjavíkur ýtti úr vör í vor upp á sína arma og munu halda starfinu ótrauð áfram hver á sínu sviði. Þetta er stórt skref að okkar mati því málefnið er mjög brýnt og ber að þakka samstarfs- aðilum góðar móttökur við verkefn- inu. Njótum heita vatnsins áhyggju- laus og stillum hitann hóflega! Stillum hitann hóflega Jakob Sigurður Friðriksson og Ásdís Gísladóttir skrifa um varmaskipta í nýju húsnæði »Markmiðið meðátakinu var að fækka brunaslysum af völdum heits neyslu- vatns og höfða til al- mennings og fagaðila um hitastýringu á heitu neysluvatni. Jakob Sigurður Friðriksson Jakob er framkvæmdastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Ásdís er verkefnastjóri átaksins. Ásdís Gísladóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.