Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 54
... besti vinur sveit- arinnar á Myspace er Dalai Lama … 58 » reykjavíkreykjavík FJÖLSKYLDA rokkstjörnunnar Magna Ás- geirssonar var trommaranum Tommy Lee inn- an handar þegar hann var veðurtepptur á Egils- stöðum í gær. Þota á leið frá New York með Tommy Lee og fylgdarlið innanborðs varð að millilenda á Egilsstöðum og bíða af sér illviðrið sem gekk yfir Keflavík. Magni er frá Borgarfirði Eystri og frétti af hrakningum þessa fyrrum félaga síns úr sjón- varpsþáttunum Rock Star: Supernova og sendi flokk manna út á flugvöll til þess að huga að honum. „Föðurbræður mínir og bróðir minn eru úti á velli og eru að spjalla við hann. Ef það skellur á einhver blindbylur þá henda þeir hon- um bara upp í jeppa og fara á rúntinn með hann. Heldurðu að útlendingunum finnist þetta ekki skemmtilegt að lenda svona í vetrarríkinu hérna á Íslandi? Ég veit ekki hvort það er bara ég en það kemur alltaf upp í mér einhver púki þegar það koma útlendingar frá LA og svona stöðum og það er blindbylur. Það er gaman að geta bent út um gluggann og sagt „Sjáiði bara hvað við þurfum að búa við hérna,““ sagði Magni í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hann er bara í góðu yfirlæti þarna hjá ættingjum mínum og svo fer hann bráðum upp í vél. Ef það verður ekki flogið þá skutla þeir honum bara í bæinn.“ Vilja ekki fljúga í dag Það fór þó ekki svo að Tommy Lee þyrfti far hjá fjölskyldu Magna því um hádegisbil komst þotan frá Egilsstöðum til Keflavíkur. Hrakför- um Lees var ekki lokið þó að hann væri kominn á rétt landshorn því illfært var um Reykjanes- brautina og útlit fyrir að hann kæmist ekki í tæka tíð til þess að skemmta partígestum á NASA um kvöldið eins og til stóð. Jón Atli Helgason stendur að komu Tommy Lee og DJ Aero til landsins og var feginn þegar þeir kom- ust í bæinn undir kvöldið í gær. „Þeir eru bara í geðveiku stuði og vilja ekkert fara strax til baka. Þeir ætla að stoppa aðeins og fara í Bláa lónið og djamma með okkur á Organ [í kvöld],“ sagði Jón Atli um miðjan dag í gær. Allt fór á besta veg fyrir utan að þeytast þurfti um allan bæ til að redda græjum sem týndust í flugi á leiðinni til landsins, hlaupið inn í og út úr eðalvagni, inn í búðir um alla Reykjavík að skoða græjur, m.a. M-audio hljóðkort og Pio- neer VDJ1000 spilara. Tommy trúði því varla að allar græjurnar sem vantaði væru til á Íslandi, að sögn Jóns Atla. Þeir DJ Aero voru enn í sándtékki þegar klukkan var að ganga tíu í gærkvöldi, ætluðu að því loknu fara á hótel að leggja sig í klukkutíma og sturta svo í sig orkudrykkjum til að endast fram á morgun. Báðir vilja fresta heimför í lengstu lög, búnir að fá nóg af flugferðum, og munu því halda partí á Organ í kvöld. Jón Atli segir að Tommy vilji að allir séu í stuði og dansandi, annars snari hann sér á dans- gólf og helli í þá áfengi. Í kvöld þeyta skífum á Organ þeir DJ Lazer, Jack Schidt og Kotelett frá Berlín. Þeir DJ Aero og Tommy væru líkleg- ir til þess að taka völdin af plötusnúðunum. Á hrakhólum um landið Víkurfréttir/Þorgils Loksins Tommy Lee á Keflavíkurflugvelli í gær eftir sólarhringsferðalag.  Söngkeppni MR var haldin með pomp og prakt í Austurbæ í fyrrakvöld. Fjöl- mörg atriði háðu keppni en sá hátt- ur var hafður á að dómnefnd valdi í þrjú efstu sætin en salurinn sjálfur valdi svo eitt atriði til verðlauna. Í þriðja sæti hafnaði Thelma Björk sem söng lagið „Daughters“ með John Mayer, í öðru sæti höfnuðu þeir Ádni, Siggi og Þríeykið Hregg- viður en þeir fluttu At the Drive-In- lagið „Arc Arsenal“ og fyrsta sætið kom í hlut Tryggva Steins og Krist- jáns Bjarna sem fluttu gamla Nick Cave-lagið „Red Right Hand“. Sal- urinn valdi svo atriðið Detention Boyz sem fluttu frumsamið lag í anda Blink 182, Skateboard High School Girl. Í dómnefnd sátu þau Andrea Gylfadóttir söngkona, Árni Matt- híasson tónlistarskríbent og Erpur Eyvindarson, rappari og sjónvarps- stjarna. Fjölbreytt söngkeppni MR í Austurbæ  Af Erpi Eyvindarsyni er það annars að frétta að hann mun um þessar mundir vera að vinna að sinni fyrstu sólóplötu. Að plötunni koma bæði þekktir og óþekktir tón- listarmenn og svo getur farið að platan verði tilbúin til útgáfu með haustinu. Erpur mun þessa dagana stjórna upptökum í miklum róleg- heitum en það er munaður sem fáir íslenskir tónlistarmenn veita sér. Erpur hefur komið fram undir ýms- um nöfnum í gegnum tíðina, meðal annars sem Johnny Naz og Ebbi sjónvarpsstjóri. Líklegt má þó telja að Blaz Roca verði nafnið sem Erp- ur notar á sólóplötunni – þá og þeg- ar sólóplatan kemur út. Erpur með sólóplötu Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem Íslendingur gefur út bók í Japan. Nýlega kom þó út þar í landi bók eftir Örvar Þóreyjarson Smárason sem er líklega þekktastur fyrir að vera einn meðlima hljómsveitanna múm og Skakkamanage. Bókin nefnist The Fruits Turn The Youth og fjallar um ungt fólk og það að vera ungur. „Bókin er skreytt teikningum og ljóðum eftir mig. Ljóðin eru á tveimur tungumálum, á ensku, í minni þýðingu, og á japönsku,“ seg- ir Örvar sem er nýkominn heim úr sameiginlegri tónleikaferð múm og Skakkamanage um Japan. „Ég sá bókina í fyrsta skipti þeg- ar ég gekk inn í HMV-plötubúð í Nagoya á tónleikaferðalaginu, þar blasti hún við mér á áberandi stað. Síðan var haldið útgáfupartí í Jap- an í bland við eina tónleika Skak- kamanage um miðja vikuna.“ Áður sent frá sér tvær bækur Spurður út í aðdraganda þess- arar útgáfu segir Örvar hann nokk- uð langan og flókinn en ákveður að reyna að útskýra hann í stuttu máli. „Fyrir nokkru vann ég teikn- ingar og myndir á kjóla, töskur og boli fyrir fatafyrirtæki í Japan. Í kjölfarið á þeirri vinnu hélt ég sýn- ingu með myndunum sem ég vann á fötin og þar sem allar myndirnar voru þá í Japan fékk ég hugmynd- ina að þessari bók ásamt útgáfufyr- irtækinu Afterhour.“ Örvar segir bókina að hluta til skreytta með sömu myndum og fatafyrirtækið notaði en hann hafi líka unnið nokkuð af nýju efni sér- staklega fyrir hana. Ljóðin sem fylgja myndunum eru þýðingar á ljóðum sem Örvar hefur áður gefið út hér á landi. Frá Örvari hafa áður komið út tvær bækur gefnar út af Nýhil, ljóðabókin Gamall þrjótur, nýir tímar og skáldsagan Úfin, strokin, einnig hafa birst ljóð eftir hann í blöðum og tímaritum. „Ég veit ekki til þess að hægt verði að nálgast bókina á Íslandi, enda er hún bara gefin út í Japan. Mig langar samt að koma nokkrum eintökum í bókabúðina Útúrdúr en ég veit ekki hvenær það verður.“ Lítur vel út Örvar segir að sér finnist nokkuð merkilegt að það skuli eitthvað vera komið út eftir hann sem hann skilur ekki bofs í sjálfur. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig þessar þýðingar yfir á japönsku eru, ég hef fengið fólk til að útskýra þær fyrir mér en veit lítið. Fyrir mér lít- ur japanskan út eins og myndir, hún er mikið fyrir augað og passar vel við teikningar.“ Í næsta mánuði verða myndir Örvars í The Fruits Turn The Yo- uth settar upp á sýningu í Kýótó. Örvar vinnur nú að framhalds- sögunni „Kempur í knattspyrnu“ fyrir tímaritið Rafskinnu en annað eintak af því lítur brátt dagsins ljós. „Það er líka gaman að segja frá því að ég er að vinna að annarri framhaldssögu sem ég hyggst gefa út í sumar, en sú ber titilinn „Svía- drykkjan“.“ Skilur ekki bofs Bók með teikningum og ljóðum eftir Örv- ar Þóreyjarson Smárason gefin út í Japan Árvakur/G.Rúnar Áhugavert Örvar með The Fruits Turn The Youth á milli handanna. Tungumál Í bókinni eru ljóð eftir Örvar á japönsku og ensku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.