Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 57

Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 57 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Guðlaugur Arason rithöfundur og Snæbjörn Ragnarsson tónlistarmaður. Á milli þess sem þeir velta fyrir sér m.a. „tuðrutjaldur“ og „púkka undir/upp á“ botna þeir fyrripart um hina „ný- fundnu“ Mónu Lísu: Mónu Lísu lítum við loksins réttum augum. Um nýliðna helgi var fyrripartur- inn um ný vinnubrögð á alþingi: Upphefst núna aftur mas, þó öllu styttra en forðum. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Engar romsur, ekkert þras, allir fækka orðum. Guðmundur Þórhallsson: Tæmt er þeirra tímaglas af teygjanlegum orðum. Davíð Þór Jónsson: Enda sálrænt sinnepsgas að sitja undir svona hroðalega mörgum orðum. Hreinn Sigmarsson vísaði í þing- veislur og bjó til nýyrði: Klingja glaðir kátt í glas, kljást með orðakorðum. Úr hópi hlustenda sendi Ólafur Auðunsson m.a. þennan: Eins og þarma eiturgas, okkur burtu forðum. Sigurður Einarsson í Reykjavík lék sér með bragarhátt: Og Óla Magg nú myrkt er fas, er miðlar taka upp sitt þras og byrja viðtölin á bandvitlausum orðum. Sveinn Ingvason m.a.: Íhald fór í andaglas og Ólaf dró að borðum. Auðunn Bragi Sveinsson m.a.: Verður áfram þjark og þras, þó að fækki orðum. Hörður Högnason m.a.: Út með hjörl og argaþras, allt er nú úr skorðum. Kristinn Hraunfjörð: Aftur sama þref og þras þó með færri orðum. Reinhold Richter: Þrálátt árans argaþras yfir tómum borðum. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli m.a.: Vinstri grænna verður þras varla bundið skorðum. Ari Gústavsson: Þetta sama fimbul fjas í færri en stærri orðum. Ingólfur Víðir Ingólfsson: Því Ögurmundar argaþras allt er nú í skorðum. Jónas Frímannsson: Svo ýfingar og argaþras ekki gangi úr skorðum. Hallberg Hallmundsson: Óbreytt ríkja þó mun þras og þrávallt fara úr skorðum. Pálmi R. Pétursson: Nú bíta vinstri grænir gras og gæta að sínum orðum. Orð skulu standa Sálrænt sinnepsgas Hlustendur geta sent sína botna á netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Ríkisút- varpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Svipmikil Bros Monu Lisu hefur lengi verið tilefni til vangaveltna. Sigrún Pálmadóttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson Tómas Tómasson Kurt Kopecky Jamie Hayes Elroy Ashmore Filippía Elísdóttir Björn Bergsteinn Guðmundsson LA TRAVIATA verdi 2008 SÁ ORÐRÓMUR verður sífellt há- værari að Angelina Jolie eigi von á tvíburum. Í tímaritinu America’s Star er haft eftir heimilidamanni að hjónakornin Jolie og Brad Pitt séu í skýjunum yfir fregnunum en hafi þó ekki gefið upp á bátinn að ættleiða fleiri börn. Fyrir eiga þau Jolie og Pitt dótturina Shiloh sem fæddist í maí árið 2006 og fósturbörnin Mad- dox (sex ára), Pax (fjögurra ára) og Zahara (þriggja ára). Fregnir af því að Jolie væri með barni komust á kreik fyrr í mánuðinum þegar Jolie afþakkaði áfengan drykk á verð- launahátíð gagnrýnenda í Banda- ríkjunum. Á svipuðum tíma var hún einnig sögð skipuleggja leiklistar- verkefni sín með tilliti til frekari barneigna. Talsmaður Jolie hefur enn ekki viljað staðfesta fregnirnar um að leikkonan eigi von á sér. Reuters Stjörnupar Jolie og Pitt á Verðlaunahátíð gagnrýnenda í byrjun janúar. Þar afþakkaði hún áfengan drykk og þá var ekki aftur snúið. Angelina sögð ganga með tvíbura

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.