Morgunblaðið - 09.03.2008, Side 1

Morgunblaðið - 09.03.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 68. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is BRYNJÓLFUR Bjarnason, for- stjóri Skipta, segir fyrirtækið enn hafa áhuga á því að kaupa slóvenska símafélagið Telekom Slovenije en sem kunnugt er var fyrsta tilboði hafnað á dögunum. „Ný ríkisstjórn tekur við í Slóv- eníu í haust og við skulum sjá hvað setur,“ segir hann. Úr því sem komið er á Brynj- ólfur ekki von á því að ríkisstjórn Slóveníu selji fyr- irtækið á þessu kjörtímabili en kosningar fara fram í landinu í haust. „Það er fjög- urra flokka ríkisstjórn við völd í Slóveníu og tveir af þeim flokkum höfðu látið í ljós efasemdir um söl- una. Við vissum því alltaf að það væri pólitísk óvissa í málinu og brugðið gæti til beggja vona.“ Vissulega vonbrigði Brynjólfur segir það vissulega vonbrigði að kaupin hafi ekki gengið upp nú „vegna þess að við erum þeirrar skoðunar að þetta hafi verið góður fjárfestingarkostur. Ástæðan er meðal annars sú að Telekom Slovenije er mjög áþekkt okkar eigin fyrirtæki. Tæknilega er það komið álíka langt og við, auk þess sem markaðshlutdeildin heimafyrir er svipuð og hjá okkur. Þá hefur fyr- irtækið verið að þreifa fyrir sér er- lendis og verið að fjárfesta í Suðaust- ur-Evrópu, þannig að við sáum fyrir okkur mjög farsælt hjónaband, ef svo má að orði komast. Við myndum vinna á okkar markaði og sækja á Norður-Evrópu og þeir vinna á sín- um heimamarkaði og sækja á Suð- austur-Evrópu.“ | 22 Ekki misst áhuga Fylgjast áfram með slóvenska símanum Brynjólfur Bjarnason Íraksstríðið kostar þrjár milljónir milljóna dollara ef marka má út- reikninga fræðimannanna Josephs E. Stiglitz og Lindu J. Blimes. 3.000.000.000.000 dollara Íraksstríð Verður Nígeríumaðurinn Yakubu Aiyegbeni fyrsti leikmaður Ever- tons til að rjúfa 20 ára markamúr- inn á eftir Gary Lineker 1985-1986? Miðherji leggur sitt af mörkum Fjölmiðlunargnóttin er slík að stjörnur fæðast úr engu. Áhugi al- mennings á leið sumra til glötunar jaðrar við meinfýsni. Fórnarlömb frægðarvæðingar Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is „ÉG Á ekki eign og ekki pen- inga,“ segir Edda Jóhannsdóttir blaðamaður sem missti leigu- húsnæði á dögunum og sér engan annan kost en að flytja út fyrir landsteinana þar til hún finnur aðra íbúð með hóflegri leigu. „Það er verið að bjóða tveggja herbergja íbúðir á 90 og upp í 120 þúsund á mánuði. Það er ekki möguleiki að ég ráði við það, þrátt fyrir smávegis húsa- leigubætur. Ég er búin að sækja um íbúð í Kópavogsbæ, þar sem ég bjó, en þar er mjög löng bið. Og frekar en að hírast í herbergi ætla ég að búa úti hjá dóttur minni, líka af því að ég get unnið aðeins ef ég er með tölvuna með mér.“ Edda keypti íbúð með fyrrver- andi eigimanni sínum árið 1983, en þau réðu ekki við afborg- anirnar og var íbúðin seld á nauð- ungarsölu tíu árum síðar. „Við skiptum með okkur skuldunum og ég er enn að basla í því.“ Hún skrifaði um reynslu sína á vefinn hondin.is, en samtökin Höndin hafa að markmiði að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. „Það er mikið um konur á mínum aldri, um fimmtugt, sem hafa lent í skilnuðum, ekki farið vel út úr þeim og eru í þeirri stöðu að skulda fullt af peningum, þrátt fyrir að hafa alla tíð unnið úti.“ Þetta er meira vandamál en fólk gerir sér grein fyrir, að sögn Eddu. „Ég er óvirkur alki og þetta eru konurnar sem byrjuðu að drekka þegar þær misstu móð- inn eftir fertugt, en höfðu lítið drukkið fram að því. AA-samtökin eru gríðarlega öflug samtök og margar konur á fund- um sem eru í sömu aðstöðu og ég.“ Hún segist vonast til þess að fá leigt hjá Kópavogsbæ. „Ég er búin að sækja um íbúð og þar er leigan viðráðanleg. Ég vona að ég fái tveggja til þriggja herbergja íbúð, þannig að geti búið mér heimili. Ég á fjögur uppkomin börn og sjö barnabörn og vil geta tekið á móti þessu fólki og átt eitthvert „heim“. Það versta sem maður lendir í er að eiga ekkert „heim“.“ Í greininni skrifar Edda, að kvíðahnúturinn sé orðinn eins og líffæri. „Ég hef mikla þörf fyrir öruggt athvarf og líður illa ef ég hef það ekki. Ég ætla nú að taka það rólega, ekki örvænta neitt, en þetta er engin draumastaða. Kvíð- inn kemur út af þessu, en annars er þetta frekar skemmtileg grein um þunglyndi!“ Margar fjölskyldur í óvissu vegna ástandsins á fasteignamarkaðnum Það versta er að eiga ekkert „heim“ Tveggja herbergja íbúðir til leigu á 90 og upp í 120 þúsund – Engin draumastaða Edda Jóhannsdóttir  Erfiðara að eignast þak | 10 VIKUSPEGILL MIKIL hækkun á húsnæðisverði hefur gjörbreytt fasteignamarkaðnum á undanförnum árum. Fólk hefur þurft að spenna bogann hátt til að eignast þak yfir höfuðið og er því viðkvæmara fyrir samdráttarskeiði. Þá hefur það leitt til hækkunar á leiguverði, sem þýðir að fólk er líklegra til að fest- ast á leigumarkaðnum, því það nær ekki að safna upp í fyrstu afborgun. Morgunblaðið/Golli Boginn spenntur hátt Mr. Skallagrímsson >> 60 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu SUNNUDAGUR FLÓÐ OG FÓRNFÝSI NÁTTÚRUHAMFAR- IR Í MÓSAMBÍK DAGLEGT LÍF >> 32 EPLIÐ OG EIKIN VERÐANDI STJÖRN- UR Í KOMMÚNUNNI FÓLKIÐ >> 58

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.