Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÓVISSA Á FASTEIGNAMARKAÐI Staða íbúðareigenda Skilyrði húskaupenda til að rýna fram í tímann minna einna helst á ís- lenska veðrið. Íslendingar eru vanir sviptingum í veðri og á fasteigna- markaðnum. Og nú eru blikur á lofti. Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið hafa aukist mikið á liðnum árum og námu tæpum 1.552 millj- örðum í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Seðlabankans, þar af um 234 milljörðum í erlendum lánum. Ef ein- ungis er litið til verðtryggðra íbúða- lána námu þau 1.006 milljörðum, þar af 463 milljörðum í bönkum og spari- sjóðum í árslok, 412 milljörðum við Íbúðalánasjóð og aðrar lánastofnanir og 131 milljarði við lífeyrissjóði. Þess utan voru 50 milljarðar í er- lendum íbúðalánum. Það hefur færst mjög í vöxt að íslensk heimili fjár- magni sig með lánum í erlendum gjaldmiðli eða myntkörfum. Eftir því sem gengi krónunnar lækkar eykst ásóknin í erlendu lánin enda bera þau lága vexti og eru óverðtryggð. Það munar um minna, vísitala neyslu- verðs hækkaði um 1,38% milli mán- aða, frá janúar fram í miðjan febrúar, H úsnæðiskaup eru í flest- um tilvikum stærsta og mikilvægasta fjárfest- ing sem fjölskyldur og einstaklingar ráðast í. Þá er fjárfest til langs tíma og mikið ríður á að áætlanir standist. Það sýnir vægið að afborganir af húsnæði, hita og rafmagni voru um fjórðungur af útgjöldum íslenskra heimila árin 2005 og 2006, samkvæmt rannsókn Hagstofunnar. Þau útgjöld vega vitaskuld mun þyngra á sumum heimilum. Það hefur löngum verið einkenni á íslensku samfélagi að flestir búi í eig- in húsnæði en þróunin er þó í átt til leiguhúsnæðis. Á árunum 2004 til 2006 bjó um 81% í eigin húsnæði, samkvæmt rannsókn Hagstofunnar, en ef farið er til ársins 1990 voru um 89% í eigin húsnæði. Eflaust má rekja þessa þróun að hluta til þess hve mikið verð á hús- næði hefur hækkað á liðnum árum. Það veldur því að ungt fólk á erfiðara með að eignast þak yfir höfuðið. Þá býr einhleypt fólk frekar í leigu- húsnæði. og 12 mánaða verðbólga mældist í febrúar 6,8%. Því er spáð að hún auk- ist enn meira í mars. En erlendum lánum fylgir gengis- áhætta og víst er að erlend lán hafa hækkað á undanförnum vikum og mánuðum vegna ört lækkandi gengis krónunnar en raungengi hennar hef- ur ekki verið lægra síðan í desember 2006. Það eykur einnig áhættuna við gengisbundin lán að sveiflur í afborg- unum eru meiri en á verðtryggðum krónulánum og er því iðulega gerð krafa um lægra veðsetningarhlutfall. Endurskoðun á næsta ári Í ágústmánuði árið 2004 hófu bankar og sparisjóðir að bjóða hag- stæð fasteignalán sem bera ann- arsvegar fasta vexti út lánstímann og hinsvegar lán þar sem vextir sæta endurskoðun á fimm ára fresti. Algengt var að fólk notaði tæki- færið og endurfjármagnaði eldri lán með nýju bankalánunum. Til marks um það var meðaltal uppgreiðslna í Íbúðalánasjóði í september til des- ember það haust tæplega 18 millj- arðar. Má ætla að nokkuð stór hluti af nýju bankalánunum hafi verið Morgunblaðið/Golli ERFIÐARA AÐ EIGNAST ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ Það ríkir veruleg óvissa á fasteignamark- aðnum. Lánin hækka, sama í hvaða gjaldmiðli þau eru, og skuldabyrðin þyngist vegna óhag- stæðra skilyrða. Þá eru dæmi um fólk sem hefur keypt sér íbúð en nær ekki að fjár- magna kaupin með því að selja gömlu íbúðina. Og úrræðum fækkar því aðgengi að fjármagni er mun minna en áður. Hér er staðan á fast- eignamarkaðnum skoðuð og talað meðal ann- ars við hagfræðinga, bankamenn og fast- eignasala um fólkið „í djúpu lauginni“. Eftir Pétur Blöndal Ljósmyndir Golli 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.