Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 19 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 3 3 7 Tökum við umsóknum núna www.hr.is » Verðtryggingin er hinsvegar þegar búin að tryggja lánveitandanum að hann fái ákveðna raunvexti, sama þó að himinn og jörð hrynji í kring- um hann. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi um húsnæðislán bankanna með 5 ára endurskoðunarákvæði. » Ég er ekki lengur smábarnheldur fullorðinn skákmað- ur og hef ekki teflt með bangs- ann í eitt og hálft ár. Illya Nyzhnyk , 11 ára skákmeistari frá Úkraínu, sem hér var á Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í skák. » Líkami kvenna er sá víg-völlur sem barist er á. Hrund Gunnsteinsdóttir , talskona Fiðr- i ldaviku Unifem, en markmiðið með vik- unni var að safna fé t i l styrktar konum, sem sætt hafa ofbeldi í þremur stríðs- hrjáðum löndum Afríku; Líberíu, Kongó og Súdan. » Ég nefni heimgreiðslur tilforeldra meðan beðið er eft- ir leikskólaplássi […] fyrirheit um stærsta skref aftur á bak í kvenfrelsismálum sem við höf- um séð í sögu borgarstjórnar. Svandís Svavarsdóttir , oddviti VG, þeg- ar meirihluti F-l ista og Sjálfstæðis- flokks í borgarstjórn lagði fram breyt- ingarti l lögur við frumvarp um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar. » Tíbet, Tíbet. Björk Guðmundsdóttir á hljómleikum sínum í Sjanghai í Kína, þar sem hún ti l- einkaði Tíbetum lagið „Declare Indep- endence“ við misjöfn viðbrögð tónleika- gesta. » Gagnrýnisraddir gegneinkarekstri koma alltaf úr sömu átt og hafa alltaf rangt fyrir sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í utandagskrár- umræðum á Alþingi, eftir að Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, sagði Þorgerði hafa verið í fararbroddi við að einkavæða Iðnskólann í Reykjavík án samráðs við starfsfólk og nemendur og án aðkomu Alþingis. » Það þarf einhvern veginnað stilla einhverjar skrúfur í hausnum á okkur til þess að laga þessa skekkju. Lára V. Júlíusdóttir hrl. , formaður ráð- gjafarnefndar félagsmálaráðherra, um leiðir t i l að útrýma kynbundnum launa- mun, á fundi sem Samtök launafólks héldu í t i lefni af alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna 8. mars. » Skuldatryggingarálags-streituröskunarheilkenni. Vinur Víkverja um kvil la þess síðar- nefnda vegna fjárhagsáhyggna. »Friður er samkomulag þarsem við sættum okkur við að við erum öll ólík og lærum að sýna hvert öðru virðingu. María S. Gunnarsdóttir , formaður menn- ingar- og friðarsamtakanna MFÍK, í t i l - efni af baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti . » Við erum rétt að byrja - erum nú komnir í átta liða úrslit, en höfum ekkert unnið ennþá. Þetta var bara áfangi á leið okkar. Cesc Fabregas , leikmaður Arsenal, eftir frækinn sigur á AC Milan á San Siro, heimavell i Ítalanna. Fabregas var yf- irburðamaður á vell inum og skoraði ann- að mark Arsenal af tveimur. » Stjórnvöld í Ísrael hafa rétttil og þeim ber skylda til að vernda íbúa landsins en sem hernámsyfirvöldum á Gaza er þeim einnig skylt að tryggja að Gaza-búar hafi aðgang að mat- vælum, hreinu vatni, rafmagni og læknisþjónustu. Kate Allen , framkvæmdastjóri Amnesty International, í t i lefni af útkomu skýrslu, þar sem fram kemur að 1,1 millj- ón íbúa á Gaza, eða 80%, þurfa mat- vælaaðstoð, 40% vinnufærra manna eru á atvinnu og 70% starfsmanna einkafyr- irtækja hafa misst vinnuna. »Ég sagði einhverju sinni aðmyrkrið er aldrei eins svart og þegar maður er barn, það þekkjum við öll. Guillermo del Toro í viðtali við Morg- unblaðið um spænsku hryll ingsmyndina Munaðarleysingjahælið, sem hann fram- leiðir. » Við erum alltaf að reyna aðskerpa á vörninni enda það sem vinnur titla. Pálmi Freyr Sigurgeirsson , leikmaður KR í körfubolta, eftir öruggan sigur á Hamri frá Hveragerði. KR-ingar eru jafnir Keflavík að stigum, en verma ann- að sætið vegna úrslita í innbyrðis við- ureignum, þegar ein umferð er eftir af venjulega leiktímabil inu og úr- sl itakeppnin að hefjast. » Það er ekki nóg að viljasigur, þið þurfið að kjósa. Jose Luis Rodriguez Zapatero , for- sætisráðherra Spánar, á kosningafundi í vikunni. Spánverjar ganga í dag að kjör- borðinu og þar sem skoðanakannanir eru bannaðar er ekki l jóst hvert fylgi f lokk- anna er. Zapatero þótti hins vegar bera af Mariano Rajoy, leiðtoga hægri manna, í sjónvarpskappræðum í vikunni og virð- ast sósíal istar óttast að það skapi kjós- endum þeirra falskt öryggi. »Forsætisráðherra er orðinntaugaveiklaður Mariano Rajoy , leiðtogi Þjóðarflokksins, talaði háðslega um hvatningu Zapateros, andstæðings síns, t i l kjósenda sósíal ista. » Það er mikill metnaður hjá Fram. Viggó Sigurðsson ákvað í vikunni að snúa aftur í Safamýrina þar sem hann hóf sinn handboltaferil í unglingaflokk- um og taka að sér þjálfun Fram í hand- bolta. »Ég er alveg miður mín ogþetta fer ferlega í taug- arnar á mér Valgarður Guðjónsson , söngvari og gít- arleikari Fræbblanna, segir að ímynd pönksins hafi verið afskræmd og hélt í gær, laugardag, pönkhátíð t i l að sýna fram á það að pönkið hafi verið svo miklu meira en öskur og læti . Ummæli vikunnar Reuters Ég, um mig, frá mér ... Robert Mugabe, forseti Simbabve, klappar á kosn- ingafundi í landamærabænum Plumtree. Síðar í þessum mánuði verður gengið til kosninga í Simbabve og verður eftirlitsmönnum frá ríkjum, sem hafa gagnrýnt stjórnarhætti forsetans, ekki boðið að fylgjast með fram- kvæmd kosninganna. www.sjofnhar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.