Morgunblaðið - 09.03.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 09.03.2008, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is M amma þekkir nafnið Pete Doherty mæta vel. Hún myndi meira að segja þekkja hann úti á götu. Samt þekkir húnhvorki þá hljómsveit sem hann heldur úti í dag, Babyshambles, né þá sveit sem skóp honum fyrst frægð, The Libertines. Frægð Dohertys snýst um allt annað en tónlist og líkt má segja um landa hans, Amy Wine- house. Að vísu er tónlist Wine- house þó mun nær fólki en tónlist Dohertys og það má kannski kalla það „bítlískan“ árangur hjá henni, þar sem fólk hefur raunverulega bæði áhuga á persónunni og tón- listinni. Einstakt afrek á nútíma- mælikvarða, verður að segjast. Áhugi fólks á Winehouse og hennar rösku göngu á vit glötunar er einkennileg blanda af meinfýsi og von um að hún hafi þetta af. Hin frábæra tónlist hennar sjaldn- ast í forvígi hvað umfjöllun um hana varðar, ekki frekar en hjá Doherty. Það grátlega við þessa tvo einstaklinga er að þau eru raunverulegt hæfileikafólk sem sólundar kröftum og snilligáfu á altari fíkniefnadjöfulsins. Og það í beinni útsendingu. Engum sem hefur heyrt plötur Amy Winehouse dylst að hún er frábær söngkona – og The Libertines var hiklaust ein allra ferskasta sveit Bretlands fyr- Á vit glötunar - í beinni Reuters Í sínu fínasta pússi Amy Winehouse kom fram þegar bresku tónlistarverðlaunin, Brit Award, voru afhent í síð- asta mánuði og var hún þá bæði í sínu fínasta pússi og þokkalega vel á sig komin. að því best varð séð. FIRRING» Samband poppstjörnunnar við fjölmiðla hefur aldrei verið jafnnáið og jafnslæmt og nú. Fórnin fyrir frægðina verður æ meiri og þungbærari en samt fjölgar þeim sem sækjast eftir henni. » Britney Spears – eitt magnaðasta dæmið í seinni tíð um fallna stjörnu – er um margt sambærileg við þau Winehouse og Doherty utan að tónlistin hefur ekki beint verið með henni. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrir nokkrum árum svaraðiLarry Lindsey, efnahags-ráðgjafi Bush-stjórnarinn-ar, því aðspurður að kostn- aðurinn við fyrirhugaðan stríðs- rekstur í Írak yrði á milli 100 og 200 milljarðar Bandaríkjadala. Hann var rekinn skömmu síðar. Donald Rums- feld, þáverandi varnarmálaráðherra, var fljótur til og leiðrétti rangfærsl- una og gaf stjórnin út að kostnaður- inn yrði líklega á bilinu 50 og 60 milljarðar dala. Annað hefur komið á daginn. Hinn raunverulegi kostnaður sem fallið hefur á Bandaríkin vegna stríðs- rekstursins er miklu, miklu meiri og hleypur á um þremur billjónum doll- ara, þremur milljónum milljóna dala (3.000.000.000.000 dollarar). Þetta fullyrða fræðimennirnir Joseph E. Stiglitz, nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði og prófessor við Col- umbia-háskóla, og Linda J. Bilmes, kennari við Harvard-háskóla, í bók- inni „The Three Trillion Dollar War“ sem kom út fyrir skömmu og vakið hefur mikið umtal vestanhafs. Tekið skal fram að þessi niður- staða er umdeild en höfundunum telst til að stríðið sé það dýrasta sem Bandaríkin hafi nokkru sinni tekið þátt í sé heildarupphæðinni deilt á hvern hermann, eða allt að því átta sinnum dýrara en síðari heimsstyrj- öldin, sem var vitaskuld miklum mun umfangsmeira stríð og að nær öllu leyti ósambærilegt. Fellur á næstu kynslóðir Telja tvímenningarnir fullvíst að bandarískir þegnar muni þurfa að standa straum af kostnaði við að- hlynningu særðra hermanna langt fram eftir öldinni og nefna sem dæmi að örorkubætur hermanna sem tóku þátt í Persaflóastríðinu kosti Banda- ríkin fjóra milljarða dollara á ári, eða jafngildi 265 milljarða íslenskra króna. Þegar öllu sé haldið til haga megi varlega áætla að sjúkrakostn- aður vegna Íraksstríðsins muni hlaupa á 630 milljörðum dala, um 41.719 milljörðum króna að núvirði. Hátt í 4.000 bandarískir hermenn hafa týnt lífi í Írak frá því ráðist var inn í landið í mars 2003 og er hlutfall særðra á hvern látinn hermann það hæsta sem mælst hefur eða 7:1 – jafnvel 15:1 séu þeir taldir með sem flytja hefur þurft af vígvellinum vegna veikinda sem ekki má rekja til bardaga. Það þýðir að 28.000 her- menn hafi þurft á aðhlynningu að halda vegna meiðsla sem hlutust í átökum, tala sem hækkar í 60.000 séu önnur veikindi líka talin með. Stiglitz og Bilmes fara hörðum orðum um skattalækkanir Bush- stjórnarinnar á stríðstímum samfara miklum fjárlagahalla, aðstæður sem hafi valdið því að stríðið var því nær eingöngu fjármagnað með lántöku. Heildarskuldir ríkisins hafi aukist um 2,5 billjónir dala frá því stríðið hófst og rekja megi billjón dala beint til stríðsrekstursins. Árið 2017 megi ráðgera að skuldir þjóðarbúsins hafi því aukist um tvær billjónir ein- göngu vegna stríðsins. Ekki megi gleyma því að rekstur hersins í sérhverjum mánuði í Írak og Afganistan kosti ríkið í raun um 22 milljarða dala, eða sem svarar 1.457 milljörðum íslenskra króna. Eftir tvö ár megi ætla að heild- arkostnaðurinn muni hækka um hálfa billjón dala til viðbótar, eða 33,11 milljón milljónir króna. Samhliða stríðsrekstrinum hefur olíuverð komist í hæstu hæðir og telja þau að með mjög hófsamri nálg- un megi rekja hækkanir sem nema fimm til tíu dölum á tunnuna til stríðsins – tunnan hefur hækkað úr 23-25 dölum í rúmlega 105 frá upp- hafi innrásarinnar í mars 2003. Stríðsrekstur felur í sér aukin rík- isumsvif sem aftur kalla á aukna eft- irspurn í hagkerfinu. Engu að síður telja þau Stiglitz og Bilmes stríðið hrekja þá bábilju að stríð séu al- mennt góð fyrir efnahagslífið, til séu miklu betri leiðir til að örva hagkerf- ið til skamms tíma en með stríði. Þau gagnrýna einnig aðbúnað særðra hermanna og segja þá iðu- lega þurfa að heyja nýja baráttu þeg- ar þeir snúa heim frá vígvellinum, í þetta sinn við hægfara stjórnsýslu. Hér sé á ferðinni kostnaður sem í mörgum tilfellum falli á fjölskyldur hinna særðu og er vísað til þeirrar niðurstöðu rannsóknar að í einni af hverjum fimm fjölskyldum þar sem sé að finna illa særðan hermann þurfi einhver fjölskyldumeðlimur að Þrjár milljónir milljóna dala ERLENT» Reuters Vígvöllur Írakar sem flúðu átökin snúa aftur til heim til Bagdad í febrúar. Joseph E. Stiglitz Linda J. Bilmes Í HNOTSKURN »Heildartekjur hins opinberaá Íslandi árið 2006 námu 560,5 milljörðum kr. og gætu þrjár billjónir dala því staðið undir rekstri íslenska ríkisins í 354 ár, eða til ársins 2362. »Efnahagsnefnd á vegumBandaríkjaþings áætlar að fyrir féð sem varið er til stríðs- rekstursins í Írak á degi hverjum megi tryggja 58.000 börnum margvíslega aðstoð í upphafi skólagöngu í gegnum verkefnið Head Start, eða gera ár í fornámi í háskóla viðráðanlegt fyrir 160.000 námsmenn úr lág- tekjuhópum, eða greiða laun 11.000 landamæravarða, eða laun 14.000 lögreglumanna, eins og pistlahöfundurinn Bob Her- bert rekur í New York Times. »Þá hefur því verið haldiðfram að fyrir þrjár billjónir Bandaríkjadala væri hægt tryggja bandaríska heilbrigð- iskerfinu nægt fé næstu 50 árin. »Og að kostnaðurinn semhlýst af stríðsrekstrinum í Írak í viku hverri myndi duga til að útrýma ólæsi í heiminum. KOSTNAÐARMATI Stiglitz og Bil- mes hefur ekki verið tekið þegjandi og hljóðalaust. Meðal gagnrýnenda er fræðimaðurinn Amity Shlaes sem færir rök fyrir því í grein á við- skiptafréttaveitunni Bloomberg að samlagningin sé afar umdeilanleg. Hún segir þau gefa sér að í besta falli muni bein útgjöld ríkisins vegna stríðsrekstursins í Írak nema 1,7 billjón dollurum, tala sem lík- lega sé nær því að vera 2,65 billj- ónir, verði fækkað í herliðinu niður í 55.000 fyrir árið 2012. Við þetta bætist kostnaður vegna hækkandi olíuverðs og meiðsla hermanna, auk annarra atriða sem rakin eru hér til hliðar. Shlaes beinir spjótum sínum að olíuþættinum og vitnar til Stevens J. Davis, prófessors við Chicago Graduate School of Business, sem telji þá fullyrðingu órökstudda að stríðið eigi þátt í fimm til tíu dala hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Heildarolíuvinnsla í heiminum 2003 hafi aðeins dregist saman um innan við hundraðshluta vegna stríðsins og vinnslan aukist árin 2002 til 2006. Þá séu fullyrðingar um að útgjöld til hermála séu him- inhá um þessar mundir hæpnar í ljósi sögunnar. Útgjöld til varn- armála hafi num- ið 6,2% af þjóð- arframleiðslu í tíð Ronalds Reagan forseta árið 1986, 9,5% árið 1968 þegar Víetnamstríðið var í algleymingi, en verið aðeins um 4% á árunum 2005, 2006 og 2007, eða svipað og fyrstu árin eftir upp- lausn Sovétríkjanna árið 1991. Á hinum vængnum í bandarísk- um stjórnmálum veltir Arianna Huffington, ritstjóri The Huff- ington Post, því fyrir sér í pistli hver áhrif bókarinnar kunni að verða í kosningabaráttunni fram- undan. Að hennar mati veltur þetta á ýmsum þáttum. McCain hafi verið gagnrýninn á skattalækkanir Bush forseta, sem Stiglitz og Bilmes telji að hafi verið óheppilegar, með hlið- sjón af fjárlagahallanum síðustu ár. Orðrétt skrifar Huffington: „Spurningin er: munu fjölmiðlar tengja saman stríðið sem John McCain er svo hrifinn af og efna- hagsáfallið sem það hefur átt þátt í að skapa. Svarið gæti skorið úr um hver verður næsti forseti Banda- ríkjanna.“ Umdeild staðhæfing Gæti haft áhrif í kosningunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.