Morgunblaðið - 09.03.2008, Side 42

Morgunblaðið - 09.03.2008, Side 42
42 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ var á liðnu sumri að heim- ilisfólkið á bænum sat við eftirmiðdagskaffi þennan eftirminni- lega dag. Það kemur ókunnugur maður hlaupandi inn í eldhús og var mikið niðri fyr- ir, reyndar svo mikið að hann kom ekki upp neinu í samhengi. Þó mátti heyra að hann sagði: „Bíll í ánni, það er bíll í ánni!“ Honum tókst með sannfær- ingarkrafti að teyma einn fjöl- skyldumeðlim út á hlað og benda í átt að ánni og viti menn, það var jú reyndar bíll úti í miðri Hvítá. Það var ekki um að villast. Nú þurfti snör handtök og frjóa hugsun ef það skyldi nú vera fólk í bílnum sem væri í hjálparnauð. Það var kölluð út björgunarsveit, læknir og lögregla. Fólk frá nær- liggjandi bæjum kom, meðal ann- ars maður á dráttarvél með tækj- um. Það lá ljóst fyrir að bíllinn hafði farið út af veginum í lausamöl og rúllað á hjólunum og stungist á framendann út í ána og síðan bor- ist með straumnum þar til hann staðnæmdist á grynningum út frá eyri í ánni, en þó á því dýpi að það flæddi upp á sætin í bílnum, en þar sátu föst í bílbeltum eldri hjón og auk þeirra unglingspiltur sem var aftur í bílnum, sem var af gerðinni Subaru station. Nú var hafist handa við að ná fólkinu úr bílnum, það varð að sam- komulagi að bíða ekki eftir björg- unarsveitinni heldur hefjast handa, óragur ungur maður stökk upp í skófluna á dráttarvélinni með kað- al í hendi, síðan var vélinni ekið út í ána svo langt sem óhætt þótti en þó var nokkur spotti eftir að bíln- um. Þar var skóflan látin síga niður að vatnsfletinum og þar stökk mað- urinn út í ána, sem náði honum í mið læri, og óð í átt að bílnum. Hann varð að kafa upp fyrir axlir og þræða kaðalinn í dráttarauga á bílnum. Síðan bakkaði dráttarvélin upp á eyrina með bílinn í togi og björgunarmanninn í skóflunni, en það stóð heima að nær samtímis bar þar að björgunarsveit ásamt lögreglu og lækni sem tók þá ákvörðun að færa fólkið heim að bæ þar sem því voru færð þurr föt og settir að því hitapokar. Fólk- ið var orðin gegnkalt og rennblaut upp að mitti, en hresstist þó ótrúlega fljótt. Það er álit mitt og reyndar allra er mættu þarna á slysstað að þarna hafi litlu mátt muna því ef bíllinn hefði ekki stöðvast þarna á grynningunum hefði ekkert getað stöðvað hann því áin snardýpkar strax neðan við grynningarnar og þá hefði ekkert getað bjargað fólk- inu. Þá sýndi björgunarmaðurinn sem óð út í ána straumharða og ískalda ótrúlegt hugrekki og dugn- að sem varð til þess að betur fór en á horfðist. Er það kraftaverki lík- ast að svona vel tókst til. Þess má geta að fólkið sem beið í bílnum mun hafa verið þar í hartnær klukkustund og hitastig vatnsins í Hvítá er um það bil fjórar gráður. Það má nærri geta hvernig ástand fólksins var við þessar aðstæður er loks tókst að bjarga því. Hinn 18. október sl. skrifaði ég samgönguráðherra svohljóðandi bréf: Bjarnastöðum 18. október 2007. Herra samgönguráðherra, Kristján Möller Tilefni þess að stungið er niður penna er að vekja athygli á vissum hættum sem vegfarendur eiga í er þeir aka Hvítársíðuveg. Þar leyn- ast hættur sem daglega ber lítið á en þegar vetur kóngur gengur í garð getur á skammri stundu breyst veður og færi og þá gæti farið illa ef svo bæri undir. Vegurinn sem slíkur er sæmi- lega uppbyggður og sjaldan ófær vegna snjóa en þarna eru að mínu viti þrjár slysagildrur og þar má nefna hve nærri Hvítá vegurinn liggur. Sá sem lendir út af vegi og hafnar í ánni á sér varla lífs von. Af eigin reynslu veit ég hve tæpt það stendur hvort eða hvernig tekst til við að bjarga fólki sem lendir í slík- um háska. Þessir þrír staðir sem augun beinast að eru eftirfarandi: 1. Sámsstaðahöfði þar sem veg- urinn liggur uppi í hlíðinni og þver- hnípt fall niður í Hvítá. 2. Fyrir neðan tún á Bjarnastöð- um, þar liggur vegur meðfram Hvítá alveg á árbakkanum. 3. Svörtuloft, milli Sámsstaða og Haukagils, þar er vegrið sem ligg- ur meðfram vegi en er bara allt of stutt, því fyrir nokkrum árum fór bíll í hálku upp á vegrið og vó salt þar, það varð fólkinu til bjargar. Hefði það farið fram af bríkinni hefði ekki tekist að bjarga því. Það má benda á að daglega er ekið um þennan veg með börnin í og úr skóla auk annarrar umferð- ar. Þarna þarf að hafa snör handtök áður en vetur gengur í garð eða öllu heldur áður en einhver óhöpp gerast sem ekki er hægt með mannlegu valdi að bæta úr. Það mætti hugsa sér að setja vegrið meðfram vegi þar sem hættulegast er að aka, það myndi auka verulega öryggi vegfarenda. Það er ósk mín og von að með bættum vegabótum yrði öryggi vegfarenda stórbætt. Það er á þessum stöðum alveg sama hvort maðurinn heitir Möller eða Mars- hall, sem við þessu tekur, en vei þeim sem eftir stendur ef slys verður, það er þó búið að gera til- raun til að benda á hættuna. Virðingarfyllst, Guðmundur Jónsson Bjarnastöðum, Hvítársíðu – Borgarbyggð. Hvar ertu Kristján? – Það er bíll í ánni! Guðmundur Jónsson segir frá slysi sem varð í túnfætinum á Bjarnastöðum sl. sumar en hann vill úrbætur á veginum Guðmundur Jónsson » Vegagerðinni og samgönguráðherra var sent sama bréf. Vegagerðin taldi sig ekki geta gert neitt vegna fjárskorts en ráðuneytið hefur ekki svarað. Höfundur er bóndi á Bjarnastöðum. Sími 575 8500 - Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar SKIPASUND 10 – OPIÐ HÚS Í dag á milli kl. 14-15 verður til sýnis falleg og töluvert endurnýjuð 3ja herb. 68,4 fm íbúð við Skipasund í Reykjavík. Íbúðin er í kjallara/jarðhæð í tvíbýlis- húsi og skiptist í rúmgott hol, geymslu, tvö svefnherbergi, nýuppgert baðherb. með flísum á gólfi og veggjum, hita í gólfi, baðkari, glugga og innréttingu. Eld- húsið er nýlega uppgert með fallegri innréttingu og góðum tækjum. Að lokum er björt parketlögð stofa. Á hæðinni er rúmgott sameiginlegt þvottaherb. og sameiginleg geymsla. Áhv. 6,1 millj. Verð 19,9 millj. M bl .9 80 91 1 Glæsileg 2ja herb. íbúð í Grafarholti Til sölu mjög vönduð og glæsileg íbúð við Andrésbrunn; í 8 íbúða lyftuhúsi og með stórum suðursvölum. Íbúðin er opin frá eldhúsi, með fallegri eyju, að stofu. Rúmgott svefnherbergi, glæsilegt baðherbergi og gott þvottaherbergi. Góð sérgeymsla á 1. hæð. Sjón er sögu ríkari. Hrafnkell Ásgeirsson hrl., símar 581 1699 og 899 1699; netfang: Hrafnkell@mi.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is FJARÐARGATA - HF. LÚXUSÍBÚÐ Glæsileg lúxusíbúð, 3-4 herb, 128 fm. á 4. hæð (næst efstu) í glæsilegu lyftuhúsi í miðbæ Hfj. Stórglæsilegt útsýni yfir höfnina og bæinn. Íbúðin er björt, rúmgóð og glæsileg með Lumex lýsingu ofl. Staðsetningin er frábær, í göngufæri við alla þjónustu. Góð eign, laus strax. Lyklar á skrifstofu Hraunhamars. Verð 38,9 millj. Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 ÁRSKÓGAR 6, 3. HÆÐ RÚMGÓÐ OG BJÖRT ÍBÚÐ - LAUS STRAX M b l 981270 2ja herbergja íbúð á 3.hæð, 74,2fm. Íbúðin skiptist í forstofu, svefn- herbergi, eldhús, baðherbergi, stofu/borðstofu og sérgeymslu í kjallara. Rúmgóðar svalir. Eikarparket á öllum gólfum. Björt og falleg íbúð í vinsælu fjölbýli við Árskóga. LAUS STRAX. Þjónusta í húsinu, s.s. matsalur á jarðhæð, húsvörður, ásamt annari þjónustu á vegum félags- og þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar. V: 28,9 M Algjörlega endurnýjuð sérhæð með bílskúr í góðu steinsteyptu húsi. Eignin er í óaðfinnanlegu ástandi og laus til afhendingar. Hér getur þú notið glæsilegs útsýnis frá íbúðinni og nálægðar við sjávarsíðuna. Ásamt þeim fjölmörgu kostum sem þetta gróna hverfi hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Wiium í síma 896 6913. SÖRLASKJÓL - VESTURBÆR Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 jöreign ehf Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.