Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni fæddist áAkureyri 7. október 1938. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 19. febr- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Péturssonar, f. 7. feb. 1904, d. 22. apr- íl 1961, og Jakobínu H. Árnadóttur, f. 30. nóv. 1905, d. 10. mars 1983. Systkini hans eru Guðrún, f. 9. janúar 1934 og Pétur Heiðar, f. 26. nóv. 1942. Árni giftist hinn 3. október 1964 Guðrúnu Jóhannsdóttur, f. 18. maí 1945. Þau eignuðust fjög- ur börn: 1) Sigurður Jóhann, f. 23. feb. 1964, d. 16. feb. 1973. 2) Heið- ar, f. 18 mars 1965, giftur Ástu Guðmundsdóttur. Þau eiga börn- in Söndru, Guðrúnu Elvu og Guð- mund Árna og tvö barnabörn. 3) Sævar, f. 13. apríl 1970, giftur Telmu Ríkharðsdóttur. Þau eiga börnin Rakel Ösp, Jóhann Geir og Hólmfríði Björk. 4) Jakobína Hólm- fríður, f. 19. mars 1977, gift Heiðari Erni Sigurfinnssyni. Árni ólst upp á Akureyri og bjó þar alla tíð. Hann fór ungur til sjós og var á ýmsum bátum og skipum víðs vegar um landið. Síðustu 11 ár sjómannsfer- ilsins var hann á Björgúlfi frá Dalvík. Árið 1988 hætti hann til sjós og hóf störf í bruggverksmiðju Vífilfells þar sem hann starfaði það sem eftir var hans starfsferils. Þrátt fyrir að hafa hætt til sjós voru málefni sjómanna honum alltaf hugleikin og sat hann lengi í stjórn Sjó- mannafélags Eyjafjarðar. Árni var jarðsunginn frá Höfðakapellu á Akureyri hinn 3. mars, í kyrrþey að eigin ósk. Pabbi var sjómaður þar til ég var 18 ára gamall. Hann var því lítið heima þegar ég var að alast upp en það var alltaf spenningur þegar hann var að koma í land. Þessa fáu daga sem hann var heima var reynt að gera eitthvað skemmtilegt í fjöl- skyldunni og oft var nóg að vera öll saman eða fara á rúntinn, keyra Eyjafjarðarhringinn, stoppa á leið- inni og fá sér pylsu og kók. Þegar hann hætti á sjónum var ég orðinn hálffullorðinn og við urðum því frekar eins og félagar en feðgar. Ég hef verið í íþróttum síðan ég var smápolli og pabbi fylgdist alltaf vel með mér og safnaði úrklippum úr blöðum en hann fór þó aldrei á leiki, það var eitthvað sem hann beit í sig. Þannig var hann, ef hann beit eitt- hvað í sig var því ekki hnikað, þrjóska segja sumir. Pabbi var mikill bílaáhugamaður og vildi alltaf eiga góða bíla, hann fór í gegnum nokkur skeið þar. Á tíma- bili var hann með dellu fyrir amerísk- um bílum. Síðan sneri hann bakinu við þeim og árið 1980 keypti hann sér BMW. Síðan þá átti hann alltaf einn slíkan. Hann hugsaði gríðarlega vel um bílana sína og fór ég oft með hon- um að þrífa þá. Það var eins gott að hafa nægan tíma því að þetta voru engin venjuleg þrif, felgurnar voru pússaðar með tannbursta og vélin var bónuð. Enda kom það einu sinni fyrir að hann var að selja bíl sem var orðinn 7-8 ára gamall og væntanleg- ur kaupandi var viss um að það væri ný vél í bílnum því að hvergi var hægt að sjá rykkorn á henni. Ég kynntist eiginkonu minni, Telmu, árið 1990 og fljótlega eftir það flutti hún inn á heimilið til okkar og var henni frá fyrsta degi tekið sem einni af fjölskyldunni. Eftir að hafa búið í foreldrahúsum einn skólavetur fórum við að búa saman, þá var alltaf notalegt þegar tengdapabbi leit inn í kaffi og spjall sem var ósjaldan. Hann var einstaklega barngóður og krökkunum fannst alltaf gaman að fara til ömmu og afa, hvort sem það var í heimsókn með okkur eða í pöss- un. Eftir að þau voru sótt úr pössun spurðu þau okkur alltaf að því sama; af hverju er aldrei kvöldkaffi hjá okk- ur, afi er alltaf með kvöldkaffi. Hann veitti þeim mikla athygli og þeim fannst nú ekki slæmt að fá smáklór hjá afa en það var iðulega svo að þau kúrðu hjá honum og hann klóraði þeim á bakinu. Matur og matargerð var áhugamál hjá pabba, það var ósjaldan sem mað- ur kom í mat til þeirra og þá stóð mamma við eldavélina að gera sósu en pabbi með svuntuna við grillið og nostraði við kjötið eða fiskinn en hann var mikill fiskmaður. Árið 2002 veiktist hann hastarlega og var greindur með krabbamein. Honum var vart hugað líf en eftir margra mánaða baráttu kom hann heim og hafði sigrast á þessum illvíga sjúkdómi. Þar kom þrjóskan sér vel. Eftir nokkur góð ár greindist hann tvisvar aftur og í síðasta skiptið var vitað hvert stefndi. Hann var þó allt- af sá eini sem hélt jákvæðninni og tók örlögum sínum af miklu æðruleysi. Við kveðjum pabba og tengda- pabba með miklum söknuði. Sævar og Telma. Elsku pabbi. Á svona stundum hugsar maður gjarnan mest um allt það sem maður saknar og allt sem maður vildi upp- lifa með þér. Þegar við vissum í hvað stefndi ræddum við þetta og þú hvattir mig til að hugsa frekar um allar góðu stundirnar og þakka fyrir þær. Í anda þinnar jákvæðni langar mig að þakka fyrir góðar stundir og allt sem þú hefur kennt mér. Þú kenndir mér að koma fram við aðra eins og ég vildi að aðrir kæmu fram við mig og að reyna að taka á móti öllum mínum verkefnum í lífi og starfi með jákvæðni og vinnusemi. Ég þakka fyrir öll faðmlögin og alla þín ást og hlýju. Ég þakka fyrir hvað þú minntir mig oft á hvað væri gam- an að lifa, hversu veikur sem þú varst. Ég þakka fyrir þegar þú vaktir mig á morgnana af því að þú vissir að mér þætti það svo miklu betra en að vakna við vekjaraklukku. Ég þakka fyrir stundirnar sem við elduðum saman uppsóp úr ísskápnum og skemmtum okkur vel yfir útkom- unni. Ég þakka fyrir allar samveru- stundirnar okkar á sjúkrahúsinu, þegar við slógum upp stórveislu með einni kökusneið eða vínarbrauði og kaffi úr góðu kaffivélinni. Ekki síst þakka ég fyrir þrjóskuna þína sem varð til þess að þú fannst þrek, þrátt fyrir mikil veikindi, til að ganga með mér inn kirkjugólfið fyrir um ári. Nærvera þín fullkomnaði daginn. Við vorum svo flott skjálfandi saman inn kirkjugólfið. Pabbi, ég elska þig og mun sakna þín svo mikið en þegar ég verð sorg- mædd mun ég hugsa til þín, reyna að snúa neikvæðum hugsunum í já- kvæðar og muna að það er svo gaman að lifa. Augasteinninn þinn Jakobína H. Árnadóttir. Elsku afi. Okkur langar að minn- ast þín í nokkrum orðum. Það er erf- itt að sætta sig við það að þú sért far- inn frá okkur svona allt of snemma, við sem áttum eftir að gera svo margt saman. En þegar barist er við illvíg- an sjúkdóm verður þetta því miður allt of oft niðurstaðan. En þú stóðst þig vel í baráttunni, það verður aldrei af þér tekið. Þú stóðst þig eins og hetja og tókst á við veikindi þín á já- kvæðan og yfirvegaðan hátt. Aldrei heyrðum við þig kvarta og alltaf var húmorinn þinn á réttum stað enda þegar þú varst spurður hvernig þér liði var svarið alltaf á þessa leið: „Ja, það er nú ekkert að mér!“ eða „Það er nú ekkert að mér að utan en ég er ónýtur að innan.“ Enda varstu í miklu uppáhaldi hjá starfsfólkinu á deildinni þinni sem hafði svo gaman af þessum skemmtilega sjúklingi. En þrátt fyrir alla þína þrjósku og bar- áttuvilja varðstu að lokum að játa þig sigraðan. En jafnvel þegar þú vissir að sjúkdómurinn mynda hafa betur tókstu því af svo miklu æðruleysi að fólk dáðist að. Eina sem þú hafðir áhyggjur af var að vera ekki til stað- ar fyrir ömmu til þess að halda utan um hana og kyssa. En við munum passa hana eins og við lofuðum. Afi var alltaf svo glaður að lifa og þakklátur fyrir að eiga ömmu sem hann elskaði svo endalaust mikið og fjölskylduna sem hann var svo stolt- ur af. Það var alltaf svo gott að koma til afa og ömmu. Þar fengum við hlýj- ar móttökur og mikið af faðmlögum frá honum. Hann var alltaf svo glað- ur að sjá okkur og við gátum setið og spjallað um allt milli himins og jarð- ar, alveg sama hvort það var núna undanfarin ár eða þegar við vorum lítil. Afi gat nefnilega spjallað við alla og leit á alla sem jafningja sína. Það sýnir sig best á risastórum vinahóp hans sem samanstendur af fólki á öll- um aldri. Á svona stundum koma upp í hug- ann margar góðar minningar, minn- ingar sem við munum alltaf geyma í hjörtum okkar. Minningarnar um það þegar afi og amma heimsóttu okkur til Vestmannaeyja ófáar ferð- irnar, þegar við fórum með þeim á sunnudagsrúnt sem oftar en ekki endaði á því að kaupa ís í Brynju. Afi elskaði veislur og lét sig sko ekki vanta í þær. Alltaf var hann mættur fyrstur og aldrei brást það að hann var fyrstur að standa upp þegar búið var að segja gjöriði svo vel. Til hvers að bíða þegar búið var að bjóða hon- um að fá sér. Afi kallaði sig alltaf afa táning enda var hann alveg einstaklega ung- ur í anda og þegar boðið var upp á ís, sleikjó eða bolsíur fyrir börnin taldi hann sig alltaf með í þeim hópi. Við kveðjum þig ekki bara sem góðan afa heldur einnig sem góðan vin. Það á eftir að vera skrýtið að hafa þig ekki lengur með okkur í áramótapartíinu, laufabrauðsgerðinni, öllum fjöl- skyldumótunum, grillveislunum sem þú stóðst oftar en ekki fyrir og í öllu öðru sem við gerðum saman. Elsku afi, við þökkum þér fyrir alla ástina og hlýjuna sem þú sýndir okk- ur alltaf. Við erum ríkari að hafa haft þig í lífi okkar. Þín Sandra, Guðrún Elva og Guðmundur Árni. Afi Árni var alltaf hress og kátur. Hann var alltaf til í að horfa á myndir, spila eða bara spjalla saman. Alltaf þegar við gistum hjá honum fórum við á vídeóleiguna og keyptum okkur helling af nammi og svo var haldið lúxusbíókvöld. Þegar klukkan var orðin margt læddumst við alltaf fram í eldhús og fengum okkur kvöldkaffi sem var oftast bara kökur og nammi og svoleiðis. Hann var svona nammigrís eins og við krakk- arnir og hann var brjálaður í ís. Þeg- ar okkur vantaði far á æfingar gátum við bara hringt í hann og hann kom og skutlaði okkur. Hann átti gamlan Subaru sem við kölluðum alltaf kagg- ann. Þegar afi var að skutla okkur eitthvert vildum við miklu frekar fara í kagganum heldur en í BMW- bílnum. Í kagganum máttum við líka sitja frammí því að það voru engin bílbelti afturí. Við kveðjum elsku afa Árna með söknuði en við eigum margar góðar minningar um hann sem við geymum í hjörtum okkar. Rakel Ösp og Jóhann Geir. Í lífinu skapar þú þér orðstír, sem lifir áfram þegar þú ert genginn. Nú ertu horfinn frá mér elsku bróðir minn. Ég heyri ekki framar glaðlega rödd þína svara í símann: „Nei, stóra systir?“ Mér fannst mjög gaman að lesa bæði fyrir sjálfa mig, en líka fyrir áheyrendur og þú varst góður hlustandi. Starðir hljóður út í loftið og hnoðaðir hornið á sænginni þinni eða einhverjum púðanum henn- ar mömmu. Á aðfangadagskvöld bauðst ég til að lesa fyrir þig Tars- anbókina sem þú fékkst í jólagjöf, enda var ég áfjáð í að lesa hana sjálf. Mamma var nú ekki ánægð með að við læsum á jólanóttina, síst svona bækur, en lét þó kyrrt liggja. Við lék- um okkur ekki mikið saman að öðru leyti, því að ég hafði ekki áhuga á hasarblöðunum þínum og þú ekki á leikarablöðunum mínum eða dúkku- lísunum. Þegar ég var nýbyrjuð að búa í Reykjavík varst þú á togara fyrir sunnan og leigðir í sömu blokk og ég. Þá varst þú tíður gestur hjá mér en svo fluttum við bæði aftur til Akur- eyrar, og gerðumst „þorparar“. Þú kynntist Gunnu, sem stóð alltaf eins og klettur við hlið þér, allt til síð- asta augnabliks. Það var stutt á milli okkar og mikill samgangur. Jólaboð- in hjá mömmu hjálpuðu mikið til að gera fjölskyldurnar okkar að einni fjölskyldu. Þegar þú veiktist fyrst vissi ég að þér myndi batna, Klara birtist mér í draumi og sagði mér það. Við fengum öll nokkur yndisleg ár saman. Þegar þú veiktist aftur tal- aði enginn við mig, samt var ég von- góð, enda tími ég aldrei að eyða tím- anum í að harma það sem kannski kemur. Stuttu áður en þú komst norður núna síðast var ég að hugsa um þig og skyndilega kom yfir mig svo ólýsanleg tilfinning. Ég fylltist friði og vellíðan og fann að allt færi vel. Ég hringdi í þig og sagði þér frá þessari upplifun en þú sagðir: „Nei, það verður ekkert svoleiðis, þetta fer að verða búið.“ Samt hvarf þessi til- finning ekki frá mér. Ég var svo eig- ingjörn að ég hélt að þessi vellíðan væri ætluð mér, en ég veit nú að ein- hver var að sýna mér hvað þú ættir í vændum. Söknuður okkar ástvina þinna er mikill og nístir hjartað. En það er vegna allra yndislegu endurminning- anna sem við eigum. Ef við hefðum ekki upplifað allar þessar yndislegu stundir saman hefðum við einskis að sakna. Myndum við vilja skipta? Tár okkar eru ekki sorgartár heldur þakkartár. Ég veit að þú vildir ekki láta hampa þér en nú ætla ég ekki að hlýða þér heldur láta þrjóskuna ráða og gera það sem ég vil og skrifa minningargrein um þig. Fyrst að þeir þrjóskustu úr ættinni; mamma, Kjartan og þú, eruð farin verð ég að halda uppi merkinu. Elsku Gunna, Heiðar, Ásta, Sæv- ar, Telma, Fríða, Heiðar og fjöl- skyldur, við Andri vottum ykkur innilega samúð, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma og halda verndarhendi yfir ykkur öllum. Guðrún Sigurðardóttir. Meira: mbl.is/minningar Kær frændi er látinn. Eiginlega vorum við Árni frekar eins og systk- ini og honum fannst ég alltaf vera litla systir og kynnti mig sem slíka, kynning sem mér þótti alltaf mjög vænt um. Hann þóttist líka eiga stóran hluta í mínu uppeldi og þá náttúrlega fyrst og fremst það sem honum þótti já- kvætt og gott. Árni var mjög bóngóður og man ég eftir að einu sinni sem oftar fór ég í hádegismat til ömmu í Fjólugötu og meðan ég stoppaði versnaði veður þó nokkuð. Ömmu fannst ómögulegt að ég labbaði aftur inn í bæ svo að hún hringdi í Árna sem þá var í landi og bað hann að koma utan úr þorpi til að keyra mig í vinnuna. Þetta fannst honum nú ekki mikið mál og kom um hæl. Svona var hann alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla. Árni var mikill fjölskyldumaður og duglegur að heimsækja fólk og halda sambandi og hjá honum var hægt að fá fréttir af öðrum ættingjum og vin- um. Hann átti líka mjög mikið af vinum eins og best sást í veikindum hans. Þá var sífellt verið að spyrja eftir honum og mjög margir sem heim- sóttu hann og hringdu. Upp í hugann koma yndislegar samverustundir, jóladagur í Fjólu- götu og síðar hjá okkur hinum, fjöl- skyldumót á sumrin sem eru afar mikilvæg til að viðhalda því góða sambandi sem alltaf hefur verið og ótal margar aðrar stundir. Fyrir þetta allt ber að þakka. Hetjulegri baráttu sem háð var af miklu æðruleysi og karlmennsku er nú lokið og vil ég þakka frænda mín- um umhyggjuna og væntumþykjuna sem hann alla tíð sýndi mér og mín- um. Hólmdís. Elsku Árni frændi. Þar sem þú ert nú lagður af stað í ferðalagið sem bíður okkar allra langar mig að senda nokkrar línur með þér. Þú skilur eftir þig hafsjó minninga sem eiga eftir að fylgja mér alla tíð. Þær fyrstu tengjast Fjólugötunni og þá sérstaklega jóla- boðunum sem þar voru haldin. Þar mættir þú, Gunna og börnin og við nutum þess öll að geta verið saman í sönnu jólaskapi. Flestar minningarn- ar koma þó úr Langholtinu og þann tíma sem þið Gunna bjugguð þar enda var ég tíður gestur á heimili ykkar. Þar leið mér alltaf eins og heima hjá mér enda mætti ég þannig viðmóti frá ykkur báðum. Þú varst ávallt uppáhalds frændi minn í upp- vextinum og Gunna uppáhalds frænka. Þegar ég var krakki varstu vinn- andi á sjó. Það var ávallt spennandi þegar þú komst í land enda gafstu þér ávallt tíma til að spjalla og gefa af þér. Við Sævar biðum spenntir eftir því að heyra nýjar sögur eða brand- ara og ósjaldan komstu okkur til að veltast um í hláturskasti. Það var sama hvort það var sagan um „hand- ritin heim“ eða skipsfélaga þína, frá- sagnarlist þín var þannig að allt var fyndið. Fyrir mér hefurðu alltaf verið sveipaður dýrðarljóma enda haft svo jákvæð áhrif á allt og alla í kringum þig. Það hefur engum dulist hvað fjölskyldan og ættin hefur verið þér kær enda áttu ást og virðingu okkar allra. Matur hefur ávallt verið skammt undan þegar þú ert annars vegar og var sérlega skemmtilegt að horfa á þig borða og tala um mat. Það var sama hvort það voru sviðalappir, fiskur eða eitthvað annað, allt var borðað af mikilli natni og eftir sat Árni Sigurðsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GOTTSKÁLK GUÐJÓNSSON, Álfholti 34B, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 7. mars. Guðbjörg Valgeirsdóttir, Guðjón Gottskálksson, Merlinda Eyac, Guðbjörn Jóshua Guðjónsson. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.