Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 1

Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 83. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is HVOLPAGLEÐI PARÍS, DIMMA OG LÍSA HJÁLPAST AÐ VIÐ UPPELDI AFKVÆMANNA SAUTJÁN >>20 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÁTTÚRUMINJASAFN Ís- lands er tekið til starfa og vinnur dr. Helgi Torfason safnstjóri nú að stefnumótun þess, að sögn Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. Safnið heyrir undir menntamálaráðherra líkt og hin höf- uðsöfn þjóðarinnar, Listasafn Ís- lands og Þjóðminjasafnið. Samkvæmt lögum um Náttúru- minjasafn Íslands, sem tóku gildi 30. mars 2007, á það að vera „höfuðsafn á sviði náttúrufræða“ og „varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu sam- hengi“. Safnið mun m.a. taka við þeim náttúrumunum Náttúrufræði- stofnunar sem þykja fyrst og fremst hafa sýningargildi. Náttúrufræði- stofnun er og vísindalegur og fræði- legur bakhjarl safnsins. Þorgerður Katrín sagði ekki ljóst hvenær safnið yrði opnað. Undir- búningur sé tímafrekur. Mikil þróun hafi orðið í uppsetningu náttúru- minjasafna frá því farið var að ræða um slíkt safn hér. Víða sé beitt nýj- ustu tækni og slíkt safn þurfi að vera aðgengilegt og aðlaðandi fyrir al- menning, ekki síst nemendur. Sveitarfélög, m.a. Reykjavík og Garðabær, hafa lýst áhuga á að nátt- úruminjasafnið rísi hjá þeim en Náttúrufræðistofnun Íslands mun flytjast í Urriðaholt í Garðabæ. Erling Ásgeirsson, formaður bæj- arráðs Garðabæjar, sagði Garðbæ- inga hafa lýst eindregnum áhuga á að fá Náttúruminjasafnið til sín. Málið hefði m.a. verið rætt við fyrr- verandi umhverfisráðherra og nú- verandi menntamálaráðherra. Hann taldi eðlilegt framhald af komu Nátt- úrufræðistofnunar í Urriðaholt að fá Náttúruminjasafn þar í nágrennið. Erling sagði að þar væri bæði nóg landrými og góð aðstaða. Morgunblaðið/ÞÖK Bið Geirfuglinn er kominn í geymslu og bíður Náttúruminjasafns. Höfuð- safn nátt- úrufræða Sveitarfélög vilja Náttúruminjasafnið Baðstofan >> 45 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu ostur.isí nýjum og hentugri umbúðum H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8- 00 80 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is JÓN Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að illframkvæmanlegt sé að afnema eingöngu stimpilgjald fólks sem kaupi sína fyrstu íbúð og hið eina rétta sé að af- nema gjaldið að fullu. Í fjármálaráðuneytinu er verið að vinna frum- varp um breytingu á stimpilgjaldi og er gert ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi í næstu viku. Jón Steindór segir að breytingar eigi eftir að valda ótrúlegum flækjum. „Hvenær ert þú með fyrstu íbúð og hvenær ekki? Hvernig á að fara með par sem er að taka saman, annað hefur átt íbúð en hitt ekki?“ Erlend myntlán í stað verðtryggðra lána Verðtryggð íbúðalán bankanna drógust saman um 3,3 milljarða í febrúar. Skýringin virðist að einhverju leyti vera sú að fólk hafi greitt upp verð- tryggð fasteignalán og tekið lán í erlendum gjald- miðli í staðinn, en slík lán jukust um 4 milljarða í mánuðinum. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands um útlán viðskiptabankanna veittu þeir nánast engin fast- eignalán í febrúar. Höfuðstóll þessara lána nam 528 milljörðum í lok janúar og 528,6 milljörðum í lok febrúar. Verðtryggð íbúðalán bankanna námu 467,7 milljörðum og lækkuðu um 3,3 milljarða í febrúar, en fasteignalán bankanna í erlendri mynt námu 60,9 milljörðum og hækkuðu um 4 milljarða. Höfuðstóll erlends láns sem fólk tók í febrúar hækkaði mikið í mars vegna gengisfalls krónunn- ar og greiðslubyrðin hækkaði. Hafa ber í huga að vextir af nýju verðtryggðu húsnæðisláni eru komnir upp fyrir 7%. 12 mánaða verðbólga fer lík- lega upp fyrir 8% þegar Hagstofan birtir tölur sín- ar á morgun. Vextir og verðbætur af láninu eru því um 15%. Vextir af erlendu óverðtryggðu láni eru innan við 4% og höfuðstóll verðtryggðs innlends láns hækkar hratt þegar verðbólgan er komin í 8%. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fast- eignasala, segir að lítið aðgengi að lánsfé sé helsta ástæða lítillar hreyfingar á fasteignamarkaðnum undanfarnar vikur og í mörgum tilvikum geri bankarnir fólki erfitt fyrir. | 11 og Viðskipti Vill að stimpilgjaldið verði afnumið að fullu Í HNOTSKURN » Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaðiannan daginn í röð og endaði í 5.022,33 stigum. Er það í fyrsta sinn í réttan mánuð sem vísitalan er yfir 5.000 stigum. » Mikið munaði um 6,05% hækkun á bréfumKaupþings, en auk þess hækkuðu bréf Hf. Eimskipafélagsins um 3,75% og bréf Marels um 3,14%. »Gengi krónunnar hækkaði sömuleiðis ígær, eða um 0,66%. Gengisvísitalan var 150,65 stig við lokun markaða og var gengi Bandaríkjadals 74,40 krónur, evru 117,20 krónur og pundsins 148,90 krónur. „ÆTLI ég verði ekki að fresta ferm- ingunni um viku,“ segir Bjarki Þór Friðleifsson, 14 ára Hafnfirðingur, en hann varð fyrir vélsleða í Bláfjöllum á páskadag. Bjarki Þór liggur á Land- spítalanum en hann er allur að hress- ast eftir slysið. Bjarki man aðeins eftir að hafa farið upp brekkuna með skíðalyftunni og ætlað að renna sér niður Kóngsgil á nýja snjóbrettinu sínu en næst rankað við sér á spítalanum. Starfsmaður skíðasvæðisins hafði neyðst til að kasta sér af vélsleðanum ofar í brekkunni eftir að hafa ekið ofan í dæld, og rann sleðinn stjórnlaust niður í gilið þar sem hann lenti aftan á Bjarka svo hann hlaut högg á höfuð, marðist á lunga og brotnaði bæði á fæti og viðbeini. Fór mun betur en á horfðist, og líður Bjarka ágætlega í dag þó hann sé enn nokkuð vankaður. Honum liggur líka á að komast aftur á fætur, því til stóð að ferma hann í lok mánaðarins, en býst við að fresta fermingunni um viku. Bjarki er mikill íþróttamaður og spilar fótbolta af kappi með fjórða flokki Hauka. Hann vonast til að geta haldið áfram æfingum af fullu kappi eftir að hann losnar úr gifsi eftir um 10 vikur. Um það leyti fer fótboltaliðið hans í keppnisferð til Spánar. Bjarki ætlar ekki að missa af ferðinni þótt hann láti sér nægja í þetta skiptið að hvetja félaga sína áfram frá hliðarlín- unni. Morgunblaðið/G.Rúnar Á batavegi Bjarki liggur á sjúkrahúsi og er óðum að jafna sig eftir slysið. Vegna viðbeinsbrotsins getur hann ekki notað hækjur og verður því að fara á milli staða í hjólastól þangað til beinin ná fyrri styrk. Allur að braggast VERÐLAGSNEFND búvara sam- þykkti hækkun á verði til framleið- enda og á mjólkurvörum á fundi sín- um í gær. „Ég hefði þegið svolítið í viðbót,“ sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúa- bænda, að loknum fundinum í gær- kvöld en sagðist að öðru leyti vera bundinn þagnarskyldu þar til í dag. Miklar hækkanir hafa orðið á að- föngum mjólkurframleiðenda, sér- staklega kjarnfóðri og áburði. Kúa- bændur hafa óskað eftir að nefndin taki tillit til þessara breytinga og hækki verð til bænda. Birna Þor- steinsdóttir, fulltrúi Landssamtaka kúabænda á nýafstöðnu Búnaðar- þingi, sagði þá mikla hækkun á mjólk nauðsynlega, en þó líklega undir tíu krónum á lítrann. Fundurinn stóð frá morgni til kvölds í gær og komust nefndar- menn að sameiginlegri niðurstöðu nema hvað einn sat hjá. Mjólkin hækkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.