Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 48

Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í dag er Alþjóða leiklistardagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og í ár, eins og undanfarin ár, hefur íslenskur leikhúslistamaður verið fenginn til að semja sérstakt ávarp af því tilefni. Ávarpið er síðan flutt á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir sýningu og í leikhúsum um allt land, auk þess sem það er flutt í útvarpi og birt í dagblöðum. Að þessu sinni var það leikarinn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson sem fékk verkefnið og hér á eftir fer lausn hans á því. Ávarp Alþjóða leiklistardagsins, 27. mars 2008: (Flytjandinn skal vera alvar- legur og ávarpa okkur af einurð og einlægni.) Kæru leikhúsgestir. Í dag er alþjóða-leiklistardag- urinn. Þá eru haldnar ræður og ávörp. Þið áhorfendur góðir fáið ekki að njóta leiksýningarinnar fyrr en sá sem hér stendur hefur lokið þessu ávarpi. (Dok) Þetta er svona um allan heim í dag. Þess vegna er dagurinn kallaður alþjóða-leiklistardagurinn. (Dok) Þessar ræður fjalla yfirleitt um getu leiklistarinnar til að stuðla að skilningi og friði þjóða í milli eða upphaf og tilgang sviðslistarinnar í sögulegu ljósi og svona ræður hafa verið haldnar við upphaf leiksýn- inga á þessum degi síðan 1962 eða í 46 ár. (Þögn, nýr tónn.) Samt er það svo að leiklistinni sem framin verður hér í kvöld er enginn greiði gerður með þessu ávarpi. (Stutt dok) Höfundar sýningarinnar: Skáld- ið, leikstjórinn, leikhópurinn og samverkamenn þeirra gerðu ekki ráð fyrir svona ávarpi í upphafi leiks. Þessi ræða er ekki partur af hinu ósýnilega samkomulagi sem reynt verður að gera við ykkur eftir andartak. (Dok) Leikararnir standa nú að tjalda- baki um allan heim í kvöld og bíða þess pirraðir að þessum ræðum ljúki og leikurinn megi hefjast. Þetta ávarp er ekki að hjálpa þeim. (Dok) Og svo eru það þið áhorfendur góðir. Fæst ykkar áttuð von á þessari truflun. Ávarp vegna al- þjóða-leiklistardagsins! Eitthvað sem þið vissuð ekki að væri til! Kannski setur þetta tal ykkur úr stuði og þið verðið ekki mönnum sinnandi í langa stund og náið engu sambandi við sýninguna. (Þögn, nýr tónn) En ef til vill mun leiksýningin, sem hér fer í gang eftir andartak, lifa af þetta ávarp. Ef til vill mun þetta tal eins og annað tal á hátíðisdögum hverfa úr huga ykkar undrafljótt. Kannski mun leiklistin lifa af al- þjóða-leiklistardaginn og hrista hann af sér eins og svo margt ann- að í gegnum tíðina. Hún er nefnilega eldra fyrir- brigði en alþjóða-leiklistardag- urinn, eins og sjálfsagt verður tí- undað í ávörpum um allan heim í kvöld. (Dok) Sumir halda að hún eigi upphaf sitt í skuggaleik frummanna við varðeldana í grárri forneskju. Aðrir tengja upphafið við fyrstu trúarathafnir mannsins eða jafnvel fæðingu tungumálsins. Samt er það svo, að þegar mað- ur horfir á flug tveggja hrafna sem snúa sér á hvolf og fetta sig og bretta í hermileik háloftanna og að því er virðist skellihlæja að leikaraskapnum, þá er ekki laust við að það læðist að manni sá grunur að þessi göfuga list tilheyri ekki okkur einum og upphaf henn- ar sé dýpra en … við. Tilheyri kannski alveg eins fisk- unum í sjónum. (Þögn, nýr tónn) Þetta var heimspekilegi kafli þessa ávarps. Hér fenguð þið það sem til var ætlast, nokkur orð um upphaf og eðli leiklistarinnar. Ég vona að þessi orð muni stuðla að skilningi og friði þjóða í milli. (Dok) Kæru áhorfendur. Nú mun þetta tal taka enda og sá sem hér stend- ur mun þagna svo átökin á sviðinu geti hafist. Þeirra vegna erum við jú hér. Þessu ávarpi er lokið. Takk fyrir. (Ræðumaður hneigir sig og dregur sig í hlé án þess að brosa.) Af einurð og einlægni Morgunblaðið/Eyþór Einleikur Ávarpi Benedikts Erlingssonar fylgja nákvæmar leiðbeiningar. Leiðbeiningar: Dok =1-1,5 sek. Þögn = 2-3 sek. Ef flytjandinn er lítt undirbúinn og því bundinn við blaðið ætti hann einungis að líta upp og á horfa á áhorfendur í dokum og þögnum. Nýr tónn = frjáls og fer eftir innsæi og smekk flytjanda hvort og hvernig. KATE Hudson og Owen Wilson eru hætt að fara í felur með ást- arsamband sitt, en þau byrjuðu aftur saman á dögunum eftir að hafa slitið sam- vistum um nokk- urt skeið í fyrra- sumar. Þau hafa hingað til neitað því að vera saman á ný, en nú virðist felu- leikurinn vera á enda. Heimilda- maður bandaríska tímaritsins OK! sá til þeirra á stefnumóti á Flórída um páskana. Þau leiddust inn í kvik- myndahús og þegar myndinni lauk fóru þau heim til Wilson. Aftur byrjuð með Wilson Kate Hudson Í BRÉFUM sem Ian Fleming, höf- undur bókanna um James Bond, skrifaði kemur í ljós að hann átti í nánu sambandi við vélritunarstúlku að nafni Jean Frampton. Þar með er talið að fyrirmyndin að ungfrú Moneypenny sé fundin en eins og aðdáendur bókanna og kvik- myndanna um njósnara hennar há- tignar vita, daðrar hann mikið við hana í flestum sögunum. Frampton var ráðin til þess að vélrita handritin að bókum Flemings og brátt fór hann að biðja hana um ráð og gagnrýni við skrifin. Ekki er vitað til þess að þau hafi nokkurn tímann hist en tónninn í orðsending- unum sem þeim fóru á milli þykir mjög innilegur. Bréfin verða boðin upp í næsta mánuði í tilefni af aldarafmæli rit- höfundarins. Moneypenny fundin 007 Lois Maxwell og Sean Connery í hlutverkum Moneypenny og Bond. SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í KRINGLUNNI Frábær gamansöm þroskasaga með Ryan Gosling í aðalhlutverki / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI HORTON kl. 6 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ THERE WILL BE BLOOD kl. 10:30 B.i.16 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 5:50 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 8 B.i.7 ára FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA eeee OK! eeee NEWSDAY eeee EMPIRE eeee - G.H.J POPPLAND styrkir Geðhjálp HANNA MONTANA kl. 8 3D LEYFÐ 3D DIGITAL 10,000 BC kl. 10:15D B.i.12 ára DIGITAL SPIDERWICK CHRONICLES kl 5:40 - 8 B.i. 7 ára JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára HANNA MONTANA kl. 6 3D LEYFÐ 3D DIGITAL LARS AND THE REAL GIRL kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 LEYFÐ 10,000 BC kl. 6 - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL 10,000 BC kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára LÚXUS VIP THE BUCKET LIST kl. 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára THE BUCKET LIST kl. 5:50 B.i. 7 ára LÚXUS VIP SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI - H.J., MBL eeee

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.