Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 85. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ÓSKASTUNDIN
ÞÆR VITA HVAÐ ÞÆR VILJA OG FENGU AÐ
TÍNA ÞAÐ TIL SEM VANTAÐI Í FATASKÁPINN >> 22
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
VONAST er til að viðræðum við Evrópu-
sambandið (ESB) um gagnkvæmar tolla-
lækkanir á landbúnaðarvörum ljúki síðar á
þessu ári, að sögn Ólafs Friðrikssonar,
skrifstofustjóra í sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytinu. Einnig er knúið á um til-
hliðrun fyrir útflutning á íslenskum land-
búnaðarvörum.
Viðræðurnar snúast aðallega um lækkun
gjalda á tveimur flokkum. Annars vegar
mikið unnum landbúnaðarvörum, sam-
kvæmt bókun þrjú við EES-samninginn.
Þar á meðal eru súpur, sælgæti, pasta og til-
búnar pitsur. Þær bera nú magntolla, 3-120
kr/kg. Í viðræðunum fara Íslendingar fram
á fullkomna gagnkvæmni varðandi gjöld á
vörur í þessum flokki. Íslendingar hafa ekki
haft gagnkvæman markaðsaðgang til ESB
varðandi „bókunar þrjú“-vörur en ESB hef-
ur fengið lækkaða tolla á þeim til Íslands.
Hins vegar eru minna unnar landbúnað-
arvörur sem nú bera bæði verðtolla og
magntolla. Snemma árs 2007 tók gildi
samningur á grundvelli 19. gr. EES-samn-
ingsins. Voru tollar á minna unnum land-
búnaðarvörum almennt lækkaðir hér á
landi um 40% auk þess var samið um
ákveðna tollkvóta. Nú er í athugun enn
frekari lækkun tolla á þessar vörur hér og
er farið fram á samsvarandi lækkun hjá
ESB gagnvart slíkum vörum héðan. Þá náð-
ist fram afnám tolla á íslenska tómata,
gúrkur, papriku o.fl. til ESB.
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að tollar á
landbúnaðarvörum verði ekki lækkaðir ein-
hliða. Því er sóst eftir auknum markaðs-
aðgangi í viðskiptalöndunum á móti tolla-
lækkunum hér. Einnig er sótt á um aukinn
kvóta til ESB fyrir vörur á borð við smjör,
skyr og ýmsar kjötvörur.
Haraldur Benediktsson, formaður
Bændasamtakanna, sagði ljóst að innflutn-
ingur á landbúnaðarvörum mundi aukast.
Því væri nauðsynlegt fyrir íslenska bændur
að hafa aðgang að öðrum mörkuðum til að
selja sínar vörur. „Þetta eru kannski hin
réttu vinnubrögð, ef á að opna landið meira,
að við fáum sambærilegan aðgang fyrir
okkar vörur,“ sagði Haraldur. Hann nefndi
t.d. að miðað við verð á lambakjöti í dag
gæti útflutningur verið góður kostur.
Gagn-
kvæmar
lækkanir
Rætt við ESB um tolla
á landbúnaðarvörum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tollalækkun Flatbökur eru meðal þeirra
matvæla sem rætt er um að lækka tolla á.
Skilaboðaskjóðan >> 49
Komdu í leikhús
Leikhúsin í landinu
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SÚ ATLAGA sem þessa dagana er gerð að íslenskum
bönkum og íslenska ríkinu lyktar óþægilega af því að
óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun
til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið, að mati
Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðla-
bankans, en hann ávarpaði ársfund bankans í gær.
„Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að
koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku til-
ræði við heilbrigð fjármálakerfi,“ sagði Davíð og vís-
aði einnig til þess að síðustu mánuði hefði borið á vafa-
samri hegðun á alþjóðlegum mörkuðum.
Í ávarpi sínu lagði Davíð áherslu á mikilvægi þess
að halda verðbólgu í skefjum. „Verðbólga verður stór-
legur skaðvaldur ef hún eykst enn og ekki tekst á
nokkrum misserum að hemja hana með hefðbundnum
úrræðum Seðlabankans.“ Sagði Davíð að afar þýðing-
armikið væri að þeir sem mestu réðu um þróun fjár-
mála- og efnahagslífs í landinu toguðu allir í sömu átt
á móti vexti verðbólgu og létu skammtímahagsmuni
og sjónarmið víkja í þeim átökum.
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í máli sínu
að senn yrði tímabært að gera fræðilega úttekt á pen-
ingamálastjórn Íslands, m.a. til að svara þeirri spurn-
ingu hvort Seðlabankinn hefði við núverandi aðstæð-
ur öll þau tæki í vopnabúri sínu sem hugsanleg væru
til að sinna hlutverki sínu, að halda verðbólgu innan
fyrirfram ákveðinna marka.
„Til slíks verks þarf, þegar þar að kemur, að fá hæf-
ustu sérfræðinga, erlenda og innlenda, líkt og gert
hefur verið annars staðar. Í þessu felst ekki gagnrýni
á peningamálastefnu Seðlabankans, heldur viðleitni
til að gera honum betur kleift að rækja skyldur sínar.“
Geir ítrekaði í ávarpi sínu að íslenskt bankakerfi og
íslensk efnahagsmál stæðu traustum fótum þótt á
móti blési um þessar mundir. Hins vegar benti allt til
þess að lokið væri að sinni mikilli uppsveiflu í íslensku
efnahagslífi. | 14
Til álita kemur að gera
rannsókn á atlögunni
HAGSTOFAN birti í gær tölur um
þróun verðlags og þrátt fyrir að
mælingin hafi verið gerð í annarri
viku marsmánaðar – áður en
gengi krónunnar hrundi – sýna
þær mestu tólf mánaða verðbólgu
í fjögur ár, eða 8,7%. Verð á mat-
vælum er nánast það sama og það
var áður en virðisaukaskattur var
lækkaður á matvæli í byrjun mars
á sl. ári og tveir útgjaldafrekustu
liðir heimilanna, húsnæðiskostn-
aður og ferðir, hafa hækkað um
14% síðastliðið ár. Það eru þeir
liðir sem mest hafa hækkað.
Verð á brauði, fiski, ávöxtum og
grænmeti hefur hækkað mikið á
einu ári. Þannig hefur verð á
brauði hækkað um 12,3%, pasta
um 27,6% og hveiti um 19,1%.
Mjólkurvörur og egg hafa lítillega
hækkað, um 2,9%, en koma til með
að hækka umtalsvert um næstu
mánaðamót. Fiskur hefur hækkað
um 14,8%, ávextir um 15,1% og
grænmeti um 9,6%. Af einstökum
vörum má nefna, að kál hefur
hækkað um 27,7% og kartöflur um
24,5%.
Krónan veiktist um 2,76%
Krónan veiktist um 2,76% í gær.
Gengisvísitalan er nú 157,75 stig
en var 153,40 við opnun banka í
gærmorgun. Hlutabréf lækkuðu
flest í verði í Kauphöll Íslands, úr-
valsvísitalan lækkaði um 1,9% og
stóð við lok markaða í 4.931 stig-
um. Bréf Icelandic Group lækkuðu
um 10,64% og FL Group um
6,16%.
Þá tilkynnti olíufélagið N1 um
hækkun eldsneytisverðs og fylgdu
Skeljungur og Olís í kjölfarið.
Hækkunin nam þremur krónum á
lítra. | 6
Verðlækkun
gekk til baka
KRAKKARNIR í 4. bekk Borgaskóla í Grafarvogi tóku í gær þátt í Vináttuhlaupinu, friðarhlaupi sem fer
fram árlega víða um lönd. Sýndu þau málefninu mikinn áhuga og höfðu augljóslega mikla ánægju af.
Morgunblaðið/RAX
Hlaupið í þágu friðar
TVEIR starfsmenn sláturhúss KVH á
Hvammstanga sluppu ótrúlega vel þegar 2,4
tonna stæða af kjöti féll yfir þá á sl. miðviku-
dag. Mennirnir voru töluvert lemstraðir og
annar fór úr axlarlið auk þess að fá skurð á
ennið. Vinnueftirlitið rannsakar slysið.
Að sögn Magnúsar Freys Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra sláturhússins, er um að ræða
fjögurra hæða stæðu, þar sem hver svo-
nefndur tröllakassi er um metri á hæð og
vegur um 600 kg. „Þeir voru að færa svona
stæður til þegar neðsti kassinn raunverulega
sprakk. Þeir náðu að hlaupa undan en hluti af stæðunni lenti þó á
þeim.“ Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en eru ekki
mikið slasaðir.
Fengu yfir sig 2,4
tonna stæðu af kjöti