Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 6

Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 6
6 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VERÐ á matvælum er núna nánast það sama og það var áður en virð- isaukaskattur á matvæli var lækk- aður í byrjun síðasta árs. Það eru hins vegar tveir útgjaldafrekustu lið- ir heimilanna, húsnæðiskostnaður og ferðir, sem hafa hækkað mest síðast- liðið ár eða um 14%. Útgjöld vegna þessara tveggja liða eru um 43,5% af útgjöldum heimilanna en kostnaður vegna matar og drykkjarvara nemur hins vegar 12,5% af útgjöldunum. Hagstofa Íslands birti í gær tölur um þróun verðlags. Þær sýna að verðbólga er að aukast. 12 mánaða verðbólga er núna 8,7%, sem er mesta verðbólga í fjögur ár. Mæling Hagstofunnar var gerð í annarri viku mars áður en gengi krónunnar hrundi. Því má draga þá ályktun að næsta mæling sýni enn hærri tölur. Verð á fiski, ávöxtum og græn- meti hækkar mikið Í upphafi síðasta árs lækkuðu stjórnvöld virðisaukaskatt á matvæli og afnámu vörugjöld af allmörgum vörum. Þessi lækkun kom fyrst fram í mælingu Hagstofunnar í mars í fyrra. Þá lækkaði verð á matvöru um 7,4% en nú hefur þessi lækkun öll gengið til baka. Verð á drykkjar- vörum er hins vegar enn umtalsvert lægra en það var fyrir ári. Verð á korni hefur hækkað veru- lega á heimsmarkaði og þess gætir greinilega í tölum Hagstofunnar. Verð á brauði hefur hækkað um 12,3% á einu ári þrátt fyrir lækkun á virðisaukaskatti. Pasta hefur hækk- að um 27,6%, hveiti um 19,1% og kökur um 13,9%. Landbúnaðarvörur hafa hækkað mun minna og raunar lækkuðu þær í verði í marsmánuði. Kjötverð hefur hins vegar hækkað um 5,2% á síð- ustu 12 mánuðum. Þar er fyrst og fremst um að ræða lambakjöt sem hefur hækkað um 8,5%, en bæði kjúklingar og svínakjöt hafa lítið hækkað í verði þrátt fyrir að fóð- urverð hafi hækkað mikið að und- anförnu. Mjólkurvörur og egg hafa sömuleiðis hækkað lítið eða aðeins um 2,9%. Það mun hins vegar breyt- ast mikið í næstu mælingu því verð á mjólkurafurðum kemur til með að hækka um 14,6% um næstu mán- aðamót. Verð á fiski hefur aftur á móti hækkað mikið á síðustu 12 mánuðum eða um 14,8%. Sömuleiðis hafa bæði ávextir og grænmeti hækkað í verði. Ávextir hafa hækkað um 15,1% og grænmeti um 9,6%. Einstakar vörur hafa hækkað mun meira. Þannig hef- ur kál hækkað um 27,7%, kartöflur um 24,5% og appelsínur um 28,4%. Útgjöld vegna matvöru eru sam- kvæmt mælingu Hagstofunnar 12,5% af útgjöldum heimilanna, en þessi liður hefur lækkað hlutfallslega á undanförnum árum. Á sama tíma hafa útgjaldaliðir eins og húsnæði, ferðir og tómstundir hækkað stöð- ugt. Nú er svo komið að heimilin verja litlu minna í að greiða fyrir tómstundir og menningu en matvæli. Undir tómstundir og menningu flokkast íþróttaiðkun, bíó, leikhús, bækur, blöð og pakkaferðir. Stærstu tveir liðirnir í útgjöldum heimilanna eru húsnæðiskostnaður (28%) og ferðir og flutningar (15,5%). Þetta eru líka þeir liðir sem hafa hækkað mest á undanförnum 12 mánuðum. Húsnæðiskostnaður hef- ur hækkað um 14,6% og ferðir og flutningar um 13,5%. Fasteignaverð og vextir af íbúðarhúsnæði (reiknuð húsaleiga) hafa hækkað um 19,4% á síðustu 12 mánuðum. Hækkun á þessum liði á mestan þátt í aukningu verðbólgunnar. Athyglisvert er að þessi liður heldur áfram að hækka þrátt fyrir að afar lítil viðskipti séu á fasteignamarkaði. Verð á fasteignum virðist því ekki vera að lækka neitt ef marka má tölur Hagstofunnar. Gríðarleg aukning hefur sömuleið- is orðið á eldsneytiskostnaði. Verð á bensíni hefur hækkað um 28,6% og verð á dísil um 33,9%. Verð á þjónustu hækkar um- fram verðlag Tölur Hagstofunnar sýna enn- fremur að verð á ýmissi þjónustu hækkar talsvert umfram almennar verðlagshækkanir. Sem dæmi má nefna að hjólbarðaverkstæði hafa hækkað verð á sinni þjónustu um 9,2% á einu ári, kostnaður við við- gerð og viðhald á bifreiðum jókst um 9,1%, verð á bifreiðaskoðun hækkaði um 16%, viðgerð á tækjum hefur hækkað í verði um 11,1%, verð á klippingu hækkaði um 10,3% og kostnaður við hreinsun og viðgerð á fötum hefur aukist um 24,7%. Einnig eru dæmi um hækkun á op- inberri þjónustu. Sorphreins- unargjöld sem sveitarfélögin ákveða hafa hækkað um 23,2% á einu ári og verð á heilbrigðisþjónustu hefur hækkað um 8,8%, en þar er bæði um að ræða hækkun á komugjöldum á heilsugæslustöðva og eins hafa tann- læknar hækkað verð umtalsvert. Verð á strætisvagnaþjónustu og leik- skólaplássum hefur hins vegar lækk- að á síðustu 12 mánuðum. Verð á bílum er byrjað að hækka Eins og áður segir eru áhrif lækk- unar á gengi krónunnar ekki komin fram nema að mjög litlu leyti. Gengi krónunnar hefur þó sigið síðustu mánuðina. Gengið var t.d. um 8% lægra í byrjun mars sl. en í byrjun mars árið 2007. Gengisbreyting- arnar eru farnar að koma fram í verði á bifreiðum sem hefur hækkað um 6,2% frá áramótum. Raftæki hafa einnig hækkað í verði síðustu mán- uði. Verð á bæði raftækjum og bílum breyttist sáralítið á síðasta ári. Kostnaður við húsnæði og ferðir hefur aukist um 14% á einu ári Í HNOTSKURN »Verðbólgan mælist núna8,7% sem er mesta verðbólga í fjögur ár. Í ársbyrjun 2002 fór verðbólgan í 9,4%. »Ýmislegt bendir til að í næstumælingu Hagstofunnar fari verðbólgan upp fyrir þetta met, en ef það gerist þarf að fara aft- ur til ársins 1990 til að finna hærri tölur. »Verðbólgan hækkar verð-tryggð lán heimilanna, bæði afborganir og höfuðstól. Tæplega helmingur af útgjöldum heimilanna er kostnaður við hús- næði og ferðir en út- gjöld vegna þessara liða hafa aukist mikið á síðustu 12 mánuðum.      *     #   )++,    )++-               --  !   " #   !   $    #    "%  & $   ' (  )    "#  * +    #   & ,"#  & - "# . /    &' + "# . /    &) 0  "# . /    &* 1  "# . /    ' 1    ) !"%.      * +"#  *& +"#  #  "     2 3  2 455   66 / 73  2& $   2' 85  22  9 :  .   #  6  9 $ ;.  6  "   9& ,7  9< ,  #   < + . =  .    6  & >" #  .-/ ,)/ 01/ 00/ ')2/ ).,/ '0)/ '20/ 1)/ 3-/ '0/ -1/ 20/ '3-/ )0/ 4)2/ '12/ '1'/ )-3/ ''0/ '3)/ ',1/ 0./ ,./ ),,/ )31/ ,'/ 2)/  & ,   & ' , %  && : .     &   && ?%  ' 1# ' )  .   7 #  '& +% ) = .      ) : =  )& @  =  )) +5 )* @     * = # .  =   6 *' @   2  2 0    #  2&   "% 2&& ?   9 1     9 , 5 # " 9 ' @"%      9& @  # " 9&& $  A*  9&&) > 9&' B     9'& +     9'&& 0   32/ 40)/ 2+/ )-/ )1/ 1'/ )3,/ ''./ '3./ '+0/ '02/ )2)/ 20/ 2'/ ,,/ 32/ 4+1/ --/ 0./ '21/ -3/ 0-/ '02/ ),+/ 220/ ,0/ 4)1+/ 1,/ 9'' 1   "#   9''& 1   "#  =   9') 1   7 "% < (%    < (%  < ' + "% A ?%     A +"% #5.  6. #  6 A * B  7 "  6 A' ' 0" #   # A)  %   %  A)& !  7 A* $#.     # A* & $% =  6 A*& > #    A2 (     A2& (    =    ! %      & 4  #   "% & +   .    #  & 7   .   6 &' 1C  "% &' 0 %  &'& >   &) ?   &* 1"77 "% %6 6 6 &* ' + 5 "#.  /   -2/ ')1/ -+/ 1'/ 0./ 12/ ',/ 43-/ '''/ 4'2-/ ,1/ .1/ ../ ).2/ 1./ '2+/ 52-/ '0/ .2/ 1,/ .0/ 03/ 4')/ 4''/ 4',/ .'/ ,-/ '3+/           6 !         #         )0     31     !"# $% &  ' ("# % &') # * *)* 21 +")  ,  )  )- -.   /' 01'  '  +.  " )               LANDSÁÆTLUN vegna heimsfaraldurs inflúensu var undirrituð í gær en áætlanagerð- in hefur staðið yfir síðan vorið 2006 þegar stýrihópur ríkislögreglustjóra og sóttvarna- læknis var skipaður. Til að fagna áfanganum, sem ríkislögreglustjóri sagði í erindi sínu all- mikil tímamót fyrir almenning í landinu, voru saman komnir í Skógarhlíð margir þeirra sem lagt hafa hönd á plóg en alls hafa á annað hundrað manns – víðs vegar úr atvinnulífinu – tekið þátt í gerð áætlunarinnar. Viðbúnaðaráætlunin nær yfir alla þætti sam- félagsins og beinist m.a. að því að halda uppi mikilvægum samfélagsstoðum, s.s. löggæslu, fjarskiptum, orku- og vatnsdreifingu, sorp- hirðu og starfsemi fjölmiðla auk þess að skipu- leggja birgðir matvæla og annarra nauðsynja. Meðal helstu markmiða áætlunarinnar er að hindra að faraldur berist til landsins, draga úr útbreiðslunni ef hann berst hingað, lágmarka smithættu og líkna sjúkum. Verður slíkt m.a. gert með einangrun sýktra og sóttkví fyrir þá sem mögulega hafa smitast. En þrátt fyrir að áætlun vegna heimsfarald- urs hafi nú verið undirrituð er ekki þar með sagt að verkefninu sé lokið. Raunar aðeins fyrsta áfanga. Í stöðuskýrslu stýrihóps frá því í janúar eru nokkur verkefni nefnd. Þar á meðal að kynna þurfi landsáætlunina fyrir þeim að- ilum sem hafa hlutverk í áætluninni, s.s. heil- brigðisstarfsfólki, lögreglumönnum og björg- unarsveitum. Því samhliða þarf að útbúa fræðsluefni fyrir almenning og gerð gátlista vegna fyrirtækja sem sinna mikilvægri starf- semi í farsóttum. Í erindi Haralds Briem sóttvarnalæknis kom fram að verkefnið væri þess eðlis að því lyki raunar aldrei. Hann sagði ljóst að heimsfar- aldur inflúensu mundi ganga yfir, hvort sem það yrði fuglaflensustofninn, H5N1, eða annar stofn. Það er einfaldlega kominn tími á far- aldur, sagði Haraldur, en óvenjulega langt er síðan síðasti heimsfaraldur reið yfir – næstum fjörutíu ár. Síðastliðin 400 ár hefur heimsfaraldur inflú- ensu farið um heiminn þrisvar til fjórum sinn- um á hverri öld, og á síðustu öld gengu þrír heimsfaraldrar inflúensu yfir. Allmikil tímamót fyrir almenning  Ríkislögreglustjóri og sóttvarnarlæknir undirrituðu landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu  Beinist að því að halda uppi mikilvægum samfélagsstoðum, s.s. löggæslu og vatns- og orkudreifingu Morgunblaðið/Júlíus Sterkt samband Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri og Haraldur Briem sóttvarn- arlæknir undirrituðu landsáætlunina. Þeir lofuðu báðir samvinnu embætta sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.