Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Ný sending
Kjólar - jakkar - silkidragtir
buxur - peysur - bolir
Málfundafélagið Óðinn í Reykjavík verður 70 ára
í ár og af því tilefni verður afmælishátíð í Valhöll
laugardaginn 29. mars milli kl. 17 og 19.
Óðinn
70 ára
Léttar veitingar á boðstólum.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið!
Geir H. Haarde,
forsætisráðherra,
heldur hátíðarræðu
og Illugi Gunnarsson,
alþingismaður,
verður veislustjóri.
Nýja línan frá
Fuchs-Schmitt
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið sýnishornin á www.laxdal.is
Tækifæri í gamla
Vesturbænum
Útsýni
Ljósvallagata 8 – 101 Reykjavík
3 herbergi – 71,2 fm
Opið hús laug. 29. mars
kl. 15-16 eða pantið skoðun
Verð: 23.500.000
AG fasteignafélag – Upplýsingar í
síma 847 6389
Sjá myndir: www.habil.is
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík,
sími 562 2862
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
M
bl
.
97
73
87
Vorkápur
str. 42-56
Opið laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og
Eddufell 10.00-14.00AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Eins og fyrr segir lagði lögreglu-
stjóraembættið rekstraráætlunina
fram hinn 11. febrúar sl. Samkvæmt
starfsreglum verða stofnanir hins op-
inbera sem vilja auknar fjárheimildir
að gera tillögur þar að lútandi í febr-
úar árið á undan, í þessu tilfelli í febr-
úar 2007.
Að sögn Eyjólfs er ástæðan fyrir
því að óskin um viðbótarfjármagn
barst svo seint einkum sú að miklir
hnökrar voru á því þegar embætti
sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli
var fært frá utanríkisráðuneytinu til
dómsmálaráðuneytisins og sameinað
lögreglunni í Keflavík. Önnur lög-
reglulið hefðu unnið að sameining-
unni allt árið 2006 en sýslumanns-
embættið ekki verið kallað að starfinu
fyrr en í árslok 2006. Þetta hefði sett
alla undirbúningsvinnu fyrir fjárlög
2008 í uppnám og embættið í raun
ekki haft forsendur til að skila ósk um
viðbótarfjármagn fyrr en nú. Hann
bætti við að embættið hefði nú þegar
skilað inn ósk um aukafjárheimildir
fyrir árið 2009 en þar er óskað eftir
287 milljóna króna hærri fjárveitingu.
Eyjólfur sagði að m.a. vegna erf-
iðleika við gerð rekstraráætlunar
hefði dómsmálaráðuneytið skipað
nefnd sem var m.a. ætlað að gera út-
tekt á rekstri og fjármálaumsýslu
lögreglustjórans á Suðurnesjum og
aðstoða við gerð rekstraráætlunar.
Áætlunin hefði verið unnin í fullu
samstarfi við nefndina sem hefði fyrir
sitt leyti fallist á að afhending utan-
ríkisráðuneytisins á sýslumannsemb-
ættinu og móttaka dómsmálaráðu-
neytisins hefði verið illa útfærð.
Umrædd nefnd var skipuð fulltrúa
frá fjármálaráðuneytinu og Ríkisend-
urskoðun auk annars sérfræðings.
Samkvæmt upplýsingum frá dóms-
málaráðuneytinu skilaði nefndin ekki
formlegri skýrslu.
Búnir að hagræða í botn
Eyjólfur sagði að embættið gæti
ekki hagrætt meira í rekstri, það væri
komið yfir þau vatnaskil. Sú sárs-
aukafulla hagræðing sem ætti sér
stað hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu væri fyrir löngu yfirstaðin á
Suðurnesjum. Þá sagðist hann óttast
að samvinna lögreglu og tollgæslu
myndi minnka ef embættinu væri
skipt og tveir stjórnendur settir yfir
það í stað eins. Það yrði þá væntan-
lega rekið á aðskildum fjárlagaliðum
sem gæti skapað margvíslegan
vanda. Hann nefndi sem dæmi að í
dag ynnu lögfræðingar embættisins
bæði að saksókn sakamála og að tolla-
málum „á sama deginum og við sama
skrifborðið. Ég skipti þeim mönnum
ekki upp svo létt,“ sagði hann. Eyjólf-
ur sagði að fjárþörf embættisins yrði
áfram til staðar, hvað sem liði skipt-
ingunni. Hann kvaðst verulega ósátt-
ur. „Ég kalla bara eftir því sem
starfsmaður þessa embættis, sem
þegn í þessu landi og sem sjálfstæð-
ismaður í áratugi að Sjálfstæðisflokk-
urinn standi við það sem hann lofaði á
landsfundi á síðasta ári, að auka
stuðning við löggæsluna í landinu eft-
ir sameiningu lögregluembættanna.
Sameining lögregluliðanna í landinu
verður ekki giftusamleg fyrr en þessi
aukni stuðningur kemur til.“
BÖÐVAR Jónsson, aðstoðarmaður
Árna M. Mathiesen fjármálaráð-
herra, segir að það verði einfald-
lega að koma í ljós hvort breyting á
tollgæslu á Suðurnesjum leiði til
minni útgjalda fyrir ríkissjóð. „Ég
get ekkert sagt um það á þessu
stigi hvort þetta verði til þess að
spara fjármuni,“ sagði Böðvar.
Aðspurður sagðist hann ekki eiga
von á því að stofnað yrði sérstakt
embætti tollstjóra á Keflavík-
urflugvelli, það væri raunar afar
hæpið. Í athugun væri að sameina
tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og
tollstjórann í Reykjavík.
Fyrir rúmlega ári var skipulagi
tollamála umbylt með breytingu á
lögum og tollumdæmum m.a. fækk-
að úr 26 í 8. Yrði umdæmið á Kefla-
víkurflugvelli fært undir tollstjór-
ann, yrði aftur að breyta lögunum,
að sögn Böðvars. Ráðuneytið væri
að vinna í málinu og niðurstaðan
yrði væntanlega kynnt í næstu
viku.
Auk þess að vera aðstoðarmaður
fjármálaráðherra er Böðvar forseti
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Hann segir að verði embættin sam-
einuð felist í því heilmikil tækifæri
fyrir tollgæsluna á Suðurnesjum.
„Ef þetta verður stærra umdæmi
get ég ekki séð annað en að það séu
heilmikil tækifæri til að flytja verk-
efni frá Reykjavík og á Suðurnes,“
sagði hann.
Starfsmenn sem hafa sinnt ör-
yggisgæslu á Keflavíkurflugvelli
vegna flugverndar, s.s. vopnaleit og
skimun á farangri, færast frá lög-
reglustjóranum á Suðurnesjum yfir
til samgönguráðuneytisins. Um 80
manns vinna við öryggisgæsluna.
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðu-
neytisstjóri samgönguráðuneyt-
isins, sagði ráðuneytið ágætlega í
stakk búið til að taka við þessu
verkefni. Hún sagðist ekki hafa
upplýsingar um hversu miklir fjár-
munir færðust yfir til ráðuneytisins
vegna þessa. Verið væri að fara yfir
málið í ráðuneytinu. Hún sagðist
ekkert geta sagt um hvort ætlunin
væri að spara fjármuni með þessum
hætti. „Eðli málsins samkvæmt get
ég engu svarað um það heldur. Við
tökum við þessari starfsemi ná-
kvæmlega eins og hún er, hún fær-
ist bara yfir til Flugmálastjórnar á
Keflavíkurflugvelli þannig að það
verður engin breyting núna.“
Sameining við tollstjórann
í Reykjavík í athugun