Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 11
FRÉTTIR
BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju-
málaráðherra var á fimmtudag við-
staddur þegar kjölur var lagður að
nýju og fullkomnu varðskipi Land-
helgisgæslunnar.
Var það gert við hátíðlega athöfn
í skipasmíðastöðinni Asmar í Talca-
huano í Chile og markaði athöfnin
upphafið á eiginlegri smíði skips-
ins. Skipið verður afhent fullbúið á
haustmánuðum 2009 og mun það
valda þáttaskilum í starfsemi Land-
helgisgæslu Íslands.
Í ferðinni hefur Björn meðal ann-
ars átt fund með José Goni Car-
rasco, varnamálaráðherra Chile.
Jafnframt heimsótti hann höf-
uðstöðvar landhelgisgæslu Chile og
kynnti sér þar rafrænt eftirlits-,
skráningar- og tilkynningakerfi.
Athöfnin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flutti ávarp þegar kjölur
var lagður að hinu nýja varðskipi Landhelgisgæslunnar í Chile.
Smíði á nýju skipi Landhelg-
isgæslunnar hefst í Chile
„ÞVÍ miður hafa pólitískir sviptivindar síðustu missera í stjórnkerfi borg-
arinnar valdið ófyrirséðum töfum í viðræðum Festa og borgaryfirvalda,“
segir í yfirlýsingu fasteignafélagsins Festa, eiganda húsanna við Hverf-
isgötu 32 og 34 sem hafa staðið yfirgefin um hríð. Félagið tekur undir
áhyggjur af öryggismálum í mannlausum húsum og undirstrikar að af þess
hálfu sé eindreginn vilji til að fjarlægja húsin og ganga frá lóðum þar til
byggingarframkvæmdir geta hafist. Hins vegar fáist ekki heimild til niður-
rifs fyrr en skipulagsráð hefur samþykkt teikningar af því sem byggt verð-
ur í staðinn. Mun félagið loka húsunum samkvæmt beiðni slökkviliðsstjóra
en segir það ekki útiloka innbrot. „Þess vegna láta Festar í ljós von um að
fá sem allra fyrst heimild til að fjarlægja þau hús sem borgaryfirvöld hafa
þegar tekið ákvörðun um að verði rifin.“
Pólitík tefur niðurrif
FUNDUR flokksstjórnar Samfylk-
ingarinnar verður haldinn á morg-
un, sunnudag, kl. 12 til 16 í Súlnasal
Hótels Sögu.
Fundurinn hefst með ávarpi for-
mannsins, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur. Því næst hefst mál-
stofa um efnahagsmál með þátt-
töku Friðriks Más Baldurssonar,
Eddu Rósar Karlsdóttur og Ólafs
Darra Andrasonar. Síðan verður
rætt um grænt hagkerfi, en Þórunn
Sveinbjarnardóttir hefur þar fram-
sögu. Loks fara fram almennar
stjórnmálaumræður og ráðherrar
flokksins sitja fyrir svörum.
Flokksstjórn Samfylkingar fundar
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
MIKILL hugur er í forystumönnum
Málfundafélagsins Óðins, sem var
stofnað fyrir 70 árum. Theodór Ben-
der, bakari í Kökubankanum í
Garðabæ og formaður félagsins,
segir að mikil samkeppni sé um at-
hygli fólks en þó að víða hafi dregið
úr almennri félagastarfsemi finni
hann fyrir stemmningu fyrir starf-
semi Óðins enda sé byggt á traust-
um grunni.
Málfundafélagið Óðinn var stofn-
að 29. marz 1938 og halda félags-
menn upp á 70 ára afmæli félagsins
með veislu í dag. Stofnfélagar voru
um 40 og um næstu áramót voru fé-
lagarnir um 290 en á undanförnum
árum hafa um 300 til 400 manns ver-
ið í félaginu.
Áhrif í verkalýðshreyfingunni
Theodór Bender rifjar upp að
Ólafur Thors og Bjarni Benedikts-
son hafi verið helstu hvatamenn að
stofnuninni. Sjálfstæðismönnum og
öðrum hægri sinnuðum mönnum
hafi ofboðið ofríki vinstri manna í
verkalýðshreyfingunni og fundist
þeir einoka umræðuna um of. Þeir
hafi stofnað Málfundafélagið Óðin í
þeim tilgangi að sameina krafta
hægri manna til að fá einhverju ráð-
ið í verkalýðshreyfingunni og það
hafi tekist.
Fyrstu áratugina einbeitti Mál-
fundafélagið Óðinn sér fyrst og
fremst að verkalýðsmálum og ýms-
um framfaramálum í sambandi við
kjör launafólks. Theodór segir að
eftir að dregið hafi úr áhrifum
stjórnmálaflokka í verkalýðshreyf-
ingunni hafi kröftunum verið beint
að innra starfi í Sjálfstæðisflokknum
í sambandi við kosningar, landsfundi
og málefnavinnu. Stofnendur félags-
ins hafi lagt áherslu á að efla fólk í
félagsstarfi og gefa því tækifæri til
þess að þjálfast í ræðumennsku.
Reglulega hafi verið haldnir mál-
fundir þar sem menn hafi komið
skoðunum sínum á framfæri og að
undanförnu hafi verið blásið nýju lífi
í þennan hluta starfseminnar. Theo-
dór segir að Óðinn hafi enn mjög
mikinn áhuga á kjarabaráttu og vel-
ferð hins almenna launamanns, en sé
samt meira landsmálafélag nú en áð-
ur.
Byggingar og lán
Fyrsti formaður Óðins var Sig-
urður Halldórsson en með honum í
stjórn voru Magnús Ólafsson, Sig-
urður Guðbrandsson, Hans Guð-
mundsson, Ingi Hannesson og Axel
Guðmundsson.
Theodór segir að félagið hafi kom-
ið að mörgum málum í gegnum tíð-
ina. „Sennilega stendur einna helst
upp úr að Óðinsmenn beittu sér
mjög fyrir byggingu fjölbýlishúsa í
Breiðholti á sínum tíma og því að
koma á svokölluðum smáíbúðalánum
til að leysa húsnæðisvanda í Reykja-
vík,“ segir Theodór og minnist sér-
staklega framgöngu Meyvants Sig-
urðssonar í því sambandi. Hann
bætir við að ekki megi gleyma því að
það hafi verið mikið afrek að komast
til áhrifa í verkalýðshreyfingunni og
koma þar áherslum Sjálfstæð-
isflokksins og sjálfstæðistefnunni í
góðan farveg.
Theodór segir að starfsemi Óðins
hafi verið einna blómlegust fyrstu 30
til 40 árin eða á því tímabili þegar
pólitíkin hafi ráðið ríkjum í verka-
lýðsmálunum. Á sama tíma hafi fé-
lagsmenn gefið út blaðið Vilja, þar
sem þeir hafi komið hugðarefnum
sínum á framfæri og hafi fyrstu
blöðin verið handskrifuð. Síðan hafi
félagið ekki verið eins áberandi í op-
inberu sviðsljósi en starfað mikið
innan Sjálfstæðisflokksins og gera
megi því skóna að þannig verði
starfsemin í næstu framtíð. Unnið sé
að því að koma upp vef félagsins á
netinu og hugmyndin sé að standa
reglulega fyrir opnum fundum eins
og gert hafi verið með Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur, mennta-
málaráðherra, í janúar.
„Næsta stóra verkefni okkar er
samt að ná hreinum meirihluta í
Reykjavíkurborg en opnu fundirnir
eru liður í því að efla þetta hefð-
bundna félagsstarf í Sjálfstæð-
isflokknum í Reykjavík. Við viljum
líka kenna fólki ræðumennsku og
slíkt eins og lagt var upp með í byrj-
un,“ segir Theodór Bender.
Byggt á traustum grunni
Morgunblaðið/Ómar
Ferðalög Félagsmenn hafa oft farið saman í ferðir til að stilla strengina og efla liðsandann.
Málfundafélagið
Óðinn var stofnað
fyrir 70 árum
Formaðurinn Theodór Bender er
formaður Málfundafélagsins Óðins,
sem stendur á merkum tímamótum.
G
C
I
G
R
O
U
P
A
L
M
A
N
N
A
T
E
N
G
S
L
*Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.citroen.is
Fullkomnari fullkomnun
Sjáðu Citroën Berlingo í dag
Dæmi um staðalbúnað í Citroën:
· Meiri burðargeta: 800 kg
· Hliðarhurðir beggja vegna með
lokunarvörn
· 180 gráðu opnun á afturhurðum
· Topplúga fyrir lengri hluti
· Hiti í sætum
· Rafdrifnar rúður
· Geislaspilari með útvarpi og
fjarstýringu við stýri
· Fjarstýrð samlæsing
· Fellanlegt framsæti farþega
með borði og geymsluhólfi