Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
D!E D!E ! 0(
2 %+
3 %
D!E 9 $E
*+-,
(+
3 %
2%
>F G -
H
* *+
3 %,
3 %0
1?+8
>4E
(*+0
+*(+
3 %!
3 %
D!E : *
D!E )
!*0 * -+
3%0
2 %
! " # $ %$&'($) *#
;
%
< %
4
: 5 6
$
# : 5 6
83 6
10 : 5 6
:
6
6 85
C
IJ
: 5 6
,
5 $
6
0
6
!
6
+(@D-
+
;$
7 1"766 6
? 6
K 6
=
*;
#
'2* 6
4J
6
4
J 4F
4
J (
(L1
8 $
1
: 5 6
1M
$
IJ
J : 5 6
-/" 6
+5
6
?
# 6
B
# 6
#
>
N
4 N6
$ :
6
5"
6
? 5
,%!
! %-
% +% ,% !%+
!%+
,+%
0%(
0 !% %+
!%
0%
%
+%-
0+%(
!+ %
+(%
%--
(%
%
+%(
!,%
-%(
( %
%
+%
B5
?
,
5 +
26 A6A
&&'6 '6*2A
&A6**A62*
6& 62) 6A*
*629<62A969&9
2262&A6'&
6*&A6A 2
6<) 6 9)6*'9
<6AA 6**
&A6&**6&2
6A< 6)2A
6 A 6AA26<<)
&6AA26
'69&69
6' *6<99
62A'6
< 6&
)6<996 )A
*62&6
;
'6&26*'*
)6* A6*<
;
& 6<&6 *
;
;
)*6A'6
A<6
;
9.'<
).*
.&
2.&*
9.
&).'*
&).)
9**.
&A.&
A .'
).&2
.**
).&9
A .A
.'
2.92
A).
)**.
'**.
.<9
)A.
&.)
;
2.'*
;
;
*A*.
.
;
9.)&
).<
.&&
2.'
9. *
&).2*
&).2
92&.
&A.)
A&.
).&<
.2
).'&
A&.*
.'&
2.<&
A2.*
)9<.
'2*.
.<<
*&.
&.9
&&.
2.)&
;
;
* *.
&.
2.
1"#
A
&<
2<
2*
&
2
2
'2
A
2
)
)*
<
<
'
&
9
;
'
2
;
*
;
;
'
;
>
6
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&<6'6&<
&96'6&<
&<6'6&<
6'6&<
<6&6&<
&<6'6&<
26 &6&9
&&6<6&9
&<6'6&<
&<6'6&<
96'6&<
VERÐI íslensku bankarnir fyrir
frekari skakkaföllum af völdum
lánakreppunnar gæti alþjóðlega
matsfyrirtækið Standard & Poor’s
gripið til þess ráðs að lækka láns-
hæfiseinkunn íslenska ríkisins.
Þetta kemur fram í viðtali breska
blaðsins Daily Telegraph við Eileen
Zhang, aðalgreini Íslands hjá S&P.
Ekki kemur fram í viðtalinu, sem
nálgast má á vefvarpi blaðsins,
hvaða skakkaföllum bankarnir
hafa orðið fyrir af háum kostnaði
við tryggingu á skuldum þeirra á
eftirmarkaði en Zhang bendir þó á
misvægi í íslenska hagkerfinu. Hún
segir S&P munu fylgjast náið með
þróun mála en erfitt sé þó að segja
til um hversu mikil áhætta sé á
hruni bankakerfisins. Zhang árétt-
ar jafnframt að leggist íslenska
bankakerfið á hliðina muni hnatt-
ræn áhrif af því verða lítil.
Einkunn
Íslands
gæti lækkað
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
VÍSITALA neysluverðs í marsmán-
uði hækkaði örlítið meira frá fyrra
mánuði en greiningardeildir bank-
anna gerðu ráð fyrir. Hækkunin var
1,47% en deildirnar gerðu ráð fyrir
1,2–1,4% hækkun milli mánaða. For-
stöðumenn greiningardeildanna spá
því að verðbólgan muni aukast enn
frekar í næsta mánuði en hún muni
lækka hratt er komið verður fram á
sumarið. Það sé þó háð því að krónan
hætti að veikjast.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Glitnis, segir að það sem
standi upp úr varðandi mælinguna á
vísitölu neysluverðs nú sé að geng-
isáhrifin hafi komið skjótt fram. Út-
sölulok séu einnig kröftugur áhrifa-
valdur og húsnæðisverð hafi
hækkað, sem komi nokkuð á óvart.
„Við reiknum með að verðbólgan
muni verða enn meiri í næsta mánuði
en nú og að 12 mánaða verðbólgan
fari þá úr 8,7% nú og upp undir 10%.
Það getur varað eitthvað fram á árið,
en mun þó ráðast af þróun krónunn-
ar. Þetta verðbólguskot mun síðan
væntanlega ganga tiltölulega snögg-
lega yfir, jafnvel á um sex mánuðum,
og eftir það mun verðbólgan lækka
og verðbólgumarkmið Seðlabank-
ans, 2,5%, nást rétt eftir næsta ár.“
Kemur ekki á óvart
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður
greiningardeildar Kaupþings segir
ekki ólíklegt að verðbólgan verði til-
tölulega mikil fram á sumarið en hún
muni þá minnka hratt.
„Staðan nú er svipuð og í verð-
bólguskotunum 2006 og 2001, en þá
gekk hún hratt yfir og lækkaði mjög
skart. Við sjáum tvennt fara saman
nú, annars vegar að krónan byrji að
styrkjast og hins vegar að fasteigna-
markaðurinn kólni. Þetta tvennt hef-
ur mjög mikil áhrif til að halda aftur
af verðbólgunni.“
Hann segir að Seðlabankinn hafi
miklar áhyggjur af víxlhækkun
launa og verðlags, sem myndi leiða
til meiri verðbólgu. Líkur þar á séu
þó minni en ella því fram undan sé
mikil kólnun í efnahagslífinu sem
komi í veg fyrir þessa víxlverkun.
Ekkert í mælingunni á vísitölu
neysluverðs að þessu sinni kemur
sérstaklega á óvart, að sögn Eddu
Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns
greiningardeildar Landsbankans.
„Við gerum ráð fyrir að verðbólg-
an verði áfram mikil og þar er það
veiking krónunnar sem skiptir
mestu máli,“ segir Edda Rós. „Í
næsta mánuði sjáum við fram á mæl-
ingu sem verði vel yfir 1% og því
reiknum við með að verðbólgan fari
þá hátt í 10%. Reyndar reiknum við
með að verðbólgan fari á næstu
tveimur mánuðum í hæsta gildi sem
hún hefur farið í frá því verðbólgu-
markmið Seðlabankans var tekið
upp fyrir 7 árum. Hins vegar gerum
við ráð fyrir að hún minnki er komið
verður fram í júní, en það fer allt eft-
ir því hvað gerist með krónuna.“
Spá enn meiri verð-
bólgu í aprílmánuði
Framhaldið er mikið háð því hvað verður um krónuna
-%,
%-
+ ,
! -., /* # *
&
*
*
O*
'4 *
B% ;
+
., / **01/ #$
#
$ %2
- ! ( + ,
'4 *
NÆR helmingur fjármagns í hinum
vestræna heimi er nú í eigu kvenna
og það fjármagn þarf að virkja.
Þetta kom fram í máli Höllu Tóm-
asdóttur, stjórnarformanns Auðar
Capital, á námsstefnu á Hilton Nor-
dica-hótelinu í gær um hvernig ætti
að virkja fjármagn kvenna. Uppselt
var á námsstefnuna en að henni
stóðu Samtök atvinnulífsins, Félag
kvenna í atvinnurekstri, viðskipta-
ráðuneytið og iðnaðarráðuneytið.
Í erindi sínu hvatti Halla konur
til að fara enn frekar fyrir fjár-
magni sínu. Sagði hún auð kvenna
um alla heim hafa aukist á mun
meiri hraða en margir gerðu sér
grein fyrir. Vísaði Halla til nýlegrar
skýrslu The Economist fyrir
Barclays-bankann sem sýndi að
konur ættu um 48% af sparnaði í
Bretlandi og að árið 2020 yrðu kon-
ur orðnar fleiri en karlar í hópi
breskra milljarðamæringa.
Meðal annarra fyrirlesara var
Karin Forseke, fv. forstjóri sænska
fjárfestingabankans Carnegie, sem
fjallaði um reynslu sína á fjármála-
mörkuðum á Norðurlöndunum, í
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Áréttaði hún mikilvægi þess að kon-
ur létu meira fyrir sér fara í við-
skiptalífinu. Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra setti námsstefn-
una og viðraði m.a. hugmyndir um
kynjakvóta í atvinnulífinu. Sögðust
aðrir fyrirlesarar sumir hverjir
telja tormerki á þeim hugmyndum.
Aukið fjármagn í eigu kvenna
Morgunblaðið/Valdís Thor
Konur Fyrra pallborð námsstefnunnar, f.v. Karin Forseke, Bjarni Ár-
mannsson, Kristín Pétursdóttir og Jón Scheving Thorsteinsson.
ÍSLENSKT efnahagslíf er áfram
fyrirferðarmikið í umfjöllun er-
lendra fjölmiðla eftir að stýrivextir
Seðlabankans voru hækkaðir í 15%.
Þannig varpaði danska viðskipta-
blaðið Børsen fram í fyrirsögn í gær
hvort íslensk hlutabréf væru komin í
alþjóðlegan skammarkrók. Var bent
á að úrvalsvísitalan í íslensku kaup-
höllinni hefði lækkað um 55% síðustu
sex mánuði og aðeins ein vísitala
hefði hækkað meira á sama tíma. þ.e.
um 56% í kauphöllinni í Víetnam.
Næst koma kauphallirnar í Serbíu
með 42% lækkun og vísitalan í Jórd-
aníu sem hefur fallið um 40%. Þó er
þess getið að enn hafi einhverjir ís-
lenskir fjárfestar getað hagnast á
hlutabréfunum, þar sem vísitalan
hefði fjórfaldast frá árinu 2001.
Í breska vefmiðlinum This is mo-
ney er því velt upp hvort ástæða sé
fyrir breska sparifjáreigendur að
hafa áhyggjur af stöðu íslensku
bankanna. Bent er á að bankarnir
séu komnir með stóra sneið af sparn-
aði breskra neytenda, eða yfir fimm
milljarða punda. Þar segir ennfrem-
ur að ef Seðlabanka Íslands takist að
endurvekja traust fjárfesta á ís-
lensku efnahagslífi þá sé engin
hætta á ferðum.
Ísland áfram í
sviðsljósinu ytra
● LÍKT og með skuldabréf Kaup-
þings hefur matsfyrirtækið Moody’s
einnig gefið sérvörðum skuldabréf-
um Glitnis hæstu lánshæf-
iseinkunn, eða Aaa. Um er að ræða
tvær útgáfur, annars vegar upp á 16
milljarða króna sem koma til
greiðslu árið 2050 og hins vegar 40
milljarða króna sem eru á gjalddaga
árið 2051. Skuldabréfin eru útgefin
beint af Glitni og lúta veðheimildum
sem felast í safni íslenskra húsnæð-
islána.
Moody’s gaf Glitni
einnig hæstu einkunn
● SEÐLABANKINN stóð fyrir útboði á
ríkisbréfum á fimmtudag, flokknum
RIKB 08 1212. Alls bárust 25 gild til-
boð að upphæð 9,95 milljarðar
króna en tilboðum var tekið fyrir
7,15 milljarða að nafnvirði á 15,11%
meðalávöxtunarkröfu. Hugðist bank-
inn taka við tilboðum upp á 10 millj-
arða króna. Útgáfan var viðbót við
áður birta útboðsáætlun Seðlabank-
ans og hluti af viðbrögðum stjórn-
valda ætluðum til að létta á markaði
með vaxtaskiptasamninga. Ávöxtun
ríkisbréfa hefur hækkað töluvert eftir
síðustu stýrivaxtahækkun.
Tilboðum tekið í sjö
milljarða ríkisbréf
● GENGI doll-
arans féll um
2,4% gagnvart
evrunni í síðustu
viku og er það
mesta vikulækk-
un í meira en
tvö ár, að því er
segir í frá á vef
Bloomberg. Er
dollarinn mjög nærri sínu sögulega
lægsta gengi gagnvart evru. Hins
vegar segir í greininni að íslenska
krónan hafi verið sá miðill sem
féll mest gagnvart dollaranum í
gær og að miðað við skuldatrygg-
ingarálag á skuldabréf viðskipta-
bankanna séu nú 49% líkur á að
þeir geti ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar.
Bandaríski dollarinn í
frjálsu falli
● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í gær, en Úrvals-
vísitalan lækkaði um 1,93% og er
4.928 stig. Bréf Atlantic Petroleum
hækkuðu um 3,18%, 365 um 1,55%
og Century Aluminium um 1,18%.
Bréf Icelandic Group lækkuðu um
10,64%. Krónan veiktist um 2,76%
gær og er gengisvísitalan nú 157,75
stig en var 153,40 við opnun mark-
aða í gær. Umtalsverð velta var á
millibankamarkaði og hún nam 59,3
milljörðum kr. Gengi Bandaríkjadals
er nú 77,97 krónur og evru 122,85
krónur.
Lækkanir á mörkuðum
SÍÐASTA ár var Síldarvinnslunni á
Neskaupstað hagstætt þegar á
heildina er litið, mjölverð hélst hátt
framan af ári og markaðir fyrir
frystar afurðir voru sterkir. Hagn-
aður af rekstri ársins nam ríflega
tveimur milljörðum króna, en fyrir
skatta nam hagnaðurinn 2,5 millj-
örðum króna. Rekstrartekjur sam-
stæðunnar námu um níu milljörðum
króna og heildareignir í árslok námu
19,6 milljörðum. Nettóskuldir námu
5,7 milljörðum, eigið fé var 6,3 millj-
arðar og eiginfjárhlutfallið 32%. Í til-
kynningu frá SVN segir um rekstr-
arhorfur að heimsmarkaðsverð á lýsi
sé nú hagstætt og vísbendingar séu
um hækkandi mjölverð.
Hagnaður
hjá SVN
GENGI Icelandic hefur hríðlækkað á
undanförnum dögum í kauphöllinni
og var við lok viðskipta í gær 2,10
krónur á hlut. Í upphafi marsmánað-
ar var gengið 5,15 krónur á hlut og
hefur það því meira en helmingast.
VBS fjárfestingarbanki hefur und-
anfarna tvo daga verið skráður selj-
andi 8,5 milljóna hluta, um 0,3% hlut-
ar í félaginu, en ekki fengust svör frá
bankanum hvort um væri að ræða
eigin viðskipti eða viðskipti fyrir hönd
viðskiptavinar. VBS átti um síðustu
mánaðamót 0,9% hlut í Icelandic.
Icelandic
lækkar hratt
♦♦♦
ÞETTA HELST …