Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 18

Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 18
18 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING PÓLÝFÓNFÉLAGIÐ efnir til hátíðarsamkomu á Grand Hót- el klukkan hálf sjö í kvöld í til- efni þess að um þessar mundir eru liðin fimmtíu ár frá því að Pólýfónkórinn kom fyrst fram undir því nafni. Ætlunin er að rifja upp gamlar minningar, hlýða á fyrrverandi kórfélaga syngja einsöng og saman í stærri hóp- um, auk þess sem boðið verður upp á raddaðan fjöldasöng í pólýfónískum anda. Sérstakur heiðursgestur á samkomunni verður Ingólfur Guðbrandsson, stofnandi kórsins og söngstjóri frá upphafi. Tónlist Pólýfónkórinn fimmtugur Ingólfur Guðbrandsson KAMMERKÓR Hafnarfjarðar heldur tónleika í Reykholts- kirkju á morgun kl. 16. Þar verða flutt kirkjuleg kórverk frá Íslandi og Skandin- avíu. Kammerkór Hafnarfjarðar er sjálfstæður kór skipaður ungu fólki. Kórinn var stofnaður í byrjun ársins 1997. Kórinn hefur ávallt leitast við að hafa efnisskrá sína sem fjölbreyttasta og hefur flutt veraldlega og kirkjulega kórtónlist allt frá miðöldum fram til nútímans auk annarrar tónlistar, til dæmis djass og þjóðlagatónlistar. Stofnandi og stjórnandi kórsins er Helgi Bragason. Tónlist Hafnfirðingar í Reykholtskirkju Kammerkór Hafnarfjarðar TÓNLISTARHÓPURINN Camerarctica og Marta Hall- dórsdóttir sópransöngkona halda tónleika á morgun í Hall- grímskirkju undir yfirskrift- inni „Sálmar og tónaljóð.“ Þar verður frumflutt nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son sem ber nafnið Allir verði eitt. Auk þess verða fluttir Sálmar á atómöld, tónverk sem Elín Gunnlaugsdóttir samdi við ljóð Matthíasar Johannessen og tónleikunum lýkur síðan með Kvintett fyrir klarinettu og strengi A dúr op. 146 eftir Max Reger. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Tónlist Sálmar og tónaljóð í Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja KJÚKLINGALUND „fajitas“ að hætti Google-manna, mexíkósk ma- íssúpa og súkkulaðiís. Þetta er ekki heitið á nýrri matreiðslubók, heldur nýrri myndröð Spessa (Sigurþórs Hallbjörnssonar) ljósmyndara, bók og samnefndri sýningu sem opnar klukkan 14.00 í dag í galleríi Orku- veitunnar, Galleríi 100º. Þetta er stór myndröð, myndir af bökkum sem sýna leifarnar af há- degisverði starfsmanna OR í einu hádeginu fyrir skömmu. Heitið er sótt í matseðilinn þennan dag. Í bók- inni, sem er hönnuð af listamann- inum og Ámunda Sigurðssyni, eru textar eftir Sjón og Jón Proppé. „Hérna í bókinni eru 186 myndir,“ segir Spessi, blaðar í óbundnum örk- um og kveikir sér í kúbönskum vindli. Í vinnustofu hans er Harley Davidson mótorhjól á miðju gólfi. „Myndirnar birtast hér í mismun- andi stærðum og formum, eins og áhöldin og leifarnar á bökkunum,“ segir hann. Bætir við að á sýning- unni séu 19 myndanna, þar af nokkr- ar mjög stórar. - Þú vinnur alltaf í seríum. Bens- ínstöðvar, sjómenn, húsaraðir … „Ætli ég vilji ekki segja sögu. Ein og ein mynd sem á ekki í samtali við aðrar myndir, það hefur ekki heillað. Ég hugsa líka í sýningum og verk- efnum. Kannski finnst mér ein stök mynd ekki segja nógu mikið. Í Loca- tion-verkinu kom titillinn fyrst. Mér finnst það mikilvægt, ef ég veit hvað myndirnar eiga að segja vinn ég inn í titilinn, konseptið. Ég reyndi þá að skilgreina hvað þessir staðir, „loca- tions“, væru. Myndefnið þarf að ganga upp í hugmyndina.“ - Fyrir nokkru sýndirðu í Galleríi 101 röð mynda af verkamönnum í mötuneyti við Kárahnjúka. Nú ferðu aftur í mötuneyti og myndar leifar. „Ég borðaði einu sinni í mötuneyti Orkuveitunnar. Maturinn var mjög góður og eftir matinn fóru bakkarnir á færiband og hurfu inn um gat. Ég fór bakvið, sá hvað varð um bakkana og þá kviknaði hugmyndin. Mér fannst verkið vera tengt Orkuveit- unni og í endann varð úr að ég myndaði bakkana í matstofunni þeirra. Þetta átti að verða bók en svo buðu þeir mér að sýna þetta líka. Það á vel við, enda verkið unnið í samvinnu við starfsfólk OR.“ - Bókin, er hún besta formið til að sýna myndraðir eins og þessar? „Mér finnst bókin vera formatið fyrir mín verk. Bók er eiginlega mik- ilvægara en sýning. Í bókum má stjórna flæðinu og myndirnar eru allar aðgengilegar. Þetta er eins og að raða saman orðum eða tónum. Þegar við vorum að brjóta þessa bók um, reyndum við að finna ein- hverja reglu um flæðið. Þá datt mér í hug að hlusta á mexíkóska tónlist og við hönnuðum bókina í þeim anda. Stundum eru rólegir kaflar, svo kemur einhver lúður inn og þá fer eitthvað að gerast.“ Spessi sýnir myndir af matarafgöngum Stök mynd segir ekki nógu mikið „Bakkarnir eru myndaðir eins og portrett,“ segir Spessi um myndröðina með matarleifunum sem hann sýnir í Galleríi 100º og gefur út á bók, með 186 myndum. „Má ekki segja að þetta sé expressjónísk túlkun á kyrralífi, sem búið er að klessa út og er orðið abstrakt? Þetta kallast á við kyrralíf.“ Morgunblaðið/Einar Falur Portrett af matarleifum „GLATAÐA helgin“ – The week- end, það er nafnið sem John Len- non gaf því tímabili í lífi sínu sem hann deildi með May Pang. Þetta voru 18 mánuðir frá sumri 1973 fram yfir áramót 1975. Ef til vill átti John Lennon sjálfur mestan þátt í því að koma þeirri sögu á kreik að hann hefði þjáðst af dep- urð og þunglyndi og ekki fundið fyrir neinni sköpunargleði. Slíkar sögusagnir hafa tæplega getað glatt May Pang sem bjó með bítlinum þennan tíma og hefur allt aðra sögu að segja. Í bókinni Lo- ving John, sem kom út árið 1983, lýsti hún lífi þeirra á allt annan veg, eða sem hamingjusömu og frjóu. Til marks um sköpunarkraft bítilsins á þessum tíma, kláraði Lennon tvær plötur á tímabilinu, Mind Games og Walls and Bridges, vann að plötum með vinum sínum Harry Nilsson og Ringo Starr, og að upptökum með David Bowie og Mick Jagger. Nú er May Pang búin að gefa út aðra bók – ljósmyndabók, með myndum úr lífi þeirra Lennons, og þykja þær styðja það sem hún sagði í fyrri bók sinni, að líf þeirra saman hefði verið hamingjuríkt. Bókina kallar May Pang In- stamatic Karma – það er orða- leikur með nafn eins kunnasta lags Lennons, Instant Karma. Bók- in er 140 síður, og myndirnar eru allar úr daglegu lífi parsins. „Þetta eru einstakar myndir og persónulegar og afar hjartnæm- ar,“ sagði Cynthia Lennon, fyrsta eiginkona bítilsins við útkomu bókarinnar, en Cynthia var gest- gjafi í útgáfuteitinni að beiðni May Pang. Þær kynntust á þessum tíma og urðu vinkonur upp frá því. May Pang festi mörg sögu- fræg augnablik á filmu, meðal annars þegar Bítlarnir skrifuðu undir pappíra um formleg slit samstarfs síns. Glaður og skapandi May Pang gefur út myndabók frá árunum með John Lennon Leikur John Lennon og Harry Nils- son bregða á leik. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG skulda Þorsteini þetta. Hann hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig frá upphafi, sem manneskja, ljóð- skáld og ekki síst prósaskáld,“ segir Hjalti Rögnvalds- son leikari, sem ætlar að halda upp á 70 ára af- mæli skáldsins frá Hamri með sér- stökum hætti. Á fjórum mánu- dagskvöldum, frá og með því næsta, ætlar hann að lesa allar ljóðabækur Þorsteins í heyr- anda hljóði í Iðnó við Tjörnina. „Þor- steinn er án vafa eitthvert merkileg- asta ljóðskáld Íslendinga bæði fyrr og síðar. Það er engin spurning. Hann á heiðurinn af því að hér er ennþá töluð nokk- urn veginn skilj- anleg íslensk tunga, og í öllum hávað- anum veitir ekki af að vekja athygli á ljóðskáldum,“ segir Hjalti. En það er fleira sem fagnað er en afmæli Þorsteins frá Hamri. Hann á líka skáldafmæli, því um þessar mundir eru 50 ár frá því að fyrsta ljóðabók hans, Í svörtum kufli, kom út. Á mánudaginn hefst dagskráin með lestri hennar kl. 17. Kl. 19 hefst lestur næstu ljóða- bókar, Tannfé handa nýjum heimi, sem kom út 1960. Kl. 21 les Hjalti Lif- andi manna land, frá 1962, Langnætti á Kaldadal verður lesið frá kl. 23, og kl. eitt eftir mið- nætti hefst lestur ljóðabókarinnar Jórvíkur, frá 1967. Og þannig heldur dagskráin áfram með sama sniði að viku liðinni. Þegar Hjalti er spurður hvað hafi fyrst fangað hug hans í ljóðum Þorsteins segir hann að það sé ljóðrænan í boð- skap hans. „Hann kann að vefja fal- legan og djúpan boðskap í mikla ljóðrænu. Það er þörf fyrir þennan boðskap, nema við viljum láta Seðlabankann um hann. Nei, Þorsteinn er betri en Seðlabank- inn og mun lifa lengur.“ Hjalti Rögnvaldsson leikari les allar ljóðabækur Þorsteins frá Hamri í Iðnó í tilefni af tvöföldu afmæli skáldsins Hjalti Rögnvaldsson Skáld Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn betri en SeðlabankinnMAXÍMÚS Músíkús er kúnstugmús, sem auðvitað elskar músík – eins og aðrar skemmtilegar mýs. Maxímús Músíkús mun eiga mjög annríkt um helgina, því bæði kemur hann út á bók og fer í heimsókn á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Há- skólabíói. Sagan um hann heitir Maxímús Músíkmús heimsækir hljómsveitina og segir útgefandinn í fréttatilkynningu að sagan sé fjörug og segi frá lítilli mús sem villist inn í tónlistarhús. Þar er heil sinfóníuhljóm- sveit að hefja æfingu og músin Maxi þvælist fyrir fótum hljóðfæraleikaranna góða stund á meðan þeir stilla hljóðfærin sín og gera sig klára. Um leið lærir hann hvað hljóðfærin heita og hvers konar hljóð þau gefa frá sér. Maxi fylgist með æfingunni sem verður sannkallað ævintýri og gefst að lokum tækifæri til að hlusta á tónleika innan um prúðbúna tón- leikagesti. Söguna skrifar Hall- fríður Ólafsdóttir, leiðandi flautu- leikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, og myndirnar teiknar starfsbróðir hennar í hljómsveitinni, Þór- arinn Már Bald- ursson víóluleikari. Bókinni fylgir geisladiskur þar sem Valur Freyr Einarsson leikari les söguna og Sin- fóníuhljómsveit Íslands leik- ur tónverkin sem við sögu koma. Á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói kl. 14 í dag verður tónleikagestum boðið að kynnast Maxímús Músíkús og tón- listinni sem hann elskar. Það sem meira er, það verður hægt að syngja lagið um Maxímús Músíkús, eftir Hallfríði Ólafsdóttur, sem margir krakkar eru búnir að læra á leikskólunum sínum. Hljómsveit- arstjóri er Rumon Gamba. Maxímús Músíkús Tónelska músin heimsækir Sinfó í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.