Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 19 MENNING Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Sjö landa sýn María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslita- stemmningar frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi. Listakonan tekur á móti gestum um helgina Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is Magnús Tómasson, Pétur Már og Tolli Reykjavík Art Gallery Skúlagötu 28, 101 Reykjavík. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14 -18. Þeim linnir ekki galleríunum sem spretta upp á Íslandi. En nýtt gallerí opnaði við Skúlagötu á dögunum sem ber heitið Reykjavík art gallery. Þrír listamenn vígja salinn, þeir Magnús Tómasson, Pétur Már Pét- ursson og Tolli. Magnús, sem gerði garðinn fræg- an með SÚM-hópnum, leitar á mið konseptlistar, nema hvað margt minnir á einhverskonar töfra- raunsæi og notkun Rene Magritte á myndmálinu. Verkin eru ýmist þau sömu eða af sama toga og hann sýndi fyrir skömmu í Listasafni ASÍ. Skondnir skúlptúrar og myndir, hrá- lega málaðar, eins og uppriss af hug- myndum. Pétur Már var nokkuð heitur í myndlistinni fyrir um 20 árum eða svo en lítið borið á honum síðan. Ánægjulegt að sjá verk hans í um- ferð á ný. Þetta eru abstrakt- málverk, nokkuð kunnugleg en ágætlega unnin. Myndbyggingin massíf og djúpt í litinn. Tolli er hins vegar flestum kunnur fyrir litrík „expressjónísk“ málverk. Halla flest verkin á sýningunni til abstraktsjónar þótt vel megi greina hughrif landslags, eins og raunin er með verk Péturs. Tolli er vinnu- samur en hraðvirkur málari, virkar oft eins og hann vinni í akkorði og að myndirnar fari í gegn um mjög tak- markað fagurfræðilegt mat áður en þær enda uppi á vegg. En það getur verið afstaða út af fyrir sig en Tolli er jú af pönkmálarakynslóðinni og hefur á sinn hátt ögrandi viðhorf til fagurlista sem ég kann vel að meta. Þau eru ekki mörg galleríin sem geta tekið jafn stóra fleka og þá stærstu sem Tolli sýnir en Reykja- vík art gallery ræður yfir umfangs- miklu rými. Það er nokkuð hrátt og bíður upp á marga möguleika sem eru ekki frekar nýttir á þessari fyrstu sýningu. Ég hef efasemdir um þunna milliveggi á hjólum sem skipta rýminu niður í bása sem virka dálítið sjoppulegir. Ekki hjálpar til hve málverkin eru þétthangandi en að þeim ólöstuðum er sýningin sem heild ekki alveg að gera sig. Fyrir mitt leyti er sýning meira en upp- hengi mynda. Á sýningu er rýmið veigamikill partur af skynrænni upplifun manns. Jafnvel þótt að meginuppistaða hennar sé á tví- víðum fleti. Þrír þétthangandi MYNDLIST Reykjavík art gallery Opið alla daga nema mánudaga frá 14-8. Sýningu lýkur 4. apríl. Aðgangur ókeypis. Magnús Tómasson, Pétur Már Pétursson og Tolli bbnnn Jón B. K. Ransu Listmálarar Frá fyrstu sýningunni í Reykjavík Art Gallery . ÞAÐ er martraðarkenndur og myrkur tónn sem sleginn er í Deigl- unni á Akureyri um þessar mundir en þar sýnir nú Jón Henrysson. Þeg- ar inn er komið blasir við blaðsíðan þar sem söguhetjan í Palli var einn í heiminum hefur vaknað af vondum draumi. Síðan hefur verið stækkuð upp og yfirfærð á þvælt plast sem hangir úr loftinu og síðan málað ofan í hana og myndin bjöguð. Sýning- argesturinn er leiddur áfram inn í rýmið þar sem frásögnin heldur áfram, frásögn sem þó einkennist af rofi og annarleika. Yfirskrift sýningarinnar „Bak- land“ skírskotar þannig til firringar og óhugnaðar sem býr að baki, eða undir yfirborðinu, og sem virðist ávallt á næsta leiti; gagnsætt plastið lætur glitta í hann. Titillinn á sér einnig samsvörun í verki sem hangir fyrir ofan áhorfandapallanna. Á röð ljósmynda, sem pakkað hefur verið inn í gagnsætt plast, þær málaðar og ímyndirnar að hluta máðar út, sést móta fyrir baksvip fólks sem er á gangi í borgarrými, að því er virðist í einhverjum neyslutilgangi. Lista- maðurinn virkjar rýmið á skemmti- legan hátt í uppsetningu myndanna. Áhorfandinn á auðvelt með að sam- sama sig draugalegum hópnum – á jafnvel á hættu að týnast í andlits- lausri og „meðvitundarlausri“ hjörð- inni (sem endurspeglast m.a. í því að fólkið veit ekki af myndasmiðnum að baki), hópi sem líkt og flýtur sofandi eða dáleiddur að feigðarósi. Þessi hluti sýningarinnar gengur vel upp og kallast á við áðurnefnda frásögn sem byggir á barnaævintýrum en skírskotar jafnframt til glataðs sak- leysis og endurspeglar brothætta til- veru. Staðsetning myndarinnar af Palla í forgrunni sýningarinnar und- irstrikar ákall listamannsins til sýn- ingargesta: Vaknið! Morgunblaðið/ Bakland „Listamaðurinn virkjar rýmið á skemmtilegan hátt í uppsetningu myndanna,“ segir meðal annars í dómi um sýningu Jóns Henryssonar. Vakað og sofið MYNDLIST Deiglan Til 29. mars 2008. Opið má.– lau. kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Jón Henrysson – Bakland Anna Jóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.