Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 20

Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Selfoss | „Ég er ekki viss. Einhver sagði mér að miðjubörn þörfnuðust meiri athygli en önnur, það gæti verið satt. En annars þykir mér bara gaman að skemmta mér og öðrum og bregða mér í allra kvikinda líki,“ sagði Kristín Gestsdóttir, formaður Leikfélags nemendafélags Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi. Félagið sýnir nýjan íslenskan söngleik í ófull- gerðum menningarsal Hótel Selfoss. Kristín er á tuttugasta ald- ursári og hefur búið á Selfossi frá sjö ára aldri. Henni líkar vel að búa á Selfossi, segir bæinn fallegan og hafa upp á margt að bjóða enda segist hún kunna vel við að vera aðeins utan við ys og þys höfuðborgarsvæðisins þó það sé gott að geta skroppið þangað á rúmum hálf- tíma. „Þetta er annað árið í röð sem ég sit í nem- endaráði Fjölbrautaskólans, sem formaður leik- félagsins. Mér þykir alveg ofsalega gaman að taka virkan þátt í félagslífi skólans daginn út og inn enda ekki víst að maður mundi endast í þessu annars,“ sagði Kristín. Hún segist eiga sér nokkra uppá- haldsleikara á Íslandi og nefnir þar t.d. Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörgu Kjeld, Eddu Björgvins, Helgu Braga, Margréti Vilhjálmsdóttir, Sigga Sig- urjóns og Eggert Þorleifsson. „Það væri nátt- úrulega alveg draumurinn að verða atvinnuleikari, planið er alla vega að fara eitthvert út til að læra leiklist,“ segir Kristín þegar hún var spurð hvort hana dreymdi að verða atvinnuleikari. Rokksöngleikur Leikfélag Fjölbrautaskólans frumsýndi á fimmtudagskvöldið rokksöngleikinn „Til sölu“. Þetta er stærsta og viðamesta verkefni sem félagið hefur nokkru sinni lagt í og er sannkallaður at- vinnumannsbragur á sýningunni. Allt er lagt í söl- urnar svo sýningin gleðji, kæti og trylli áhorfendur á öllum aldri.Verkið er klassísk ástarsaga en um leið hárbeitt ádeila á það hversu langt fólk er til í að ganga til þess að vera töff og passa inn í hópinn. Gert er óspart grín að því hvernig reglur verða til í samskiptum ungs fólks, þar sem allt gengur út á að vera töff og ef þú ert það ekki, þá ertu nörd. Leikfélagið fékk til liðs við sig fólk úr fremstu röð til að gera sýninguna sem best úr garði gerða. Á fjórða tug nemenda tekur þátt í uppfærslunni og sýna þeir allir snilldartakta, ýmist við leik, söng eða dans. Öll tónlist er lifandi og þjálfað hefur verið upp frábært nýtt rokkband sem er algerlega að slá í gegn. Verkið skrifaði Bjartmar Þórðarson fyrir leikfélagið, leikstjóri er Sigrún Sól Ólafsdóttir, tón- listarstjóri er Bassi Ólafsson, danshöfundur Unnur Pálmarsdóttir, og Þórunn Gróa Magnúsdóttir sér um búninga og leikmyndahönnun. Ein sýning á ári „Leikfélagið setur upp að jafnaði eina sýningu á ári, yfirleitt á vorönn. Reynt er að koma því þannig fyrir að settur sé upp söngleikur annað árið en leik- rit minna í sniðum hitt árið. Í fyrra settum við upp spunaverkið „Sambýlið“ og tókst vel til. Í ár höfð- um við áheyrnarprufur fyrir söngleikinn og komust færri að en vildu. Við sýnum í ófullgerðum menn- ingarsal Hótel Selfoss sem er mjög flott aðstaða, þrátt fyrir að vera ókláruð. Við höfum fengið frá- bærar viðtökur og troðfullt var á frumsýninguna,“ sagði Kristín. Næsta sýning er annað kvöld, 30. mars, 3. sýning 1. apríl og 4. sýning 6. apríl. Sýn- ingar hefjast kl. 20. „Ég vil hvetja unga sem aldna að leggja leið sína austur fyrir fjall á stórglæsilegan söngleik okkar FSu-inga,“ sagði Kristín að lokum. Gaman að skemmta öðrum Til sölu Á fjórða tug nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands tekur þátt í rokksöngleiknum „Til sölu“. Sýningin er sett upp af metnaði og atvinnumenn aðstoða. Rokksöngleikur í ófullgerð- um menningarsal hótelsins Kristín Gestsdóttir Í HNOTSKURN »Kristín Gestsdóttir er fædd í Reykjavík enhefur átt heima á Selfossi frá sjö ára aldri. Faðir hennar er Gestur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri og Selfyssingur, og móðir hennar er Sólveig R. Kristinsdóttir náms- ráðgjafi. Kristín á tvær systur. »Hún lauk grunnskólaprófi frá Vallaskólaá Selfossi vorið 2004. Í dag stundar Krist- ín nám í Fjölbrautaskólanum og stefnir að út- skrift í vor. Hún starfar sem gengilbeina á veitingastaðnum Menam á Selfossi samhliða því að sitja í nemendaráði Fjölbrautaskóla Suðurlands. MENNINGARRÁÐI Suðurlands bárust hundrað og þrettán umsóknir um styrki til menningarverkefna. Sótt var um styrki samtals tæplega 93 milljónir kr. Um er að ræða fyrri úthlutun á árinu 2008. Fram kemur á fréttavefnum sud- urlandid.is að þetta eru heldur fleiri umsóknir en bárust á árinu 2007. Þá fengu 55 menningarverkefni styrki á bilinu 30 þúsund til 2 milljónir kr., samtals tæplega 22 milljónir. Lægri upphæð verður til úthlutunar að þessu sinni vegna þess að úthlutanir eru tvær á árinu, en búast má við að samtals verði um 30 milljónir settar í styrki á þessu ári. Menningarráð hefur þegar skoðað umsóknirnar og fjallað um þær og mun tilkynna niðurstöðuna innan skamms. Þær upphæðir sem sótt er um eru umtalsvert hærri en það fjár- magn sem sjóðurinn hefur úr að spila. Mikið sótt í menning- arstyrki SVEITARFÉLÖGIN Árborg og Ölf- us og Hveragerðisbær hafa hafnað tilmælum um að greiða grunn- skólakennurum og öðrum starfs- mönnum sveitarfélaganna ein- greiðslu vegna aukins álags í starfi. Sum sveitarfélög hafa greitt starfsmönnum sínum álag í formi eingreiðslu. Sveitarfélögin á Ár- borgarsvæðinu vísa til þess í álykt- unum sínum að lagt sé upp með ný vinnubrögð í kjaraviðræðum kenn- ara og vonast til að það skili sér í bættum kjörum. Greiða kenn- urum ekki álag ♦♦♦ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Gamalt Gísli klippir myndina. „Hann var búinn að fylla útihúsin af alls konar smámunum, sem flestir hverjir voru frá því um miðja síðustu öld.“ „ÉG kynntist Sverri fyrst barn í Inn- bænum á Akureyri en hann og faðir minn voru ágætir vinir, fengu sér stundum í tána og sungu þá svo und- ir tók í Innbænum og nærsveitum,“ segir Gísli Sigurgeirsson kvik- myndagerðarmaður um kynni sín af Sverri Hermannssyni, smíðameist- ara og safnara. Gísli hefur gert heim- ildamynd um Sverri, Gamalt er gott, sem frumsýnd verður á morgun, þegar Sverrir verður áttræður. „Sverrir vann í hálfa öld við smíð- ar en þegar þrekið tók að minnka ákvað hann að snúa sér að öðru,“ segir Gísli. „Hann hafði frá barns- aldri safnað ýmsum munum, henti aldri neinu, hann átti til dæmis smíðatólin sem móðir hans hafði fært honum á sjö ára afmælinu og hann átti alla blýantsstubbana, sem fallið höfðu til við smíðavinnu hans frá 1946. Sverrir bjó í Aðalstræti 38 og þar er bakhús, sem eitt sinn var hesthús, fjós og hlaða. Ég kom þarna stundum strákur, en þegar ég heim- sótti Sverri skömmu fyrir síðustu aldamót datt af mér andlitið. Hann var búinn að fylla útihúsin af alls konar smámunum, sem flestir hverj- ir voru frá því um miðja síðustu öld. Þar að auki hafði hann komið þessu öllu svo skemmtilega fyrir að það var heilt ævintýri að skoða safnið. Þarna fann ég túttuskó, sem gerðir voru úr gúmmíslöngum, en slíkur skófatnað- ur var algengur um miðja síðustu öld. Þarna voru líka olíuluktir á reið- hjól, gamlar reiknivélar, ritvélar, hurðahandföng í tugatali, koppar, hraðsuðukatlar, kranar, raflagna- efni, símar, hálft annað tonn af svört- um saumi og mínusskrúfur í þúsun- davís.“ Gísli gerði stutta frétt um safn- muni Sverris en sá í hendi sér að Sverrir og lífsganga hans væri kjarngott efni í heimildamynd. Sverrir lauk smíðanámi upp úr 1950, en á áttunda áratugnum hóf hann endurbætur á gömlum húsum, sérhæfði sig í þeirri grein og starfaði eingöngu við gömul hús í ein þrjátíu ár. „Eitt fyrsta húsið sem hann gerði við var Laxdalshús, sem var að hruni komið þegar Sverrir og hans völund- ar, hófu þar endurbætur. Þegar þeir höfðu klætt húsið í sparifötin var það eins og stofustáss í Innbænum. Sagan endurtók sig við fleiri hús; Höepfner, Tuliniusarhúsið, Grund- arkirkju, Hólakirkju, Möðruvalla- kirkju og skemmuna á Skipalóni, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir Gísli. Hann telur að Sverrir hafi í raun opnað augu Akureyringa fyrir því hvað gömlu húsin eru mikils virði ef þeim er vel við haldið. „Það gekk að vísu hægt að opna augu norðan- manna og sum þeirra voru algerlega óopnanleg. Sverrir var til dæmis gráti næst þegar Snorrahúsið við Strandgötu var rifið,“ segir Gísli. „Safnaði frá barnsaldri og henti aldrei neinu“ Í HNOTSKURN »Gísli Sigurgeirsson hefurgert heimildarmynd um Sverri Hermannsson, smíða- meistara og safnara. Sverrir verður áttræður á morgun og þá frumsýnir Gísli myndina vinum og vandamönnum Sverris. »Smámunasafn Sverris Her-mannssonar var opnað í Sól- garði í Eyjafjarðarsveit 2003. Gísli frumsýnir mynd um smá- munasafnarann MENGUN frá Mjólkursamsölunni Akureyri (MS) var mun minni í fyrra en áður, eftir að hætt var að veita óunninni mysu í frárennsl- iskerfi bæjarins. Hátæknibúnaður fyrirtækisins nær nú að vinna allt prótein og stærstan hluta mjólk- ursykursins úr mysunni. Fjölbreyttri mjólkurvinnslu fylgir mikið vatn, því er veitt í frá- veitukerfið og þaðan í sjó fram. MS Akureyri hefur unnið ötullega að gagngerum endurbótum á fram- leiðsluferli, skv. upplýsingum frá fyrirtækinu, m.a. tekið upp nýja tækni til að endurvinna verðmæt næringarefni úr mysu. „Markmiðið er að gera starfsemi MS Akureyri hagkvæmari og umhverfisvænni en áður var,“ segir í frétt frá MS. Rannsóknastofa Línuhönnunar í umhverfistækni (RUT Lh) er sér- hæfð efnarannsóknastofa á sviði mengunar og fráveitumælinga og vinnur m.a. að því finna hag- kvæmar lausnir á að endurnýta verðmæti í frárennsli og draga úr mengun. RUT Lh hefur unnið með fjölda matvælafyrirtækja, m.a. fyr- irtækjum sem stunda mjólk- urvinnslu, kjötvinnslu og fiskiðnað. Allt frá 2005 hefur RUT Lh unnið að heildargreiningu á frárennsli MS Akureyri. Mælingar í ársbyrjun 2006 sýndu að mysulosunin var stór hluti af heildarmengun en í árslok 2007, eftir að ný tækni til endur- vinnslu mysu var tekin í notkun, urðu niðurstöður aðrar. „Ítarlegar mælingar voru gerðar á rennsli, föstu efni, lífrænu efni og næringarefnum, ásamt síritamæl- ingum á hita- og sýrustigi til að meta tæringarálag frárennslisins. Niðurstöður fráveitugreininganna sýna mikla og jákvæða breytingu mengunarálags,“ segir í frétt frá MS Akureyri. Lífræn efnamengun minnkaði um 84% á milli ára og heildarmagn fasts efnis og næring- arefna minnkaði um meira en helm- ing. Fyrirtækið segir tæringu í frá- rennsli hafa minnkað verulega og að dregið hafi úr vatnsnotkun fyr- irtækisins. „Fráveitugreiningin sýnir að MS Akureyri hefur beitt hágæðaframleiðslutækni með ár- angursríkum hætti en hún mun nýt- ast fyrirtækinu til enn hagkvæmari og umhverfisvænni mjólk- urvinnslu.“ Morgunblaðið/Frikki Minni mengun og meiri verðmæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.