Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 23
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 23
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
hélt nýverið sinn 100. fund. Á fund-
inum fengu nokkrir íbúar sveitarfé-
lagsins viðurkenningu. Ólafur Elí
Magnússon íþróttakennari fékk at-
geir Gunnars á Hlíðarenda sem er
viðurkenning fyrir að stuðla að því að
bæta samfélagið. Ólafur hefur unnið
mikið og óeigingjarnt starf í þágu
barna og unglinga. Þá voru veitt
hvatningarverðlaun til þeirra ung-
menna sem þykja hafa skarað fram
úr á einhvern hátt. Þessi verðlaun
hlutu Herdís Rútsdóttir fyrir góða
frammistöðu í söng, Andri Már Ósk-
arsson sem er einn efnilegasti kylf-
ingur landsins og Sveinn Víkingur
Þorsteinsson fyrir frábæran náms-
árangur en hann stundar nám við
Menntaskólann á Laugarvatni.
Landeyjahöfn skal hún heita, nýja
ferjuhöfnin við Bakka í Landeyjum
en svo ákvað sveitarstjórn Rang-
árþings eystra nýverið. Þykir nafnið
bæði þjálla og meira lýsandi en að
kalla höfnina Bakkafjöruhöfn eins og
hún hefur verið kölluð til þessa. Þetta
er í raun ágætis nafn því ekki er það
aðeins að hún sé í Landeyjum heldur
á höfnin að tengja saman land og
Eyjar. Þrátt fyrir góð áform hafa
ekki hafa náðst samningar um rekst-
ur hafnarinnar milli sveitarstjórnar
Rangárþings eystra og bæjar-
stjórnar Vestmannaeyjabæjar. Að
sögn er um of ólík sjónarmið um
framtíðaruppbyggingu svæðisins að
ræða. Því hefur verið gert ráð fyrir að
höfnin og rekstur hennar verði á
ábyrgð ríkisins. Spurningunni um
það hvaða uppbyggingu menn sjá
fyrir sér á svæðinu hefur hins vegar
ekki verið svarað. En gárungarnir
halda því fram að Eyjamenn geti ekki
hugsað sér að útgerðarbær rísi á
Landeyjasandi.
Skipulagsstofnun hefur auglýst að
frummatsskýrsla um mat á umhverf-
isáhrifum vegna framkvæmdanna
vegna hafnargerðarinnar liggi
frammi ásamt tillögu um fram-
kvæmdina. Einnig hefur verið ákveð-
ið að á komandi sumri verði hafist
handa við vegalagningu frá þjóðvegi
1 að höfninni. Mun sá vegur þá vænt-
anlega heita Landeyjahafnarvegur í
stað Bakkafjöruvegar.
Húsasmiðjan ætlar að hefja bygg-
ingu á nýju húsnæði á Hvolsvelli og
er stefnt að því að þar verði opnað
næsta haust. Húsasmiðjan hefur um
árabil verið staðsett í bröggum sem
komnir eru vel til ára sinna og voru
áður í eigu Kaupfélags Rangæinga.
Nú hefur Húsasmiðjan gert samning
við Slysavarnarfélagið Dagrenningu
um hluta af lóð þeirra við Dufþaks-
braut 10 en Dagrenning keypti hús-
næði og lóð Vegagerðar ríkisins þeg-
ar sú starfsstöð var aflögð fyrir
nokkrum árum. Það verða JÁ–
verktakar sem annast munu bygg-
ingu nýju verslunarinnar.
Það eru ekki allir sem geta séð fyrir
sér að krummar séu heppilegir til
átu. Sumir kettir eru þó þeirrar skoð-
unar að þeir séu einmitt kjörin stór-
máltíð, sérstaklega um hátíðar. Kisi
nokkur klifraði hátt upp í tré á eftir
krumma um páskana. Krumminn sat
efst í trénu hinn rólegasti á meðan
kisi sat titrandi á grein nokkru neðar
og iðraðist þess að hafa látið krumma
plata sig með þessum hætti. Úr
vöndu var að ráða að komast aftur
niður, en kisi varð að láta sig hafa það
að stökkva margra metra niður úr
trénu enda var hann fjarri heimili
sínu og hjartagæsku eigendanna sem
eflaust hefðu hringt í neyðarlínuna til
að bjarga lífi heimiliskattarins.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Í sjálfheldu Kisa horfir kvíðafull til jarðar, skyldi hún komast niður?
HVOLSVÖLLUR
Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur
Hálfdan Ármann Björnssonsvarar spurningu sem Pétur
Stefánsson bar fram í bundnu máli
um tilurð flugunnar:
Vér megum sköpun vors Drottins dá
og dæmalaust gæskuþel.
Hann setti hér jörðina sína á
sjálfbæra eilífðarvél.
Í fluguna litlu fuglinn nær
og fitnar af henni víst,
og einhver stærri svo fuglinn fær.
Um fæðuna lífið snýst.
En sá hinn sterkari, er sigur bar,
með sigrinum undirgekkst dóm,
til moldar að hverfa og morkna þar
fyrir maðka, flugur og blóm.
Sér endanlegt takmark enginn kýs,
þó ýmislegt sé þar reynt.
Að dauðanum loknum líf upp rís.
Það er lögmálið nakið og hreint.
Pétur þakkaði fyrir sig:
Óma um grundir mín ánægjuhróp,
enda kominn í hátíðarskap;
nú veit ég afhverju Skaparinn skóp
skrýtnu fluguna sem að ég drap.
Björn Ingólfsson hefur ort
vorvísu um flugu:
Vorið kemur, vaknar dugur,
víkur burtu snjór og krap.
Úti í glugga fiskiflugur
farnar að sýna dónaskap.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Enn af
flugum
Allir velkomnir
www.hr.is
>
<
Stofa 101 – 1. HÆÐ
A-HÚS
12:00 ÍÞRÓTTAFRÆÐI
12:30 VIÐSKIPTAFRÆÐI
13:00 LÖGFRÆÐI
13:30 KENNSLUFRÆÐI
14:30 TÖLVUNARFRÆÐIDEILD
• Hugbúnaðarverkfræði
• Kerfisfræði
• Tölvunarfræði
15:00 STÆRÐFRÆÐI
Stofa 231 – 2. HÆÐ B-HÚS
13:00 FRUMGREINAR
13:30 IÐNFRÆÐI
• Byggingarfræði
• Byggingariðnfræði
• Rafiðnfræði
• Rekstrariðnfræði
• Véliðnfræði
14:30 VERKFRÆÐI
• Fjármálaverkfræði
• Hátækniverkfræði
• Heilbrigðisverkfræði
• Rekstrarverkfræði
15:00 TÆKNIFRÆÐI
• Byggingartæknifræði
• Rafmagnstæknifræði
• Vél-og orkutæknifræði
Stofa 302 – 3. HÆÐ A-HÚS
> Meistaranám <
12:00 STÆRÐFRÆÐI FYRIR KENNARA
12:30 TÖLVUNARFRÆÐI
• Hugbúnaðarverkfræði
• Máltækni
• Tölvunarfræði
13:00 MBA/AMP
13:30 MSc Í VIÐSKIPTADEILD
• Alþjóðaviðskipti
• Fjármál
• Reikningshald og endurskoðun
14:30 LÖGFRÆÐI
15:00 LÝÐHEILSUFRÆÐI
• MPH
• MPH Executive
15:30 VERKFRÆÐI
• Byggingarverkfræði
• Fjármálaverkfræði
• Hátækniverkfræði
• Heilbrigðisverkfræði
/Heilbrigðisvísindi
• Rekstrarverkfræði
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
-0
5
3
4