Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólöf Péturs-dóttir fæddist í París 8. júlí 1948. Hún lést á end- urhæfingardeild LSH Grensási 20. mars síðastliðinn, þar sem hún naut þjálfunar eftir að hafa lamast frá hálsi í september 2006. Foreldrar hennar voru Pétur Benediktsson og Marta Thors sendi- herrahjón í París. Ólöf fluttist heim til Íslands með foreldrum sínum og yngri systur, Guðrúnu, um mitt ár 1956, þegar Pétur faðir hennar varð banka- stjóri við Landsbanka Íslands og síðar þingmaður Reykjanes- kjördæmis. Hálfsystir Ólafar er Ragnhildur, f. 28. desember 1937, dóttir Péturs og fyrri konu hans, Guðrúnar Eggertsdóttur Briem. Eiginmaður Ragnhildar var Jan Paus málflutningsmaður í Ósló. Börn þeirra Trine og Petter. Al- systir Ólafar er Guðrún, f. 14.12.1950, maður hennar er Ólafur Hannibalsson blaðamaður. Dætur þeirra eru Ásdís og Marta. Ólöf giftist 1. nóv. 1969 Friðriki Pálssyni, f. 19. mars 1947, sam- stúdent hennar frá VÍ 1969, can- d.oecon frá HÍ 1974. Hann var lengi forstjóri SÍF og Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, nú eigandi og forstjóri Hótel Rangár og fleiri gisti- og veitingastaða í Rangárvallasýslu. Dætur þeirra eru Marta María, f. 15. maí 1987, laganemi við HÍ og Ingibjörg Guðný, f. 24. mars 1989, nemi við VÍ. Foreldrar Friðriks voru Páll Karlsson, bóndi á Ytra-Bjargi í Miðfirði, Fremri-Torfustaða- hreppi, V.-Hún., f. 8. nóv. 1896, d. 28. mars 1980 og kona hans Guðný Friðriksdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1908, d. 26. nóv. 1995. Ólöf varð stúdent frá Verzl- unarskóla Íslands 1969 og cand. jur. frá Háskóla Íslands 1975. Sama ár hóf hún störf sem fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu og var hún deildarstjóri þar 1981- 84. Ólöf var héraðsdómari við bæjarfógetaembættið í Kópavogi frá 1984 til 1992. Hún var dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjaness frá 1. júlí 1992, er dómstóllinn tók til starfa, og allt til dauðadags. Auk dómstarfa hafði hún með höndum yrðir með góðum árangri en síðar beindist áhugi hennar að málara- listinni. Hún stundaði listnám um árabil og var afkastamikill frí- stundamálari. Eftir að hún lam- aðist fékk hún tilsögn og þjálfun hjá Derek Mundell, vini þeirra hjóna, í að mála með munninum og var hún með þrotlausri þjálfun og ástundun búin að ná góðum tökum á þeirri listgrein. Ólöf var mikil útivistarmann- eskja og hóf ung að stunda hesta- mennsku og varð það fljótlega sport allrar fjölskyldunnar. Eins og með annað sem hún tók sér fyrir hendur var hestamennskan stunduð af fullri alvöru og mikilli ástríðu. Með þrennum vin- ahjónum áttu þau Friðrik þátt í búrekstri á jörðinni Vindási í Fljótshlíð. Þar heyjuðu þau lengst af sjálf fyrir hesta sína og komu sér upp stóði góðhesta og gæð- inga, riðu út um nágrennið og fóru langar ferðir í góðra vina hópi um fjöll og firnindi og fjar- lægar slóðir á hverju sumri, auk þess sem þau komu sér upp góðri aðstöðu í Víðidal til útreiðar að vetrinum. Það var einmitt í út- reiðartúr á Vindási sem það ör- lagaríka óhapp varð í september 2006 að hestur hennar hnaut með hana á sléttri grund, með þeim skelfilegu afleiðingum að hún lamaðist fyrir neðan háls, og nú hefur það dregið hana til dauða, langt um aldur fram. Hún hélt þó fullum og óskertum andlegum kröftum og tók hlutskipti sínu með aðdáunarverðri stillingu og því jafnvægi hugans, sem jafnan einkenndi hana í starfi og leik. Sá tími sem liðinn er síðan slysið bar að höndum hefur verið aðstand- endum og þeim sem önnuðust Ólöfu gjöfull vegna þess æðru- leysis sem hún sýndi í hvívetna, einbeitts lífsvilja og kjarks til að takast á við það viðfangsefni að nýta alla tiltæka tækni og þekk- ingu til að ná sem mestum ár- angri og sjálfstæði. Ólöf átti m.a. frumkvæði að því að innleiða í Evrópu bandaríska aðferð til raf- örvunar á þind í stað öndunar- vélar. Þessi aðferð hefur nú verið viðurkennd í öðrum Evrópu- löndum og veldur straumhvörfum í lífi þeirra sem þurfa á öndunar- aðstoð að halda. Ólöf tókst á við fötlun sína með mikilli reisn. Hugrekki hennar og andlegur styrkur verða lengi í minnum höfð. Ólöf verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. yfirstjórn næst- stærsta héraðsdóm- stóls landsins. Hún gekkst fyrir og hafði umsjón með bygg- ingu dómhúss sem dómstóllinn flutti í á árinu 2001. Meðal tækninýjunga sem hún kom þar til leið- ar er að úr dómsal er unnt að stjórna og fylgjast með í gegn- um fjarfundabúnað skýrslutökum yfir börnum í Barnahúsi. Hún hóf störf sem fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu 1975 og deild- arstjóri þar 1981-84. Héraðsdóm- ari var hún hjá bæjarfógeta í Kópavogi frá 1984 og héraðsdóm- ari og dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness frá 1992 til dauða- dags. Ólöf var eftirsótt til félags- og trúnaðarstarfa. Hún var í stjórn Orators á námsárum sínum í HÍ. Í trúnaðarráði Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu, í stjórn Lögfræðingafélags Íslands og framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga á árunum 1980 til 1983. Hún var ritari í stjórn Ís- landsdeildar norræna embættis- mannasambandsins 1983-89. Í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur frá 1984-90, þar af formaður stjórnar frá 1986-90. Í stjórn Dómarafélags Íslands frá 1993- 97, þar af varaformaður frá 1996- 97. Varamaður í dómstólaráði frá 1998. Árið 1978 var hún skipuð af dómsmálaráðherra í nefnd til að huga að lagareglum um lög- fræðiþjónustu fyrir efnalítið fólk. 1980 var hún skipuð í nefnd til að semja frumvarp til laga um lög- ræðislög. Árið 1987 var hún skip- uð af dómsmálaráðherra í nefnd til að semja frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði. Ólöf var tilnefnd af Hæstarétti formaður Jafnrétt- isráðs frá 1. des. 1985 til jafn- lengdar 1987. Tilnefnd af Hæsta- rétti formaður gerðardóms Verkfræðingafélags Íslands frá 1989. Einnig tilnefnd af Hæsta- rétti formaður úrskurðarnefndar félagsþjónustu frá okt. 1991 til 1995. Utan við annasöm embætt- is- og félagsmálastörf átti Ólöf sér mörg áhugamál, sem hún stundaði af mikilli einbeitni og kostgæfni. Framan af lagði hún mikla stund á hvers kyns hann- Þakkir. Við fráfall Ólafar Pétursdóttur er margs að minnast og margt að þakka. Dýrmætar minningarnar munum við öll geyma með okkur. Á þessari stundu eru okkur, nánustu fjölskyldu hennar, efst í huga þakkir til hennar fyrir að hafa gert okkur kleift að taka þátt í 18 mánaða end- urhæfingarferli hennar á hátt sem gerði hvert okkar að betri manni. Kjarkur, sjálfstæði, lífsvilji og lífs- gleði réðu ríkjum og samvistirnar við hana allan þennan tíma voru um- fram allt ánægjulegar og gefandi. Baráttugleðin var alls ráðandi. Þakklæti til allra sem sáu um dag- lega umönnun hennar og endurhæf- ingu var henni ávallt efst í huga. Að takast á við það verkefni að lifa al- heilbrigð sál og í reynd heilbrigður einstaklingur í lömuðum líkama er nánast ómannleg raun, en það gerði Ólöf af þeirri reisn og því þakklæti fyrir að fá að vera á lífi, að allar stundir með henni voru okkur gleði- stundir. Allt frá slysadeginum, 24. septem- ber 2006, höfum við unnið með og kynnst frábæru starfsfólki á Land- spítala háskólasjúkrahúsi, gjör- gæslu, lungnadeild og lengst af Grensási, endurhæfingardeild. Ólöf var þeim þakklát á hverjum degi fyr- ir alúðlega framkomu og hjálp sem hún þáði af auðmýkt og virðingu við hvern starfsmann, en hélt jafnframt sinni einörðu sýn á það, hvernig hún vildi lifa sínu lífi við þær aðstæður sem henni höfðu verið skapaðar. Heimsóknir vina voru Ólöfu og okkur öllum ómetanlegur styrkur. Kærleiksríkar kveðjur juku við bar- áttuþrek hennar og vissan um að komast heim var henni ómetanleg hvatning. Við erum afar þakklát öll- um sem við kynntumst á þessum 18 mánuðum og önnuðust Ólöfu, en á engan verður hallað þó að við leyfum okkur að nefna sérstaklega tvo óvandabundna einstaklinga, sem stóðu henni nær í líkamlegri og and- legri endurhæfingu en nokkur ann- ar. Sigþrúður Loftsdóttir, iðjuþjálfi á Grensási, vann með Ólöfu nánast á degi hverjum frá upphafi og þar til yfir lauk að því að kynna fyrir henni allar nýjustu tæknilausnir fyrir fötl- un af hennar tagi og þjálfa hana í notkun þeirra. Þar fór saman gagn- kvæm virðing og frábær elja og vinnusemi. Sigþrúður er svo sann- arlega fagmaður á sínu sviði og svo trú köllun sinni að einstakt er. De- rek Mundell, vinur og samferðamað- ur í málaralist, kynnti sér strax eftir slysið þá möguleika sem lamaðir hafa til að sinna listsköpun sinni. Hann hannaði og smíðaði fyrir hana sérstakar málaratrönur, setti sig í samband við hennar líka í öðrum löndum og hvatti hana áfram í hví- vetna. Samverustundir þeirra 3svar í viku hverri í nær ár, voru Ólöfu ein- stakt gleðiefni. Árangurinn lét held- ur ekki á sér standa og nýju mál- verkin hennar urðu 7 talsins, hvert um sig ber hæfileikum hennar og einbeitingu einstakt vitni. Við kveðjum einstakan ástvin, sem hvert okkar um sig hefur notið samvista við um dýrmæt ár og minn- umst hverrar stundar í auðmýkt og þakklæti. Yndisleg minningin um Ólöfu mun lifa með okkur öllum og verða okkur hvatning til að mæta hverju mótlæti sem verkefni til að leysa. Friðrik, Marta María, Ingi- björg Guðný, Anna, Guðrún, Ólafur, Ásdís, Marta. Kæra mágkona. Nú þegar komið er að kveðju- stund kemur ótalmargt upp í hug- ann frá liðnum árum og áratugum. Efst í hugum okkar hjónanna er þakklæti fyrir alla þá umhyggju, leiðsögn og einlægan félagsskap sem þú sýndir sonum okkar á námsárum þeirra. Heimili ykkar Friðriks bróð- ur var alltaf til staðar ef upp komu vandamál sem enginn kemst hjá að lenda í á lífsleiðinni. Ólöf mín, þín burtför frá okkur er með öllu óásættanleg og þá ráðstöf- un skiljum við ekki, en allt ku hafa einhvern tilgang. Þá er bara að trúa því og treysta og lifa með því eins eðlilegu lífi og hægt er. Elsku Frið- rik minn, þinn missir er mikill, en þú átt yndislegar dætur sem eru guðs- gjöf og ótal minningar sem þú munt ylja þér við. Þetta síðasta eina og hálfa ár er sá harðasti skóli sem þið hafið lent í en þið stóðust prófið. Þið standið eftir sterkari en áður, en oft var það sárt. Ólöf mín, guð geymi þig og varð- veiti og ég veit að allri fjölskyldu þinni og vinum sendir sá huggun og styrk sem öllu ræður. Hér fylgja með vísur er bárust mér óvænt á blaði: Gættu þess vin, yfir moldunum mínum, að maðurinn ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glaður, það kæti þig líka, minn samferðamaður. (James McNulty.) Ólöf mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hjartanskveðjur, Ingibjörg (Lilla) og fjölskylda. Það er með djúpri hryggð og sár- um söknuði, sem ég kveð mína elskulegu mágkonu og vinkonu, Ólöfu Pétursdóttur. Það eru að verða tuttugu ár síðan Guðrún kynnti okkur fyrst og síðan hafa fjöl- skyldur okkar verið meira og minna samofnar því að þær systur voru óvenjunánar og meira að segja sam- stilltar um barneignir, þannig að það kom eins og af sjálfu sér að sam- gangur væri mikill og samskiptin náin, og heimili þeirra Friðriks mið- stöð stórfjölskyldunnar á öllum stórhátíðum almanaksársins eins og jólum og gamlárskvöldi og á tylli- dögum fjölskyldunnar svo sem af- mælum lifandi og látinna. Ólöf var sjaldgæf mannkostakona. Glæsileg, fögur, gegnheil og gædd fágætu hugarjafnvægi, sem gerði henni kleift að taka því sem að hönd- um bar með einstakri ró og yfirveg- un. Aldrei kom þetta betur í ljós en í eftirleik þess slyss, sem svipti hana stjórn á líkama sínum fyrir hálfu öðru ári síðan. Í stað þess að láta hugarvíl taka völdin og beygja sig hóf hún markvisst að þjálfa sig og byggja upp aðstæður, þar sem hún gæti dvalið meðal okkar enn um sinn með höfuðið eitt að vopni. Svo vel tókst henni til í þessu ætlunarverki að við hin, sem kringum stóðum, höfðum byggt upp miklar væntingar um gjöful og góð ár framundan í ná- vist hennar. Ekki aðeins hélt hún þeirri heiðríkju hugans sem gerðu samræður við hana alla tíð svo gef- andi og skemmtilegar heldur tileink- aði hún sér líka tækni sem gerði henni kleift að beita höfuðhreyfing- um til að skapa listaverk, sem hver fullfrískur listamaður hefði verið fullsæmdur af. Við þessi óvæntu leiðarlok er mér efst í huga þakklæti til Ólafar fyrir að hafa um tveggja áratuga skeið mátt vera þátttakandi í hennar „frjóu lífsnautn“, þótt í litlu væri og nokkurri fjarlægð. Ég kveð hana með orðum úr þeim eina sálmi, sem langa-langafi minn, sr. Arnór Jóns- son, á eftir í sálmabók þjóðkirkjunn- ar og eru á þessa leið: Svo lifa sérhver á, sem sálast eigi. En andast eins og sá, sem aldrei deyi. Engan af mínum samtíðarmönn- um hef ég vitað komast eins nálægt því og Ólöfu að haga lífi sínu í sam- ræmi við þetta tveggja alda gamla heilræði Vatnsfjarðarklerksins. Ólafur Hannibalsson. Elsku hjartans Ólöf mín. Það er svo margt sem mig langar að segja þér, þakka þér fyrir og rifja upp, en ég veit ekki hvernig ég get sagt þér það allt í þessum fáu orðum sem ég skrifa til þín núna. Eitt af því sem hefur rifjast upp fyrir mér sein- ustu daga, er þegar við gistum öll í Vindási og var fjölmenni í húsinu eins og svo oft. Okkur frænkunum var lofað sælgæti daginn eftir, ef við færum strax að sofa svo að fullorðna fólkið gæti spjallað saman. Næsta morgun var staðið við loforðið og hverri og einni gefin lakkrísrúlla, sem klipið hafði verið af, ef við höfð- um ekki farið beint í háttinn. Marta María fékk að vonum stærstu rúll- una og ég þá langminnstu enda hafði ég kúrt í fanginu þínu allt kvöldið og harðneitað að fara upp í rúm því það var svo ósköp gott að kúra og láta strjúka á sér kollinn meðan þið töl- uðuð saman. Það eru margar slíkar minningar sem skjóta upp kollinum: að vera öll saman uppí ömmó, Frakklandsferðin góða og að fá að fara upp í hesthús með ykkur sem var svo ótrúlega spennandi. Þegar við stelpurnar vorum litlar fannst mér þú alltaf eins og álfadrottning því þú varst svo yfirveguð og góð, björt yfirlitum og tignarleg. Síðast- liðið eitt og hálft ár hef ég aftur litið þig sömu augum, í gegnum þessa tíma varst þú alltaf langsterkust af okkur og lést engan bilbug á þér finna. Ég get ekki lýst því með orð- um hvað þú hefur kennt mér margt, sýnt mér að maður getur alltaf valið hugrekki og drifkraft og að sama hvað gerist þá hefur maður val um hvernig maður tekur aðstæðunum. Þannig getur maður reynt að gera þær sem bærilegastar. Elsku Ólöf, það eru fáir sem gætu hafa sýnt jafn mikla yfirvegun og þú hefur gert og ég veit að þú ert ekki einungis fyr- irmynd mín heldur margra annarra, ekki einungis vegna styrks þín í veikindum heldur vegna þess hve gjöful þú varst af sjálfri þér og reiðubúin að hjálpa öðrum. Þegar Ingibjörg hélt tískusýninguna um daginn sagðir þú að þú hefðir kennt stelpunum að bíða ekki eftir að aðrir gerðu hlutina fyrir þær, heldur að gera þá sjálfar. Þetta hefur þú líka kennt mér og ég hlakka til að geta sagt mínum börnum frá frænku þeirra og kenna þeim það sem þú hefur kennt mér. Kvöldið áður en mamma hringdi og sagði mér að þú værir farin var ég uppí ömmó og hugsaði með mér að vonandi gætir þú komið með okkur þangað í sum- ar. Ég gerði mér ekki alltaf grein fyrir því hve veik þú varst því þú lést svo lítið á því bera. Við söknum þín alveg óskaplega en ég veit að þú varst orðin þreytt í líkamanum. En nú er sálin þín frjáls og örugglega sterkari en nokkru sinni. Ég bið að heilsa ömmu og afa þar til við hitt- umst á ný og ég get kúrt aftur í fang- inu þínu. Þín litla systurdóttir, Ásdís. Stuttu eftir að Ólöf var lögð inn á gjörgæsludeild LHS átti ég leið til Íslands. Leiðin lá beint til hennar. Við Bjarni Thors kviðum sannarlega fyrir heimsókninni. Það var bjart yf- ir frænku okkar og baráttuvilji hennar ótrúlegur. Ekki var á henni að finna vott af sjálfsvorkunn eða svartsýni. Þó að bati hennar yrði torsóttur var aldrei á Ólöfu að finna vott af slíku. Við hittumst fyrst þegar Pétur og Marta komu í heimsókn frá Frakk- landi 1953. Strax fór vel á með okk- ur. Okkar fyrstu kynni voru í garð- inum í Garðastræti 41 þegar hún ágirntist þríhjólið mitt og urðu átök með þeim afleiðingum að mér tókst að græta hana. Ég varð þá að hugga hana og biðjast velvirðingar. Vissu- lega fylgdi því að hún fékk hjólið. Eftir þessi fyrstu kynni var hún allt- af góður félagi og þrátt fyrir að fjöl- skylda mín flytti til Bandaríkjanna stuttu eftir að þau komu heim, urð- um við miklir vinir. Mér tókst að fá hana í ólíklegustu hluti með mér, bæði á Vesturbrún og í New York þegar Ólöf heimsótti okkur. Há- punkturinn skal hafa verið þegar við unnum saman að því að slípa ventla á gömlum Buick-bíl. Hún reyndist vera nokkuð efnilegur bifvélavirki. En áhugamál hennar voru önnur. Hún var mjög listræn og naut sín vel við vefstól jafnt sem að mála, eða við á píanóið. Eftir Verslunarskólann tók lagadeildin við og hún kláraði með sínum mikla dugnaði. Ólöf og Friðrik voru í tilhugalífinu Ólöf Pétursdóttir Ólöf Pétursdóttir skólasystir var prýdd helstu kostum ætt- menna sinna sem gert hafa garðinn frægan. Sjálf haslaði hún sér völl í ríki karlremb- unnar og stóð körlunum fylli- lega á sporði. En ský dró fyrir sólu og batt enda á frekari landvinninga hérna megin. Í dag dvelur hugur fjölskyldu minnar hjá Friðriki mínum gamla skólabróður og senn signumst við öll hinum megin. Ásgeir Hannes og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.