Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 33
um líkt leyti og við Ragnheiður og
giftu sig ári á eftir okkur. Stundum
var farið í útilegur, e.t.v. í Borga-
fjörð. Friðrik var duglegur að leika
við dóttur okkar, Fríðu. Hún er
sennilega eina barnið sem hefur get-
að haldið í við hann svo að hann
þyrfti að taka sér hvíldarhlé. Á síð-
ustu árum reyndi mikið á þennan
kraft er hann sá um Ólöfu. Í þeim
efnum ber líka að nefna Guðrúnu og
Margréti frænku okkar sem vöktuðu
hana eins og ernir. Og ekki vantaði
hugulsemi og aðstoð fjölskyldunnar.
Ólöf var í miklu uppáhaldi hjá
móður minni og hún sá sjálfa sig í
henni að nokkru leyti, og svo einnig
sterk einkenni annarra úr ættinni,
svo sem frænku okkar Helgu Kal-
man, sendiráðsritara í París, og
Láru dóttur minnar. Hún var há og
grönn, lagleg, listræn og skapandi
manneskja, aðeins feimin, með
skemmtilegan húmor, seig og dug-
andi, en án fyrirferðar við það sem
hún tók sér fyrir.
Snemma á hjúskaparárunum leit
út fyrir að Ólöf og Friðrik myndu
ekki eignast börn. Það var miður, og
ekki síst vegna þess hve mikil barna-
gæla Friðrik er. Mörgum árum
seinna skeði það svo að það kom
dóttir, skírð Marta María. Skömmu
seinna kom svo Ingibjörg. Óvænt
breyttist lífsmynstrið hjá hjónunum.
Þvílík gæfa að eignast þessar tvær
myndarlegu stúlkur. Í því tilfelli var
ör og óvænt breyting mikil gæfa.
Í dag minnumst við Ólafar. Við
fögnum því að hún var góð frænka
og vinur. Við fögnum baráttu hennar
og að hún mætti erfiðleikunum með
bjartsýni og hörkudugnaði. Loks
vottum við Friðriki og dætrunum,
Guðrúnu, frændfólki og vinum
fyllstu samúð við missinn. Megi Guð
blessa minningu hennar.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Kær frænka og hjartfólgin vin-
kona er látin langt um aldur fram.
Við Ólöf vorum jafnaldrar og segja
má að leiðir okkar hafi legið saman
allt frá frumbernsku því við vorum
skírð á sjötugsafmæli ömmu okkar,
Guðrúnar Pétursdóttur úr Engey.
Samskipti okkar lengi vel voru að
hittast í fjölskylduboðum og á öðrum
mannamótum.
Fyrir um 25 árum þá fórum við
Birna ásamt börnum að hitta þau
Ólöfu og Friðrik og síðar dæturnar
við mörg tækifæri bæði heima og er-
lendis. Það var ákveðin upplifun að
ferðast með þeim hjónum. Friðrik sá
um alla skipulagningu og annaðist
óumbeðinn fararstjórn á meðan aðr-
ir ferðafélagar voru að njóta sam-
vistanna. Ólöf var alveg einstaklega
jákvæð manneskja og það má segja
að henni féll aldrei verk úr hendi. Ef
ekki var verið að lesa bók þá voru
prjónarnir á lofti. Við Birna eign-
uðumst einlæga vini í þeim Ólöfu og
Friðriki á þessum árum.
Gestrisni þeirra hjóna var við
brugðið. Hvort heldur var verið
heima á Vesturbrún, á Vindási eða
síðari árin á Rangá þá var ávallt til-
hlökkunarefni að hittast og eiga
saman yndislegar stundir í glaðværð
og ekki síður við uppbyggilegar og
áhugaverðar samræður.
Hvernig Ólöf mætti grimmum ör-
lögum sínum fyrir hálfu öðru ári er
einstakt. Reisn hennar beið aldrei
hnekki og hún lét aldrei deigan síga.
Andlegur styrkur hennar var óbug-
aður til hinstu stundar.
Þann 9. mars sl. áttum við saman
gæðastund með Ólöfu og Friðriki á
heimili okkar. Okkur bauð ekki í
grun að það yrði kveðjustundin með
Ólöfu. Fyrir þá samveru verðum við
ævarandi þakklát í minningunni. Við
biðjum góðan guð að styrkja Frið-
rik, Mörtu Maríu og Ingibjörgu
Guðnýju og aðra ástvini í þeirra
miklu sorg.
Einar Sveinsson,
Birna Hrólfsdóttir.
Í hálfan fimmta áratug hefur líf
okkar á ýmsan hátt verið samtvinn-
að lífi vinkonu okkar Ólafar Péturs-
dóttur. Skólasystur, vinir, guðfor-
eldrar dætra hennar,
brúðkaupsvottar, ferðafélagar inn-
anlands og utan og margt fleira eru
áfangar á þeirri löngu samleið sem
lýkur í dag þegar við kveðjum hana
hinstu kveðju.
Þegar slysið, ósanngjarna og
óskiljanlega, breytti lífi okkar allra
fyrir 18 mánuðum var það í rauninni
Ólöf, sem þrátt fyrir að missa alla
möguleika á sjálfstæðum hreyfing-
um og væri bundin að mestu við
sjúkrastofnun, sú okkar sem breytt-
ist minnst. Hún var áfram sama
glæsilega Ólöf, sem tók öllu sem að
bar með ólýsanlegu jafnaðargeði og
gafst ekkert upp. Í hennar orðabók
fannst ekki orðið „uppgjöf“. Það að
geta ekki málað lengur með hönd-
unum varð henni einungis hvatning
til að mála með munninum sem hún
líka náði ótrúlegum tökum á. Hún
var áfram sú Ólöf sem vildi ráða sínu
lífi og vera þátttakandi í öllum
ákvörðunum sem hana vörðuðu, ekki
bara sem áheyrandi heldur ákvarð-
andi. Hún ætlaði sér áfram að fylgj-
ast með fjölskyldu sinni, Friðrik og
dætrunum, sem voru stolt hennar og
ætíð efst í huga. Hún hlakkaði til að
komast heim á Vesturbrún aftur.
Heim í hennar huga var með stórum
staf en á Vesturbrún höfðu þau hjón-
in tekið við glæsilegu heimili for-
eldra Ólafar og haldið áfram uppi
þeirri reisn sem menningarheimili
sæmdi. Þar var ávallt gott að koma,
gestrisni í hávegum höfð og auk eig-
in dætra ólu þau langtímum saman
upp og bjuggu heimili „þrælum Ólaf-
ar“ en svo nefndum við frændsystk-
ini Friðriks úr sveitinni sem bjuggu
hjá þeim um lengri og skemmri tíma
meðan þau stunduðu nám á höfuð-
borgarsvæðinu.
Ólöf var þeirrar gerðar að hvar
sem hún var varð hún ósjálfrátt mið-
punktur hverrar samveru. Hún dró
að sér athygli fyrir glæsileika, gáfur
og góða nærveru eins og vinir henn-
ar vita. Hún var ávallt hrein og bein,
hafði sterkar skoðanir en hlustaði
líka á og virti önnur sjónarmið en sín
eigin. Þeir eiginleikar hafa ábyggi-
lega reynst henni vel í starfi sínu
sem dómari. Ólöf var alls ekki allra
en þeir sem nutu þeirra forréttinda
að vera vinir hennar meta það og
geyma sem dýrmætustu minningar.
Eftir slysið reyndi sérstaklega á
fjölskyldu hennar nær og fjær og
verður það seint fullþakkað hvað allt
það fólk lagði á sig til að gera líf
Ólafar eins gott og eðlilegt og hægt
var. Friðrik og dæturnar helguðu
sig því að annast Ólöfu og voru ein-
mitt nú búin að undirbúa fullkomna
aðstöðu fyrir hana til að koma heim
á Vesturbrún. Dæturnar hafa á
þessum erfiðu tímum sýnt hve gott
uppeldi foreldrar þeirra hafa gefið
þeim og það sjálfstæði sem Ólöf inn-
rætti þeim er þeim nú þeirra styrk-
ur. Guðrún systir hennar var hjá
henni löngum stundum daga og næt-
ur í allan þann tíma sem hún lá á
spítala og frænkur hennar Maggý
og Anna Þorsteinsdætur breyttu lífi
sínu til að sinna henni. „Þrælar Ólaf-
ar“ og makar þeirra létu sitt ekki
eftir liggja og í sameiningu var
einskis látið ófreistað að gera henni
lífið betra og eðlilegra. Ólöf vissi það
best hvers virði þessi umhyggja var
og mat það mikils og við þökkum
líka af heilum hug öllu þessu góða
fólki.
Þegar við kveðjum nú hinstu
kveðju er okkur efst í huga þakklæti
fyrir að hafa átt Ólöfu Pétursdóttur
að einkavini gegnum súrt og sætt í
marga áratugi og við þökkum þá
samveru alla.
Friðrik, Mörtu Maríu og Ingi-
björgu Guðnýju biðjum við blessun-
ar á þessum erfiðu tímum.
Ragnheiður Ebenezerdóttir,
Stefán Friðfinnsson.
Andlát Ólafar Pétursdóttur, vinar
okkar, kom okkur í opna skjöldu
þrátt fyrir mikil og langvinn veikindi
undanfarin ár eftir hörmulegt slys.
Ólöf var ein af þessum einstöku
hetjum, sem alltaf eru æðrulausar
og jafnhugaðar, hvernig sem á
stendur.
Grímur Thomsen mælir svo um
Halldór Snorrason, hirðmann Har-
aldar konungs:
þó komið væri í óvænt efni
eigi stóð honum það fyrir svefni.
Þannig var Ólöf og m.a. þessir
miklu mannkostir hennar voru öllum
ljósir löngu áður en hún slasaðist.
Ólöf var fágætur vinur að eiga og í
henni sameinuðust bestu kostir
hinna þekktu íslensku ætta, er að
henni standa. Vinátta okkar hefur
varað alveg frá háskólaárum í laga-
deild og umgengni okkar hjóna við
þau Friðrik Pálsson, eiginmann
Ólafar, hefur áreiðanlega verið
miklu meiri en algengt er. Í raun og
veru hafa þau hjón, Ólöf og Friðrik,
verið órjúfanlegur hluti af lífi okkar
alveg frá þessum tíma. Það var ekki
síst fyrir þeirra tilstilli, en vinahópur
þeirra er stór og fjölmennur og oft
hefur það vakið furðu hvernig þeim
hefur tekist að halda svo nánum,
góðum og hlýjum tengslum við svo
marga. Efalaust skiptir þar mestu
frumkvæði, samheldni og mann-
gæska Ólafar og Friðriks í gegnum
tíðina og sú staðreynd að það var
bæði gaman og gott að hitta þau,
vera með þeim, ferðast með þeim,
innanlands og til útlanda, og deila
með þeim tíma bæði við leik og störf.
Ólöf var alveg jafnvíg í umgengni við
fólk hvernig sem á stóð, hvort sem
það var í gleði eða sorg. Hún var
hrókur alls fagnaðar þegar þannig
bar við og nærfærinn huggari stæði
þannig á. Trygglyndi hennar var við-
brugðið og hún var snögg upp á lag-
ið, þegar henni þótti hallað á fólk, er
hún bar fyrir brjósti. Þá gat hún tal-
að þannig að undan sveið.
Ólöf hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum alla tíð. Eftir
að hún varð dómari og dómstjóri þá
fór hún afar vel með þessar skoðanir
sínar og taldi ekki við hæfi að hafa
þær uppi. Það var einungis á færi
okkar sem þekktum hana best að
freista þess að lesa úr svipbrigðum
hennar hver hennar afstaða væri til
hinna ýmsu mála, því Ólöf hætti ekki
að hafa skoðanir þrátt fyrir aukin
ábyrgðarstörf, því fór fjarri.
Það eru ekki margar vikur síðan
við nutum þess að hitta Ólöfu og
Friðrik í afar skemmtilegum kvöld-
verði með góðum vinum okkar. Ólöf
var glæsileg og geislaði þetta kvöld
eins og svo oft áður og tók fullan
þátt í samræðum. Það var falleg sjón
að sjá stolt og gleði móðurinnar,
þegar Ingibjörg dóttir hennar kom
og veitti veislugestum innsýn í
hvernig ætti að skrifa íslenska rit-
gerð í Verslunarskólanum og brill-
era og vera skemmtilegur í senn.
Við eigum eftir að sakna Ólafar
mikið. Við flytjum Friðrik Pálssyni,
vini okkar, og dætrum þeirra, Mörtu
Maríu og Ingibjörgu, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sólveig Pétursdóttir,
Kristinn Björnsson.
Þegar örlögin brugðu fæti fyrir
hestinn á björtum degi reið höggið
yfir og líkamsþróttur Ólafar var í
einni svipulli andrá að nær engu orð-
inn. Í örvæntingu atviksins hlaut að
leita á hugann hugsun, sem Jóhann
Hannesson klæðir í ógleymanlegan
búning:
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna
hann
hafi það dularfulla verkalag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Ólöf Pétursdóttir var sannarlega
vænn vinnumaður í víðasta skilningi
þeirra orða. Hún var heilsteypt og
kraftmikil, áræðin og fylgin sér með
ríka réttlætiskennd og milda samúð
gagnvart þeim, sem stóðu höllum
fæti. Hún naut virðingar fyrir færni
sína í lögfræði og störf sín í al-
mannaþágu, bæði í stjórnsýslunni og
sem dómari og dómstjóri. Hún naut
ekki síður virðingar og ástúðar
þeirra, sem stóðu henni næst eða
fengu að vera henni samferða um
lengri eða skemmri veg í önnum
hversdagsins, fjölskyldulífi eða tóm-
stundum. Fyrir það allt hafa margir
mikið að þakka og vegna þess mikils
að sakna.
Það kom í hlut Ólafar að bergja á
þeim beiska kaleik að vera svipt
þrótti sínum og öðrum háð um dag-
legar þarfir og umhyggju. Hún
mætti þessu andstreymi með ótrú-
legri reisn og margur fékk stuðning
og hugarró af hinum heiða svip
hennar og bjarta brosi. En hún stóð
ekki ein, öðru nær. Óbifandi stuð-
ingur og ástríki Friðriks og dætr-
anna, Mörtu Maríu og Ingibjargar
Guðnýjar, og ekki síður Guðrúnar
systur hennar auk fjölmargra ann-
arra úr frændgarði og vinahópi var
Ólöfu áreiðanlega dýpsta lífsfylling-
in, þegar svo sviplega syrti að í til-
verunni. Þegar hún nú er farin má
það vera nokkur raunabót, að þján-
ingu og vonbrigðum er lokið og
kannski getur síðara erindið í minn-
ingarljóði Jóhanns Hannessonar um
ungan vin sinn mildað söknuðinn:
Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
Við Inga Ásta sendum einlægar
samúðarkveðjur í Vesturbrún og
Vindás og biðjum Guð að blessa
minningu Ólafar og leggja ástvinum
hennar líkn með þraut.
Pétur Kr. Hafstein.
Margir munu verða til að minnast
Ólafar Pétursdóttur og lýsa marg-
víslegum störfum hennar og merku
lífshlaupi, en efst í vitund okkar eru
hughrifin sem fylgdu því að um-
gangast hana og Friðrik og hið
undraverða andrúmsloft er þau
sköpuðu í umhverfi sínu eftir að
ógæfan reið yfir í lífi þeirra og Ólöf
lamaðist. Í vanmætti sínum sýndi
Ólöf svo ótvírætt að lítill kraftur sem
beitt er af miklu þolgæði verður
mikið afl, og Friðrik sýndi sem aldr-
ei fyrr eldhug sinn og gegnheila
tryggð. Okkur langar að lýsa þess-
um hughrifum með fáeinum svip-
myndum.
Jólin síðustu á Vesturbrún. Frið-
rik hringir og býður okkur í heim-
sókn. Húsið er að verða tilbúið fyrir
heimkomu Ólafar eftir miklar breyt-
ingar. Ólöf er glæsileg að vanda og
yfir henni ljúf reisn sem aldrei svík-
ur hana. Hún dáist að nýfæddri dótt-
ur Evu, spjallar við barnið og fær
það til að brosa og hlæja. Friðrik við
hlið Ólafar, umhyggjusamur og
gamansamur í senn. Helgi jólanna
er hér og nú.
Söngtónleikar Ingibjargar á
Grensásdeild á aðventu. Samankom-
inn er hópur fólks, heimilisfólk á
Grensási, ættingjar og vinir. Ingi-
björg og vinur hennar syngja af list
við undirleik Jóns Stefánssonar.
Ólöf í fremstu röð, glaðleg eftir tón-
leikana, hrífur og gleður vini sem
þiggja með þeim veitingar. Allir fara
betri heim og sumir fullir undrunar
á því hvernig hægt er að skynja
komu jólanna svo sterkt við þessar
aðstæður.
Marta María útskrifast með
glæsibrag frá Verslunarskólanum í
maí 2007. Ólöf er viðstödd skólaslitin
og kemur heim á Vesturbrún í stúd-
entsveisluna. Þar er fjöldi fólks, ætt-
ingjar Friðriks að norðan og sunnan,
Guðrún og fjölskylda, margir lífstíð-
arvinir. Sameiginlegt öllum er að
umvefja Ólöfu og vilja njóta þess-
arar samverustundar. Friðrik segir
gamansögur á sinn einstaka hátt og
Ólöf gantast þegar hann færir í stíl-
inn. Minnisverður dagur til framtíð-
ar.
Ólöf í sjónvarpinu á tískusýningu
Ingibjargar nýlega. Framtakið vek-
ur þjóðarathygli. Ingibjörg útskýrir
þörfina fyrir að láta gott af sér leiða.
Þarna er Ólöf flottust allra, heims-
kona, dregur að sér athyglina þó að
fátt sé henni fjær.
Málað á ný með ótrúlegum hætti.
Ólöf er listmálari og þráir að geta
málað aftur. Af listfengi, kunnáttu
og ástríðu málar hún nú með pensil í
munni og saman finna hún og að-
stoðarmaður hennar nýjar leiðir til
að skapa listaverk. Fyrst í stað eru
myndirnar unnar með punktamálun
í akrýl, síðar með vatnslitum og loks
í olíu með pensilstrokum þegar
hreyfigeta hálsins fer að aukast.
Hvert verk er flókið og þarf að ræða
og skipuleggja, hver punktur og
stroka krefst einbeitni. Smám sam-
an verður aðferðin frjálsari og næst
skal stefnt að frjálsri myndbygg-
ingu. En það er henni ætlað annars
staðar og skyndilega er Ólöf öll.
Sumir mála myndverk lífs síns
stórum og háværum strokum, en
Ólöf fann lífslist sinni farveg í hóg-
værð, gáfum og meðfæddri kurteisi.
Við erfiðustu aðstæðurnar varð list
hennar mest.
Við vottum Friðriki, Mörtu Maríu,
Ingibjörgu, Guðrúnu og fjölskyldu
dýpstu samúð.
Derek, Alda og Eva Hlín.
Þú heilaga jörð, með sögu, söng
og sólstafi frelsis bjarta.
Hve örlög þín síðar urðu ströng
við ánauðsmyrkvann svarta.
Sem djúpstæð hetja þú varðist varg
með vordraumsins ljós í hjarta.
(Hulda.)
Við systkinin kynntumst þér þeg-
ar þú komst inn í hesthús foreldra
okkar og fékkst pláss fyrir rúmum
30 árum. Stuttu síðar hófst sameign-
arbúskapur með hestana að Vindási
í Hvolhreppi með þér og Friðriki
ásamt foreldrum okkar og tvennum
öðrum hjónum og bygging á nýju
hesthúsi hér í bænum.
Frá fyrstu tíð hafðir þú einlægan
áhuga á öllu því sem við vorum að
fást við, lífi okkar og starfi. Það var
hvetjandi að segja þér frá enda
varstu svo vel að þér í öllu. Sama
hvar mann bar niður. Við fundum
vel hvað þér þótti vænt um okkur.
Það var mjög gefandi að kynnast
þér; heimsborgara, náttúrubarni,
lögfræðingi og listamanni.
Myndirnar sem þú málaðir af
náttúru landsins bera vott um höf-
und þeirra; agaðar, fínlegar, falleg-
ar. Hugsanlega hefur þú fengið inn-
blástur í öllum þeim hálendisferðum
sem hópurinn fór í á hestum svo ár-
um skipti. Þar urðu kannski til
minningar sem þú síðar settir á
striga eða blað með þínum listrænu
hæfileikum. Við systkinin fórum
sum með í margar þessara ferða eða
börn okkar. Þarna sameinuðust
börn og fullorðnir sem höfðu það
sammerkt að hafa mikinn áhuga á
hestum og hestamennsku. Það var
góð viðbót þegar dætur ykkar Frið-
riks, Marta María og Ingibjörg
Guðný, voru orðnar nógu stálpaðar
til að taka þátt í ferðunum. Allir
saman, foreldrar og börn. Hálend-
isferðir í öllum veðrum en í minning-
unni var alltaf sól.
Við systkinin, makar og börn
sendum hetjunum Friðriki, Mörtu
Maríu, Ingibjörgu og Guðrúnu Pét-
urs og fjölskyldu okkar allra innileg-
ustu kveðjur.
Páll og Áslaug,
Guðrún Elísabet og Eilif,
Helga Ingunn,
Auður og Gunnar.
Elsku Ólöf, nú er strangri og
hetjulegri baráttu lokið. Þú vaktir
aðdáun allra sem þekktu þig fyrir
allt sem þú stóðst fyrir, bæði fyrir
stóra slysið og eftir það. Meðan þú
og fjölskylda þín börðust upp á líf og
dauða komuð þið ótrúlegum hlutum í
verk með ykkar göfugu hugsun, víð-
sýni og þekkingu að leiðarljósi. Þið
stóðuð fyrir söfnunum sem verða
komandi kynslóðum til hjálpar við
aðstæður sem þið gjörþekktuð. Það
var hrein snilld sem gleymist aldrei.
Leiðir okkar hafa legið saman síð-
an þú varðst dómstjóri við Héraðs-
dóm Reykjaness 1992. Það hefur
verið skemmtileg vegferð og margt
drifið á dagana. Ég gleymi því ekki
þegar ég sá þig fyrst, hvað mér
fannst þú glæsileg og hlý í allri
framkomu. Það spillti ekki að við töl-
uðum báðar um hesta af mikilli inn-
lifun og þar var af nógu að taka. Ég
komst fljótt að því að þarna fór kona
sem kunni að njóta þess að vera til,
kona sem var þátttakandi í öllu
menningarlegu og skemmtilegu sem
í boði var, bæði heima og heiman,
kona sem kunni að lifa og kona sem
alltaf kom færandi hendi og var í al-
vöru á staðnum og virkilega naut
sín. Þitt glæsilega heimili var alltaf
opið og þú varst alltaf tilbúin að taka
á móti gestum og veittir af mikilli
rausn.
Ógleymanlegir voru hestadagar á
vegum Héraðsdómsins sem þú
stóðst fyrir á vordögum. Þá fóru allir
sem vettlingi gátu valdið í reiðtúr og
þessar skemmtiferðir enduðu ann-
aðhvort með glæsilegri garðveislu á
þínu heimili eða á kaffistofum í hest-
húsunum okkar og alltaf ríkti mikil
gleði. Þetta eru stundir sem lifa í
minningunni en verða ekki endur-
teknar.