Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 34

Morgunblaðið - 29.03.2008, Page 34
34 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Tjaldið er fallið og ég þakka í hljóðri bæn fyrir þær stundir sem ég hef átt með þér og þinni fjölskyldu. Elsku Friðrik, við Guðmundur send- um þér og dætrum þínum innilegar samúðarkveðjur Erna S. Kristinsdóttir. Það hefur líklega verið árið 1986 sem vinskapur okkar Ólafar Péturs- dóttur hófst, þegar ég settist í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur. Við vor- um auðvitað málkunnugar áður, báðar lögfræðingar og báðar dóm- arar þegar hér var komið sögu. En hún var yngri svo við höfðum lítið kynnst í deildinni og hún hafði byrj- að sinn starfsferil í dómsmálaráðu- neytinu. Mér eru þessir stjórnar- fundir í dómarafélaginu mjög minnisstæðir. Hún var formaður fé- lagsins og stýrði fundunum og um- ræðum af einurð en samt tillitssemi, sat bein í baki, alltaf kvenlega klædd með fallega skartgripi. Mér fannst hún þá og ætíð síðan dálítið eins og af öðrum heimi; en eins og allir vita eru álfkonur ekki bara fallegar, þær eru líka vitrar, ráðagóðar og trygg- ar. Í okkar margræða og flókna heimi var hún allt þetta en lifði jafn- framt staðfastlega í raunveruleika hvers augnabliks. Henni var mjög annt um hagsmuni dómara og stöðu dómstólanna og lagði þar lóð sitt á vogarskálarnar; bæði með nærveru sinni þegar umræður áttu sér stað, og ekki síður með því að leggja alltaf eitthvað til málanna. Hún hikaði ekki við að segja skoðun sína, hvort heldur var til að taka undir þar sem hún taldi rétt eða vel fram farið eða til að lýsa sig ósammála. Frá árinu 1992 var hún dómstjóri næststærsta héraðsdómstóls landsins og kom honum undir nýtt þak með miklum glæsileik og skörungsskap. Að leiða stóran dómstól var ekki alltaf dans á rósum, en hún leysti hverja þraut af festu. Með framgöngu sinni og verk- um gaf hún öðrum konum fordæmi. Kannski var það ekki á fundunum í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur sem vinátta okkar myndaðist. Ég geri mér það ekki ljóst, það kann að hafa orðið síðar í samstöðu eða and- stöðu um málefni, eða á gleðinótum yfir kvöldverði, eða í spjalli um gamla mynd af feðrum okkar saman, sem hún átti og ég hef reyndar aldr- ei séð, eða kannski varð það á rölti um Ósló eða Berlín. Það skiptir ekki máli, minningarnar verma. Það var gott að eiga hana að og geta leitað til hennar ef ráða þurfti fram úr vanda eða taka ákvörðun og geta hiklaust treyst því að maður myndi fá hreint og beint álit, en líka stuðning. Það er ekki hægt að ljúka þessum fátæk- legu orðum án þess að geta þess að kjarkur hennar, leiðsögn og vinátta hvarflaði ekki þrátt fyrir það mikla áfall sem hún varð fyrir. Hún naut þá líka styrks og umhyggju Guðrún- ar systur sinnar, Friðriks og dætr- anna, þannig að það lét okkur hin ekki ósnortin. Ég kveð góðan vin og merkilega konu sem lifði að vera öðrum hvatning og fyrirmynd. Hjördís Hákonardóttir. Fátt er ungu fólki hollara en að njóta leiðsagnar og hvatningar þeirra sem þroskaðri eru og reynd- ari. Við upphaf starfsferils míns átti ég því láni að fagna að hafa Ólöfu Pétursdóttur sem yfirmann í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hún var búin þeim góðu kostum yfirmanns að vera ákveðin og mild í senn. Hún agaði, kenndi og vísaði mér leið, ungri og lítt reyndri, um lendur stjórnsýslunnar. Henni var annt um velferð mína og var sannur mentor. Eitt má hér nefna. Dag einn rétti ég henni afar stolt drög að mínum fyrsta úrskurði í barnarétti. Eftir að hafa kynnt sér snilldina kom hún til mín, settist hjá mér móðurleg og sagði: „Ragnhildur mín. Þú fengir ekki háa einkunn fyr- ir þennan úrskurð.“ Þetta var mér mikið áfall. Eftir að hafa jafnað mig gerði ég mér grein fyrir því hvað þessi gagnrýni hennar var góður skóli. Það var einkum vegna þess hvernig hún fór að, með hlýju og væntumþykju en jafnframt kröfu um fullkomin og vönduð vinnubrögð. Það skal hér með þakkað. Ólöf ruddi brautina og var góð fyrirmynd okkar kvenna. Hún hafði til að bera gáfur, hugrekki og metn- að, var fylgin sér og lagði mikið af mörkum með starfi sínu og lífi. Hún var réttsýnn og góður lögfræðingur. Ég bar mikla virðingu fyrir Ólöfu og þótti vænt um hana. Dýrmætar minningarnar sem hún skilur eftir sig gefa styrk en það er þyngra en tárum taki að henni skyldi ekki auðið lengra lífs. Ég votta Friðriki, Mörtu Maríu, Ingi- björgu Guðnýju, Guðrúnu systur hennar og fjölskyldu og öllum ást- vinum einlæga samúð. Blessuð sé minning Ólafar Péturs- dóttur. Ragnhildur Hjaltadóttir. Þegar mamma hringdi og sagði að þú værir búin að yfirgefa líkama þinn trúði ég þessu varla, fann fyrir miklum söknuði og sorg en gat ekki grátið. Svo hringdir þú, Friðrik, og sagðir mér að ég hefði alltaf verið Ólöfu nálægur og hún hefði viljað að ég vissi það, þá loksins opnaðist hjarta mitt, svo djúpar tilfinningar, svo mörg tár. Það er erfitt að skilja hvað það er sem veldur djúpum sterkum tengslum sem eru svo náin þó að dagleg samskipti séu ekki mik- il svo árum skipti. Elsku Ólöf, það eru svo margar góðar tilfinningar sem tengjast þér og þá sértaklega þeim stundum sem við áttum saman bara við tvö. Ást mín og virðing til þín var mjög mikil og ég fann alltaf mikla hlýju frá þér, það fann ég vel þegar ekki voru margir í kringum okkur. Mér fannst ég vera svo vanmáttugur en vildi svo heitt og innilega geta gert eitthvað fyrir þig eftir að þú lentir í slysinu en hræðsla mín og vanmáttarkennd voru mér hindrun í því að koma oftar til þín. Hugur minn og bænir voru oft hjá þér og ég vona innilega að Guð hafi hlustað, veitt þér styrk og innri frið til þess að takast á við þetta erfiða skeið í lífi þínu. Ég sé núna að meiri samvera með þér hefði verið æskileg og ég græt í dag vegna þess að ég gerði ekki meira af því á meðan þú varst hér. Ég veit samt í hjarta mér að þú fannst okkar sterku tengsl þrátt fyrir að ég kæmi ekki oft í heimsókn til þín. Núna um páskana sé ég ljóslifandi fyrir mér þínar fallegu skreytingar sem voru skapaðar af þér og sýndu svo vel þína yndislegu sál, guli páskalitur- inn smekklega notaður um allt húsið á þessum árstíma. Það er mér ómet- anlegt að hafa fengið að vera nálægt þér og ég finn núna hversu sterk böndin eru á milli okkar og þau munu aldrei rofna, aldrei að eilífu. Elsku Friðrik, ég bið góðan Guð að vera með þér og veita þér styrk og þrek til að takast á við þitt líf. Marta María og Ingibjörg Guðný, þið eruð í bæn minni til Drottins um innri frið og styrk ykkur til handa á þessari erfiðu stundu. Elsku Guðrún og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk og þol. Skúli Sigurðsson. Kveðja frá starfsfólki Héraðsdóms Reykjaness Af sviðinu er horfin mikil heiðurs- kona og góður vinur okkar allra. Ólöf Pétursdóttir varð dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness þegar dómstóllinn hóf starfsemi 1. júlí 1992. Því starfi sinnti hún jafnan af mikilli ábyrgð og samviskusemi svo sem búast mátti við af henni. Hún var einfaldlega þeirrar gerðar að hún vildi hafa reglu á hlutunum og hagaði öllum sínum störfum með það að leiðarljósi að réttilega væri að málum staðið í smáu sem stóru. Við höfðum þannig vissu fyrir því að með hana við stjórnvölinn væri rekstur dómstólsins í góðum hönd- um og að öllu yrði þar skipað eins og best væri á kosið. Það varð og raun- in og með allri framgöngu sinni ávann hún sér traust okkar og virð- ingu. Fyrir þetta og samstarf sem ekki féll skuggi á er nú þakkað við leiðarlok. Ólöf Pétursdóttir var baráttu- kona. Því kynntumst við með marg- víslegum hætti í starfi hennar sem dómstjóri. Þessi eiginleiki hennar kom svo skýrlega í ljós eftir að hún slasaðist. Lífsviljinn var svo sann- arlega til staðar og hún var ekki á því að leggja árar í bát. Hin mikla lömun skyldi ekki ná að svipta hana öllu því sem henni var kært og hún hafði haft ánægju af að sinna. Hún var staðföst í þeim ásetningi sínum að ef einhver von var til þess að hún gæti sinnt hugðarefnum sínum þá skyldi það reynt, hún var í öllu falli ekki reiðubúin til að játa sig sigraða. Málverkin sem hún málaði á síðasta ári vitna um þetta og þá ótrúlegu þrautseigju sem hún bjó yfir. Af djúpri virðingu og með einlægu þakklæti fyrir allt, kveðja starfs- menn Héraðsdóms Reykjaness Ólöfu Pétursdóttur. Guð blessi minningu hennar. Friðriki, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju vott- um við samúð. Kveðja frá Dómarafélagi Íslands Við fráfall Ólafar Pétursdóttur dómstjóra er höggvið skarð í ís- lenska dómarastétt. Ólöf hafði langa starfsreynslu sem dómari. Hún var fyrst skipuð sem héraðsdómari hjá bæjarfógetanum í Kópavogi 1984 og hún var settur borgardómari í Reykjavík frá 1. september 1990 til 31. ágúst 1991. Hún var sett til að gegna störfum dómstjóra við Hér- aðsdóm Reykjaness frá 25. febrúar til 30. júní 1992 og skipuð héraðs- dómari og dómstjóri þar frá 1. júlí 1992. Hún gegndi dómstörfum sín- um og starfi dómstjóra með miklum ágætum. Ólöf lét félagsmál dómara mikið til sín taka. Hún var formaður Dómarafélags Reykjavíkur 1986- 1990 og í stjórn Dómarafélags Ís- lands frá 1993-1997, varaformaður félagsins 1996-1997. Ólöf slasaðist mjög alvarlega og lamaðist í september 2006. Hún lét þó ekki deigan síga og barðist fyrir bata sínum. Þrautseigja hennar og viljakraftur í þeirri baráttu er aðdá- unarverð. Hún gaf aldrei upp vonina um að hún gæti snúið aftur til starfa og hún fylgdist náið með því sem var að gerast á vettvangi dómsmálanna. Hún gat notfært sér tölvutæknina og var í góðum samskiptum með tölvupósti. Það var mikið ánægjuefni þegar hún kom á aðalfund Dómara- félags Íslands í nóvember 2007, á henni var engan bilbug að finna. Dómarafélag Íslands þakkar Ólöfu samfylgdina og vottar eftirlif- andi eiginmanni og börnum innilega samúð. Eggert Óskarsson, formaður Dómarafélags Íslands. Andlátsfregnir vina og ættingja koma ávallt sem þruma úr heiðskíru lofti. Dánarfregninni um Ólöfu laust óvenjulega harkalega niður í huga minn. Aðeins viku fyrr hafði ég kvatt þau hjónin og dóttur þeirra á Grens- ási þar sem Ólöf eyddi hinstu ævi- dögum sínum en ég æfi reglulega leikfimi og sund. Það hvarflaði ekki að mér að kveðjukossinn á vanga hennar væri hinsti kossinn. Eins og venjulega var Ólöf skraf- hreifin og kát þennan dag enda bíl- ferð framundan með hennar nánustu í sól og komandi vori. Ekkert okkar grunaði, að henni myndi ekki endast aldur til að ná inn í vorið og sumarið. Enn einu sinni var ég minntur á forgengileik lífsins og hraða tímans. Ég kynntist þeim systrum, Ólöfu og Guðrúnu, í upphafi ára okkar við Menntaskólann í Reykjavík og fljót- lega tókst með okkur góður vinskap- ur. Leiðir okkar Guðrúnar áttu eftir að liggja töluvert saman á komandi árum, bæði á háskólaárunum í Osló og síðar í lífinu. Ólöfu hitti ég hins vegar lítið þangað til hún birtist mér á göngum Grensásdeildar, illa haldin eftir sorglegt slys. Ég var þá í strangri endurþjálfun eftir langa legu á sömu sjúkrastofnun. Þarna mættust við aftur skólasystkinin sem höfðum orðið vinir, ung, hress og lífsglöð í blóma lífsins. Vináttan var þó óbreytt og við töl- uðum mikið saman og föðmuðumst í hvert skipti sem fundum okkar bar saman. Við hlið hennar stóð einatt gamall kunningi minn, Friðrik Páls- son, eiginmaður hennar. Ég skynj- aði fljótlega þeirra djúpa og mikla kærleik og dáðist að hjálpsemi, tryggð og styrk Friðriks á hinum nýju og erfiðu tímum. Oft eru áföll erfiðari aðstendendum en þeim sem í slysinu lenda. Ég dáðist að styrk og fórnarlund hans sem tók ágjöfinni óhræddur og æðrulaus, Þegar tím- inn leið og hægur bati ásamt kvölum og erfiðum hliðarverkunum varð raunveruleiki í lífi Ólafar skynjuðum við mörg, að baráttan yrði ef til vill stutt fremur en löng. Engu að síður blekkti hin upplitsdjarfa og glæsi- lega ásjóna Ólafar og mér fannst hún ávallt sjálfri sér lík, allt frá því að hún var ung og sæt menntóstelpa. Dauðinn sveif ekki yfir henni heldur léku geislar lífsins um hana. Þess vegna var höggið snöggt og þungt þegar dundi á okkur. Ég votta Friðriki og dætrunum og ættingjum Ólafar hluttekningu mína og bið guð að veita þeim styrk og von á þessari erfiðu og þungu stundu. Ingólfur Margeirsson. Ólöf Pétursdóttir  Fleiri minningargreinar um Ólöfu Pétursdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg systir okkar, LILJA JÓNHEIÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR, áður til heimilis á Ægisgötu 12, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.30. Inga Skarphéðinsdóttir, Anna V. Skarphéðinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR NJÁLSDÓTTUR, Lindasíðu 2, Akureyri, áður Þingvöllum, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Þorsteinn Óskarsson, María Guðmunda Kristinsdóttir, Jón Þórir Óskarsson, Hlíf Guðmundsdóttir, Ólafur Njáll Óskarsson, María Helga Kristjánsdóttir, Sigurður Freyr Sigurðsson, Lilja Ósk Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall ástvinar okkar, PETER JONES. Kærar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann í veikindunum. Ingibjörg Margrét og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, GÍSLA RAFNS ÍSLEIFSSONAR, Mávabraut 10c, Keflavík. Sigríður Eyjólfsdóttir, synir, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR, dómstjóri, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, laugardaginn 29. mars kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Listasjóð Ólafar, kt. 670308-1540, banki: 1105 - 18 - 640900. Friðrik Pálsson, Marta María og Ingibjörg Guðný Friðriksdætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.