Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 35 MINNINGAR ✝ Sigurbjörg Sig-urjónsdóttir fæddist í Útibæ í Flatey á Skjálfanda 24. nóvember 1921. Hún andaðist í Hvammi á Húsavík 15. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Jónasson frá Útibæ, útvegs- bóndi, versl- unarmaður og odd- viti í Flatey á Skjálfanda og síðar verslunarmaður á Húsavík, f. 15. apríl 1895, d. 17. janúar 1984 og Jakobína Pálsdóttir frá Brett- ingsstöðum á Flateyjardal, f. 17. júlí 1896, d. 17. apríl 1983. Systk- ini Sigurbjargar eru: Jónas, f. 27. desember 1918, d. 29. janúar 1987, Svavar, f. 3. maí 1920, d. 30. september 1990, Guðmundur, f. 14. maí 1923, Haukur, f. 4. júlí 1924, Páll, f. 25. janúar 1926, Emilía, f. 2. ágúst 1927, Eva, f. 31. mars 1929 og Agnar, f. 19. maí 1934. Sigurbjörg giftist 24. nóv- ember 1949 Guðmundi Finn- bogasyni, sjómanni og síðar hafn- arverði, frá Krossadal í Tálknafirði, f. 16. desember 1914, d. 1. september 1991. Börn þeirra eru: 1) Vigdís Helga, kennari á Selfossi, f. 1. nóvember 1947, gift Pálma Sigfússyni verk- stjóra frá Læk í Holtum, f. 1. des- ember 1945. Börn þeirra eru: a) Hilda, f. 20. maí 1970, gift Hösk- uldi Gunnarssyni, f. 11. ágúst Sigurbjörg ólst upp í Flatey og átti þar heima til 1944 þegar fjöl- skyldan flutti til Húsavíkur og átti hún þar heima alla tíð síðan. Sigurbjörg stundaði nám í Al- þýðuskólanum að Laugum í Reykjadal veturinn 1940-41, dvaldist síðan á Akureyri og var þar í vist og vann einnig við saumaskap og var síðan við nám í Húsmæðraskólanum að Laugum veturinn 1944-45. Á árunum 1946 og 1947 vann hún sem ráðskona hjá húsvískum vertíðarmönnum í Sandgerði og þar kynntist hún eiginmanni sínum og stofnuðu þau síðan heimili á Húsavík 1949. Starfsævi sína helgaði Sig- urbjörg fyrst og fremst heimili sínu og stóð þar vaktina mikið ein fyrstu 15 árin eins og algengt var hjá eiginkonum sjómanna á landsbyggðinni sem voru á síld á sumrin og síðan vetrarvertíðum suður með sjó. Sigurbjörg stund- aði líka ýmis störf utan heimilils, hún vann um tíma á Saumastof- unni Fífu, við síldarsöltun, við ræstingar og afgreiðslustörf hjá Kaupfélagi Þingeyinga og einnig við skreiðar- og saltfiskvinnslu og síðar rækjuvinnslu og í frysti- húsi Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Síðustu æviár Guðmundar var hún vakin og sofin yfir velferð hans en þá átti hann við mikla vanheilsu að stríða. Sigurbjörg bar alla tíð mikla umhyggju fyrir barnabörnum sínum og öll sumur til 2003 má segja að þau hafi flestöll fengið dvelja um lengri eða skemmri tíma hjá ömmu sinni. Sigurbjög missti heilsuna að nokkru leyti 2003 og dvaldist eftir það í Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1966, börn þeirra eru: Helga Margrét, f. 8. nóvember 1997, Hannes, f. 2. nóv- ember 1999, Hólm- ar, f. 2. nóvember 1999, Hallgerður, f. 2. nóvember 2004 og Hanna Dóra, f. 12. október 2006. b) Reynir, f. 3. maí 1975, sambýliskona Helga Gísladóttir, f. 25. júní 1970, dóttir þeirra Díana Ýr, f. 8. ágúst 2000, sonur Helgu og uppeldissonur Reynis er Viktor Máni Ásmundsson, f. 9. október 1994. c) Helga, f. 8. febr- úar 1978. d) Oddný Guðríður, f. 5. desember 1985, sambýlismaður Atli Már Hreggviðsson, f. 10. jan- úar 1983. 2) Sigurjón, tannlæknir á Ísafirði, f. 23. ágúst 1949, kvæntur Ásu Grímsdóttur kenn- ara frá Ísafirði, f. 12. júní 1957. Börn þeirra eru: a) Sigurbjörg, f. 6. júní 1978, dóttir hennar og Odds Ingimarssonar, f. 13. maí 1978, er Ólöf, f. 19. júlí 2002. b) Jóhann, f. 18. febrúar 1980. c) Aðalbjörg, f. 31. maí 1984. d) Ás- rún, f. 18. september 1987. 3) Jó- hanna læknaritari, f. 9. júlí 1956, gift Guðjóni Ólafssyni vélstjóra frá Ísafirði, f. 5. nóvember 1958, d. 28. júlí 1994. Börn þeirra eru: a) Guðmundur, f. 17. júlí 1978, b) Sesselja, f. 4. desember 1981, sambýlismaður Kristian Kryel Schmidt, f. 21. júní 1978, c) Elísa Björt, f. 26. maí 1987 og d) Há- kon Dagur, f. 6. júlí 1990. Sigurbjörg ólst upp í Flatey á Skjálfanda í stórri fjölskyldu og varð ung helsta hjálp móður sinnar við heimilishaldið. Hún flutti í land til Húsavíkur með fólkinu sínu árið 1944. Sigurbjörg gekk í Héraðsskól- ann á Laugum og var síðan um miðj- an fimmta áratuginn ráðskona á Pét- ursbragganum í Sandgerði. Þá bar svo við um miðjan vetur að þar var knúið dyra. Sigurbjörg sinnti kallinu og fyrir utan stóð ungur og mynd- arlegur maður sem heilsaði með sterkum vestfirskum hreim og sagð- ist vera sendur af Drésa bróður til að sækja keflið. „Keflið er hérna og það er ekki laust,“ heyrðist kallað með þrumuraust ofan af svefnloftinu. „Mætti ég ekki samt fá að sjá keflið,“ svaraði komumaður og svo fóru leik- ar að Guðmundur Finnbogason dró keflið úr höndum handhafans, færði það Drésa bróður og hafði einnig ráðskonuna upp á arminn í kaupbæti að vertíð lokinni. Þau settu saman heimili á Húsavík, fyrst á loftinu í Hjarðarholti fyrir ofan Jóhann og Ólínu, síðast á Garðarsbraut 55 og þar ólu þau upp börnin sín þrjú, sem öll settust að í fjarlægum landshlut- um. Guðmundur stundaði sjó, var á vertíðum og síld á sumrin. Síðan hafnarvörður í nokkur ár. Hann féll frá árið 1991. Sigurbjörg var fyrst heima meðan börnin voru ung en vann svo úti. Fyrst í vefnaðarvöru- deild kaupfélagsins. Hún var mikil handavinnukona og vissi þess vegna upp á hár hvað viðskiptavinina van- hagaði um, hvað hentaði best í það og það skiptið og líka hvað var bara drasl og hvað kaupendurnir höfðu ekkert með að gera. Síðar var hún starfsmaður í frystihúsinu og snyrti fiskflök fyrir neytendapakkningar. Sigurbjörg var sérlega greinargóð, setti sitt mál fram með skýrum hætti. Hún hafði gaman af að segja frá og fara með ljóð, vandaði mál sitt og vildi síst af öllu vera misskilin. Eftir hana birtist í Árbók Þingeyinga árið 1995 frásögn af taugaveikifaraldrin- um í Flatey árið 1935-36. Það er lýs- ing sem seint gleymist þeim er les. Því var það mikið óréttlæti að hún skyldi veikjast fyrir nokkrum árum og eiga eftir það erfitt með að tjá sig. Hún fékk heilablóðfall, missti afl í hægri hendi og málið að mestu. Talið kom að nokkru til baka en einhverjar heilastöðvar höfðu skemmst svo oft vildi tungan ekki hlýða og sagði hvítt vera svart og lítið stórt o.s.frv. Þetta var henni erfitt. Hún sem hafði frá svo mörgu að segja. En þrátt fyrir þessa erfiðleika lifði hún með mikilli reisn, bar höfuðið hátt og var sátt við guð og menn fram í andlátið. Nú er hún farin Sigurbjörg frænka, þrekið var búið. Blessuð sé minning hennar. Kristín og Júlíus. Elsku Sigurbjörg, það verður skrýtið að koma á Höfðaveginn og þú ekki nýfarin það- an eða rétt ókomin. Það verður skrýt- ið að tala við mömmu á næstunni og fá ekki fréttir af þér. Mig langar að segja margt við þig en kem ekki orðum að því þannig að ég ætla að láta Vilhjálmi Vilhjálms- syni það eftir: Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Sigríður Árdís Kristínardóttir. Nú hnígur til foldar fölnað lauf, og fennir í gömlu sporin. Það fækkar ört því fólki, sem setti svip á bæjarlífið á sinni tíð. Hver og einn með sínum hætti mótaði það og byggði upp sam- félagið, sem kynslóðin í dag býr að og nýtur góðs af. Og nú hefur Sigur- björg, vinkona mín til margra ára skilað sínu hlutverki. Við áttum lengi samleið þar eð hún og eiginmaður hennar Guðmundur, bjuggu nokkur ár hjá foreldrum mínum í Hjarðar- holti. Það var gott sambýli á báðum hæðum og margar ánægjustundir sem notið var, oft langt fram á kvöld. Litlu börnin þeirra urðu miklir sól- argeislar og gleðigjafar hjá foreldr- um mínum og ekki síður hjá aldinni og blindri föðurömmu minni, þegar lítill lófi, oft svolítið kaldur, leitaði eft- ir hlýju höndinni hennar. Já, hún vermdi oft litla kalda fætur og hend- ur á meðan Sigurbjörg settist við kaffibollann hjá mömmu og þá hófust nú hjá okkur hinar eiginlegu ,,eldhús- ’’umræður. Stundum til tilbreytingar hellti mamma upp á kúmenkaffi og nýmjólkaður rjómi út í og kandís með (í þá daga var rjóminn ekki geril- sneyddur) það var svo sannarlega góður kaffisopi. Árin liðu eitt af öðru. Ég flutti að heiman og stofnaði heim- ili og fjölskyldu á fjarlægum slóðum. Sigurbjörg og Guðmundur fluttu í sitt eigið húsnæði á Húsavík. Alltaf hélst gott samband á milli heimilanna á meðan dagar entust. Já, það fennir í gömlu sporin, og þau mást út smátt og smátt. Góðar minningar eru þó ætíð dýrmætur fjársjóður að orna sér við ekki síst þegar aldur færist yfir. Sidda, eins og hún var oftast kölluð í daglegu tali, var gjörvuleg og greind kona, vel les- in, fróð og skemmtileg og afskaplega vel verki farin. Hún undi sér vel við að hlúa að gróðrinum í garðinum sín- um á meðan kraftar entust. Hún hlúði vel að sinni fjölskyldu á einn eða annan hátt og bar hag hennar einatt fyrir brjósti. Börnum og barnabörn- um bjó hún ásamt sínum góða manni öruggt, traust og gott heimili. Þar var gott að koma og njóta samvista. Nú er löngu ævistarfi lokið. Í þá daga voru ekki ævinlega alheimt daglaun að kveldi í grjóthörðum peningum, eða eins og einhvern tíma sagt var, með bréfsneplum. Launin voru oftar en ekki í þann tíð ánægjan með gott dagsverk og vitundin um að hafa hlúð að sínum eftir bestu getu. Prjónuð falleg treyja eða saumaður lítill kjóll. Þá voru daglaun alheimt að kveldi. Það er svo ótrúlega margs að minn- ast, berjaferðirnar með nesti og ferð- irnar niður á stétt að salta síldina og hvað það var gott þegar pabbi kom með kaffi á brúsa og heitar lummur, eða kleinur, til að hressa upp á þreyttar og hálfsofandi stúlkur í síld. Ólína í Hjarðarholti vissi hvað við átti og kom sér vel, enda gekk góðgætið á milli kvennanna á meðan birgðir ent- ust. Hér læt ég staðar numið þó af nógu sé að taka. Ég þakka samfylgd- ina í gegnum öll árin og votta öllum aðstandendum samúð mín og fjöl- skyldu minnar. Góða vina. Hvíl þú í friði. Guðrún K. Jóhannsdóttir frá Hjarðarholti. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir ✝ Sigurður IngiGuðjónsson fæddist á Neðri- Þverá í Fljótshlíð 24. 10. 1923 en lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 17.3. 2008. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Árnasonar frá Neðri-Þverá, f. 8. 2. 1886, d. 7.11. 1954, og Sigríðar Sigurð- ardóttur frá Ár- kvörn, f. 23.7. 1894, d. 26.8. 1977. Systkini Sigurðar Inga, talin í aldursröð, voru þessi: Elín, húsfreyja í Reykjavík, f. 2.4.1918, d. 17.8. 1983, Þórunn hús- freyja í Borgarholti í Ásahreppi, f. 12.6. 1919, Sigurpáll, bóndi á Neðri-Þverá, f. 7.10. 1921, d. 27.7. 2001, Árni, lögfræðingur í Reykjavík, f. 23.10. 1928, d. 1.9. 2003, og Magnús, rafvirkja- meistari í Kópavogi, f. 3.11. 1936. Sig- urður Ingi, sem var ókvæntur og barn- laus, ól allan sinn aldur á Neðri-Þverá og bjó þar í félagi við Sigurpál bróður sinn frá því að faðir þeirra lést árið 1954 til dánardægurs Sigurpáls árið 2001, en þá tók bróðursonur hans, Árni Sigurpálsson, við búskap á Neðri-Þverá. Útför Sigurðar Inga fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í dag, kl. 14. Í dag, 29. mars, verður til moldar borinn frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð frændi minn Sigurður Ingi Guðjónsson, fv. bóndi á Neðri- Þverá í sömu sveit. Hann verður jarðsettur í Hlíðarendakirkjugarði við hlið ættmenna sinna, þaðan sem Eyjafjallajökull og Markarfljótsaur- ar blasa við, útsýnið sem hann hafði fyrir augum alla ævi. Ingi, eins og hann var jafnan nefndur, fæddist 24.10. 1923 á Neðri-Þverá, næstelsti sonur Sigríð- ar Sigurðardóttur og Guðjóns Árna- sonar. Hann vann alla tíð að bústörf- um á heimili sínu, utan nokkrar vertíðir sem hann dvaldist í Vest- mannaeyjum. En lífið við sjávarsíð- una átti ekki við Inga og hann var jafnan feginn þegar hann komst aft- ur heim í sveitina. Hann lét sér annt um búfénaðinn og eignaðist góða gripi, var ekki beinlínis hestamaður en hafði yndi af að bregða sér á hestbak. Ég er samt ekki viss um að bóndastaðan hafi verið val Inga eftir vandlega íhugun, örlögin skákuðu honum á þann reit og hann lét sér það vel lynda, enda ekki margra kosta völ fyrir unga menn á kreppu- árunum. Ingi var hins vegar þeirrar gerðar að flest störf fórust honum vel úr hendi, hann hefði án efa staðið sig með sóma hvar sem var á vett- vangi lífsins. Það er auðsætt að í stórum syst- kinahópi geta ekki allir ílenst heima, fjögur systkinanna á Neðri-Þverá fluttust burt, en eftir urðu elstu bræðurnir, Sigurpáll og Ingi. Þeir unnu síðan á búi foreldra sinna fram eftir aldri, uns þeir tóku í samein- ingu við búrekstrinum. Guðjón bóndi lést árið 1954, en Sigríður kona hans 1977. Árið 1975 gekk Sigurpáll að eiga Kristínu Ara- dóttur úr Reykjavík og eignuðust þau fimm börn, þar af eru fjögur á lífi, og bjó Ingi lengst af með þeim, en sjálfur var hann ókvæntur og barnlaus. Það var gæfa hans að fá að taka þátt í uppeldi barnanna, enda var hann þeim sem annar faðir. Ingi var hæglátur maður og frá honum stafaði þeirri birtu og hlýju sem ungviðið laðast að. Kristín, mágkona Inga, annaðist hann af mikilli fórn- fýsi eftir að Sigurpáll lést og aldur og heilsuleysi tóku að mæða hann, og sýndi þar enn mannkosti sína. Því er stundum haldið fram að bændur séu íhaldssöm stétt og treg til breytinga. Hvað sem hæft er í því átti slíkt ekki við um Inga. Hann var fljótur að átta sig á nýjungum og fylgdist vel með straumi tímans sem þokar öllu áfram. Hann skildi vel nauðsyn þess að færa gamla bú- skaparhætti til nútímahorfs, stækka búin og leggja af kotbúskap. Hann var hlynntur framkvæmdasemi og stórhug og mat mikils dugnað og áræði. Ingi var meðal þeirra fyrstu í sinni sveit sem eignaðist vörubifreið, það var gosárið 1947 og þá bifreið notaði hann bæði til bústarfa og vegavinnu. Ingi var glæsimenni á yngri ár- um, ljós yfirlitum, hávaxinn og karl- mannlegur. Honum varð aldrei mis- dægurt, uns Elli kerlingu tókst að leggja hann að velli hinn 17. mars sl. Fallinn er frá drengur góður sem ættingjar og sveitungar minnast með virðingu. Blessuð sé minning hans. Guðjón Albertsson. Sigurður Ingi Guðjónsson ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, DAÐA GUÐJÓNSSONAR, Vitabraut 3, Hólmavík. Guð blessi ykkur öll. Kristín Lilja Gunnarsdóttir og aðstandendur. ✝ Þökkum af alhug samúð og aðstoð við andlát og útför, HJÁLMARS ÁGÚSTSSONAR frá Bíldudal, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir til líknardeildar Landspítalans á Landakoti. Svandís Ásmundsdóttir, Hera Hjálmarsdóttir, Martha Ásdís Hjálmarsdóttir, Þorsteinn Arnór Jónsson, Jakob Ágúst Hjálmarsson, Auður Daníelsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.