Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Árni Stefánssonfæddist á Felli í
Breiðdal 10. júlí
1927. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands á
Höfn í Hornafirði að
morgni páskadags,
23. apríl síðastliðins.
Hann var sonur
hjónanna Stefáns
Þorbergs Guð-
mundssonar, bónda
á Felli, f. 15.8. 1898,
d. 4.6. 1983 og Guð-
laugar Helgu Þor-
grímsdóttur ljósmóður, f. 4.4. 1886,
d. 2.1. 1961. Systkini Árna voru
Emil Björnsson, f. 1915, d. 1991,
Þórhalla Björnsdóttir, f. 1917, d.
1999, Ragnar Björnsson, f. 1918, d.
1994, Guðmundur Björnsson, f.
1920, d. 1981, Rósa Björnsdóttir, f.
1922, d. 1999, Birna Björnsdóttir, f.
1924, d. 1992, Ólafía Stefánsdóttir,
f. 1919, d. 1999 og Sigurbjörg Stef-
ánsdóttir, f. 1922, d. 1945. Uppeld-
issystir Árna var Helga Ein-
arsdóttir, f. 10.10. 1912, d. 13.2.
1999.
Árni kvæntist 17.4. 1954 Svövu
Sverrisdóttur frá Höfn í Horna-
firði, f. 30.1. 1933. Foreldrar henn-
ar voru Sverrir Halldórsson, verka-
maður á Höfn, f. 18.5. 1880, d. 13.9.
1932 og Sigurbjörg Gísladóttir hús-
móðir, f. 21.10. 1894, d. 25.12. 1989.
Börn Árna og Svövu eru: 1) Sig-
urbjörg, þroskaþjálfi á Höfn, f.
14.12. 1955, dóttir hennar og Ólafs
Gunnlaugssonar, f. 28.1. 1956, er
Sigríður, f. 16.2. 1991. 2) Árni Stef-
án matreiðslumeistari, f. 22.3.
1958, d. 30.8. 2006, kvæntur Krist-
ínu Þóru Kristjánsdóttur, f. 10.2.
1959. Börn þeirra eru a) Arna Þór-
dís Árnadóttir, f. 26.6. 1982, gift
Breiðdal 1951-1959 og byggðu þau
Svava nýbýlið Fellsás í Breiðdal á
þessum árum. Árni var svo skóla-
stjóri Hafnar-skóla á Höfn 1962-
1975. Á árunum 1959-1961 starfaði
Árni hjá Kaupfélagi Austur-
Skaftfellinga
Ásamt svila sínum, Þórhalli Dan
Kristjánssyni sem lést 1975, byggði
Árni Hótel Höfn og rak það á ár-
unum 1966-1996 ásamt eftirlifandi
konu Þórhalls, Ólöfu, og konu sinni
Svövu. Hann var frumkvöðull í
uppbyggingu ferðaþjónustu í Aust-
ur-Skaftafellssýslu og í forystusveit
í þeirri atvinnugrein um árabil.
Árni vann mikið að félagsmálum
allt sitt líf. Var m.a. formaður í
ungmennafélögunum Hrafnkatli
Freysgoða í Breiðdal og Sindra á
Höfn, einnig í Ungmennasamband-
inu Úlfljóti í Austur-Skaftafells-
sýslu og var dyggur stuðnings-
maður íþróttastarfs alla tíð. Hann
var hreppsnefndarmaður á Höfn,
sat einnig þar í skattanefnd, skóla-
nefnd, byggingarnefnd, skipulags-
nefnd, stjórn heilsugæslustöðvar
og kjörstjórn til alþingiskosninga.
Árni var á meðal stofnenda
Karlakórsins Jökuls og lengi for-
maður hans. Hann vann og að
stofnun á vikuritinu Eystra-Horni.
Sat í frœðsluráði Austurlands, var
stjórnarmaður í Kaupfélagi Aust-
ur-Skaftfellinga, Jöklaferðum hf.
og í Sambandi veitinga- og gisti-
húsaeigenda. Hann var formaður í
sóknarnefnd Hafnarsóknar í mörg
ár, starfaði í Bridsfélagi, Lions-
klúbbi og Golfklúbbi Hornafjarðar
og tók þátt í leiksýningum á Höfn í
mörg ár. Hann helgaði sig síðar fé-
lagsstarfi eldri borgara og var í
nokkur ár formaður Félags aldr-
aðra á Höfn. Árni hlaut m.a. heið-
ursmerki KSÍ, SVG, Úlfljóts og
Karlakórsins Jökuls.
Útför Árna fer fram frá Hafn-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Sigurþóri Hjalta Gúst-
afssyni, f. 5.5. 1979,
dóttir þeirra Áróra
Líf, f. 28.3. 2007. b)
Svava Dagný, f. 7.4.
1984, unnusti Friðrik
Guðmundsson, f. 21.7.
1982. c) Óðinn Birgir,
f. 12.4. 1992. 3) Gísli
Sverrir menning-
arráðgjafi, f. 2.10.
1959, kvæntur Guð-
rúnu Baldursdóttur, f.
26.4. 1959. Börn
þeirra eru a) Þórey, f.
23.8. 1984, unnusti Vé-
steinn Fjölnisson, f. 1.9. 1981, b)
Árni, f. 17.10. 1986, c) Helga, f.
20.11. 1989, og d) Sævar, f. 17.8.
1994. 4) Guðlaug kennari, f. 20.10.
1965, gift Hólmgrími Elís Braga-
syni, f. 10.10. 1967. Synir þeirra eru
tvíburarnir Árni Þorberg og Bragi
Halldór, f. 3.6.2003 en sonur Guð-
laugar og Pálma Einarssonar, f.
5.11. 1969, er Gísli Jóhann, f. 7.6.
1990. 5) Gauti, matreiðslumaður, f.
6.8. 1973 kvæntur Ragnheiði Rafns-
dóttur, f. 26.7. 1970. Börn þeirra
eru Rafn Svan, f. 16.1. 1993, Ísar
Svan, f. 27.6. 1999, Kári Svan, f.
17.10.2001 og Aðalheiður Sól, f.
24.4.2004. Dóttir Árna og Guðrúnar
Emilsdóttur, f. 30.7. 1930, er Hjör-
dís félagsmálastjóri, f. 28.12. 1952.
Börn Hjördísar og Jóhannesar
Kjartanssonar, f. 17.11. 1955, eru a)
Þór, f. 22.2. 1975, sambýliskona
Dögg Guðnadóttir, f. 10.2. 1976.
Sonur þeirra er Bjartur Eldur, f.
9.8. 2004, b) Rúnar, f. 5.8. 1979, og
c) Ósk, f. 10.10. 1990.
Árni ólst upp í Breiðdal, fór í Hér-
aðsskólann á Laugarvatni og
Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal. Hann lauk kennaraprófi
árið 1951 og var kennari á Höfn og í
Elskulegur faðir minn Árni Stef-
ánsson lést snemma á páskadags-
morgun. Hann var góður maður og
er hans sárt saknað.
Ég eins og aðrir ástvinir minnist
hans með söknuði, ást og hlýju og
bið almættið að blessa minningu
hans.
Elsku pabbi minn, þú varst stolt-
ur af fjölskyldu þinni. Ekki síst afa-
börnum þínum og sakna þau þín sárt
eins og við öll gerum.
Það hefur verið ánægjulegt að
heimsækja ykkur mömmu í Fells-
hamar, sumarbústaðinn ykkar í
Lónssveit, þar sem þið hafið unnið
samhent eins og þið alla tíð gerðuð.
Ég kveð þig með ást og söknuði
og þakka góða samfylgd alla tíð.
Þín dóttir
Sigurbjörg.
Elsku pabbi minn.
Það var alltaf erfitt að kveðja þig,
röddin brast og þú horfðir á eftir
okkur með tárin í augunum. Nú
grátum við ein. En þó ég kveðji þig
með tárum ætla ég að reyna að ein-
beita mér að því að minnast þín ætíð
með þakklæti frekar en með sorg í
huga. Vera þakklát fyrir allt sem þú
gafst mér og allt sem þú varst mér.
Þakklát fyrir öll góðu árin okkar
saman, í leik og starfi. Þakklát fyrir
öll tækifærin sem þú gafst mér til að
upplifa og þroskast. Þakklát fyrir
það hvað þú stóðst alltaf með mér og
fyrirgafst mér umyrðalaust allar
mínar misgjörðir. Þakklát fyrir það
hvað þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa mér og hvetja mig til dáða og
fyrir allt örlætið sem þú sýndir mér.
Og þakklát fyrir hvað þú hafðir allt-
af mikla trú á mér.
Það einkenndi þig ólýsanlegur
kraftur og persónulegur styrkur allt
til dauða. Þú varst svo eftirtektar-
verð manneskja. Dugnaður og
atorka einkenndi þig alla tíð. Það
var aldrei lognmolla í kringum þig,
galsast og sprellað og rökrætt af
festu en aldrei í illu, alltaf gaman og
mikið hlegið. Þú varst vel upplýstur
um málefni líðandi stundar og lást
ekki á skoðunum þínum. En þú
varst alltaf heiðarlegur. Og þú
kenndir mér margt. Þín takmarka-
lausa virðing fyrir náttúrunni í
kringum okkur, umhverfi okkar,
landi og þjóð. Og ást þín til mömmu,
til okkar krakkanna og síðar fjöl-
skyldna okkar, hún var svo einlæg
og skilyrðislaus. Þú varst ákaflega
kærleiksrík manneskja og var um-
hyggja gagnvart samferðarfólki
þínu til marks um það. Þú varst mér
aldrei reiður, aldrei alvarlega,
skammaðir mig aldrei heldur leið-
beindir og að því bý ég alla ævi. Ég
hefði viljað hafa þig svo mikið lengur
hjá mér en ég átti líka yndisleg ár
með þér og fyrir það ber mér að
þakka. Yndislegi pabbi minn, þú
varst fyrirmynd mín. Ég ætla að
reyna að vera dugleg, heiðarleg og
góð manneskja – eins og þú.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem.)
Þín elskandi dóttir,
Guðlaug
Elskulegur faðir minn, Árni Stef-
ánsson, lést að morgni páskadags.
Pabbi var „stór“ manneskja og það
er því vel við hæfi að hann skyldi
kveðja sitt jarðneska líf á einum
stærsta degi ársins.
Fyrsta minning mín um pabba
tengist jólagjöf sem ég fékk frá hon-
um þegar ég var lítil stelpa, það var
regnkápa sem var allt of stór og ég
man að mér fannst mjög skrítið að
einhver gæti verið pabbi manns en
ekki vitað hvað maður væri stór.
Nokkrum árum síðar fór ég á fyrsta
Árni Stefánsson
✝ Helga ÞuríðurMarsellíusdóttir
fæddist á Ísafirði
24. nóvember 1930.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 20. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Al-
berta Albertsdóttir,
f. 11. febrúar 1899,
d. 24. febrúar 1987
og Marsellíus Sig-
urður Guðbrandur
Bernharðsson
skipasmíðameistari á Ísafirði, f.
16. ágúst 1897, d. 2. febrúar 1977.
Systkin Helgu sammæðra, Jónína,
f. 1922, Stefanía Áslaug, f. 1923 og
Kristján, f. 1924, d. 2001, alsystkin
Guðmundur, f. 1927, d. 1994,
Kristín, f. 1928, Sigríður Guðný, f.
1929, d. 1930, Kristinn, f. 1932, d.
1932, Högni, f. 1933, Bettý, f. 1935,
d. 2005, Þröstur, f. 1937, Sigurður
Magni, f. 1940, d. 1994, og Mes-
síana, f. 1942.
Dóttir Helgu og Jens Péturs-
sonar frá Neskaupstað er Áslaug
Jóhanna, f. 26. júní 1958, maki
Magnús H. Alfreðsson, f. 8. júlí
1956, dætur þeirra Helga Þuríður,
f. 14. júlí 1979 og Rakel Guðbjörg,
f. 9. maí 1982, maður Rakelar,
Davíð Egilsson, dætur þeirra Dag-
björt Stjarna, f. 6. nóvember 2004
og Anna Sól, f. 6. október 2005.
Helga giftist 23. október 1970
ember 1953, dóttir hans Guri Jea-
nett, f. 8. ágúst 1995.
Helga ólst upp fyrstu árin og
fram að unglingsaldri að Að-
alstræti 15 á Ísafirði, Miðkaup-
stað, en eftir það bjó hún allan sinn
aldur að Austurvegi 7, Hæsta-
kaupstað, í húsinu sem foreldrar
hennar reistu sér og fjölskyldunni.
Ung að árum fór hún að fara í
sendiferðir, í innkaup og með nesti
fyrir pabba sinn og „karlana“ hans
í Neðsta, í skipasmíðastöðina hans.
Þrátt fyrir vanheilsu, hélt hún sínu
striki. Hennar ævistarf var á heim-
ili foreldranna, við heimilisstörf
og umönnun. Hún sinnti um tíma
ræstingum í Skipasmíðastöðinni.
Hún stofnaði ásamt fleirum Sjálfs-
bjargarfélag á Ísafirði 1958 og gaf
mikið af sér á meðan starfsemi
þess var í blóma. Eftir hana liggur
mikið af hannyrðum, bæði útsaum-
ur og hekl. Þótt ótrúlegt þyki þá
kunni hún ekki að prjóna og hafði
ekki áhuga á að læra það. Heklu-
nálin lék í höndum hennar og vafð-
ist ekki fyrir henni að gera hin
ýmsu listaverk. Eftir að kviknaði í
Ísafjarðarkirkju 1987 var hún
fengin til að hekla utan um kirkju-
dúka. Hún lét ekki þar við sitja,
þegar upp var staðið fylltu kirkju-
dúkarnir sennilega tvo tugi, í kap-
elluna sem var í Menntaskólanum,
kapelluna í Sjúkrahúsinu á Ísa-
firði, kapelluna í Hnífsdal og Ísa-
fjarðarkirkju, en þar er stærsti
dúkurinn sem prýðir altarið, út-
saumaður og sérhannaður, við
hönnun hans naut hún aðstoðar
Þórðar mannsins síns.
Útför Helgu verður gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þórði Péturssyni
húsasmíðameistara á
Ísafirði, f. 25. júlí
1925, foreldrar hans
voru Sigríður Guð-
mundsdóttir og Pét-
ur Pálsson Hafn-
ardal. Sonur Helgu
og Þórðar er Finnur
Guðni, f. 12. sept-
ember 1972, kona
hans er Aðalheiður
María Þráinsdóttir, f.
8. nóvember 1973,
börn þeirra eru Aldís
Rós, f. 6. september 1996, Auðun
Ingi, f. 8. júlí 1999 Hrólfsbörn og
Baldur Már Finnsson, f. 16. sept-
ember 1999. Synir Þórðar frá
fyrra hjónabandi eru: 1) Hilmar
Friðrik, f. 22. sept. 1946, kvæntur
Guðmundu Brynjólfsdóttur, f. 27.
apríl 1948, synir þeirra eru: a)
Þórður Guðjón, f. 31. janúar 1967,
maki Aðalheiður Ásgeirsdóttir, f.
13. júlí 1966, börn þeirra eru Hilm-
ar Þórðarson, f. 16. október 1995
og Gísli Rúnar Víðisson, f. 27. sept-
ember 1983, og b) Brynjólfur, f.
24. mars 1974. 2) Pétur Sigurður,
f. 2. desember 1949, maki Kristín
Gunnlaugsdóttir, f. 25. maí 1952,
börn: a) Guðríður, f. 16. maí 1974,
maki Sigurður Smárason, f. 23.
febrúar 1969, börn Pétur Smári, f.
7. júlí 1998 og Ívar Þór, f. 23. mars
2002, og b) Gunnlaugur, f. 25.
ágúst 1978. 3) Níels Jón, f. 7. des-
Móðir mín var einstök kona. Hún
var mjög hláturmild og glaðleg. Hún
var með djúpa spékoppa sem voru
hennar sérkenni, auk brúnu augn-
anna. Þegar ég var lítil fannst mér
mamma mín svo falleg, litrík, með
dökka húð og hár. Þrátt fyrir að hún
hafi átt við vanheilsu að glíma mest-
an hluta ævinnar, þá kvartaði hún
ekki. Hún var vön að vera með verki
og ýmis óþægindi. Vinstri fóturinn á
henni var mun styttri og þurfti að
setja upphækkun undir skóna henn-
ar.
Á unglingsárunum leitaði hún sér
lækninga í Reykjavík, var m.a. í æf-
ingum hjá Jóni Þorsteinssyni á
Lindargötunni og fór í aðgerðir á
Landspítalanum. Þegar hún var á
átjánda ári dvaldi hún lengi þar
syðra. Þegar móðir mín var að alast
upp var ekki lögð áhersla á að fólk
með fötlun fetaði menntaveginn.
Hún gekk tvo vetur til prests varð-
andi fermingarundirbúning og
fermdist með þeim sem voru ári
yngri en hún. Þetta gerði það að
verkum að hún mundi aldrei hverjir
voru jafngamlir henni eða hverjir
voru fermingarsystkin. Mér fannst
alltaf að þetta hafi angrað hana.
Í bernskuminningu minni sátu
þær mamma og amma hvor í sínum
stólnum í stofunni við iðju sína. Það
liggja mörg stykkin eftir þær mæðg-
ur, mest útsaumur og hekl. Mamma
var ötul baráttukona innan Sjálfs-
bjargar á sjötta áratugnum. Um
tíma stýrði mamma föndri og leið-
beindi á námskeiðum, m.a. á Austur-
landi.
Afi var með umboð fyrir Gunnar
Ásgeirsson hf, sem seldi m.a. Hus-
quarna-saumavélar. Mamma fór
suður á námskeið svo hún gæti tekið
að sér viðgerðir á þeim og kennslu.
Hún gætti mikið systkina sinna og
systkinabarna, m.a. dætra Áslaugar,
systur sinnar, sem bjó um tíma í
Neskaupstað. Þar kynntist hún föð-
ur mínum, Jens Gunnari Péturssyni,
en þau bjuggu aldrei saman. Hún
gantaðist oft með það að hún hefði
átt mig fyrir sig, en yngri bróður
minn fyrir pabba hans.
Ég var aldrei látin finna fyrir því
að vera getin utan hjónabands. Við
mæðgurnar áttum gott atlæti á
heimili ömmu og afa. Við vorum
meira eins og vinkonur, mjög nánar
og ræddum alla hluti hvor við aðra.
Mamma sá um að halda heimilinu
hreinu, auk þess sem hún var með
ömmu í þvottum og við eldhúsverk-
in. Þegar ég var lítil, bakaði hún einu
sinni í viku og þurfti að læsa kök-
urnar inni svo bræður hennar klár-
uðu ekki strax birgðirnar! Þegar ég
var tólf ára giftist mamma eftirlif-
andi manni sínum Þórði Péturssyni
húsasmíðameistara frá Hafnardal í
Ísafjarðardjúpi. Þau bjuggu allan
sinn búskap í húsinu sem afi og
amma reistu yfir sig og fjölskylduna
að Austurvegi 7 á Ísafirði. Þórður
átti áður synina Hilmar, Pétur og
Níels sem kom síðar einnig inn á
heimilið til okkar. 1987 eftir að
amma dó, flutti ég og fjölskylda mín
á Austurveginn og vorum við ná-
grannar allar götur síðan. Það var
mjög gott fyrir dæturnar að eiga
ömmu og afa „uppi“, mamma var
alltaf boðin og búin að aðstoða okk-
ur. Þegar dætur okkar voru litlar
passaði mamma þær og Finnur
bróðir sótti þær á leikskólann. Hann
var meira eins og bróðir þeirra, enda
lítið eldri en þær. Þórður afi var líka
afinn sem þær þekktu mest og best.
Áslaug Jóhanna Jensdóttir.
Það er laugardagurinn 7. janúar
1978. Ég var að koma í fyrsta sinn til
Ísafjarðar, eftir að hafa kynnst
stúlku sem bauð mér í heimsókn.
Þar hitti ég fyrir í fyrsta sinn
tengdamóður mína til 30 ára. Það er
mér í fersku minni, þar sem hún stóð
inni í eldhúsi að elda hádegismatinn,
klædd í stuttermabol og stretsbux-
ur, s.s. í vinnugallanum. Þannig var
hún Helga Þuríður, ekkert með
sýndarmennsku heldur kom hún til
dyranna eins og hún var klædd.
Helga byrjaði snemma að hjálpa
til á sínu æskuheimili sem var fjöl-
mennt og þar var einnig mikill
gestagangur. Þá þurfti að þvo
þvotta, strauja skyrtur og taka til
hendinni eins og við bakstur. Hún
var einnig mikil handverks- og hann-
yrðakona.
Helga heklaði mikið um dagana,
það liggur eftir hana mikið magn af
dúkum og alls konar dúllur sem hún
gaf vinum og ættingjum. Hjá henni
Helgu voru þau kjörorð að sælla er
að gefa en þiggja!
Ung að árum lærði hún að vinna
úr horni og beinum, hluti eins og
skeiðar, hnífa, nælur og fleira –
seinna kenndi hún þessi handbrögð.
Hún var líka með kennslu á Hus-
qvarna-saumavélar en Þórður mað-
ur hennar gerði við þessar sauma-
vélar enda voru þau hjónin með
umboð fyrir þessar vélar.
Hún Helga var alla tíð heimavinn-
andi húsmóðir, fyrst sem hjálpar-
hella foreldra sinna, síðar á sínu eig-
Helga Þuríður
Marsellíusdóttir