Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 37
fund pabba míns og í kjölfarið sum-
arlangt til að dvelja hjá honum,
Svövu og fjölskyldunni minni á Höfn
í Hornafirði. Það var mikið ævintýri
fyrir stelpuskott að sunnan að skipta
um leiksvið á hverju sumri, en eftir
þessa fyrstu heimsókn var ég hjá
þeim öll sumur til 17 ára aldurs. Ég
segi gjarnan að þarna hafi verið um
að ræða fyrirmyndar „sameiginlegt“
forræði í reynd, því foreldrar mínir
voru báðir staðráðnir í að það væri
ég sem væri í forgrunni og létu mig
aldrei finna annað.
Ég hef öllum stundum síðan verið
í góðu sambandi við föðurfólkið mitt
og ávallt verið ein af fjölskyldunni.
Pabbi var mikil og stór persóna,
hann var fæddur leiðtogi, mikil fé-
lagsvera og lífskúnstner. Umfram
allt var hann þó mikill fjölskyldu-
maður og Svava, börnin og fjöl-
skyldan voru honum allt. Svava var
kletturinn hans og reyndar okkar
allra, hún á alltaf nóg að gefa, en
biður aldrei um neitt. Missir hennar
er mikill, en ég veit að pabbi hefði
ekki viljað neitt heitar en að fá að
vera með elskunni sinni til hinstu
stundar og þá ósk fékk hann upp-
fyllta. Með pabba og Svövu hef ég
átt margar af mínum bestu stund-
um. Frá fyrstu tíð ferðuðumst við
mikið og það var pabba mikið kapps-
mál að komast sem víðast á meðan
aldur leyfði. Hann lét ekkert stoppa
sig í að ferðast og hreif okkur öll
með sér. Síðast fórum við saman í
Loðmundarfjörð á 80 ára afmælinu
hans sl. sumar. Sú ferð var ómet-
anleg og þar sýndi pabbi hvað hug-
urinn getur borið mann langt. Það
er alltaf gaman þegar fjölskyldan
kemur saman og ýmis tilefni fundin
til að stuðla að því. Því munum við
halda í heiðri til minningar um ást-
kæran ættföður, en við höfðum áður
en hann lést sammælst um að gera
það að föstum lið að hittast á Höfn í
kringum afmæli pabba 10. júlí ár
hvert. Síðsumars 2006 var höggið
stórt skarð í hópinn, þegar Árni
Stefán bróðir minn lést langt fyrir
aldur fram. Það fékk mjög á pabba
og bar hann þess merki allt til enda.
Það er huggun í harmi að vita að nú
hafa þeir feðgar sameinast á ný. Við
sem eftir sitjum spyrjum okkur
hvort það hafi verið tilviljun, en dag-
inn áður en pabbi lést voru 50 ár lið-
in frá því að Árni bróðir fæddist.
Þegar litið er yfir farinn veg er
margt sem kemur upp í hugann.
Minningarnar eru margar og góðar
og það er gott að vita af þeim til að
orna sér við um ókomin ár. Ég mun
stolt heiðra minningu föður míns og
segja mínum afkomendum frá afa
Árna.
Elsku Svava, systkini mín og fjöl-
skyldur, Guð veri með okkur öllum.
Elsku pabbi minn, þín er sárt
saknað, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir
Hjördís.
Elsku Árni, heppni er fyrsta orðið
sem mér kemur í hug þegar ég
minnist þín, mín heppni að hafa fyrir
18 árum verið ráðin á hótelið hjá
þér. Ég tel mig afar lánsama að hafa
kynnst þér og fengið að ganga í
gegnum súrt og sætt með þér. Þú
varst Breiðdælingur eins og ég og
hafði ég gaman af því að hlusta á þig
segja frá gömlum tímum í Breiðdal.
Þegar við kynntumst varstu hót-
elstjóri og stjórnaðir öllu með mikilli
útsjónasemi og dugnaði. Þú gekkst
sjálfur í öll störf og ég minnist þín
t.d. hangandi utan á hótelinu að
mála, því þú, hótelstjórinn, sást um
það sjálfur. Í seinni tíð var það sum-
arbústaðurinn í Lóni sem skipaði
stóran sess í þínu lífi. Fellshamar
var stolt þitt og gleði, þú máttir líka
vera stoltur því varla er hægt að
finna yndislegri stað. Þú varst varla
komin inn fyrir hliðið og búinn að
skipta um föt þegar þú varst farin út
að slá eða athuga með gróðurinn.
Það sem mér þótti svo merkilegt er
hvernig þú aldraður maðurinn fórst
að því að framkvæma ýmislegt
þarna, t.d hvernig þú fórst að því að
leggja göngustíga upp í brekkuna og
byggja þar handrið svo hægara væri
að fara þar um, hvernig þú fórst að
því að slá með orfi í brekkunni, eitt-
hvað yngri menn hefðu ekki treyst
sér til. Þú hafðir líka gaman af því að
leyfa öðrum að njóta og varst fús að
lána bústaðinn þeim sem vildu upp-
lifa hversu magnaður staðurinn er.
Ég er mjög glöð að hafa átt margar
stundir þar með þér. Þótt Lónið
væri þinn staður hafðir þú gaman af
því að ferðast bæði utanlands sem
innan og er skemmst að minnast
ferðarinnar sem við fórum stórfjöl-
skyldan síðasta sumar í tilefni af 80
ára afmæli þínu, sú ferð er okkur
ákaflega dýrmæt í minningunni. Þar
naust þú þín í botn. Ég gleymi held-
ur aldrei ferðinni á Lónsöræfi en þar
hafðir þú helst áhyggjur af því að ég
kæmist á leiðarenda. Ég man varla
eftir þér öðrvísi en með spilin á lofti,
annaðhvort að spila eða leggja kap-
al. Þú varst mikill íþróttaunnandi og
var það sérstaklega fótbolti sem þú
fylgdist með. Þú varst dyggur
stuðningsmaður Sindra og mættir á
flesta þeirra kappleikja. Þakka þér
fyrir hversu vel og af alúð þú studdir
Rafn, hann á eftir að sakna þess að
geta ekki hringt í þig eftir leik með
úrslitin. Börnin mín voru öll hænd
að þér og eru afar sorgmædd núna,
Aðalheiður spyr oft hvenær þú
vaknir. Ísar er búin að setja mynd af
þér við rúmið sitt. Kári minnist þess
þegar hann var með ykkur sl. sumar
í Lóninu og þið fóruð stundum oft á
dag í heita pottinn. Ég vil þakka þér
fyrir hve góður þú varst við mína
fjölskyldu, þú lagðir ríka áherslu á
að þau væru hluti af þinni fjölskyldu,
ég veit að mömmu og systkinum
mínum þóttu afar vænt um þig og
börn systur minnar litu á þig sem
afa. Ég kýs að vera þakklát fyrir að
þú þurftir ekki að kveljast eða að
liggja ósjálfbjarga, það var bara
ekki þinn stíll. Þú kunnir að lifa líf-
inu og þú laukst því með reisn eins
og þín var von og vísa.
Elsku Svava, börn og aðrir að-
standendur, megi góður guð styrkja
ykkur. Elsku Árni, ég veit að það
var tekið vel á móti þér. Takk fyrir
allt. Þín
Ragnheiður.
Fleiri minningargreinar um Árna
Stefánsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
in heimili eftir að hún og Þórður
hófu sambúð um 1970. Helga átti
sínar vinkonur á öllum aldri sem
kíktu í kaffi reglulega og héldu mik-
illi tryggð við hana.
Oft nutum við góðs af því að búa á
hæðinni fyrir neðan, oft boðið í mat
eða í vöfflur með rjóma og sultu, nú
eða til að smakka himnesku hjóna-
bandssælu.
Alltaf var stutt í brosið jafnt fram
á síðasta dag. Þrátt fyrir krankleika
kvartaði hún ekki. Helga Þuríður
lést eftir fremur stutta sjúkdóms-
baráttu og er hennar sárt saknað.
Magnús Helgi Alfreðsson.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast hennar Helgu mágkonu
minnar, sem við erum að kveðja í
dag. Okkar fyrstu kynni voru þegar
ég var aðeins 13 ára og kom þá á
Austurveg, sem ég átti seinna eftir
að kalla heim á Austurveg, með
Messý systur hennar, en við vorum
vinkonur. Það sem ég tók mest eftir
við þessi fyrstu kynni var brosið
hennar, hún var alltaf brosandi, og
líka alltaf þrífandi og það fannst mér
svo skrítið þá. Helga var hjálpar-
hella foreldra sinna alla tíð, enda
gestkvæmt og mannmargt á Aust-
urveginum í þá daga. Helga eign-
aðist sólargeisla sinn hana Áslaugu
árið 1958, en þá var ég að vinna á
Sjúkrahúsinu á Ísafirði og var ég
ekkert smá-montin að verða fyrst til
að sjá hana. Ég varð þeirra gæfu að-
njótandi að kynnast Helgu enn betur
þegar ég giftist Högna bróður henn-
ar og við hófum okkar búskap í kjall-
aranum á Austurveginum. Það var
alveg ómetanlegt fyrir unga stúlku
eins og mig með lítil börn að hafa
hana Helgu mér til að aðstoðar, en
það gerði hún alla tíð og var mér
mikil stoð. Helga var ein með stúlk-
una sína og vildu bræður hennar og
frændur því aðstoða hana við að ala
stúlkuna upp og fólst það aðallega í
því að gera allt fyrir Áslaugu sem
hún bað þá um, en þá tók Helga í
taumana með þeirri festu sem alltaf
einkenndi hana og sagði ákveðin:
„Þið fáið ekki að spilla henni það er
ég sem þarf að ala hana upp.“ Og það
gerði hún vel, því Áslaug dóttir
hennar er mikil myndarkona og hef-
ur meðal annars rekið gistihús á
Austurveginum.
Það var mikið happaspor fyrir
Helgu þegar hún kynntist honum
Þórði sínum. Þau eignuðust Finn
Guðna, og var hann foreldrum sínum
mikill gleðigjafi. Við gerðum margt
saman við Helga, við ferðuðumst þó
nokkuð saman með Sjálfsbjörgu og
þar var hún alltaf hrókur alls fagn-
aðar með brosið sitt og mildan hlátur
sem alltaf var stutt í. Núna á seinni
árum var það regla hjá okkur Helgu
að drekka kaffi saman, helst á hverj-
um morgni ef við gátum komið því
við og þá skiptumst við á sögum um
fjölskyldur okkar en henni var um-
hugað um að fylgjast vel með mér og
mínum börnum. Oft voru þá yngstu
meðlimirnir með líka því við ömm-
urnar vorum stundum að passa þau,
og Þórður passaði að við hefðum nóg
kaffi til að drekka. Þessar stundir
eru ómetanlegar í minningunni nú
þegar þú er farin, kæra vinkona.
Ekki gerði ég mér nú alveg grein
fyrir því þegar ég sat með þér í bíln-
um á leiðinni upp á sjúkrahús að
þetta yrði síðasta ferðalagið okkar
saman, en svona fór nú það. Minn-
ingarnar um góða vinkonu og góða
konu sem ég gat alltaf leitað til eru
margar og mun ég geyma þær í
hjarta mínu um ókomna tíð og ég
veit að ég á oft eftir að brosa þegar
ég minnist þín í framtíðinni.
Elsku Þórður, Áslaug, Finnur og
fjölskyldur, mikill er missir ykkar,
megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Runný.
Heiðurskonan Helga Marsellíus-
dóttir er fallin frá.
Það var á haustdögum árið 1958
sem nokkuð stór hópur manna og
kvenna kom saman í Barnaskólanum
á Ísafirði og stofnaði félag, sem hlaut
nafnið Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á
Ísafirði. Helga var einn stofnenda og
vann þessu félagi af áhuga og elju
svo lengi sem kraftar hennar leyfðu.
Mikið starf beið frumkvöðlanna
því takmark þeirra var að bæta kjör
fatlaðra, sem í þá daga þóttu ekki
tækir á almennum vinnumarkaði og
komust varla út á meðal manna.
Sennilega var þá ekki til orðið að-
gengi.
Á fyrstu starfsárum félagsins var
stofnuð vinnustofa fyrir fatlaða, hús-
ið að Mjallargötu 5, keypt í sam-
vinnu við Berklavörn og þangað var
vinnustofan flutt. Þar var einnig að-
staða fyrir félagsstarfið og opnuð
verslun. Mánaðarlegir félags- og
skemmtifundir voru haldnir, vikuleg
vinnukvöld og óteljandi stjórnar-
fundir. Þá voru Vestfirðir að tengj-
ast íslenska vegakerfinu og Sjálfs-
bjargarfélagar víluðu ekki fyrir sér
að keyra daglangt á holóttum vegum
til að eyða kvöldstund með félögum
frá öðrum landshlutum.
Í öllum þessum störfum var Helga
sannkallaður prímus mótor. Af gleði
og ljúfmennsku laðaði hún fólk til
starfa og allir tóku þátt með bros á
vör.
Austurvegur 7 var heimili Helgu.
Hún var hjarta hússins. Annaðist
heimilisrekstur foreldra sinna,
stofnaði sitt eigið heimili er hún gift-
ist Þórði Péturssyni og ól þar upp
börnin sín Áslaugu og Finn. Þar var
gestrisni alla tíð í fyrirrúmi.
Það eru forréttindi að hafa kynnst
og fengið að vinna með slíkri konu
sem Helga var. Fyrir það getur mað-
ur aldrei fullþakkað.
Ég sendi Þórði eiginmanni henn-
ar, Áslaugu, Finni og fjölskyldum
þeirra ásamt stórfjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæra vinkona.
Pálína Snorradóttir.
Fleiri minningargreinar um Helgu
Marsellíusardóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ HólmfríðurÞórðardóttir
fæddist á bænum
Stóragerði í Skaga-
firði 16. maí 1950.
Hún lést á heimili
sínu, Smáragrund 1
á Sauðárkróki, 24.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Þórður Eyjólfs-
son, f. 22. júní 1927
og Jörgína Þórey
Jóhannsdóttir, f. 25.
apríl 1926. Hólm-
fríður var næst
yngst fjögurra systkina. Hin eru
Páll Hólm Þórðarson, f. 18. júlí
1947, Gunnar Kristinn Þórðarson,
f. 4. desember 1948 og Sigurmon
Þórðarson, f. 22. október 1955.
Sonur Hólmfríðar og Gests
Halldórssonar er Halldór, f. 18.
maí 1969. Hólmfríður og Gestur
slitu samvistum. Dætur Halldórs
og Elísabetar Sóleyjar Stef-
ánsdóttur, f. 14. júní 1977, eru
Harpa Katrín, f. 11.
nóvember 1996, Sól-
veig Birna, f. 17.
október 1997 og Re-
bekka Hólm, f. 22.
janúar 2005. Halldór
og Elísabet slitu
samvistum. Sam-
býliskona Halldórs
er Rósa Dóra Við-
arsdóttir, f. 3. júní
1973.
Hólmfríður giftist
8. september 1973
Birni Jónassyni
skipstjóra, f. 7. sept-
ember 1953. Synir þeirra eru
Þórður Hólm Björnsson, f. 27.
október 1976, d. 24. september
1994 og Snæbjörn Hólm Björns-
son, f. 5. ágúst 1978, sambýlis-
kona Ragnhildur Þórðardóttir, f.
31. janúar 1982, sonur þeirra er
Þórður Hólm, f. 6. mars 2004.
Útför Hólmfríðar verður gerð
frá Sauðárkrókskirkju og hefst
athöfnin klukkan 14.
Jæja mamma mín, þá er víst komið
að kveðjustund hjá okkur. Ótrúlegt
hvað eitt símtal getur breytt lífi
manns, ég var staddur úti á sjó þegar
pabbi hringdi og sagði mér þessar
sorgarfréttir. Þegar svona gerist lam-
ast maður af sorg og eftirsjá. Af
hverju heimsótti ég þig ekki í síðustu
inniveru og kvaddi eins og ég gerði yf-
irleitt áður en ég fór á sjóinn? Það
hvílir soldið þungt á mér núna. Það að
taka alla hluti sjálfsagða kemur alltaf
í bakið á manni, alveg eins og það
gerði þegar Doddi okkar dó. Hvenær
lærir maður að meta það sem maður á
næst sér, en þetta er ein af þeim fórn-
um sem maður færir sem sjómaður
og maður kveður víst ekki alltaf eins
og það sé í síðasta sinn.
Þú varst alveg ótrúlega mikill kar-
akter, svona kona sem maður sér ekki
á hverju strái og átt eftir að verða al-
veg ótrúlega eftirminnileg. Aldrei átti
ég von á að ég myndi sakna þess að
heyra þig koma tuðandi niður stig-
ann, ég sakna þess jafn mikið og að
heyra í þínum einstaka hlátri. Þegar
þú varst á lífi hugsaði ég mest um það
sem fór úrskeiðis hjá okkur. Öll höf-
um við einhverja djöfla að berjast við
og þú háðir sömu orustur og ég hef
gert og allt tekur það sinn toll af okk-
ur. En nú þegar ég sit hérna inni í
stofu á Smáragrund og hugsa til baka
eru svo margar ljúfar minningar um
hvað þú varst góð við okkur bræð-
urna.
Þegar Dóri kom og sótti mig suður
ræddum við hvernig ævi þú hefðir átt
og eins og Dóri sagði áttir þú bara á
heildina litið góða ævi. Það að eiga
svona mann eins og pabba, var allt
sem þú þurftir. Einhvern veginn upp-
lifðuð þið svo margt saman, ferðuðust
um heiminn og landið og genguð í
gegnum súrt og sætt saman og voruð
mjög sterk hjón.
Þó að þú hafir kannski ekki átt
marga mjög nána vini, þá áttir þú í
þeim hvert bein. Fyrst dettur mér í
hug Amý, Gunna frænka og náttúru-
lega Hadda amma, þessar vinkonur
gastu talað við í síma svo klukku-
stundum skipti. Gamalt fólk heillaði
þig alltaf, svona fólk sem hafði frá
heillri ævi að segja og þess vegna
misstir þú líka marga vini um lífsleið-
ina. Þú varst listakona og sást það fal-
lega í lífinu, málaðir fallegar myndir
og ræktaðir alveg ótrúlegan garð,
sem var þinn griðastaður.
Við eigum eftir að sakna þín mjög
mikið en ég veit þú ert í góðum hönd-
um þarna uppi.
Þetta kveðjubréf skrifa ég fyrir
hönd okkar bræðra. Þar sem Dóri er
enn verri penni en ég, tók ég það að
mér. Takk fyrir allt elsku mamma,
vonandi líður þér vel.
Snæbjörn og Halldór
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Ásbjörn Morthens
.)
Þínar ömmuskvísur
Harpa Katrín, Sólveig Birna
og Rebekka Hólm
Hólmfríður
Þórðardóttir
Kæri Guð, viltu passa hana
Diddu vel fyrir mig, hún átti
ekki skilið að deyja. Ég skrif-
aði þetta sjálf.
Kæra Didda, blíð og góð,
rjóðar kinnar og hjartað gott,
megi gæfa fylgja þér úti þar
sem kalt nú er. Mundu að ég
elska þig heitt, mundu að ég er
þér alltaf góð, eins og vinur
sem skrifar þér ljóð, en þú
munt alltaf vera hjá mér innst
inni í hjarta mínu. Þú munt
alltaf fylgja mér þótt ég sjái
þig ekki, farðu vel með þig
Alma Maureen Vinson.
HINSTA KVEÐJA
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtast frekari uppl.
Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að
senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn vita.
Minningargreinar
Fleiri minningargreinar um Hólm-
fríði Þórðardóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.