Morgunblaðið - 29.03.2008, Side 40
40 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Ferming. Kór Ás-
kirkju syngur, organisti Magnús Ragnars-
son. Sunnudagaskólinn fellur niður að
þessu sinni. Sóknarprestur.
BESSASTAÐAKIRKJA | Fermingarmessur
laugardag 29. mars kl. 10.30 og sunnudag
30. mars kl. 13. Sameiginlegur sunnu-
dagaskóli Bessastaða- og Garðasóknar
sunnudag kl. 11 í Bessastaðakirkju. Söng-
ur og samfélag.
BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalarnesi |
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þór-
unn Tómasdóttir og Rannveig Ásgeirsdóttir
sjá um stundina. Gunnar Kristjánsson
sóknarprestur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11 í umsjá Jóhanns Axels, Nínu
Bjargar og Lindu Rósar. Prestur sr. Bryndís
Malla Elídóttir. Eldri barnakór syngur undir
stjórn Gunnhildar Höllu Baldursdóttur.
Hressing í safnaðarheimili á eftir. Tómasar-
messa kl. 20. Orð Guðs, fyrirbæn, máltíð
Drottins, fjölbreytt tónlist. Kaffisopi eftir
messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Páll Kr. Pálsson segir frá Afríkuferð og sýnir
myndir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Re-
nata Ivan, kór Bústaðakirkju syngur, prest-
ur sr. Pálmi Matthíasson. Aðalsafnaðar-
fundur Bústaðasóknar eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
sr. Magnús Björn Björnson, organisti Kjart-
an Sigurjónsson, kór Digraneskirkju, A-hóp-
ur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á
neðri hæð. Léttar veitingar í safnaðarsal
eftir messu.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Anna Sig-
ríður Pálsdóttir prédikar, Dómkórinn syng-
ur, organisti er Marteinn Friðriksson.
Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu
stendur.
FELLA- OG Hólakirkja | Sunnudagaskóli kl.
11. Mikill söngur, umsjón hefur Ragnhildur
Ásgeirsdóttir djákni. Fermingarguðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl
Ágústsson, kór kirkjunnar syngur og leiðir
almennan safnaðarsöng undir stjórn Guð-
nýjar Einarsdóttur, kantors kirkjunnar. Með-
hjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Þriðjudag-
inn 1. apríl verður kyrrðarstund kl. 12.
Kirkjustarf eldri borgara er kl. 13-16. Ágúst
Ísfeld sýnir myndir úr starfinu.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Stund fyrir alla fjölskylduna. Æðru-
leysismessa kl. 20. Fríkirkjubandið leiðir
tónlist og söng. Kaffi í safnaðarheimilinu
að lokinni guðsþjónustu.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn
samkoma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir
prédikar, lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir.
Að samkomu lokinni verður kaffi og sam-
félag. Einnig verður verslun kirkjunnar,
Brunnurinn, opin.
FRÍKIRKJAN, Reykjavík | Fermingarmessa
kl. 14. Fermd verða sex ungmenni: Eggert
Davíð Jóhannsson, Sunna Rós Jóhanns-
dóttir, Alexander Máni Ragnarsson, Halldór
Ingi Herbertsson, Ragnar Auðun Árnason
og Guðbjörg Sylvía Hjörleifsdóttir. Hjörtur
Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari og pre-
dikar, tónlistina annast tónlistarstjórarnir
Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller.
FÆREYSKA sjómannaheimilið | Samkoma
kl. 17 á Örkinni, Brautarholti 29. Söngur,
predikun og Jóan Karl Högnesen frá Klaks-
vik kemur í heimsókn. Kaffi og spjall eftir
samkomu.
GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30
og 13.30. Sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Bjarni
Þór Bjarnason og sr. Lena Rós Matthías-
dóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Lena
Rós Matthíasdóttir, umsjón Hjörtur og
Rúna, undirleikari Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli | Sunnudagaskóli kl. 11.
Umsjón Gunnar og Dagný, Undirleikari Guð-
laugur Viktorsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10,
bænastund 10.15. Barnastarf kl. 11 í
umsjá Lellu, Lilju o.fl. Messa kl. 11. Alt-
arisganga, samskot í Líknarsjóð. Messu-
hópur. Molasopi eftir messu. Fermingar-
messa kl. 13.30. Félagar úr kirkjukór leiða
söng í báðum athöfnum, organisti Árni Ar-
inbjarnarson. Prestar sr. Ólafur Jóhanns-
son og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir
messar, organisti Sólborg Valdimarsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fermingar-
messur kl. 10.30 og 14. Prestar sr. Gunn-
þór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson.
Kantor Guðmundur Sigurðsson, Kór: Bar-
börukórinn í Hafnarfirði. Sunnudagaskóli í
Hvaleyrarskóla kl. 11.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fermingarmessa kl.
11. Barnastarf á sama tíma. Sr. Birgir Ás-
geirsson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og
Magnea Sverrisdóttir djákni þjóna í mess-
unni. Fermingarstúlkan María Ingibjörg
McGinley leikur á fiðlu og Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur, organisti Hörður Ás-
kelsson. Barnastarf á sama tíma.
HÁTEIGSKIRKJA | Fermingarmessa kl.
10.30, prestarnir. Organisti Douglas A
Brotchie. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Erla
Guðrún og Páll Ágúst.
HJALLAKIRKJA | Fermingarmessur kr.
10.30 og 13.30. Prestar kirkjunnar þjóna.
Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða
safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Sunnudagaskóli í neðri safnaðar-
sal kl. 13. Bæna- og kyrrðarstund á þriðju-
dag kl. 18. Nánar á www.hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN, Akureyri | Sunnu-
dagsskóli kl. 11. Samkoma kl. 17. Valdís
Anna Jónsdóttir talar.
HJÁLPRÆÐISHERINN, Reykjavík | Sam-
koma kl. 20 í umsjá Anne Marie Reinholdt-
sen. Gídeonfélagar kynna starf félagsins
og fórn verður tekin til Gídeonfélagsins.
Heimilasamband fyrir konur mánudag kl.
15. Kvöldvaka fimmtudag 4. apríl kl. 20
með happdrætti og veitingum. Opið hús kl.
16-17.30 þriðjudaga til laugardaga.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Almenn
samkoma kl. 16.30. Afmælissamkoma í
umsjá U.N.G.-starfsins. Aldursskipt barna-
kirkja á meðan á samkomu stendur, börn á
aldrinum 1-13 ára.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Guðsþjón-
usta í V-Frölundakirkju í Gautaborg kl. 14.
Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel-
leik annast Tuula Jóhannesson, Ingibjörg
Guðlaugsdóttir leikur á básúnu, altaris-
ganga. Barnasögustund með Birnu. Kirkju-
kaffi. Sr. Ágúst Einarsson.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Barnastarf
kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna. Ólafur
Knútsson kennir „Heilbrigðan metnað“.
Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbæn-
um. Vilborg R. Schram predikar.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru, Reyðarf. |
Messa kl. 11.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30
og virka daga kl. 18.30.
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30
og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl.
18. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
er messa á latínu kl. 8.10. Laugardaga er
barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán-
uði kl. 16.
Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í
mánuði kl. 16.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga
er messa á ensku kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðvikudaga
kl. 20.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingarmessa kl.
11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn
Hákonar Leifssonar, prestur er sr. Sigfús
Baldvin Ingvason.
KFUM og KFUK | Vitnisburðarvaka verður
kl. 20.
KIRKJA Sjöunda dags aðventista | Sam-
eiginleg samkoma v/heimsóknar Raafat
Kamal í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hfj.
Samkoman hefst kl. 11. Máltíð að sam-
komunni lokinni. Raafat verður einnig með
fyrirlestur sem hefst kl. 14. Ath.: vegna
þessa fellur samkomuhald niður í Reykja-
vík, Reykjanesbæ og á Selfossi.
Samfélagið á Akureyri mun hittast í Sunnu-
hlíð, í sal KFUM/K kl. 10.30. Biblíurann-
sókn og hugleiðing, Ómar Torfason.
Þá verður Biblíurannsókn í Vestmannaeyj-
um sem hefst kl. 10.30 í Kirkjunni að
Brekastíg.
KÓPAVOGSKIRKJA | Ferming kl. 11 með
altarisgöngu. Kór Kópavogskirkju syngur
undir stjórn organista kirkjunnar Lenku Má-
téovú, prestur sr. Auður Inga Einarsdóttir.
Sunnudagaskóli í Kópavogskirkju kl. 12.30
undir stjórn Sigríðar Stefánsdóttur. Þorkell
og Örn Ýmir sjá um undirleik og brúðuleik-
rit.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Hringbraut
kl. 10.30 á 3ju hæð. Prestur Gunnar Rúnar
Matthíasson og organisti er Helgi Braga-
son.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Ferming. Barnastarfið verður í safn-
aðarheimilinu allan tímann undir stjórn
Rutar og Steinunnar. Prestar sr. Jón Helgi
Þórarinsson og sr. Petrína Mjöll Jóhannes-
dóttir. Kór Langholtskirkju syngur, organisti
Jón Stefánsson.
LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessa kl.
11. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma
í leikfimisal Laugarnesskóla. Klæðnaður
barnanna taki mið af því að farið verður í
hlaupaleiki. Guðsþjónusta kl. 13, í salnum
að Hátúni 10, 9. hæð. Guðrún K. Þórsdóttir
djákni þjónar ásamt sóknarpresti, organ-
ista og hópi sjálfboðaliða. Harðjaxlar halda
fund kl. 13 (7. bekkur). Aðalfundur safn-
aðarins verður haldinn sunnudaginn 6. apr-
íl kl. 12.30.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
ustur kl. 10.30 og 13.30. Prestarnir.
LINDASÓKN í Kópavogi | Fermingar í
Hjallakirkju kl. 10.30 og 13.30, laugardag-
inn 29. mars. Fjölskylduguðsþjónusta í
Salaskóla kl. 11. Í guðsþjónustunni sýnir
Helga Steffensen brúðuleikritið Vinátta.
Prestur er Guðmundur Karl Brynjarsson.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðar-
söng, organisti Steingrímur Þórhallsson.
Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og
þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni
en fara síðan í safnaðarheimilið. Sögur,
söngur og brúður. Umsjón Sigurvin, Björk
og Ari. Kaffi, súpa og brauð á Torginu eftir
messu. Fermingarmessa kl. 13.30. Fé-
lagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng,
organisti Steingrímur Þórhallsson, prestar
sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Sigurður Árni
Þórðarson.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þor-
steinsdóttir, Dagmar Kunakova og Jenný
Þórkatla Magnúsdóttir.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17.
„Nú er uppskerutími“. Ræðumaður er Her-
mann Bjarnason. Lofgjörð og fyrirbæn.
Barnastarf.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Fermingarmessa
kl. 11. Prestur Sigríður Gunnarsdóttir, org-
anisti Rögnvaldur Valbergsson, kór Sauð-
árkrókskirkju leiðir söng.
SELFOSSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11.
Sr. Gunnar Björnsson.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Söngur, saga og mynd. Fermingarguðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason
prédikar, kirkjukórinn leiðir almennan
söng, organisti Jón Bjarnason.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar
leiða tónlistarflutning undir stjórn Friðriks
Vignis Stefánssonar organista. Sunnu-
dagaskólinn er á sama tíma og æskulýðs-
félagið kl. 20. Prestur er Sigurður Grétar
Helgason.
VEGURINN, kirkja fyrir þig | Samkoma kl.
11. Kennsla fyrir alla aldurshópa, Jón Sig-
urjónsson kennir. Létt máltíð að samkomu
lokinni. Bænastund kl. 18.30. Samkoma
kl. 19, Högni Valsson predikar. Lofgjörð og
fyrirbæn. Samfélag í kaffisal á eftir.
www.vegurinn.is
VÍDALÍNSKIRKJA | Fermingarmessur laug-
ardaginn 29. mars kl. 13 og kl. 15 og
sunnudag 30. mars kl. 10.30. Sunnudaga-
skólinn fer í heimsókn í Bessastaðakirkju.
Þar verður sameiginlegur sunnudagaskóli
Bessastaða- og Garðasóknar. Farið í rútu
frá Vídalínskirkju kl. 10.45 og til baka að
lokinni athöfn. Söngur, gleði og samfélag.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Ferming-
arguðsþjónusta kl. 10.30. Kór Víðistaða-
sóknar syngur undir stjórn Aðalheiðar Þor-
steinsdóttur. Einsöngur Sigurður Skag-
fjörð, trompet Eiríkur Örn Pálsson.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskólinn
kl. 11. Umsjón hafa Hanna Vilhjálmsdóttir,
Ástríður Helga Sigurðardóttir og María Rut
Baldursdóttir.
Morgunblaðið/Arnaldur
Kópavogskirkja.
(Jóh. 20)
Orð dagsins:
Jesús kom að luktum
dyrum.
EFTIR að Skáksamband Íslands
stóð fyrir dagskrá tileinkaðri minn-
ingu Bobbys Fischers á dögunum
spannst nokkur umræða um þau um-
mæli Borísar Spasskís að tölvutækn-
in hefði eyðilagt skákina. Tölvur geta
og hafa tekið yfir fjölmörg svið þar
sem sköpun mannsins var áður talin
hafa náð hæstum hæðum. Garrí
Kasparov tapaði fyrir Dimmblárri ár-
ið 1997 og þá var sagt að síðasta vígið
hefði fallið. Síðan hafa fjölmörg slík
einvígi farið fram. Kasparov gerði
jafntefli, 3:3, við Deep Junior árið
2003 og Kramnik gerði jafntefli, 4:4,
við Deep Fritz árið 2002. Lengra hef-
ur maðurinn ekki komist í keppni við
bestu forritin. Því er nú spáð að árið
2050 verði tölvan búin að „tæma“
skákina. Það sem blasir við er að tölv-
unni hefur tekist að sanna að óhugs-
andi er að einhver maður geti nokk-
urn tíma náð fullkomnun í
skáklistinni. Dimmblá gat metið/
sundurgreint 200 milljón stöður á
sekúndu þegar hún tefldi við Kasp-
arov. Á ýmsum tímum verið nefndir
til sögunnar skákmenn sem talið var
að hefðu náð fullkomnun í skáklist-
inni: Capablanca, Fischer og Kasp-
arov svo dæmi séu tekin. Tölvan hef-
ur sannað að um slíkt var aldrei að
ræða. Fullkomnun er ekki skilyrði
Fullkomlega tefld skák er sjaldan
skemmtileg. Bestu og skemmtileg-
ustu skákir sem tefldar hafa verið eru
gallaðar. Dramatískasta viðureign
allra heimsmeistaraeinvígja var 13.
skák Spasskís og Fischers 1972. Mis-
tök keppenda, sem voru ófá, gerðu
þessa skák einmitt svo stórfenglega:
Heimsmeistaraeinvígi 1972
13. einvígvígisskák:
Sjá stöðumynd 1
Spasskí – Fischer
Skákin hafði farið í bið eftir 41 leik
og æsispennandi baráttu. Fischer
mun hafa „legið yfir biðskákinni“
langt fram á morgun. Við upphaf
þeirrar vinnu rak hann séra Lomb-
ardy tímabundið því klerkurinn var
með kvef. Það sem gerðist eftir að
skákin hófst að nýju föstudaginn 10.
ágúst tók fram öllum væntingum
manna. Staðan á myndinni var auð-
vitað alveg stórfurðuleg. Svartur er
manni undir og hrókurinn í þokkabót
lokaður inni á g8. Frelsingjarnir
fimm tryggja hins vegar einhvers
konar ógnarjafnvægi. Í þeirri
ákvörðun sem Fischer tók fólst hugs-
un sem er skemmtilega fjarstæðu-
kennd
64. … h1(D)!?
Forritið Shredder telur að eftir
64. … f4 standi til vinnings sé leikið.
Nálgun Fischers var önnur; hann
fórnaði peði til þess að ryðja kóng-
inum braut. Það kom flatt upp á
menn þá og tölvuforrit í dag. Fram-
hald skákarinnar verður ekki skýrt
frekar, Spasskí missti af jafntefli
með 69. Hd1+ og Fischer knúði fram
sigur með nokkrum hnitmiðum leikj-
um:
65. Hxh1 Kd5 66. Kb2 f4 67. Hd1+
Ke4 68. Hc1 Kd3 69. Hd1+?? Ke2 70.
Hc1 f3 71. Bc5 Hxg7 72. Hxc4 Hd7
73. He4+ Kf1 74. Bd4 f2
– og Spasskí gafst upp.
„Toiletgate“
Viðskipti tveggja af fremstu skák-
mönnum heims, Vladimírs Kramniks
og Veselins Topalovs, sýna í hnot-
skurn þá breytingu sem orðið hefur á
undirbúningi skákmanna og einnig
þeirri tortryggni sem getur skapast á
skákmótum. „Toiletgate“ var
hneykslið kallað sem varðaði heims-
meistaraeinvígi þeirra í Elista í
Kalmykíu haustið 2006. Kramnik
dvaldi þá langdvölum á salerninu á
milli leikja og kominn þaðan hristi
hann fram úr erminni langbesta leik-
inn í stöðunni, að sögn Topalov.
Tæknilega eru möguleikar á ósýni-
legum fjarskiptabúnaði fyrir hendi.
En ástandið skapaði óþolandi tor-
tryggni fyrir mikilvægan viðburð:
Wijk aan Zee 2008:
Topalov – Kramnik
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3
e6 5. Bg5 h6 6. Bh4 dxc4 7. e4 g5 8.
Bg3 b5 9. Be2 Bb7 10. 0–0 Rbd7 11.
Re5 Bg7
Sjá stöðumynd 2
12. Rxf7!?
Topalov hafði beðið með þennan
leik í tvö ár og hann var byggður á
sálfræðilegu innsæi, útreikningum
fjölmargra forrita sem áttu í miklum
erfiðleikum með mat á þeim stöðum
sem komu upp í framhaldinu. Langt
fram eftir skákinni þurfti Topalov að-
eins að muna niðurstöður forritanna
en hann reyndi að hraða taflmennsku
sinni sem mest svo Kramnik kæmist
ekki á salernið!
12. … Kxf7 13. e5 Rd5 14. Re4 Ke7
15. Rd6 Db6 16. Bg4 af8 17. Dc2
Dxd4 18. Dxg6 Dxg4 19. dxg7 Kd8
20. Rxb7+ Kc8 21. a4 b4 22. hac1 c3
23. bxc3 b3 24. c4 Hfg8 25. Rd6+ Kc7
26. Df7 Hf8 27. cxd5 Hxf7 28. Hxc6+
Kb8 29. Rxf7 He8 30. Rd6 Hh8 31.
Hc4 De2 32. dxe6 Rb6 33. Hb4 Ka8
34. e7 Rd5 35. Hxb3 Rxe7 36. Hfb1
Rd5 37. h3 h5 38. Rf7 Hc8 39. e6 a6
40. Rxg5 h4 41. Bd6 Hg8 42. H3b2
Dd3 43. e7 Rf6 44. Be5 Rd7 45. Re6
– og Kramnik gafst upp.
Á Amber-mótinu sem lauk á
fimmtudaginn vann ermski stór-
meistarinn Lev Aronjan yfirburða-
sigur. Hann hlaut 13½ v. af 20 mögu-
legum.
Í 2.-5. sæti voru Magnús Carlsen,
Veselin Topalov, Vladimir Kramnik
og Peter Leko með 12 vinninga.
Sennilega verður þessa móts
minnst vegna drottningarfórnar sem
kom eins og þruma úr heiðskíru lofti
og fær mann til að brosa í kampinn
og rifja upp kynni sín af Tal og fleiri
góðum mönnum. Ivantsjúk veit að
það er enn heilmikið pláss fyrir nýjar
hugmyndir; Tal var vanur að fórna
riddara eða biskupi á e6 en Ivantsjúk
lét drottninguna vaða fyrir tvö peð:
Amber-mótið 2008
Vasilí Ivantsjúk – Sergei Karjakin
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8.
Bg5 Be7 9. Df3 Dc7 10. e5 Bb7 11.
exd6 Bxd6 12. De3 Bc5 13. 0–0 Rc6
Sjá stöðumynd 3
14. Dxe6+ fxe6 15. Rxe6 De5 16.
Rxg7+ Kf8 17. Re6+ Kf7 18. Hhe1
Dxe1 19. Rxc5+ Kg6 20. Hxe1 Kxg5
21. Rxb7 Rd4 22. Rd6 Hhf8 23. f3 b4
24. Rce4+ Rxe4 25. Hxe4 Rxb3+ 26.
axb3 a5 27. Hg4+ Kf6 28. Re4+ Ke5
29. Hh4 a4 30. bxa4 Hxa4 31. Rc5
Ha1+ 32. Kd2 Hg8 33. g3 Hf1 34.
Ke2 Hb1 35. Hxb4 Kd5 36. Re4 Kc6
37. h4 Hh1 38. Hc4 Kb6 39. b4 Hd8
40. Hc5 Ha8 41. c3 Ha2 42. Ke3
He1+ 43. Kf4 Hf1 44. Hh5 Ha8 45.
Hh6+ Kb5 46. Rd6+ Ka4 47. Hxh7
Kb3 48. Hc7 Hd8 49. Rf5
– og Karjakin gafst upp.
Tölvur og tortryggni
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2
Stöðumynd 3
SKÁK
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is