Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Blaðbera vantar
í Keflavík
• í afleysingar
• í sumarafleysingar
• í fasta stöðu
Upplýsingar
gefur Elínborg í
síma 421 3463
Blaðbera
Rennismiðir
- nemar í rennismíði
Vélvík ehf. óskar að ráða rennismiði í
framtíðarstörf.
Tækifæri fyrir vandvirka menn með metnað.
Ennfremur getum við bætt við nemum í renni-
smíði.
Vélvík ehf, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík
Sími: 587 9960, netfang: velvik@velvik.is
Raðauglýsingar 569 1100
Félagsstarf
Fasta og félagsfundur
Lífssýnarfastan hefst sunnudaginn 30. mars
kl 17:00 í Bolholti 4, 4.h. Skráning og uppl.
hjá Jóhönnu /863 7457 og Kolbrúnu /895 6523.
Félagsfundurinn verður svo þriðjudaginn 1.
apríl kl. 20:30 í Bolholti 4. Hópsamræður
um blekkinguna. Verðum með heitt á könnunni.
Aðgangseyrir kr. 500,-. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Styrkir
Styrkir
Norrænir styrkir í Nordplus menntaáætluninni
Styrkir eru veittir á eftirfarandi sviðum:
Nordplus Junior Samstarf á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi
Nordplus Voksen Samstarf í fullorðinsfræðslu
Nordplus fyrir Háskólastigið Samstarf á háskólastigi
Nordplus Horisontal Samstarf sem tengir saman aðrar undiráætlanir
Umsóknarfrestur rennur út 21. apríl nk. Sjá nánar á www.nordplus.is
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins - Sími 525 4311,
Háskólatorgi, v/Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Tilkynningar
Snæfellsbær
Auglýsing
um breytingu á skipulagi Snæfellsbæjar
Með vísan í 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er auglýst eftir
athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995 – 2015.
1. Aðalskipulag Snæfellsbæjar 1995-2015, Arnarstapi. Breytingartillagan felur í sér að opið
svæði til sérstakra nota (hesthús) og athafnasvæði fyrir trillur við Músaslóð og Vikurport breytist í
íbúðarsvæði sem verður um 1,8 ha að stærð. Íbúðarsvæði við Gilbakka stækkar lítillega. Vestan
við Álfaslóð breytist landbúnaðarsvæði í opið svæði til sérstakra nota, þar sem gert er ráð fyrir
hesthúsum. Vestan Útnesvegar, á svæði sem nú er skilgreint sem landbúnaðarsvæði, er gert ráð
fyrir 0,4 ha athafnasvæði fyrir trillur. Athafnasvæðið verður í tengslum við núverandi athafna-
svæði fyrir sorpgáma sveitafélagsins og verður aðkoma um núverandi veg að gámasvæðinu.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna
Í samræmi við 25. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt-
ingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi í Snæfellsbæ.
2. Deiliskipulag hesthúsa við Álfaslóð á Arnarstapa. Á Arnarstapa í Snæfellsbæ er gert ráð
fyrir uppbyggingu þriggja hesthúsa ofan Álfaslóðar. Byggingarreitir eru 12 x 32m og innan hvers
þeirra má reisa allt að 200 fm hús. Útlit hvers húss skal vera samræmt og öll húsin taki mið af
hverju öðru hvað varðar hæð, þakhalla og ytri klæðningu. Við hvert hús er haugur og gerði og auk
þess er sameiginlegt beitarsvæði fyrir öll húsin. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
3. Deiliskipulag íbúðarhúsa við Gilbakka á Arnarstapa. Á Arnarstapa í Snæfellsbæ er gert
ráð fyrir uppbyggingu einbýlishúsa við Gilbakka. Byggingarreitir eru 6 m frá lóðarmörkum og ætti
að hafa í huga að þaðan sjái til sjávar og að Stapafelli. Á lóð nr. 1 er þegar hús, en heimilt er að
byggja við það innan byggingarreits í samræmi við skilmála. Lóðir eru allar yfir 1.100 fermetrar að
stærð og lóðir nr. 12 og 14 eru yfir 2.200 fermetrar. Á lóð nr. 14 er nýlegt einbýlishús og gert er
ráð fyrir að breyta lóðarmörkum vegna aðkomuvegar sem liggur nú um norðurhluta lóðarinnar.
Suð-austan lóðar er gert ráð fyrir leiksvæði barna. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
4. Deiliskipulag íbúðarhúsa neðan Músaslóðar á Arnarstapa. Á Arnarstapa í Snæfellsbæ
er gert ráð fyrir uppbyggingu þriggja einbýlishúsa norðan núverandi heilsársbyggðar. Lóðirnar
liggja nærri friðaðri strönd og skal forðast allt óþarfa rask utan húsgrunna. Ekki verði neitt rask
sjávarmegin við byggingarreiti. Innan byggingarreita má reisa einnar hæðar einbýlishús allt að
200 fm. Vegna nálægðar við friðlýst strandsvæði eru gerðar strangar kröfur til vandaðrar
hönnunar húsa og skal vanda allan frágang. Ekki verði neinar útbyggingar út fyrir byggingarreiti.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, virka daga frá kl. 9:00 –
12:00 og 13:00 - 15:30 frá og með 27. mars nk. til 8. maí 2008. Einnig má sjá tillögurnar á heima-
síðu Snæfellsbæjar, www.snb.is . Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 8.
maí 2008. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast bæjarskrifstofu
Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir innan tilskilins frests, telst
samþykkja tillögurnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar.
Skálholtsskóli
Hjónanámskeið
og kyrrðardagar!
3.-4. apríl nk. verður haldið
hjónanámskeið í Skálholtsskóla
Námskeiðið hefst á fimmtudegi kl. 18.00
og stendur fram á föstudag kl. 17.00.
Í beinu framhaldi verða kyrrðardagar
fyrir hjón á öllum aldri frá föstudegi fram
á sunnudag (4.-6. apríl).
Hægt er að vera allan
tímann fyrir þá sem vilja.
Umsjón hefur Hafliði
Kristinsson fjölskyldu-
og hjónaráðgjafi.
Nánari upplýsingar á
heimasíðu okkar www.skalholt.is.
Skráning í síma 486 8870 eða með
netfanginu rektor@skalholt.is
Kennsla
Raðauglýsingar sími 569 1100