Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16.
Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is
Stefnumót við safnara III
Hljómfagurt stefnumót við
tónlistarmenn og hljóðfærasafnara!
Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir
Sjö landa sýn
María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslita-
stemmningar frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu,
Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi.
Hið breiða holt
Ljósmyndasýning þar sem unglingar
eiga stefnumót við afa sína eða ömmur!
Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir.
Styrktaraðili: Beco
Vissir þú...
...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir
ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur?
Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns.
Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700.
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Í Stóra planinu eru persónurnar
sauðheimskar, geggjaðar eða hvort
tveggja, nýja myndin hans Ólafs Jó-
hannessonar fjallar um vel þekktar
andhetjur: aula sem rembast við að
vera eitthvað annað og meira en
þeir eru, klárir og kaldir karlar. Bil-
unin hefst þegar Davíð litli missir
Badda bróður sinn í bílslysi, mamm-
an fer á límingunum en Davíð tekur
að æfa austurlenskar sjálfsvarnar-
íþróttir.
Árin líða, Davíð er orðinn óbrúk-
legur handrukkari í ámóta vonlausu
smákrimmagengi Magnúsar (Ingv-
ar E.), ásamt Snata (Benedikt Erl-
ingsson) og Wolf (Stefan Schaefer).
Davíð, sem er aumastur aumra,
smáður og niðurlægður, telur sig
komast í feitt er hann fær leigt hjá
Haraldi (Eggert Þorleifsson), dul-
arfullum náunga sem gefur sig út
fyrir að vera annað og meira en
grunnskólakennari og snýst fram-
vindan talsvert um vafasama per-
sónu hans. Er hann gamli stór-
krimminn sem hvarf til Mexíkó?
Auðvitað er Haraldur andleg og
líkamleg veimiltíta eins og aðrir í
stórfurðulegri gamanmynd sem
veltist stefnulaus áfram. Borin uppi
af nett leiknum karakterum fullum
sýndarmennsku á ytra borðinu í
framvindu þar sem kylfa ræður
kasti hvað gerist næst og er hlaðin
af furðulegum uppákomum sem eru
Kylfa ræður kasti
Michael Imperioli og Pétur Jóhann „Gallinn við Stóra planið er sá að
margræddur hringlandi verður einsleitur þegar líða tekur á myndina, sem
slær varla feilpúst fram að hléi.“
KVIKMYNDIR
Sambíóin um allt land
Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Handrit:
Ólafur Jóhannesson, Stefan Schaefer og
Þorvaldur Þorsteinsson. Framleiðendur:
Helgi Sverrisson, Ólafur Jóhannesson.
Framkvæmdastjóri: Kristín Andrea Þórð-
ardóttir. Kvikmyndataka: Rune Kipper-
vik. Klipping: Guðni Páll Sæmundsson,
Ólafur Jóhannesson. Tónlist: Pavel E.
Smid. Hljóð: Gunnar Árnason. Leikmynd:
Linda Stefánsdóttir. Aðalleikendur: Pétur
Jóhann Sigfússon, Eggert Þorleifsson,
Ingvar E. Sigurðsson, Benedikt Erlings-
son, Ilmur Kristjánsdóttir, Stefan Schae-
fer, Michael Imperioli. Poppoli Kvik-
myndafélag ásamt Kvikmyndamiðstöð
Íslands í samvinnu við Sambíóin og Kukl.
87 mín. Ísland 2008.
Stóra planið AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111