Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Vinur minn rakst einu sinni áhljómsveitina The BadSeeds eins og hún lagði sig í
neðanjarðarlestarkerfi Parísar.
Hann setti hljóðan við þá upplifun,
enda hafði hann aldrei fyrirhitt jafn
mikið af svölum mönnum á einum
og sama staðnum.
Þannig skynjar maður Nick Cave.
Hann er ósnertanlegur í svalheit-
unum og þegar sveit hans er með í
för minna þeir helst á eitthvað
gengi úr spagettívestra.
Eftir að Cave setti tappann end-anlega í flöskuna hefur ferill
hans blómstrað sem aldrei fyrr.
Bestu plöturnar á ferlinum hafa
komið út hin síðustu ár og sú nýj-
asta Dig!!! Lazarus Dig!!! er ein
blóðrauð rósin enn í hnappagatið.
Cave er búinn að koma mörgum
listamanninum í vanda með þessum
árangri. Honum er nefnilega að
takast að sanna að það er hægt að
búa til stórkostleg listaverk, uppfull
af sársauka, svita og brjálæði með
því að mæta allsgáður á skrifstofu
og vinna frá 9 til 5. Ekki mikil róm-
antík í því. Eða hvað? Útkoman er
a.m.k. slík að aðrir miðaldra lista-
menn (U2, R.E.M. o.fl.) sem virðast
a.m.k. hafa þörf til að sanna sig
ættu að fara að taka niður punkta.
Nýja platan er allt, allt öðruvísien síðasta verk, plötutvennan
stórfenglega Abattoir Blues/The
Lyre of Orpheus (2004). Þær plötur
voru stórar og mikilúðlegar,
dramatískar og flúraðar með
strengjum, kórum og slíku. Dig!!!
Lazarus Dig!!! er hins vegar hrá,
skítug og skruggusvöl rokkplata
sem trukkar áfram, af nokkurs kon-
ar harðneskju eiginlega. Þetta er
„töff“ plata, það er ekkert pláss fyr-
ir ballöður a la Boatmans Call hér.
Grinderman-verkefnið frá því ífyrra (þar sem Cave og hluti
Bad Seeds rúlluðu upp samnefndri
bílskúrsrokkplötu) hefur haft mikil
áhrif á Cave og losað þægilega um
hann. Þetta sýnir sig best í því
hversu mikill húmor liggur yfir
plötunni, eitthvað sem er nýlunda.
Cave er hálfpartinn að gera grín að
sjálfum sér, a.m.k. að ímyndinni
sem margir hafa af honum (sjá
t.a.m. myndbandið við titillagið) og
þetta gefur plötunni mikinn styrk.
Þetta listilega sjálfsháð gerir Cave
nefnilega enn svalari en hann var
áður. Hann svífur hér um leð-
urblökuvængjum þöndum með allt
sitt á kristaltæru – algerlega
ósnertanlegur. Magnað helvíti al-
veg …
Meistarinn
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
»Dig!!! Lazarus Dig!!!er hins vegar hrá,
skítug og skruggusvöl
rokkplata sem trukkar
áfram, af nokkurs konar
harðneskju eiginlega.
Edrú og aldrei betri Eftir að Cave setti tappann endanlega í flöskuna hefur ferill hans blómstrað sem aldrei fyrr.
arnart@mbl.is