Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 29
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 29 Það voru samtökin Beint frá býli– félag heimavinnsluaðila semhafði ásamt Bændasamtök- unum milligöngu um að finna bændur til að starfa með nemendum í vöru- hönnunardeild Listaháskóla Íslands. En hvers konar samtök eru þetta? „Þetta eru fyrst og fremst hags- munafélag bænda, stofnað til að vinna að aukinni heimavinnslu og sölu afurða beint frá bóndanum,“ seg- ir Marteinn Njálsson, bóndi í Suður- Bár við Grundarfjörð. En skyldi vera mikill áhugi hjá bændum að selja milliliðalaust sína framleiðslu? „Áhuginn er vissulega til staðar hjá bændum og þeir eru með þessu að svara kalli markaðarins. Neytendur kalla nú nú eftir vöru sem á ljósan uppruna,“ segir Marteinn. „Það eru ótal sóknarfæri hjá bændum til að skapa á þennan hátt verðmæta vöru. Þessi starfsemi bænda mun ekki vera í samkeppni við aðra matvælavinnslu þar sem öll krafa er á afköst og hraða.“ Marteinn er jafnframt formaður Félags ferðaþjónustubænda. Skyldi þetta tengjast? „Já, ef við horfum til annarra bænda þá tengist heimavinnsla á býl- um ferðaþjónustustarfsemi. Má þar nefna ostagerð, víngerð, kjötvinnslu og fleira, þetta hafa Íslendingar séð og kynnst erlendis á ferðum sínum. Íslensk búvara er verðmæt auðlind og þessi þáttur, heimavinnsla á býl- um, hefur verið mjög vannýtt fram til þessa. Bændur hugsa jafnt til heima- vinnslu fyrir erlenda ferðamenn sem innlenda neytendur.“ Nú eru miklar hækkanir fram und- an, hvernig kemur hækkun á áburði við þessa starfsemi? „Þetta kemur illa við alla mat- vælaframleiðslu. Það sem bændur geta gert er að auka verðmæti fram- leiðslu sinnar með því að selja hana milliliðalaust beint til neytandans.“ Er það hægt lagalega? „Já, benda má á að nú þegar eru margir bændur komnir með full- gildar matvælavinnslur, t.d. má nefna kjötvinnsluna á Möðrudal á Fjöllum og ísgerðina á Holtseli í Eyjafjarð- arsveit – ísinn þaðan heitir Holtsels- hnoss. Loks er vel þekkt hákarla- verkunin í Bjarnarhöfn á Snæfells- nesi.“ Hyggið þið bændur á frekara sam- starf við vöruhönnuði í Reykjavík? „Listaháskólinn er í þriggja ára verkefni núna sem haldið verður áfram með og verið er að huga að fleiri möguleikum. Upplýsingar um starfsemi okkar er að finna á heima- síðu okkar; beintfrabyli.is.“ gudrung@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Formaður Marteinn Njálsson, bóndi í Suður-Bár, er formaður samtakanna; Beint frá býli, hér við frumlega útfærslu gamals og góðs íslensks hráefnis. Beint frá býli Hjónin Kjartan Halldór Ágús-ston og Dorothee KatrinLubecki hafa starfað að undanförnu með nemendum og kennurum við Listaháskóla Íslands. „Rabbarbararækt er mjög gömul á Löngumýri á Skeiðum, bærinn er svona um 20 kílómetra frá Selfossi,“ segir Dorothee, sem nú gegnir einn- ig starfi menningarfulltrúa Suður- lands. „Ég er aðallega í því starfi en Kjartan í landbúnaðinum en hann er kennari að mennt og starfar líka í Skaftholti í Þjórsárdal, heimili fyrir fatlaða sem byggist á svipaðri hug- myndafræði og Sólheimar í Gríms- nesi.“ En hvernig kom þetta til með tilraunaverkefnið? „Við vorum búin að fylgjast svolít- ið með í fyrra þegar verkefnið var kynnt í fyrsta sinn og fannst freist- andi að taka þátt í þessu. Svo var bara hringt í okkur og okkur boðið að vera með og við tókum því fagn- andi. Þetta er búið að vera meiri- háttar skemmtileg samvinna og þetta gerist líka á góðum tíma því í vor fáum við lífræna vottun á fram- leiðslu okkar. Við höfum raunar ver- ið með vöruþróunarhugmyndir í maganum í nokkur ár. Við vorum mjög ánægð með að okkar vara var valin til frekari þróunar, það er meira en að segja það að koma hug- myndum af því stigi og yfir á fram- leiðslustig.“ Morgunblaðið/Eggert Rabbarbaraframleiðendur Hjónin Kjartan H. Ágústsson og Dorothee Katrin Lubick með dóttur sína Sunnu Maríönnu á matarmarkaðinum. Rabbarbara- karamellur og saft! Það vita allir hve algengtþað er að bakhjarlar,hjálparhellur og jafnvellífgjafar þeirra sem baða sig í sviðsljósinu vilja gleymast úti í skugganum. Það, sem hér fer á eftir, er tileinkað þeim. Á menntaskólaárunum, þegar ljóst varð að ég stefndi ótrauður og einþykkur að því að leggja fyrir mig skáldskap af einhverju tagi, sagði móðir mín heitin dálítið við mig sem ég rifja stundum upp. Hún latti mig ekki þessarar óvissu- ferðar, þótt hún legði vissulega ansi ríka áherslu á að ég lyki BA- prófi í einhverju með kennslu- möguleika í huga. En hún sagði að hvað sem menn segðu um þyrnum stráða lífsbraut skálda og listafólks, þá væri það samt alls ekki ég sem hún kenndi í brjósti um, heldur væntanlegur lífsförunautur minn, hver sem hún yrði, ef ég yrði þá svo lánsamur að finna og halda í slíka manneskju. Hún bætti við að vissulega væri það ávísun á töluverða óhamingju þegar fólk veldi sér það hlutskipti að vera eiginlega aldrei sátt og ánægt með neitt nema andartak í senn og eilíflega þrúgað af óskrif- uðum sögum, ómáluðum myndum og ókláruðum tónverkum, auk öf- undar og afbrýði og barnalegrar athyglisþarfar. Þetta væri þó smá- munir hjá því hlutskipti að búa með slíku fólki. Þau örlög hlytu að vera um það bil það ægilegasta sem fyrir nokkra manneskju gæti komið. Mér sárnaði auðvitað bæði þessi áhersla á BA-prófið, sem ég leit vitaskuld á sem hreina vantrausts- yfirlýsingu, og ekki síður rík um- hyggja hennar fyrir einhverri manneskju sem við höfðum hvor- ugt séð þegar hér var komið sögu. Svo liðu árin. Ég kláraði menntó – og BA-prófið, meðfram því að ég gaf út nokkur ljóðakver, eina hljómplötu og skrifaði eitt sjón- varpsleikrit, eignaðist lífsförunaut og tvö börn. Ég held að mamma hafi kannski ekki alveg verið tilbú- in að trúa því að það samband gæti enst hjá mér, en það álit mitt er auðvitað litað af fyrri yfirlýsingum hennar um þau mál. En svo féll hún frá, langt fyrir aldur fram og ég varð bara að ímynda mér hvað henni þætti um framvindu mála hjá mér og mínum. Í dag held ég að hún væri sátt, en sjálfsagt líka hissa á því hvað þetta hefur slampast áfram og þá ekki síst á því að lífsförunauturinn skuli enn vera með í för og börnin fleiri. Stundum er ég hissa á því líka. Margir gera sér líklega í hug- arlund að það hljóti að vera gaman að umgangast listamenn, þeir séu svo frjálslegir og skapandi, spú- andi út úr sér gullkornum og yf- irhöfuð hreinar uppsprettur skemmtilegheita og eftirminni- legra uppátækja. Það er alveg rétt. En bara stundum. Á köflum eru þeir alveg eins leiðinlegir og þungbærir í sambúð og aðrir. En reyndar þeim mun verri sem því nemur að þeir eru sérlega skapandi í finna tilefni til að fara í fýlu, spúa einatt út úr sér eitruðum gullhúðuðum blýkúlum og geta verið tærar uppsprettur leiðinda og eftirminnilegra pínleg- heita. Mamma heitin hafði rétt fyrir sér. Við hlið hvers listamanns, sem ekki er einstæðingur, er ótrúlega sterkur, kærleiksríkur og umburð- arlyndur maki. Maki sem þarf að vera að minnsta kosti jafnskapandi og listamaðurinn til að finna leiðir til að umbera allt það óverðskuld- aða harðræði sem fylgir því að búa með fólki sem í eðli sínu er jafn- sjálfhverft og það er ónógt sjálfu sér. Þeir lifi. Afreksfólkið utan við sviðsljósið Sveinbjörn I. Baldvinsson: Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.