Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Einbýlishús - Arnarhraun Einstaklega vel staðsett einbýlishús í hjarta Hafnarfjarðar. Húsið sem er á tveimur hæðum er með stórum suðurgarði og um 50 m2 suðurverönd. í húsinu er m.a. 5 svefnherbergi, bjartar stofur og mjög rúmgott eldhús. Nánari upplýsingar veitir Jón Sigfús í símum 566-8818 og 893-3003. Netfang: jon@vidskiptahusid.is Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • www.vidskiptahusid.is • Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl & Löggiltur FFS M bl 9 57 80 9 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Langabrekka 18, Kóp. - laus strax Mjög björt og vel skipulögð 125,9 fm efri sérhæð ásamt 24,5 fm bílskúr, samtals 150,4 fm í fallegu og vel viðhöldnu tvíbýli. HÆÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUN- NUDAG FRÁ 15.30-16.00. V. 38,9 m. 7359 Nóatún 24, 1. hæð - gott skipulag Mjög góð og vel skipulögð, mikið uppgerð, 4ra herbergja, 82,2 fm íbúð á 1. hæð. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðher- bergi, tvær stofur og tvö svefnherbergi. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUN- NUDAG FRÁ KL 14.00-15.00. V. 23,5 m. 7320 Sigtún 35, efri hæð - laus strax Glæsileg 120,3 fm, 5 herbergja íbúð á annarri hæð í fjögurra íbúða húsi, ásamt 30,6 fm fullbúnum bílskúr með rafmagni, hita og vatni. Samtals heildarstærð eignar- innar er 150,9 fm. V. 36,9 m. 7418 Hofteigur - laus fljótlega Falleg og mikið endurgerð ca 92 fm, 4ra herb. íbúð í risi í litlu fjölbýli á rólegum og grónum stað í Reykjavík. Eignin skiptist í m.a. í þrjú svefnherb., stofu, eldh., og baðh. Óskráð geymsluris er yfir íbúðinni. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús. V. 21,9 m. 7392 Arnarás, Garðabæ - sér inng. Vorum fá að sölu glæsilega, 3ja herb., 92 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, sjónvarpshol og tvö rúmgóð herber- gi. Þvottahús inn í íbúðinni. V. 28,4 m. 7415 Skólagerði, Kóp. - laus strax Falleg efri,159,9 fm (þ.a. bílsk 29,8 fm) sérhæð í tvíbýli með sérinngangi. Eignin skiptist í 4 svefnh., stóra stofu, eldh., bítibúr og baðh. Að ytra byrði eignarinnar er nýtt járn á þaki og nýir gluggar. Að innan er eignin að mestu upprunaleg. V. 32,0 m. 7424 Tjarnarból - laus strax Mjög rúmgóð og björt, 127 fm, 5-6 herb. á 2. hæð í fjöl- býli. Íbúðin skiptist í 4 svefnherbergi, stórar stofur, baðherbergi. eldhús og búr. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús, sérgeymsla og sameiginleg hjóla og vagnageymsla. V. 28 m. 7422 Boðagrandi - sjávarútsýni Einkar glæsileg, 100,9 fm, 3ja herb íbúð á 4. hæð á vinsælum og eftirsóttum stað. Innréttingar eru sérhannaðar, teiknaðar af Rut Káradóttur. Eignin skitpist m.a. í svefnh., stórar stofur, 2 svalir, baðh., þvot- tah., Sérstæði er í bílageymslu. V. 40,0 m. 7426 Dalsbyggð, Gbæ - laus strax Mjög fal- legt og vel skipulagt, 217,7 fm einbýli á tveimur hæðum. Eignin skiptist m.a. í stofu, borðstofu og fimm herbergi. Tvöfaldur bílskúr. Garður við húsið er ein- staklega vel gróinn og fallegur. Lóðin er samtals 1.034,0 fm. Falleg eign á eftirsót- tum stað í Garðabæ. V. 63,0 m. Fáfnisnes - Skerjafjörður Mjög góð og skemmtileg, 106,3 fm, 3ja herbergja íbúð með bílskúr á góðum stað í Skerjafirðinum. Íbúðin er 87,5 fm og bíl- skúr 18,8 fm samtals 106,3 fm. Íbúðin skiptist í forstofu, 2 rúmgóð herbergi, baðherbergi og opna stofu og eldhús. V. 34 m. 7408 Álfkonuhvarf - m/bílskýli Glæsileg og fullbúin, 3ja herbergja, 99 fm íbúð á 3. hæð í vönduðu lyftuhúsi ásamt sérgeym- slu á jarðhæð og stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, stóra stofu og eldhús. V. 26,3 m. 7423 Gullsmári - laus strax Falleg og vel skipulögð, 3ja herb., 88,7 fm íbúð á 7. h. með glæsilegu útsýni í lyftuhúsi á eftirsót- tum stað í Kópavogi .Eignin skiptist m.a. í 2 svefnh., stofu, baðh., þvottah., og eldh. V. 25,5 m. 7429 Um er að ræða einstaka, fullbúna, 139,2 fm íbúð í hinu nýja Skuggahverfi. Íbúðin er staðsett á 5. hæð og er með stórkostlegu útsýni. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr hvíttaðri Eik og öll gólfefni eru sérvalin. Íbúðin er mjög björt með hærri lofthæð en almennt gerist. V. 65 m. 7413 LINDARGATA - GLÆSILEG ÍBÚÐ OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Til leigu er 513,0 fm. skrifstofuhúsnæði á 1. hæð auk u.þ.b. 125 fm sem er hlutdeild í sameign sem er m.a. kaffiaðstaða auk mötuneytis og samkomu- salar á efstu hæð. Skrifstofuhúsnæðið er í nýlegu og stórglæsilegu skrif- stofuhúsnæði á þessum frábæra stað. Í húsinu er meðal annars Endur- skoðendafyrirtækið Pricewaterhouse Coopers hf. TIL LEIGU Í SKÓGARHLÍÐ Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 ÞAÐ fór varla fram hjá neinum að í síðasta mánuði voru kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Eftir margra vikna þrotlausa vinnu frambjóðenda við að koma mál- efnum fylkinganna tveggja, Vöku og Röskvu, á framfæri kusu stúdentar 6. og 7. febrúar sl. og voru úrslit kunngjörð aðfaranótt 8. febrúar. Vaka hlaut 1.686 atkvæði og Röskva 1.692 og hélt Röskva því naumlega meirihluta sínum í stúdentaráði. Spurningar vöknuðu meðal stúd- enta og þá sérstaklega meðal full- trúa og stuðningsmanna Vöku um það hvernig skipta ætti störfum stúdentaráðs. Með tilliti til lítils munar milli fylkinga skiptist skólinn nánast hnífjafnt og væri því eðlilegt að stúdentar fengju að sjá þá full- trúa sem þeir kusu taka virkan þátt og hafa áhrif innan stúdentaráðs. Vökuliðar biðu spenntir eftir fréttum frá Röskvu og vonuðu að þeir myndu fá umsjón með ein- hverjum nefndum til að koma sínum málefnum í framkvæmd. Stað- reyndin er sú að Röskva hafði ekki samband við Vöku fyrir skiptafund- inn heldur varð oddviti Vöku að hafa samband við Röskvu daginn fyrir til að athuga með skiptingu í nefndir. Fengust þá þær upplýs- ingar að skipting nefnda yrði með svipuðum hætti og starfsárið 2007- 2008. Niðurstaðan var því sú að Röskva fengi meiri- hluta (þrjá af fimm fulltrúum) auk for- manns í öllum sjö nefndum stúd- entaráðs. Einkennileg túlkun á lýðræðinu og lítill skilningur á vilja stúdenta er óhætt að segja. Þetta stoppaði ekki okkur í Vöku, við höfðum unnið ötullega í kosningunum að smíði sterkrar mál- efnaskrár sem við vildum hrinda í framkvæmd og sótt- umst því eftir ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstöðum innan stúdentaráðs til að auðvelda okkur að koma á framfæri þeim málefnum sem 49,91% stúdenta kusu. Kristján Freyr Kristjánsson, oddviti Vöku, bauð sig fram til formanns stúd- entaráðs en Röskvuliðar kusu það strax niður án nokkurrar umræðu um hæfni hans eða getu til að gegna starfinu. Ingólfur Birgir Sig- urgeirsson stúdentaráðsliði bauð sig fram sem fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN en það var einnig kosið niður án minnstu umræðu og loks sóttist Anna Sigríður Hafliðadóttir eftir því að verða formaður alþjóðanefndar og var það einnig kosið niður. Nýtt stúdentaráð tók formlega við 21. febrúar sl. og er því ekki mánuður síðan ráðið tók til starfa en strax er augljóst að yfirlýsingar af hálfu meirihlutans um samstarf fylkinganna í stúdentaráði eru ein- ungis í orði en ekki á borði. Það má þó segja að meirihluti Röskvu hafi farið yfir öll mörk þeg- ar kom að því að ráða fram- kvæmdastjóra stúdentaráðs. Sam- kvæmt 57. og 64. gr. laga stúdentaráðs skal sú ráðning vera byggð á faglegum grunni. Tveir sóttu um stöðuna, Atli Bjarnason, Vöku, og fulltrúi af framboðslista Röskvu. Það fór ekkert á milli mála þegar umsóknir þessara tveggja að- ila voru lesnar yfir að Atli Bjarna- son væri með mun betri grunn og reynslu til að gegna stöðu fram- kvæmdastjóra en mótframbjóðandi hans. Atli Bjarnason er á þriðja ári í viðskiptafræði og rak sitt eigið fyr- irtæki á Akureyri í fjögur ár sam- hliða námi við Menntaskólann á Ak- ureyri, þar sem hann tók einnig virkan þátt í félagslífi skólans og sat meðal annars í stjórn nemenda- félagsins. Reynsla hans af stjórnun, bæði hvað varðar fjármál og einnig mannauðsstjórnun, skipar honum stalli ofar en mótframbjóðanda hans. Það skal þó tekið fram að ekki er verið að gera lítið úr hæfni fram- bjóðanda Röskvu heldur viljum við benda á að með tilliti til starfs- reynslu, forms umsóknar og mennt- unar teljum við að ekki hafi verið ráðið í þessa stöðu á faglegum grunni eins og lög gera ráð fyrir. Undirrituð vonast til þess að að- stæður í stúdentaráði þróist í þá átt að raunverulegt samstarf geti átt sér stað, enda annað óeðlilegt gagn- vart stúdentum þar sem einungis 0,18% munur er á fylgi fylkinganna. Stúdentaráð er skipað 20 fulltrúum beggja fylkinga, en ekki einungis 11 fulltrúum meirihluta Röskvu. Sand- kassaleikur og framapot sem fulltrúar Röskvu hafa ásakað Vöku um, og nú síðast í fjölmiðlum á loka- spretti kosningabaráttunnar, er nú í hámarki, og lýðræðið innan stúd- entapólitíkurinnar er fótum troðið. Þegar það virðist vera skilyrði að vera bundinn Röskvuböndum til að fá að gegna trúnaðarstörfum í hags- munabaráttu stúdenta er gert lítið úr lýðræðinu og pólitískar ráðn- ingar virðast eiga að koma ákveðnum vinveittum einstaklingum á framabraut. Lýðræðið virt að vettugi Ingólfur Birgir Sigurgeirsson og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir skrifa um stúdentapólitíkina » Strax er augljóst að yfirlýsingar af hálfu meirihlutans um sam- starf fylkinganna í stúd- entaráði eru einungis í orði en ekki á borði. Ingólfur Birgir Sigurgeirsson Höfundar sitja í stúdentaráði fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.