Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 54
Hann hefur gaman af því að láta per- sónurnar blaðra alveg endalaust …58 » reykjavíkreykjavík Donald Sutherland er greinilegaekki maður sem liggur á skoð-unum sínum. Áður en viðtaliðhefst stendur blaðamaður inni í hótelherbergi leikarans á meðan leikarinn stikar um gólf og les reiðilega upp úr út- prentuðum tölvupósti sem honum barst ný- verið. Sendingin átti að vera grín, ferilskrá George W. Bush sem hann gæti flaggað við umsókn á nýju starfi. En Sutherland er ekki skemmt, og er greinilega ekki á eitt sáttur með stjórnarhætti Bush og félaga. „Þessir hlutir eru þér greinilega hug- leiknir … ,“ byrja ég varlega. „Já, það er ekki hægt að láta sér standa á sama,“ svarar Sutherland að bragði. Er mikill munur á andstöðu þinni við Íraksstríðið nú og Víetnamstríðið á sínum tíma? „Já, mér finnst það. Þá hafði maður trú á að í vændum væru breytingar til hins betra. Núna er allt þetta stríðsbrölt ekki til neins og bara hörmung frá upphafi til enda … ,“ segir Sutherland niðurlútur og starir skyndilega niður á gólfteppið í þungum þönkum. Þá er ráð að ræða um sjónvarpsþáttinn nýja og reyna að rífa upp stemninguna að- eins. „Já ég fékk handrit þáttanna sent þegar ég var við tökur á kvikmyndinni Fools Gold í Ástralíu og leist strax vel á,“ segir Suther- land. „Ég fékk reyndar skömmu síðar sent annað handrit þar sem búið var að gera talsverðar breytingar en þá neitaði ég al- farið að taka þátt í þessu, bætir hann við og er greinilega ekki maður málamyndana. „Þá var búið að breyta öllum þeim einkenn- um Tripper Darling sem mér fannst gera hann mannlegan og áhugaverðan. Þegar fallist var á að breyta handritinu aftur til baka féllst ég á að vera með. Rauðir og grænir peningar Peningar, völd, ástir og örlög eru allsráð- andi í þáttunum Dirty Sexy Money og sem höfuð fjölskyldunnar fer Tripper Darling ekki varhluta af neinum þessara þátta. Þrátt fyrir allt segir Sutherland téðan Dar- ling þó vera eina þá viðkunnalegustu per- sónu sem hann hafi leikið á ferlinum. En skyldu peningar og völd skipta Sut- herland sjálfan máli í hinu daglega lífi. „Fyrir sumum eru peningar grænir en fyrir mér eru þeir rauðir,“ segir Sutherland og útskýrir að með því eigi hann við að stór hluti fjármuna hans fari í að borga upp lán og fjárfestingar sem hann sé skráður fyrir. „Peningar eru reyndar til góðs ef að þeir eru notaðir rétt. Að nota peninga til að bjarga tiltekinni dýrategund frá útrýming- arhættu finnst mér til dæmis fallegt og virðingarvert. Annars hugsa ég ekki mikið um peninga en reyndar hafa allir þeir náungar sem ég hef leikið að undanförnu verið afar loðnir um lófana,“ bætir hann við og fer í kjölfarið að segja frá ævintýrum sínum í Ástralíu þar sem hann var nýverið við tökur í hlutverki enn eins auðkýfings- ins. „Ég fór á köfunarnámkeið þarna suður frá því ég þurfti á því að halda fyrir mynd- ina. Í stuttu fríi frá tökum þurfti ég að fara til læknis vegna verkja fyrir brjósti. Við myndatökur kom í ljós þykkildi í öðru lung- anu og þá var ég sannfærður um að ég væri kominn með lungnakrabbamein. Læknirinn bað mig að framlengja fríið vegna þessa en ég vildi ekki heyra á það minnst, ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma sam- dægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa, segir hinn 72 ára Sutherland og er greinilega mikið niðri fyrir. „Ég varð alveg brjálaður út í þennan fé- laga sem hafði séð um köfunarkennsluna í Ástralíu, hann er gamalreyndur í faginu og hefði átt að segja mér þetta. Þar sem ég var enn í Bandaríkjunum lét ég mér nægja að hvæsa á aumingjans þjón sem var að vinna á veitingastað sem við hjónin fórum á um kvöldið. En það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom aftur til Ástralíu var að hafa uppi á honum og hella mér yfir hann!“ Já það er ekki gott að ýfa fjaðrirnar á Donald Sutherland, það er á hreinu. En at- hygli vekur að hann sagðist ólmur vilja fara aftur til vinnu þó hann héldi sig vera kominn með krabbamein, skyldi hann ekki óttast heilsuleysi? „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljós- ið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ segir Sutherland og á þarna við atvik sem gerðist fyrir um 30 árum síðan þegar læknar voru taldir hafa vakið hann upp frá dauðum þegar hann þjáðist að heilahimnu- bólgu. Hræðilegt verkfall Þáttaröðin Dirty Sexy Money var ein þeirra sem verkfall handritshöfunda hafði áhrif á og þættirnur urðu aðeins 11 talsins. „Þetta var hræðilegur tími,“ rifjar Sut- herland upp. „Það hefur sjaldan verið rætt um hversu víðtæk áhrif þetta hafði á allt og alla í Hollywood. Starfsfólk í fatahreins- unum, veitingastöðum, búningahönnuðir og fleiri og fleiri, þetta hafði lamandi áhrif á alla,“ bætir hann við og verður sorgmædd- ur á svip. En svo hýrnar yfir honum. „Já þú ert frá Íslandi ekki satt?“ segir hann skyndilega. „Kiefer er einmitt búinn að segja mér svo mikið um landið, hann varð svo rosalega hrifinn þegar hann kom í heimsókn til ykkar.“ Þá var aðeins tími fyrir eina spurningu að lokum og þá langaði mig að vita hvaða hlutverk Donald langaði mest að reyna fyr- ir sér í af þeim sem Kiefer sonur hans hef- ur leikið. „Hmm, þetta er áhugaverð spurning,“ segir Sutherland, hallar sér aftur og hugsar sig vel um. Á meðan stendur hæstráðandi hjá Disney inni á gólfi og sveiflar klukk- unni og gefur til kynna með látbragði að viðtalstíminn sé liðinn. Sutherland þykist ekki sjá hann og svarar svo: „Veistu, ég held að ég geti ekki svarað þessu. Ég hef aldrei hugsað um hlutverkin hans þannig. Ég hef oft séð aðra leikara í hlutverkum sem ég hefði gjarnan viljað fá að spreyta mig á sjálfur en ég sé son minn aldrei sem keppinaut. Mér finnst bara verst að við höf- um aldrei fengið að leika almennilega sam- an,“ segir leikarinn að lokum áður en blaðamanni er vinsamlegast mokað út af hótelherberginu svo hægt sé að hleypa öðr- um að. Þegar Donald Sutherland dó Fyrsti þáttur sjónvarpsþátta- raðarinnar Dirty Sexy Money (Fé og freistingar) var frum- sýndur í Sjónvarpinu síðastlið- inn fimmtudag en þar fer Don- ald Sutherland með hlutverk hins valdamikla og auðuga Tripper Darling. Birta Björns- dóttir hitti leikarann í London á dögunum og ræddi við hann um Tripper, soninn Keith og ævintýri í Ástralíu. Stórleikarinn Peningar, völd, ástir og örlög eru allsráðandi í þáttunum Dirty Sexy Money en þar leikur Donald Sutherland Tripper Darling, höfuð Darling-fjölskyldunnar. » [É]g sé son minn aldrei semkeppinaut. Mér finnst bara verst að við höfum aldrei feng- ið að leika almennilega saman. Dirty Sexy Money eru sýndir í Sjónvarpinu á fimmtudagskvöldum. birta@mbl.is Stjörnubjart Fjölmargir þekktir leikarar leika í þáttunum ásamt Donald Sutherland og má meðal annars nefna Blair Underwood og William Baldwin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.